Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 ✝ Ómar HeiðarHalldórsson fæddist á Stóru- Heiði í Mýrdal 7. mars 1954. Hann lést á Landspít- alanum aðfaranótt 11. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Guð- laug Guðrún Vil- hjálmsdóttir, f. 22.9. 1932, d. 11.5. 1997, og Halldór Jóhannesson, f. 17.12. 1925. Systkini Ómars eru: Helga, f. 17.6. 1955, Arnar Viggó, f. 21.7.1958, Jóhannes, f. 8.11. 1960, Sævar, f. 18.9. 1965, og Hafdís, f. 18.9. 1965, d. 12.3.1995. Eiginkona Ómars er Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir, frá Markaskarði, f. 9.8. 1955. Ómar ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt systkinum, á Brekkum í Mýrdal þar sem hann vann að bústörfum með föður sínum. Ómar var húsa- smíðameistari að mennt og lærði hjá Sigfúsi Kristinssyni á Selfossi. Fjölskyldan bjó á Sel- fossi og vann Ómar þar við iðn sína þar til fjölskyldan fluttist að Suður- Hvammi í Mýrdal ár- ið 1980. Þar stunduðu þau bú- skap til ársins 2003. Á þeim ár- um gegndi Ómar ýmsum trúnaðarstörfum í Mýrdalnum, sat m.a. í sveitarstjórn og bygg- ingarnefnd Mýrdalshrepps , ásamt því að gegna stöðu sókn- arnefndarformanns Reyn- issóknar. Ómar stundaði alla tíð smíðar með búskapnum, bæði fyrir sjálfan sig og sveitunga sína. Árið 2003 hætti fjöl- skyldan búskap og flutti aftur á Selfoss þar sem Ómar tók aftur að starfa við smíðar. Útför Ómars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. mars 2014, kl. 13. Þau gengu í hjóna- band 14.12. 1974. Börn Ómars og Guðrúnar eru: a) Halldór Unnar, f. 7.11. 1977, b) Heið- dís Inga, f. 17.4. 1980, maður henn- ar er Magnús Vil- hjálmur Árnason, f. 5.6. 1977. Dætur þeirra eru Klara Lind, f. 1.9. 2009, og Katrín Harpa, f. 3.6. 2011, c) Ingvar Helgi, f. 20.6. 1984, kona hans er Ásthildur Eygló Ástu- dóttir, f. 22.12. 1983. Synir þeirra eru Heiðar Jóhann, f. 28.2. 2009, og Ásbjörn Ómar, f. 28.1. 2013, d) Hróbjartur Heið- ar, f. 20.1. 1993, og e) Hilmir Ægir, f. 20.4. 1998. Elsku besti vinur minn og ynd- islegi eiginmaður. Takk fyrir öll yndislegu árin okkar. Oft var á brattann að sækja í búskapnum, en við leystum það alltaf í samein- ingu. Einnig kom sorgin til okkar þegar við misstum Hafdísi, en þú varst þá svo mannlegur og við unnum úr þeirri sorg saman með börnunum okkar. Þegar við fluttum á Selfoss aft- ur skaust þú rótum strax en það tók mig lengri tíma að festa nýjar rætur í þéttbýlinu. Einhvern veg- inn var hugurinn í Mýrdalnum að- eins lengur. En loksins gátum við farið að njóta þess að ferðast um landið okkar saman. Takk fyrir það að drífa mig með þér um land- ið okkar fagra og yndislega. En svo veiktist þú og það var högg sem vildi ekki hverfa frá mér, enda á brattann að sækja. Ég sagði stundum að við ætluðum upp háu brekkuna, en þegar við héldum að við værum að nálgast toppinn, kom í ljós að leiðin var lengri en við héldum og slóðinn grýttari en vonir stóðu til. Undir lokin vissum við að lækning feng- ist ekki. Sigrún Reykdal og starfs- fólk 11G ásamt starfsfólki gjör- gæslunnar við Hringbraut hafa verið dásamleg og gerðu allt fyrir okkur sem hægt var að gera. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Nú kveð ég þig með söknuði, kæri eiginmaður, og minn besti vinur. Þín elskandi eiginkona, Guðrún Sigríður. Elsku besti pabbi okkar. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Við reiknuðum allir með að hafa þig hjá okkur mun lengur, en lífið tekur óvæntar stefnur þó erf- itt sé að sætta sig við það. Þú varst alltaf svo traustur og tryggur, eins og klettur sem nátt- úruöflin áttu ekki að geta unnið á. Barnslega trúin á stóra sterka pabba sem alltaf verður til staðar, hefur þurft að lúta fyrir köldum raunveruleikanum. En minning- arnar, stundirnar, hlýjan og kær- leikurinn situr eftir. Takk fyrir allar dásamlegu stundirnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Halldór Unnar, Ingvar Helgi, Hróbjartur Heiðar og Hilmir Ægir. Elsku pabbi. Ég sakna þín svo mikið. Þetta er búið að vera erfitt ár hjá okkur öllum og þú ert búinn að vera svo sterkur. Það hefur ekki verið auðvelt að vera í öðru landi og fylgjast með úr fjarlægð en ég hef reynt að taka þátt í bar- áttunni með þér og hugsað mikið til þín. Samtöl okkar síðastliðið ár hafa oft einkennst af niðurstöðum úr rannsóknum og spurningum um lyf og meðferðir, enda það sem kannski liggur beinast fyrir þó að mig hafi oft langað bara að faðma þig að mér. Ég hef alltaf litið mikið upp til þín frá því ég var lítil stelpa og fundist gott að vera í kringum þig. Þú varst vinnusamur og duglegur og var það því oft úti við sem ég þurfti að vera til að nálgast þig, því á kvöldin svafstu yfir sjón- varpinu. Ég man hvað mér fannst gaman að vera úti í geymslu með þér þegar þú varst að smíða þar. Það myndaðist notalegt andrúms- loft með rafmagnsofninn í gangi og ég fékk stundum smáspýtu til að leika mér að, pússa eða tálga. Það var ekki alltaf talað mikið en við vorum alltaf góð að þegja sam- an án þess að það væri óþægilegt. Ekki var alltaf efst á óskalistanum að fara í fjósið en þegar út var komið þá var alltaf notalegt að vera í kringum þig og kýrnar og Rás 2 sem þú varst yfirleitt með í gangi. Kannski ástæðan fyrir því að við systkinin sungum mikið í fjósinu enda hið fínasta æfinga- húsnæði. Stundum lastu fyrir okkur sögur á kvöldin systkinin en þær svæfðu þig yfirleitt á und- an okkur og var oft galað „pabbi, haltu áfram!“ Á morgnana fannst mér alltaf notalegt að fá mér Melroses-te með þér og ristað brauð með osti og marmelaði. Í seinni tíð höfum við haft ljós- myndun sem sameiginlegt áhuga- mál og það hefur verið gaman að bera saman bækur sínar og sjá hvað þú hafðir mikinn áhuga á að ná góðum myndum af umhverfinu og fjölskyldunni. Fjarlægðin síðustu árin hefur leitt til þess að heimsóknir hafa verið færri en við vildum en verið reynt að taka Skype-heimsóknir reglulega og dæturnar voru ekki gamlar þegar þær fóru að biðja um afa og ömmu á Skype. Það hef- ur verið ómetanlegt að fá ykkur mömmu í heimsókn til okkar til Danmerkur og kannski höfum við notað tímann betur þegar við höf- um hist, af því það var ekki svo oft. Heimsókn okkar til Íslands fyrir nokkrum dögum varð ekki alveg eins og við höfðum planað enda erfitt að plana hlutina þegar veik- indi eru annars vegar. Það síðasta sem við ræddum í síma var hvað við hlökkuðum til að hittast og ég fann hversu mikil hlýja lá í orðum þínum og umhyggjuna fyrir okkur og afastelpunum þínum sem hlökkuðu sannarlega til að knúsa afa sinn. Hlutirnir þróast ekki alltaf einsog við viljum og vona ég að þú hafir skynjað alla hlýjuna sem ég hef sent þér, sérstaklega síðasta árið og síðustu vikuna okk- ar saman. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, en í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku pabbi. Nú hefur þú feng- ið hvíldina. Ég mun alltaf muna eftir stóra faðminum þínum því pabbafaðmur er alltaf bestur. Hvíl í friði. Þín dóttir Heiðdís Inga. Elsku Ómar Heiðar. Ég hélt að ég hefði meiri tíma. Tíma til að tala saman og tíma til að vera saman. Tíma sem ég ætl- aði að nota til að segja þér hvað þú skiptir mig miklu máli. Ég ætlaði að láta þig vita að mér finnst þú umhyggjusamur, skemmtilegur og umfram allt góður faðir og afi. Og ég ætlaði að þakka þér fyrir hann Ingvar. Hann hefur haft þig sem fyrirmynd og hefur lært af þér, og hann er góður eiginmaður og faðir. Mig langaði að þakka þér fyrir það, af því að hann kennir síðar sonum mínum að vera góðir eiginmenn og góðir feður. Ég hélt að ég hefði tíma til að þakka þér fyrir hvað þú elskar öll börnin þín skilyrðislaust og hefur þar með kennt þeim að elska. Og Guðrúnu. Hjónaband ykkar, ást ykkar hvort á öðru hefur verið mín fyrirmynd í mínu hjónabandi. Ég hélt að ég hefði tíma til að þakka þér fyrir að taka vel á móti mér, og þykja vænt um mig eins og ég er. Alveg frá því ég hitti þig fyrst í Suður-Hvammi og þar til þú seinast kreistir hönd mína og opnaðir augun og leist á mig. En þennan tíma höfðum við ekki. En við þekktumst í 12 ár. Og við þekktumst í blíðu og stríðu. Og við töluðum oft saman. Og það var alltaf hægt að leita ráða hjá þér, og aðstoðar, jafnt þegar við bjuggum í Danmörku, og auðvitað fleiri góðar stundir þennan sein- asta tíma eftir að við fluttum aftur til Íslands. Og ég er þakklát fyrir þessi ár. Elsku Ómar Heiðar. Það er engin tilviljun að börnin mín heita Ómar og Heiðar, þeir eru skírðir í höfuðið á afa sínum. Góðum manni sem vert er að muna. Hvíl í friði. Ásthildur Eygló Ástudóttir. Elsku afi Ómar. Á afmælisdag- inn minn, 28. febrúar, þegar ég varð fimm ára hitti ég þig í sein- asta skipti. Við knúsuðumst og ég sýndi þér nýju skóna mína og ég borðaði rjómabollu með Dóra hjá þér á spítalanum. Þegar þú áttir 60 ára afmæli var mamma ekki búin að kaupa neinn pakka svo ég opnaði fjár- sjóðskistuna mína og fann falleg- an demantstein sem ég lagði í öskju og pakkaði inn í fallegan pappír með bílum. Ég sagði mömmu að þú ættir að hafa þenn- an stein í hendinni þinni. Líka þegar þú ert dáinn. Þremur dögum seinna kom mamma heim af spítalanum. Hún var búin að tala við læknana og vildi segja Lullu og Steina frá því sem er áður en maður kemur á jörðina. Ég þekkti söguna, en ekki þau. Hér kemur hún: Áður en þú fæddist varstu eng- ill uppi á himninum. Þar lékstu þér við verndarengilinn þinn og þar var alltaf ljós og gleði. Svo var það einn daginn þegar þið voruð í miklum boltaleik að boltinn fór hátt hátt og þegar hann lenti kom smá gat á skýin. Þá sást þú pabba þinn, Halldór, og mömmu þína, Unnu. Þau langaði að eignast barn. Þú spurðir verndarengilinn þinn hvort þú mættir fara og vera barnið þeirra. Hann sagði að þú mættir það og að hann mundi ávallt passa þig, svo þú renndir þér niður regnbogann og lagðir englaklæðin þín við rætur regn- bogans. Þegar mamm kom heim af spít- alanum þennan dag sagði hún okkur að þú værir að taka engla- klæðin þín og ætlaðir aftur upp í himininn að vera hjá Guði og verndarenglinum þínum. Ég skil þetta ekki allt enn, en veit að þér líður vel í birtunni og gleðinni á himninum. Hér er lítið lag sem ég samdi þegar ég var að hugsa um þig: Nú ertu dáinn afi Ómar þú elskar Heiðar þinn og líka Ásbjörn Ómar líka mömmu og pabba og ömmu og líka allt fólkið þitt góða en heima bíður jakkinn þinn og kuldagallinn og líka hatturinn þinn af því það er ekki hægt að taka það með til himna Þinn afastrákur, Heiðar Jóhann Ingvarsson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Elsku Ómar afi. Nú ertu ekki lengur hjá okkur. Við vildum svo gjarnan hitta þig þegar við vorum á Íslandi fyrir nokkrum dögum en þá varstu sofandi og lasinn. Núna ertu búinn að breytast í engil og ert farinn til himna. Við lesum bókina um verndarenglana saman og Klara Lind er viss um að núna ertu hjá Pétri erkiengli og ert að búa til regnboga. Við hugsum til þín og söknum þín mikið. Hvíl í friði, elsku Ómar afi. Þínar afastelpur, Klara Lind og Katrín Harpa, Danmörku. Fregnin um að Ómar mágur ætti stutt eftir kom eins og reið- arslag fyrir okkur öll og þegar við fréttum nokkrum klukkutímum síðar að hann væri allur var eins og himnarnir hefðu fallið. Á þessu átti enginn von. Ómar hafði síðasta árið barist hetjulega við krabbamein, sem var þó ekki það sem sigraði hann að lokum. Við sitjum eftir sorg- mædd og hljóð og okkur skortir skilning á lífsgátunni. Ómar var góður drengur og hans er sárt saknað. Stutt er síðan hann náði þeim áfanga að verða sextugur og í dag er það ekki hár aldur. Ómar var alltaf yfirvegað- ur, rólegur og afar traustur mað- ur. Hjónaband hans og Guðrúnar einkenndist alla tíð af mikilli ást, kærleika, vináttu og virðingu gagnvart hvort öðru. Þau ráku til áratuga myndarlegt bú í Mýr- dalnum þar sem glöggt mátti sjá hve samheldnin var mikil og reglusemi á hlutunum. Ómar hafði gaman af því að ferðast og gerðu þau hjónin mikið af því eftir að þau hættu búskap fyrir nokkrum árum og fluttu á Selfoss. Ómar hafði einnig mikinn áhuga á ljósmyndun og hann hafði næmt auga fyrir myndefninu. Hann fór á námskeið og tók marg- ar fallegar myndir, bæði af lands- lagi og fólki. Við hjónin erum svo lánsöm að eiga nokkrar myndir eftir hann af barnabörnunum okk- ar og erum þakklát fyrir þær. Nú þegar komið er að kveðju- stund minnumst við einnig fjölda samverustunda og heimsókna í gegnum tíðina með þakklæti og gleði í huga. Við komum til með að sakna þeirra samverustunda mik- ið. Það var alltaf gaman að hlusta á Ómar tala um eitt af áhugamál- um sínum, sem var að gera upp gamlar vélar. Hann gerði bæði upp gamlan bíl og dráttarvél og naut sín við það enda var hann bæði handlaginn og vandaður til verka. Það er sárt að þurfa að kveðja með jafn skyndilegum hætti og nú – en eftir sitja minningarnar sem ylja. Við viljum kveðja Ómar með þessum orðum Jóhannesar úr Kötlum: Loks beygði þreytan þína dáð, Hið þýða fjör og augnaráð; Sú þraut var hörð – en hljóður nú Í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur,hvíld er góð. – vor hjörtu blessa þína slóð Guðrúnu, Halldóri Unnari, Heiðdísi Ingu, Ingvari Helga, Hróbjarti Heiðari, Hilmi Ægi, tengdabörnum og barnabörnum vottum við okkar innilegustu sam- úð á þessum erfiðu tímamótum. Guð blessi minningu hans. Guðbjörn Svavar (Bubbi) og Íris Björk. Ómar Heiðar Halldórsson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Skúlagötu 44, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 21. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigurður Árni Sigurðsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og langömmubörn. Þegar við fluttum í húsið í Austurgerð- inu kynntumst við henni Dæju frænku, hún var systir mömmu okkar og þær voru ein- lægar vinkonur og áttu svo óend- anlega margt sameiginlegt. Þetta var eins og að flytja inn í höll í yndislegum heimi. Dásamleg æsku okkar getum við auðvitað þakkað því indæla fólki sem við fengum að kynnast. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (K.H.) Dæja og Gísli, eiginmaður hennar; voru alltaf til staðar. Þetta var svona nánast eins og að eiga aukasett af mömmu og pabba. Og þegar Dæja er núna farin yfir móðuna miklu, farin þá leið sem Gísli, pabbi og mamma fóru, þá sitjum við eftir með Dagbjört Ólafsdóttir ✝ Dagbjört Ólafs-dóttir fæddist 15. júní 1931. Hún andaðist 24. febr- úar 2014. Útför Dagbjartar fór fram 11. mars 2014. ódauðlega minning- ar. Dæja og mamma; alltaf að sauma og prjóna. Og myndarskapurinn fór ekki leynt, því það merkilega gerð- ist, að með sauma- skapnum tóku þær þátt í að koma af stað tískubylgju í Kópavogi. Það voru útvíðu buxurnar; brúnar buxur sem þær saumuðu fyrir unglingana í hverfinu. Á ganginum hjá Dæju mátti jafnvel sjá röð af krökkum sem vildu láta sauma á sig útvíðar buxur. Já, handverkið var alltaf svo mikil- vægt hjá henni frænku okkar. Og allt var svo vandað og svo fullkom- lega óaðfinnanlegt. Eftir árin í Austurgerðinu, var alltaf mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Og þegar við komum í kaffi til Dæju og Gísla var alltaf eins og um stórafmæli vari að ræða; margar sortir og allt svo fínt og fallegt. Það er svo auðvelt en samtímis svo skelfilega erfitt að sakna þess sem hefur gefið manni svo ríku- lega af minningum. Einhvern veg- inn er eins og þær systur, mamma og Dæja, verði alltaf til. Öll þessi blíða, þessi einstaka hlýja og þessi milda og fágaða framkoma. Við fengum svo margt og þurftum að gefa svo fátt í staðinn. Dæja frænka var alltaf þessi gefandi sál og hlýja hennar var þess eðlis að hún mun ávallt fylgja okkur. Auður, Kristján og Svanberg Hreinsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.