Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 29
Elsku Helga mín. Nú er komið að leiðarlokum og mig langar að þakka þér samfylgdina í þessu lífi. Við kynntumst sem ungar konur þegar bróðir þinn stoltur kom með mig á Kapló og vildi kynna mig fyrir stóru systur.Við náðum strax vel saman og urðum vinkonur upp frá því. Allar stundirnar með þér og Gúnda þínum voru ekki bara skemmtilegar heldur frábærar. Við vorum nokkuð samstiga í barneignum sem leiddi af sér mjög svo skemmtilegar ferðir í sumarbústaði sem gaf okkur svo mikið. Fagurkeri varst þú með ein- dæmum og þarf ekki að hafa fleiri orð um það, sama hvar þú bjóst og við mismunandi aðstæð- ur, alltaf var þitt heimili eins og hjá drottningu og er það ekki öll- um gefið. Gullið sem ég geymi í hjarta mínu til æviloka eru samveru- stundir okkar í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu, þegar við tvær nutum náttúrunnar og gilda lífs- ins eins og engum öðrum auðn- ast. Elsku Helga mín, þinn kraftur og dugnaður mun lifa í börnun- um þínum. Þín mágkona, Þórey. Elsku Helga Þóra mín. Ég vona að ég sé að skrifa þér bréf til himnaríkis þar sem englarnir syngja af gleði. Við höfum skynj- að betur en nokkurn tíma fyrr hvað margt getur verið erfiðara en dauðinn. Nú ert þú laus við verki og þraut. Síðustu mánuðir voru svo óendanlega sárir, þú varst að berjast fyrir lífi sem var að engu orðið. Að lokum gafstu upp og leyfð- ir þér að deyja. Það var svo gott að vera hjá þér þann dag og finna að þú varst búin að sleppa tak- inu. Það eru liðin 50 ár síðan við kynntumst í hjúkrunarskólan- um. Ég var svo ein þegar ég sá allan þennan hóp glæsilegra stúlkna. Þú varst ein þeirra, svo frjálsleg og falleg. Við sátum við langborð og þú ekki langt frá mér, ég tók strax eftir hvað þú hafðir fallega rithönd og fallegar hendur. Þú fékkst úthlutað herbergi við hliðina á mér í heimavist skól- ans. Þú varst svo skemmtileg, hafðir frábæran húmor og sást spaugilegar hliðar á öllu sem við vorum að gera og læra. Við vor- um alveg ómótaðir nemar sem sáum oftast skoplegar hliðar á öllu sem við lærðum á ótrúlega stuttum tíma. Allt gekk þetta vel. Við höfðum útivistarleyfi fjór- um sinnum í viku til klukkan ell- efu og svo tvisvar í mánuði til klukkan tvö, ótrúlegir tímar. Strax að loknu grunnnámi hjúkr- unarskólans vorum við sendar í sex mánuði til Akureyrar. Þar hittir þú Guðmund Kristjánsson sem var þá nemi í Menntaskóla Akureyrar. Hann varð þinn lífs- förunautur og eignuðust þið þrjú börn, Kristján, Hrefnu og Kjart- an, sem þú sást ekki sólina fyrir. Það var oft erfitt lífið þitt. Mesti harmurinn í lífi þínu var þegar þú misstir Kristján þinn, þann elskulega dreng. Samverustund- ir okkar voru alltaf skemmtileg- ar. Þú varst hrókur alls fagnaðar og svo yndisleg manneskja. Ég minnist sérstaklega þegar þú hélst hollkvöld, þú lagðir svo fal- lega vinnu í borðhaldið og mér er nær að halda að þú hafir keypt nýtt matarstell fyrir komu okk- ar, en þú varst svo stórhuga, heimilið þitt var alltaf eins og höll, allt jafnsmekklegt en þú fórst alltaf langt fram úr þér í þínum mikla höfðingsskap. Og allt í einu ert þú búin að kveðja þennan heim. Missir okkar er mikill, við hollsystur þínar og all- ir aðrir sem þekktu þig munum sakna þín sárt. Guð geymi þig, elsku Helga Þóra mín. Kristín Árnadóttir. Góður vinnufélagi, Helga Þóra Kjartansdóttir, er látin eftir nokkurra mánaða veikindi. Helga Þóra var okkur afar kær. Við hóf- um störf saman sem ungar stúlk- ur á skurðstofum Landspítalans við Hringbraut fyrir um fjörutíu árum og entist sú samvinna nær alla okkar starfsævi. Helga Þóra var létt í lund, opin og einlæg og gott var að hafa hana í návist sinni. Hún var flinkur skurð- hjúkrunarfræðingur og mikill fagurkeri sem lýsti sér í fáguðum vinnubrögðum og smekkvísi. Fyrir fjörutíu árum voru skurðstofur Landspítalans til- tölulega lítill vinnustaður og þeir sem þar störfuðu miklir félagar. Helga Þóra var hrókur alls fagn- aðar og alltaf til í að gleðjast í góðra vina hópi. Eftir amstur dagsins tókum við stundum lagið og stigum jafnvel nokkur dans- spor eftir að síðustu skurðaðgerð var lokið. Vinsælasta lag skurð- stofunnar á þeim tíma var „Það er draumur að skera með skáta“ en vinur okkar prófessor Hjalti Þór- arinsson hafði samið nýjan texta við lagið og heimfært hann upp á annan góðan vinnufélaga, Pál Gíslason yfirlækni skurðstofanna og skátahöfðingja Íslands sem jafnan söng við vinnu sína. En tíminn leið og lífið var ekki endalaus gleði. Okkar elskulega Helga Þóra þurfti að takast á við mikinn harm í lífi sínu sem erfitt var að yfirstíga er hún missti son sinn eftir áratuga veikindi. En hún var seig þessi elska og skilaði góðu lífsstarfi þótt hún gengi oft með storminn í fangið. Við munum minnast Helgu Þóru með glaðværð eins og hún sjálf var að eðlisfari og syngjum henni til heiðurs gamla góða lagið okkar: Það er draumur að skera með skáta og sauma fram á nótt sjá hann bætur á æðarnar láta og lækna blóðkreppusótt og þegar hann skiptir um gír, í söngnum sá indæli fýr það er draumur að skera með skáta og sauma fram á nótt. Við vottum eftirlifandi fjöl- skyldu Helgu Þóru okkar dýpstu samúð. Kristjana og Auður. Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. …en þorpið fer með þér alla leið. (Þorpið Jón úr Vör) Þorpið hans Jóns úr Vör var einnig þorpið okkar Helgu Þóru. Við ólumst upp á Patreksfirði í byrjun eftirstríðsáranna, þegar þorpið okkar skiptist í Vatneyri og Geirseyri. Þetta var gríðar- lega skörp skipting hjá börnun- um og oft ekki vinskapur á milli, fyrr en í Barnaskólann var komið. Þegar við stóðum fyrir utan skólastofuna í biðröð eftir að dyrnar opnuðust, við heilsuðum kennaranum með handabandi og hneigðum okkur, er hann bauð góðan dag. Á hinni árlegu skóla- skemmtun var hefðin sú að fyrsti bekkurinn myndaði sveig á svið- inu í Skjaldborg, hvert barn gekk fram á mitt sviðið og fór með vísu. Mér er ennþá strítt, góðlátlega á minni. Fjölskyldan flutti síðan suður. Vinskapurinn endurnýjað- ist þegar við hófum nám í Hjúkr- unarskóla Íslands, árið 1964, fyr- ir 50 árum. Þetta var dásamlegur tími, þegar heimavistir voru hafð- ar til að jafna aðstöðu nemenda utan af landi, en fyrir marga ást- fangna mey voru þær holdtekja forræðishyggjunnar. Helga þurfti ekki á því að halda, Akur- eyri sá um sína hjá mörgum í okk- ar holli. Helga og Gúndi giftu sig og hófu búskap. Börnin þrjú fal- leg og mannvænleg, Kristján sem er látinn, Hrefna og Kjartan. En það fer enginn gegnum lífið án þess að takast á við þroskaverk- efnin sín. Oft finnst manni sem sumum sé úthlutað af þeim ríku- legar en öðrum. Helga var þar engin undantekning, það gaf oft á bátinn hjá henni en gleðistund- irnar voru líka þess bjartari þeg- ar allt gekk vel. Helga lærði skurðhjúkrun og starfaði við það lengstan sinn starfsaldur, seinni árin vann hún einnig við öldrun- arhjúkrun. Hún efndi vel sitt hjúkrunarheit sem við skrifuðum undir við brautskráninguna, að starfa að hjúkrun með hug, hjarta og hönd. Það sópaði því oft að Helgu minni, en hvað hún gat verið skemmtileg og hnyttin í svörum. Hún var Carmenin okk- ar í hollinu, fagurkeri, flott í tauinu, glossuð og glæsileg, hvar sem hún kom. Hver morgunn nýr, hugvekjur Jónasar heitins Gíslasonar, vígslubiskups í Skálholti, er ein- stök bók. Þar tekur hann fyrir alla helgidaga ársins með skír- skotun kristinnar trúar til nú- tímans og segir m.a.: „Vér eigum að lifa Guði. Ég hugsa til stjarn- anna. Sólin er sjálflýsandi en reikistjörnurnar eiga sjálfar enga birtu, en þær endurvarpa birtu sólar, er á þær skín. Vér líkjumst reikistjörnum meir en sólinni, því vér eigum að endurvarpa ljósi Guðs til meðbræðranna.“ Helga Þóra endurvarpaði ljósi á veg okkar samferðamannanna og hef- ur fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók. Hún er farin til Guðs og hef- ur með sinni alkunnu röggsemi sagt við Lykla-Pétur: Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í himin Guðs. Og Pétur hefur lokið upp, því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú Krists og Helga Þóra var einn af þeim. Sendum börnum, fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur um leið og áratuga vinátta og vinsemd er þökkuð. Guð blessi þig, Helga mín, þín verður sárt saknað. Fyrir hönd hollsystranna þinna, Sigþrúður Ingimundardóttir (Þrúða). Við þekktum Helgu Þóru ekki lengi. Hún birtist skyndilega á okkar vinnustað eins og flækings- fugl frá annarri tilveru. Litskrúð- ugur og eilítið tætingslegur eins og einhver sem kemur inn í fram- andi umhverfi frá stað sem hann taldi sig þekkja. Eftir á að hyggja erum við þó ekki frá því að hún hafi verið komin á réttan stað en þó veit maður aldrei. Annars gæti það vel verið að Helga hafi aldrei verið á réttum stað. Hún var ein- hvern veginn ekki í réttu hlut- verki. Hún var hefðarkona, hún var performer, hún var díva sem virtist tilheyra annarri tilveru. Eftir að hún kom inn í okkar líf byrjaði undarlegt samband og gekk þar á ýmsu. Stundum ósætti og atyrði og síðan sungið og dans- að. Svona sveiflur voru stundum oft á dag. Þeim sem sáu þetta ut- an frá var oft nóg um. Þegar upp var staðið voru ánægju- og gleði- stundirnar mun fleiri og myndað- ist góð vinátta. Oft verður þetta þannig hjá þeim sem einlægir eru og fara ekki strangt eftir siðum og reglum annarra. Sumir leyfa sér stundum að vera það að utan sem þeir eru að innan, þó að það eigi ekki alltaf við. Helgu hélst ákaflega illa á fjár- munum. Það virtist ekki skipta neinu máli hversu mikið henni áskotnaðist, það hvarf einhvern veginn allt saman. Ekki síst var það vegna þess að hún var ákaf- lega umhyggjusöm og hugsaði mikið um velferð annarra. Hún var sífellt að kaupa gjafir handa bæði fjölskyldumeðlimum og öðr- um. Þetta gerði hún eingöngu í þeim tilgangi að gleðja fólk og ef- laust hefur tilvera margra lést eftir gjöf frá Helgu Þóru. Henni var mjög umhugað um fjölskyldu sína. Hún hugsaði vel um aldraða móður sína sem hún heimsótti þegar tækifæri var til. Einkum var henni umhugað um barna- börn sín sem hún vildi allt fyrir gera. Helga Þóra var í eðli sínu mjög glaðleg persóna en eins og alltaf geta utanaðkomandi aðstæður haft þar áhrif þar á og hún fékk sinn skerf af áföllum. Oft var mik- ið hlegið og gantast og var Helga oftast miðpunktur gleðinnar þar sem hún hafði þann eiginleika að geta gert grín að sjálfri sér. Að minnsta kosti gladdi hún okkur með tilveru sinni. Hún gerði líf okkar hér mun skemmtilegra og slíkar persónur eru sjaldgæfar og oft vanmetnar. Það er eins og sagt er „oft veit maður ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Við teljum ekki líklegt að önnur Helga Þóra eigi eftir að verða á vegi okkar en ef svo verður þá vonandi þekkjum við hvers konar gimsteinn er á ferð og reynum að njóta tilveru þeirrar persónu. Helga Þóra er farin. Hún fór allt of fljótt. Eftir eru ótal góðar minningar og gleðistundir. Glað- vær, einlæg og umhyggjusöm. Þegar hugsað er til þessara orða þá kemur Helga Þóra Kjartans- dóttir upp í hugann. Við vitum að margir sakna Helgu Þóru og vottum við þeim samúð okkar. Sérstaklega vottum við samúð okkar þeim sem ekki koma til með að njóta samvista hennar í framtíðinni og eigum við þar við barnabörn hennar sem hún vildi allt fyrir gera. Við kveðjum þig, Helga Þóra, og þökkum fyrir að við fengum að njóta tilveru þinnar. Smári, Drífa og starfsfólk skurðstofu Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Hinn 10 mars hringdi pabbi til Noregs með þær sorgarfréttir að Helga „siss“ væri dáin. Síðastlið- ið haust veiktist Helga Þóra föð- ursystir mín þannig að ekki varð aftur snúið. Við vissum að þessi dagur kæmi fyrr eða síðar, en ekki hvenær. Tilfinningin sem braust fram var því sorg, en á sama tíma þakklæti. Sorg yfir að ævi Helgu frænku væri lokið, en þakklæti fyrir að ástandið síðast- liðna mánuði drægist ekki frekar á langinn. Helga var elst í fjögurra barna systkinahópi, pabbi er þar næst- yngstur. Ég og yngsti sonur Helgu frænku, Kjartan, erum nánast jafngömul eða það vantar ekki nema 14 daga upp á hjá okk- ur. Kjartan er eldri. Ég hef alla ævi fundið fyrir mikilli væntumþykju frá Helgu frænku. Oft leið langt á milli þess að við hittumst eftir að ég komst á fullorðinsárin, en alltaf fylgdist hún vel með mér; hvað ég væri að gera og hvernig mér gengi. Hún samgladdist mér alltaf þegar það átti við og ég hitti Helgu aldrei öðruvísi en að hún ætti bros til að gefa mér og hrós í hattinn minn: „Mikið ertu alltaf dugleg, Tobba mín,“ var hún vön að segja. Ég upplifði Helgu alltaf sem hlýja, hugulsama, gjöfula og smekk- lega. Helga var einnig góður kokkur. Það sem Helga lagði þó alltaf mest upp úr að mínu mati voru fjölskylduböndin og að við frændsystkinin myndum ekki missa samband þótt við byggjum meira og minna í útlöndum í seinni tíð. Helga var þriggja barna móðir og átti þau Kristján, Hrefnu og Kjartan. Helga elskaði öll börnin sín mikið og ég veit að sorgin var stór þegar Kristján dó langt fyrir aldur fram, árið 2012. Hjartað í Helgu brast. Ég hitti Helgu frænku síðast í fullu fjöri á sama tíma í fyrra þeg- ar ég kom heim til Íslands með þriðja og yngsta barnið okkar Ómars, hana Þóreyju Birnu. Þór- ey Birna var þá rétt um tveggja mánaða og var að koma til Ís- lands í fyrsta sinn að hitta ætt- ingja sína þar. Mamma sá til þess að hóa öllum ættingjunum saman sem gátu komist, til að heilsa upp á okkur mæðgurnar. Flestir voru mættir í fjölskylduboðið þennan dag og þar með talið Helga og Hrefna, þegar að Kjartan birtist upp úr þurru! Hann var þá að koma frá Lúx sama dag og kom mér á óvart. Frábær gjöf og dýr- mæt minning. Ég man hvað Helga gladdist að sjá glettnina meðal okkar frændsystkinina og væntumþykjuna sem þar ríkir. Frændsystkinabönd sem ég veit að við munum halda áfram að rækta. Annað sem stendur upp úr frá þessum degi var að Helga færði Þóreyju Birnu sængurgjöf sem hún afsakaði mikið fyrir að væri lítilfjörleg. Þessi sængur- gjöf varð svo ein sú notadrýgsta sem barnið fékk enda hugsun lögð í gjöfina og notagildið því í samræmi við það. Elsku Helga mín, ég trúi því og treysti að þú hafir verið hvíldinni fegin úr því sem komið var. Ég hef því ákveðið að kveðja þig sátt og með þakklæti fyrir samveruna og fyrir góðu minningarnar sem halda áfram að lifa. Elsku Hrefna og Kjartan, Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk á þessari erfiðu stundu. Þorbjörg Jensdóttir og fjölskylda. Kær frænka mín Helga Þóra, lést á Grensásdeild Landspítala hinn 10. mars. Hún fór í stóra að- gerð en komst ekki til meðvitund- ar eftir það. Mig langar að minnast hennar með ljóði Ingibjargar Haralds- dóttur, sem hún orti í minningu Nínu Bjarkar Árnadóttur. Þar sem vegurinn byrjar er engill til verndar Það vantar á hann annan vænginn og höndin sem blessar vegfarandann er brotin engu að síður legg ég óttalaus af stað á leiðarenda lítil kapella þar kveiki ég á hvítu kerti fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja ég sem á engan guð verð að treysta þvi að guð þinn taki mark á kertinu mínu og sjá: er ég kem aftur út skín sól á heiðum himni og fuglar syngja í trjánum fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja Elsku ættingjar, börn, barna- börn, systkini og Hrefna móður- systir mín elskuleg, megi friður fylgja ykkur öllum. Hvíl í friði elsku Helga Þóra, þín frænka. Hrönn Steingrímsdóttir. HINSTA KVEÐJA Amma, ég sakna þín. Það er gott að þú hefur verið mín. Ég man allt það góða sem þú gerðir með mér og ég með þér. Þín Tinna. Elsku besta amma mín, ég mun alltaf sakna þín. Í hjarta mínu skalt þú alltaf vera, mér finnst mjög erfitt að kveðja. Þú varst alltaf að gefa kossa og knús, ég elska þig, Melkorka Mús. Hvíldu í friði, elsku amma. Kveðja, Melkorka, Hrafn og Haukur Orri Kjartansbörn. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Heiðu í Auðsholti, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Sigríður Ása Einarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Gils Einarsson, Jarþrúður Jónsdóttir, Unnsteinn Einarsson, Vilborg Einarsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RAGNAR GUÐBRANDSSON blikksmíðameistari, Njarðarvöllum 6, áður Aðalgötu 19 í Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 10. mars. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. mars kl. 13.00. Sigríður Einarsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Jan Erik Larsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Jónas Ragnarsson, Ásta Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Gísli Eyjólfsson, Erna Sigurðardóttir, Guðbrandur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ ÁSBJÖRNSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á Hrafnistu laugardaginn 8. mars. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Kristjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.