Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Gr eið slu mi ðlu n Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is Ka nnaðu Málið!alskil.is Þeir sem nýta sér greiðslumiðlun Alskila fá viðskiptakröfur greiddar hraðar en áður! Vissir þú að . . . Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kynntu slitastjórn stöðuna  Fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundi með kröfuhöfum og slitastjórn Kaupþings  Farið yfir sjónarmið ríkisins og stöðu efnahagsmála auk áhættuþátta Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fulltrúar frá ríkisstjórninni sóttu fund slitastjórnar Kaupþings og kröfuhafa í gær þar sem þeir kynntu stöðu efnahagsmála og áhættuþætti sem geta haft áhrif á stöðugleika efnahagslífsins. Þeir Benedikt Gíslason og Tómas Brynjólfsson voru fulltrúar fjár- málaráðuneytisins á fundinum. Þeir voru boðaðir til fundarins að beiðni slitastjórnar. Vildi hún með því fá betri skilning á stöðu mála þegar kemur að nauðasamningsumleitun- um með kröfur bankans. Á fund- inum voru fulltrúar kröfuhafaráða Glitnis og Kaupþings ásamt fulltrú- um ríkis- og slitastjórnar. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, segir að beiðni hafi verið send til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að draga fram sjónarmið ríkisins. Í því hafi falist að fá fram sýn ríkisins á ákveðnar hagstærðir og þróun. „Þeir fóru yfir opinberar tölur um stöðu þjóðarbúsins,“ segir Jóhannes en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar. Þess vegna fengum við þá á fundinn,“ segir Jóhannes. Hann segir að slita- stjórnin fundi oft með óformlegum kröfuhafaráðum bankanna. „Við reynum að funda með þeim með ákveðnu millibili,“ segir Jóhannes. Kröfuhafaráð voru sett á fót árið 2008. Í því sitja fulltrúar kröfuhafa. Að sögn Jóhannesar sitja 25-30 manns á fundum og þar af séu gjarnan um 20 aðilar frá kröfu- höfum. Morgunblaðið/Sverrir Kaupþing Slitastjórn boðaði full- trúa ríkisstjórnarinnar til fundar. Gert er ráð fyrir því að tap af rekstri RÚV verði 357 millj- ónir króna á yfirstandandi rekstrarári. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórn RÚV til Kauphallar Íslands í gær- kvöldi. Þar kemur jafnframt fram að niðurstaðan sé mikil vonbrigði og að gerð verði óháð úttekt á fjármálum stofn- unarinnar. „Ljóst er að frávikið frá þeim áætlunum sem áður höfðu verið lagðar fram er umtalsvert og útlit er fyrir að tapið af rekstrinum muni hafa veruleg áhrif á eigið fé Ríkisútvarpsins, en það var við lok síðasta rekstrarárs 653 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni. Því sé ljóst að hlutfall eiginfjár Ríkisútvarpsins fari und- ir 8% mörkin sem skilgreind eru í lánasamningum sem það hefur gert. Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, formanns stjórnar RÚV, verður ekki gerð frekari krafa um hagræðingar- aðgerðir eins og gerðar voru fyrr á starfsárinu að svo stöddu. „Við gerum ráð fyrir því að fyrri aðgerðir eigi eftir skapa sparnað og skila sér betur inn í reksturinn. Við telj- um að það séu allar forsendur til þess að ná jafnvægi og stöðva þennan taprekstur,“ segir Ingvi. Hann viðurkennir þó að búist hafi verið við því að hagræðingaraðgerðirnar myndu skila sér hraðar inn í reksturinn. „Þessi úttekt er til þess gerð að fá betri yfirsýn yfir þessa stöðu og að ná tök- um á rekstrinum án þess að fara í róttækar niðurskurðar- aðgerðir,“ segir Ingvi Hrafn. Magnús Geir Þórðarson út- varpsstjóri hefur boðað til starfsmannafundar í dag. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar. vidar@mbl.is Vonbrigði með rekstur RÚV  Tap verði 357 milljónir kr.  Ekki meiri niðurskurður Ríkisútvarpið Búist var við því að hagræðingaraðgerð- irnar myndu skila sér hraðar að sögn formanns stjórnar. Morgunblaðið/Ómar Banaslys varð á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt sunnan Dalvíkur um kl. 09.14 í gærmorgun. Kona á fertugsaldri, sem var farþegi í fólksbifreið, lést er bifreiðin lenti í árekstri við pallbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Tildrögin voru þau að pallbíl var ekið suður þjóðveginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn. Í sömu svifum kom fólksbíll á móti sem ekið var norður þjóðveginn og varð harður árekstur. Ökumaður pallbílsins slasaðist ekki. Ökumaður fólksbílsins og annar farþegi voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri talsvert slasaðir. Ekki er hægt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu. Banaslys nærri Dalvík Niðurrif Skuggabarsins gamla á baklóð Hótel Borgar í Pósthússtræti var langt á veg komið í gær, en sú bygging víkur fyrir fjögurra hæða viðbygg- ingu sem rúmar 43 hótelherbergi. Að sögn Ólafs Ágústs Þorbergssonar hótelstjóra er stefnt að því að nýju herbergin verði tekin í notkun á næsta ári. Fyrir eru í húsnæðinu 56 gestaherbergi. Ekki voru allir nágrannar hótelsins sáttir við framkvæmdirnar þegar þær voru kynntar í fyrra. Var því haldið fram að nýbyggingin myndi leiða af sér skuggavarp og minna útsýni í garði Hressingarskálans, á veröndinni hjá Te & Kaffi og útitorgi á lóð Lækjargötu 4. Borgaryfirvöld sögðu hins vegar að Borgin væri eitt elsta og virtasta hótel landsins og mikilvægt að hún fengi að dafna. Skuggabarinn gamli víkur fyrir hótelherbergjum Morgunblaðið/Kristinn Landsvirkjun tilkynnti í gær að fyr- irtækið hefði undirritað raforkusölu- samning við fyrirtækið PCC Bakki Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni fram- leiða allt að 36 þúsund tonn af kísil- málmi og nota 58MW af afli sem unnið verður með endurnýjanlegum hætti í jarðvarma- og vatnsaflsvirkj- unum. Samningurinn er undirrit- aður með ákveðnum fyrirvörum sem þurfa að vera uppfylltir síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfis- veitingar og fjármögnun, auk sam- þykki stjórna beggja félaganna. „Síðustu ár hefur PCC Bakki Sili- con unnið ötullega að því að þróa kís- ilmálmverkefni okkar á Bakka þar sem við teljum fyrsta flokks að- stæður vera fyrir hendi til að byggja og reka kísilmálmverksmiðju. Sam- starf okkar við Landsvirkjun hefur verið faglegt og traust og undirritun raforkusölusamningsins í dag er mjög mikilvægur áfangi í verkefni okkar,“ segir Peter Wenzel, stjórn- armaður í PCC Bakki Silicon. Samið um sölu raforku Stóriðja Kísilmálmverksmiðjan verður á Bakka við Húsavík.  Framleiðsla á Bakka eftir þrjú ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.