Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 6
Shub Agrawal og Tanner Scott frá Bandaríkjunum sögðu ferðamenn hafa mikið rætt um gjaldtökuna á barnum á sunnudagskvöld og að þeim hafi verið nokkuð heitt í hamsi yfir henni. Þær vissu engu að síður ekki að byrjað væri að rukka. „Við fréttum þetta í rútunni en höfðum heyrt af því fyrst í [fyrra- dag]. Við vissum samt ekki að það væri byrjað að rukka. Við héldum að það væri bara byrjað að ræða þetta,“ sagði Angrawal. Hún var á því að Íslendingar ættu ekki að þurfa að borga fyrir að skoða náttúruperlur en að erlendir ferðamenn ættu að gera það og féð ætti að fara í viðhald á þeim. Fyrirvarinn fannst henni þó lítill. Landeigendur hafi ákveðið að rukka fólk um helgina þrátt fyrir að það væri ekki endilega löglegt og það væri umdeilt. „Þetta er brandari,“ sagði Angrawal. David Evans frá Bretlandi sagði Geysi fallegan stað fyrir ferðamenn að skoða. Það væri hins vegar nokkuð mikið að borga 600 krónur til að sjá nokkra hveri. „Þetta ætti að vera í umsjá hins opinbera og fólk ætti ekki að þurfa að borga aukalega til að sjá nátt- úruundur,“ sagði hann. Evans taldi það þó ekki myndu fæla ferðamenn frá því að koma til Íslands ef aðgangseyrir sem þessi yrði algengur í landinu. „Fólk myndi samt koma að sjá náttúru- undrin ykkar. Ef það þarf að borga þá borgar fólk eins og annars stað- ar þar sem það fer,“ sagði hann. Lítill fyrirvari á gjaldtökunni brandari David Evans frá Bretlandi. „Okkur var sagt að aðgangur væri frjáls. Þetta var eitt af því sem laðaði okkur hing- að. Okkur þótti ekki mikið til þess koma að mæta hingað í dag og komast að því að við þyrftum að borga fé til viðbótar við túrinn sjálfan,“ sagði David Coleman frá Wales. Hann taldi vel þess virði að greiða fyrir að sjá Geysi en það hefði átt að vera skýrt frá upphafi og hluti af verði ferðarinnar. Hann var þó ekki sáttur við gjaldtökuna í grundvallaratriðum. „Þetta er náttúrufyr- irbæri en ekki eitthvað sem einhver hefur byggt og getur gert tilkall til. Þetta er nátt- úra og fólk ætti ekki að þurfa að borga fyrir hana.“ Hafði verið sagt að aðgangur væri ókeypis David Coleman frá Wales. SVIÐSLJÓS Texti: Kjartan Kjartansson Myndir: Golli Í daglegu tali er talað um náttúru- perlurnar Þingvelli, Gullfoss og Geysi sem gullna hringinn. Eftir að landeig- endur hluta Geysissvæðisins í Hauka- dal byrjuðu að rukka 600 króna að- gangseyri inn á það um helgina má því ef til vill nefna lágreist hliðið að því gullna hliðið. Í hlutverki Lykla-Péturs voru fjór- ir til fimm starfsmenn klæddir í vetr- argalla sem stoppuðu ferðamennina á leið sinni inn á svæðið til að taka við miðum sem voru seldir inni í verslun og rukka inn þegar blaðamaður og ljósmyndari áttu leið þar um í gær. Gjaldtakan sem er sögð eiga að standa undir viðhaldi og uppbyggingu á náttúruperlunni hefur hins vegar komið flatt upp á ferðamenn og ferða- þjónustuaðila. Enn er heldur ekki út- séð um hvort gjaldtakan er heimil en ríkið hefur skotið málinu til dómstóla. Spillti ekki upplifuninni Þeir erlendu ferðamenn sem blaða- maður tók tali, bæði við Geysi og Gull- foss, voru talsvert undrandi á því að vera rukkaðir fyrir að berja náttúru- undrin augum. Þeim hafði jafnvel ver- ið sagt að aðgangur væri frjáls eða þeir höfðu komist að því á leiðinni að þeir þyrftu kafa í pyngju sína til að vera hleypt inn. Almennt voru þeir þó ekki á því að þessu óvænta gjaldheimta hefði spillt fyrir upplifun þeirra af svæðinu eða Íslandi og að það hafi verið vel þess virði að borga til að fá að sjá Geysi- ssvæðið. Ágústa Þórisdóttir, ein þeirra sem gættu hliðsins að Geysissvæðinu í blíðskaparveðri í gær, sagði gjaldtök- una hafa gengið vel hingað til. Einum og einum hafi þótt skrýtið að þurfa að borga og höfðu orð á því að þeir hefðu viljað vitað af því fyrir brottför. Þeir væru hins vegar í miklum minnihluta sem hættu við þegar þeir kæmust að því að þeir þyrftu að borga. Ekki væri heldur munur á afstöðu Íslendinga og erlendu ferðamannanna til gjald- tökunnar. „Það var töluvert af Íslendingum hér í [fyrradag]. Það var bara borgað og brosað,“ sagði hún. Við ríkið að sakast Hinrik Ólafsson, leiðsögumaður hjá Team Iceland, var á ferð með danska skólakrakka við Gullfoss en hann telur að við ríki og stjórnmála- menn sé að sakast um þann hnút sem gjaldtakan á ferðamenn sé komin í. „Það er búið að segja við ríkið í tíu ár að það þurfi að gera eitthvað í þess- um málum. Við vissum þá að við stefndum í þennan fjölda [ferða- manna]. Það var ekki hlustað á ferða- þjónustuna. Við Íslendingar erum að eyðileggja fyrir okkur þessa auðlind með að tala ekki saman,“ sagði hann. Frekar er fjallað um gjaldtökuna við Geysi á mbl.is í dag. Borga sig inn við gullna hliðið  Ferðamenn undrandi á gjaldtöku við Geysi í Haukadal  Sumum hafði verið sagt að aðgangur væri frír og eru ósáttir við skamman fyrirvara  Lítill minnihluti hefur hætt við  Eyðileggja auðlind sína Morgunblaðið/Golli Gjaldtaka Nokkrir starfsmenn gættu hliðsins í gær og rukkuðu ferðamenn um miða eða aðgangseyri. Ágangur Gjaldtakan á að standa undir viðhaldi vegna ágangs ferðamanna. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Jakob Kirknæs frá Hróarskeldu var á ferð um Geysi með hóp danskra ungmenna í skólaferðalagi. Hópurinn þurfti að greiða fullt verð til að komast inn á svæðið. „Rútubílstjórinn var ekki ánægður og vildi næstum því ekki stoppa hérna,“ sagði Kirk- næs en hann vissi ekki af gjaldtökunni þegar hann bókaði ferðina fyrir hópinn. „Þetta er ekki það sem maður á von á á Norðurlöndunum að þurfa að borga fyrir að sjá náttúruna. Þetta er hins vegar ekki svo dýrt svo við lifum það af,“ sagði hann og taldi gjaldtökuna ekki hafa haft áhrif á upplifun þeirra af Geysi eða Íslandi. Býst ekki við þessu á Norðurlöndunum Jakob Kirknæs frá Hróars- keldu í Danmörku. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Besta flokksins í Reykjavík hafa lagt fram ályktunar- tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. Verða greidd atkvæði um tillöguna á fundi borgarstjórnar í dag. Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir flokkana vilja þjóðaratkvæði um Evrópusambandsaðild. „Aðdragandinn er sá að þetta var rætt innan Sambands íslenskra sveitarfélaga [SÍS]. Niðurstaðan þar var sú að ef sveitarfélögin vildu lýsa yfir sínum skoðunum í málinu ættu þau að gera það hvert fyrir sig. Ég veit að Kópavogur og Hafnar- fjarðarbær hafa tekið fyrir svona til- lögur og samþykkt. Við erum því fyr- ir hönd borgarinnar að lýsa því yfir að við teljum að þjóðaratkvæða- greiðsla eigi að fara fram um málið. Það væri eðlilegt að fara í þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ Það voru borgarfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem stóðu að tillög- unni sem var lögð fram í forsætis- nefnd sl. föstudag. Elsa Hrafnhildur verður í fram- boði fyrir Bjarta framtíð í sveitar- stjórnarkosningunum 31. maí. Hún segist hefði getað hugsað sér að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningun- um en að „sá gluggi sé að öllum lík- indum lokaður vegna tímaskorts“. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hvatamaður að umræðu um málið hjá SÍS. Tillaga um ESB-kosningu  Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Besta flokksins og Sam- fylkingar leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Morgunblaðið/Eggert Ráðhús Reykjavíkur ESB-tillaga verður lögð fram í borginni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.