Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Sjöttu og síðustu tónleikarKammermúsíkklúbbsins2013-14 fóru fram viðágæta aðsókn á sunnudags-
kvöld þó lítt væru auglýstir og RÚV
sæi sér ekki fært að taka þá upp.
Hefði þó vel mátt ætla að óvenjulegt
yfirbragð dagskrár, þar sem meiri-
hluti verka var eftir konur, gæti ta-
lizt fréttaefni í sjálfu sér. En hvað
sem öðru líður þá kom það hvorki
niður á aðstreymi né kynjaskiptingu
hlustenda er virtist í fljótu bragði
söm við sig.
Þá kom ánægjulega á óvart að
ómvist Norðurljósasalarins, ólíkt
KMK tónleikunum 23.2., bauð nú
upp á sem næst fullkomið jafnvægi
milli píanós og annarra hljóðfæra –
hvort sem þakka megi öðruvísi
hljómburðarstillingu eður ei. Alla-
vega tókst ekki að grafa þá vitneskju
upp að sinni, þótt auðvitað gætu
ólíkur ritháttur eða slaghörpusláttur
einnig haft sitt að segja.
Hin síferska Sónata Prokofjevs
fyrir flautu og píanó, sem David
Oistrakh gerði heimsfræga í umrit-
un sovézka tónskáldsins fyrir fiðlu,
var í mörgu skemmtileg áheyrnar.
Þó var flautuleikurinn ekki alltaf
laus við flöktandi hrynmótun, er bar
ef ekki vott um rútínuleysi þá a.m.k.
um skort á nægri upphitun, enda
virtist flautan mun einarðari í seinni
dagskrárliðum þar sem djúpa alt-
flautan í G myndaði unaðsfagran
samhljóm við víóluna í íslenzku
verkunum tveimur.
Hvort tveggja var þríþætt. Bára
Grímsdóttir tók í Göngunni löngu
[22’] mið af þremur íslenzkum merk-
iskonum undir fyrirsögnunum
„Ljósmóðir“ (um Skáld-Rósu),
„Móðir“ (Guðrúnu Símonardóttur)
og „Ættmóðir“ (Guðríði Þorbjarn-
ardóttur, víðförlustu konu íslenzkrar
sögualdar). Verkið var hið áheyri-
legasta og skartaði fjölbreyttri
áferð, þ.á m. nærri raunamæddu
göngustefi í I, austrænum serkja-
tónum í II og þróttmiklu samblandi
af innlendum og balkönskum þjóð-
lagahrynjum í III í margskiptum 9/8
takti er Notusfélagar fluttu af þjálli
mýkt við góðar undirtektir.
Haustvísur Elínar Gunnlaugs-
dóttur [13’] voru hugleiðingar um
þrjár stemmur úr Silfurplötusafni
Iðunnar og tjölduðu hlutfallslega
kyrrlátari tjábrigðum en af engum
minni þokka, þar sem síkvikur viki-
vaki miðþáttarins myndaði örvandi
andstæðu við líðandi angurværð út-
þáttanna tveggja í heillandi túlkun.
Tríó Tatjönu Nikolajevnu frá 1958
[25’] var í átta stuttum þáttum og
mætti kalla e.k. rapsódíu um tón-
greinasögu (Prelúdía, Scherzo,
Mónólóg, Aría, Intermezzo, Pasto-
rale, Fantasíumars og Finale). Sízt
átti maður von á öðru eins frá sov-
ézkum píanóleikara er Sjostakovitsj
tileinkaði 24 Fúgur sínar og prelúdí-
ur (1950), hvað þá að örstykkin
skyldu reynast jafn frjó og fjölbreytt
(m.a.s. kímin!) og raun bar vitni án
þess að raska samfelldri heild. En
fruntaliðug túlkun Notus-tríósins, er
starfað hefur síðan 2009 en lék hér
með Martin Frewer á víólu í stað Ás-
dísar Runólfsdóttur, tókst engu að
síður að geirnegla óþekktar perlur í
vitund nærstaddra við fyrstu heyrn.
Yfirlætislausar á ytra borði – en því
eftirminnilegri undir niðri.
Morgunblaðið/Þórður
Jafnvægi „… fruntaliðug túlkun Notus-tríósins, er starfað hefur síðan 2009 [tókst að] geirnegla óþekktar perlur í
vitund nærstaddra við fyrstu heyrn. Yfirlætislausar á ytra borði – en því eftirminnilegri undir niðri,“ segir rýnir.
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikarbbbmn
Prokofjev: Flautusónata Op. 94 (1943).
Bára Grímsdóttir: „Gangan langa“ fyrir
flautu, víólu og píanó (2011; frumfl.). El-
ín Gunnlaugsdóttir: „Haustið líður óð-
um á“ – útsetningar á þjóðlögum (2011;
frumfl.). Tatjana Nikolajeva: Tríó fyrir
flautu, víólu og píanó Op. 18 (1958;
frumfl. á Ísl.). Notus-tríóið (Pamela De
Sensi flautur, Martin Frewer víóla og
Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó).
Sunnudaginn 16.3. kl. 19.30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Leyndar perlur
Vikulegir tónleikar meðmörgum af
fremstu tónlistarmönnum
þjóðarinnar undir listrænni stjórn
Gerrit Schuil.
Miðvikudaginn 19. mars:
Michael Jón Clarke
Hádegistónleikar
í Fríkirkjunni
allamiðvikudaga í vetur
frá kl. 12.15 til 12.45
Ath: Aðgangseyrir er 1000 kr.
Ekki er tekið við greiðslukortum
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Mið 30/4 kl. 20:00
Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00
Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Sun 4/5 kl. 20:00
Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fim 8/5 kl. 20:00
Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Fös 9/5 kl. 20:00
Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 13/4 kl. 20:00 14.k
Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k
Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta
Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)
Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k
Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas
Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar
Óskasteinar (Nýja sviðið; Hof)
Mið 19/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00
Fim 20/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00 í Hofi
Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Sýnt í Hofi 29/3. Síðustu sýningar!
Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)
Fös 11/4 kl. 20:00 frums Fim 24/4 kl. 20:00 4.k Sun 27/4 kl. 20:00 6.k
Lau 12/4 kl. 20:00 2.k Fös 25/4 kl. 20:00 aukas
Sun 13/4 kl. 20:00 3.k Lau 26/4 kl. 20:00 5.k
Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012
Ferjan (Litla sviðið)
Fim 20/3 kl. 20:00 gen Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Sun 11/5 kl. 20:00 19.k
Fös 21/3 kl. 20:00 frums Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k
Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k
Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k
Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k
Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Sun 18/5 kl. 20:00 24.k
Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k
Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas
Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k
Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k
Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas
Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 25/5 kl. 20:00 28.k
Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k
Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
Hamlet litli (Litla sviðið)
Lau 12/4 kl. 14:00 frums Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Sun 4/5 kl. 14:30 5.k
Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 13:00 4.k
Shakespeare fyrir alla fjölskylduna
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00
Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í
Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas.
Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas.
Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!
SPAMALOT (Stóra sviðið)
Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn
Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn
Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn
Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!
Svanir skilja ekki (Kassinn)
Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn
Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn
Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.
Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 20:00 44.sýn
Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 40.sýn Lau 29/3 kl. 22:30 45.sýn
Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fim 27/3 kl. 20:00 41.sýn Fim 3/4 kl. 20:00 46.sýn
Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fös 28/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn
Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/3 kl. 22:30 43.sýn Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Litli prinsinn (Kúlan)
Lau 5/4 kl. 14:00 Lau 12/4 kl. 14:00 Lau 26/4 kl. 14:00
Lau 5/4 kl. 16:00 Lau 12/4 kl. 16:00 Lau 26/4 kl. 16:00
Sun 6/4 kl. 14:00 Sun 13/4 kl. 14:00
Sun 6/4 kl. 16:00 Sun 13/4 kl. 16:00
Eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 23/3 kl. 13:00 Aukas.
Allra síðasta sýning.
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn
Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn
1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.
ENGLAR ALHEIMSINS – ★★★★★
„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Stóru börnin (Aðalsalur)
Fim 20/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00
Fös 21/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00
AUKASÝNINGAR - Númerið sæti
Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur)
Sun 30/3 kl. 20:00
Fatahönnuðurinn L’Wren Scott,
unnusta Micks Jaggers, söngvara
hljómsveitarinnar Rolling Stones til
margra ára, fannst í gær látin í íbúð
sinni í New York. Aðstoðarmaður
hennar fann líkið og fullyrða fjöl-
miðlar vestra að um sjálfsvíg hafi
verið að ræða. Hún var 49 ára.
Talsmaður Jaggers staðfesti and-
lát Scott í gær og sagði að söngv-
arinn væri „algjörlega miður sín“
en hann kom í gær til Ástralíu
ásamt hljómsveitinni sem er á
tónleikaferð um heiminn.
L’Wren Scott var mormóni, upp-
alin í Utah, og höfðu þau Jagger
verið saman síðustu þrettán ár. Eft-
ir að hafa flutt til Los Angeles starf-
aði hún fyrst sem útlitshönnuður en
síðar sem tískuhönnuður. Fyrsta
fatalína Scott kom á markað 2006
og hafa stjörnur á borð við Angel-
inu Jolie, Nicole Kidman og Pené-
lope Cruz klæðst fötum hennar.
Unnusta Micks Jaggers, fatahönnuður-
inn L’Wren Scott, sögð hafa svipt sig lífi
AFP
Látin L’Wren Scott og Jagger við afhend-
ingu Golden Globe-verðlaunanna.