Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 15
ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyt- inu, um launakjör seðlabankastjóra. Stundarfjórðungi síðar hafi Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætis- ráðherra, hringt í hann og rætt mál- ið. Hann nefnir samtalið „viðtal“. Dró blaðamaður af því þá ályktun að samtölin þar sem upplýsingar um launakjör seðlabankastjóra voru veittar hafi farið fram 20. júní 2009, eða daginn fyrir bréfið 21. júní. En Már fullyrðir í minnisblaðinu að Lára hafi rætt við Ragnhildi eftir áðurnefnt bréf 14. júní. Í kjölfarið hafi Ragnhildur hringt í hann. Þá segir þar að í „framhaldi af viðtalinu og seinni samtölum“ hafi forsætis- ráðherra boðið honum starfið. Er óljóst hvaða seinni samtöl hann á við. Daginn eftir samtal Más og Jó- hönnu, eða 21. júní 2009, ritaði Már Jóhönnu sem fyrr segir bréf og óskar frekari upplýsinga um launakjörin. Af þessu tilefni var eftirfarandi spurning send til Ragnhildar ráðu- neytisstjóra, en Jóhanna skipaði hana í embættið 1. júní 2009: Veittir þú sem ráðuneytisstjóri svar til Más símleiðis eða með bréfi á tímabilinu 21.-26. júní 2009? Er þér kunnugt um að Jóhanna Sigurðar- dóttir hafi veitt svar símleiðis eða með bréfi á sama tímabili? Fyrirspurnin var send um hádegið og barst svar um kvöldmatarleytið: „Sem ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu óskaði ég eftir því við þáverandi formann bankaráðs Seðla- banka Íslands, Láru V. Júlíusdóttur, að formaðurinn sendi forsætisráðu- neytinu upplýsingar um hugsanleg launakjör seðlabankastjóra. Að fengnum þeim upplýsingum, sem fram komu í ítarlegu minnisblaði frá Seðlabanka Íslands/formanni banka- ráðs, dags. 24. júní 2009, upplýsti ég umsækjandann Má Guðmundsson um hugsanleg launakjör hans með því að lesa upp þær tölur og aðrar upplýsingar sem komu fram í minn- isblaðinu. Yfirskrift minnisblaðsins var: „Drög að tillögu um starfskjör bankastjóra“. Ég lagði ekki sjálfstætt mat á þær tölur eða útreikninga sem komu fram í minnisblaðinu, enda hafði ég engar forsendur til þess þar sem launakjör seðlabankastjóra voru hvorki ákvörðuð né greidd af hálfu forsætis- ráðuneytisins heldur voru þau að öllu leyti á forræði bankaráðs Seðlabanka Íslands og síðar kjararáðs.“ Útilokar ekki annað samtal Ragnhildur útilokaði ekki að hún kynni að hafa rætt við Má símleiðis áður en hún ræddi við hann 24. júní 2009. Þá upplýsti hún að ekki væru til sérstakar skrár í forsætisráðuneyt- inu yfir símtöl Jóhönnu forsætisráð- herra, frá umræddu tímabili. Hefur Ragnhildur nú upplýst að upplýs- ingar um launakjör voru ekki veittar af hennar hálfu fyrr en 24. júní. Segir í áðurnefndum minnis- punktum Más 26. maí 2010 að hann velti umboði Ragnhildar í málinu fyr- ir sér. „Hvaða móralska og/eða laga- lega þýðingu hefur það vilyrði sem mér var gefið af ráðuneytisstjór- anum í forsætisráðuneytinu? Í því sambandi er það sjónarmið að ég tel það ekki trúverðugt að það hafi verið gefið án umboðs í ljósi þess hvernig atburðarásin var.“ Svar Ragnhildar var svohljóðandi: „Varðandi spurningu í síðari tölvu- pósti er því til að svara að þegar emb- ættismaður veitir umsækjanda um embætti upplýsingar um hugsanleg launakjör gerir hann það fyrir hönd ráðherra og á hið sama við um öll embættisverk sem unnin eru í ráðu- neytum í Stjórnarráði Íslands,“ segir Ragnhildur og vísar til Jóhönnu. Hvorki náðist í Má né Jóhönnu. msóknartíma Seðlabanki Íslands Ýmislegt er á huldu vegna launadeilu Más Guð- mundssonar við Seðlabanka Íslands. Gögn fást ekki afhent. Már gagnrýndi „óheilindi“ í málinu er hann rakti rás atburða í samtali við Morgunblaðið sl. föstudag. Sú saga yrði skráð síðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 17. mars 2014, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2014 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. mars 2014, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. mars 2014 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Nokkrum dögum áður en Jóhanna Sigurðardóttir skipaði Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra, hinn 26. júní 2009, ritaði Már henni bréf, sunnudag- inn 21. júní, þar sem hann ítrekaði það sjónarmið sitt að ef laun hans yrðu lækk- uð, samkvæmt frumvarpi um kjararáð, væru „miklar líkur“ á að hann myndi endurskoða þá ákvörðun sína að taka við starfinu. Már setti svo mál sitt í samhengi við hugsanlega aðild að ESB. „Til viðbótar þessu koma svo almenn sjónarmið sem ég myndi hafa tölu- verðar áhyggjur af ef ég yrði seðla- bankastjóri: Það er grundvallar- atriði varðandi sjálfstæði seðlabanka að ekki sé hægt að lækka nafnlaun seðlabankastjóra á ráðningartíma, nema þá kannski með samþykki hans. Ég hef ekki skoðað það í smáat- riðum, en það er hugsanlegt að verði umrætt lagafrumvarp óbreytt að lögum myndi það telj- ast stangast á við skilyrði Evrópu- sambandsins um sjálfstæði seðla- banka sem er forsenda þess að gerast aðili að evrusvæðinu, en ákveðið fjárhagslegt sjálfstæði er í því efni talið vera mikilvægt,“ skrifaði Már en þau tíðindi urðu í Evrópumálum þremur vikum síðar að Alþingi samþykkti hinn 16. júlí 2009 að leggja fram ESB-umsókn. Evrópumálin höfðu þá verið lykil- mál Samfylkingar í kosningabar- áttunni og var umsóknin skilyrði stjórnarmyndunar við VG. Í janúar 2010 greindi Kristrún Heimisdóttir frá því að við myndun minnihlutastjórnar 2009 hefði verið ákveðið að Svavar Gestsson skyldi leiða samninganefnd við ESB, en hún var þá aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar. VARNAÐARORÐ MÁS TIL JÓHÖNNU Fánaborg Við höfuðstöðvar ESB í Brussel. Benti á mögulegar afleiðingar fyrir Evrópusambandsumsókn Reuters Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir stofnunina stefna að því að skila niðurstöðu um afmarkað verkefni varðandi Má Guðmundsson seðlabankastjóra síðdegis í dag, þriðjudag, eða í síðasta lagi á morgun, miðvikudag. Tilefnið er að bankaráð Seðlabanka Íslands samþykkti einróma á fundi sl. fimmtudag að fram skyldi fara „út- tekt á greiðslum lögmannsreikninga bankastjóra Seðla- banka Íslands vegna málaferla hans við bankann“. Voru reikningarnir greiddir af Seðlabankanum frá lokum árs 2011 til miðs árs 2013. Var Ríkisendurskoðun jafnframt falið að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum við meðferð málsins. Þrír starfsmenn sinna rannsókninni Sveinn segist aðspurður hafa aflað gagna vegna máls- ins um síðustu helgi en þrír starfsmenn stofnunarinnar sinna þessu tiltekna verkefni. Meðal þess sem stofnunin skoðar er hvort flokka megi kostnað Seðlabankans vegna málssóknar Más gegn bankanum sem rekstrarkostnað og var kappkostað að flýta þeim þætti, áður en bankaráð undirritar ársreikn- ing Seðlabankans nk. fimmtudag. „Það er alveg ljóst að það eru fleiri atriði í þessu máli sem við þurfum náttúrulega lengri tíma til að skoða,“ segir Sveinn sem vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um rannsóknina að sinni. Hann upplýsir þó að umrædd rannsóknarefni lúti að greiðslum SÍ vegna málssóknarinnar. Óvíst sé hve- nær þeirri vinnu ljúki. „Um leið og við förum að tjá okk- ur um þessi mál höfum við ekki vinnufrið.“ Fram kom í samtali Morgunblaðsins við Má Guð- mundsson síðastliðinn föstudag að hann væri reiðubúinn að íhuga að endurgreiða Seðlabankanum kostnaðinn vegna málssóknarinnar, jafnvel þótt niðurstaða úttekt- arinnar yrði sú að honum bæri ekki að gera það. Samanlagður kostnaður Seðlabankans vegna málsins er 7.431.356 kr. og er þar af kostnaður vegna lögfræði- stofu Más 4.148.116 kr. Niðurstaða liggi fyrir í dag Sveinn Arason  Ríkisendurskoðun vinnur úttekt á greiðslum SÍ vegna kostnaðar við málssókn seðlabankastjóra gegn bankanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.