Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 35
sveinn til sjós og stundaði versl- unar- og skrifstofustörf. Síðan tók við móðurhlutverk á barnmörgu heimili og loks þátttaka í félags- störfum. Ragnheiður starfaði óslitið að sveitarstjórnarmálum á árunum 1984-2011, fyrst í nefndum s.s. að skóla- og félagsmálum, var bæjar- fulltrúi á Ísafirði 1998-2006, sat í bæjarráði og hafnarstjórn og loks í stjórn Byggðasafns Vestfjarða. Þá starfaði hún í Fjórðungssambandi Vestfjarða og var vþm. fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í eitt kjörtímabil, sat þá á þingi skamma hríð árið 2000, 2001 og 2002 og vann að uppbygg- ingu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Háskólasetri Vestfjarða. Ragnheiður hefur verið svæðis- leiðsögumaður nokkur undanfarin ár en starfrækir nú rekstur leigu- íbúða fyrir ferðamenn og aðra. Hún hefur ekki sinnt ritstörfum sjálf en nokkur minningabrot hennar hafa ratað í sagnarit ann- arra. Hún er einn af stofnendum Zonta-klúbbsins 1996, hefur starf- að í Fjörgyn á Ísafirði, til 2013, starfaði í Landssambandi sjálf- stæðiskvenna um árabil og situr í stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða. „Helstu áhugamál mín snúast um frelsi, mannréttindi og frið. Þessi pólitísku gildi eru nauðsyn- legar forsendur hvert annars. Það verður enginn raunverulegur frið- ur, án frelsins, enda snýst pólitískt frelsi um það að draga úr misbeit- ingu á valdi. Okkur ber að bæta stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis með mannvirðingu og hagsmuni borgaranna að leiðarljósi. Þetta eiga stjórnmálamenn að gera með háttvísi, þjónustulund og umburð- arlyndi.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Guð- bjartur Ásgeirsson, f. 10.6. 1949, skipstjóri. Foreldrar hans: Ásgeir G. Guðbjartsson, f. 31.7. 1928, og Sigríður G. Brynjólsdóttir, f. 29.5. 1931, d. 21.5. 2009. Börn Ragnheiðar og Guðbjarts eru Sigrún Helga, f. 5.7. 1976, vinnur við fjármál og bókhald í Noregi en maður hennar er Óðinn Gíslason bústjóri og er dóttir henn- ar Arndís Rán; Ásgeir, f. 8.12. 1977, stýrimaður og skipstjóri á Ísafirði og í Reykjavík; Hákon Oddur, f. 7.3. 1984, starfar við verslun og þjónustu á Ísafirði; Jón- ína Guðbjörg, f. 13.7. 1986, vinnur við kvikmyndagerð á Ísafirði og í Reykjavík; Guðbjartur, f. 26.3. 1988, d. 27.3. 1988; Alberta Gull- veig, f. 27.4. 1990, nemi við HÍ, á Ísafirði og í Reykjavík; Jóhann Gunnar, f. 17.1. 1992, lög- regluþjónn á Ísafirði og heims- hornaflakkari. Bræður Ragnheiðar: Ingimund- ur Hákonarson, f. 26.3. 1955, versl- unarstjóri í Reykjavík; Salvar Há- konarson, f. 6.3. 1959, búsettur í Reykjarfirði; Marinó K. Há- konarson, f. 26.3. 1963, blikksmiður og húsasmiður á Ísafirði Foreldrar Ragnheiðar voru Há- kon Salvarsson, f. 14.6. 1923, d. 20.1. 2005, hreppstjóri í Reykj- arfirði við Djúp, og Steinunn Helga Ingimundardóttir, f. 29.9. 1933, húsfreyja í Reykjarfirði, nú búsett á Ísafirði. Úr frændgarði Ragnheiðar Hákonardóttur Ragnheiður Hákonardóttir Jónína Sigríður Jónsdóttir í Goðdal Helgi Kárason í Goðdal María S. Helgadóttir húsfr. á Hólmavík Ingimundur Þ. Ingimundarson sjóm. og verkam. á HólmavíkSteinunn Helga Ingimundardóttir húsfr. í Reykjarfirði Ingimundur Ingimundarson skipstj. i Rvík. Ingimundur Ingimundarson útgerðarstj. hjá Granda Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi í Garðabæ Hilmar Helgason lífskúnster í Rvík Ingimundur Ingimundarson landsliðsm. Í handbolta Helgi Ingimundarson á Hólmavík Kristín Ingimundardóttir bókakaupm. á Ísafirði Hinrikka Kristjana Arnórsdóttir húsfr. í Æðey og á Ósi Ingimundur Guðmundsson- sjóm. íÆðey og á Snæfjöllum Arndís Bjarnadóttir húsfr. á Reykhólum Hákon Magnússon b. á Reykhólum Ragnheiður Hákonardóttir húsfr. í Reykjarfirði Salvar Ólafsson b. í Reykjarfirði Guðrún Ólafsdóttir húsfr. og húsmæðrakennari í Reykjarfirði Ólafur F. Bjarnason háls-, nef og eyrnarlæknir í Rvík Hákon Salvarsson b. og hreppstj. í Reykjarfirði við Djúp Sigríður Salvarsdóttir húsfr. í Vigur Ólafía Salvarsdóttir prestsfrú í Vatnsfirði Björg Baldursdóttir skólastj. í Reykjanesi og í Hnífsdal, nú á Hólum í Hjaltadal Salvar Baldursson b. í Vigur Hafsteinn Hafliðason garðyrkjurfr. Gísli Þ.Júlíusson læknir Jóhann Guðmundsson augnlæknir Aðalheiður Auðuns kennari Ragnheiður Baldursdóttir fyrrv. póststj. á Ísafirði Arndís Salvarsdóttir húsfr. í Norðurhjáleigu Gróa J. Salvarsdóttir lengi vitavörður á Dalatanga Evlalía Kristjánsdóttir húsfr. í Lágadal og Reykjarfirði Ólafur Jónsson b. í Lágadal og Reykjarfirði ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Helgi Elíasson fræðs-málalustjóri fæddist íHörgsdal á Síðu 18.3. 1904. Hann var sonur Elíasar Bjarnason- ar, yfirkennara við Miðbæjarskól- ann, og Pálínu Elíasdóttur hús- freyju. Elías tók saman og gaf út Reikningsbækur I. og II. árin 1927 og 1933, en þær voru síðar endur- útgefnar margsinnis af Ríkisútgáfu námsbóka og kenndar í barnaskólum hér á landi um margra áratuga skeið. Eiginkona Helga var Hólmfríður Davíðsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Helgi lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1925, stundaði nám við Gjedved Lærerseminarium á Jót- landi 1926-27, sótti kennaranámskeið og stundaði nám við háskólann í Hamborg 1928-29. Helgi kenndi einn vetur í Vest- mannaeyjum og síðan við Miðbæj- arskólann í nokkra vetur. Helgi var aðstoðarmaður fræðslu- málastjóra 1930-31, settur fræðslu- málastjóri 1931-34, fulltrúi fræðslu- málastjóra 1934-44 og sjálfur fræðslumálastjóri 1944-71 er Fræðslumálaskrifstofan var lögð niður. Helgi varð þá varð deild- arstjóri grunnskóladeildar mennta- málaráðuneytisins. Helgi er, ásamt vini sínum, Ísak Jónssyni, skólastjóra Ísaksskóla, höfundur lestrarkennslubókarinnar Gagn og gaman. Þeir hófu að vinna að henni 1932 en Tryggvi Magn- ússon myndskreytti bókina. Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þótti strax afbragðs kennslubók í lestri, hvort heldur sem notuð var hljóðaðferð Ísaks, eða gamla stöfunaraðferðin. Helgi og Ísak endubættu bókina nokkrum sinnum en um 1955 fékk Gagn og gaman þá mynd sem hélst lengst af óbreytt. Ritið markaði tímamót í lestrarkennslu hér á landi og var allsráðandi kennslubók í lestri um margra áratuga skeið. Helgi samdi merkar greinar og ritgerðir um íslensk skólamál, var samviskusamur embættismaður, einstakt ljúfmenn og sérlega raun- góður þeim sem til hans leituðu. Helgi lést 22.2. 1995. Merkir Íslendingar Helgi Elíasson 101 ára Guðjón Daníelsson 90 ára Benedikt Lárusson Einar Gíslason Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigríður Benny Eiríksdóttir Steinunn Guðjónsdóttir 85 ára Jón Guðbrandsson Viggó Pálsson Þórhalla Davíðsdóttir 80 ára Andrés Sigurðsson Anna Steinunn Eiríksdóttir Hulda Magnúsdóttir Jóna H. Guðjónsdóttir Unnur Ólafsdóttir 75 ára Árni Jón Árnason Ásdís Gunnlaugsdóttir Björn Stefán Guðmundsson Fríða Dóra Jóhannsdóttir Guðný Árdal Guðrún Friðriksdóttir Jakob Ólason Ottó Tulinius Sesselja Friðriksdóttir Viðar Guðmundsson 70 ára Helena Á. Óskarsdóttir Símon Gunnarsson Vilhjálmur Pálsson Þórdís Sveinsdóttir 60 ára Ásta Kristín Andrésdóttir Bjarni Höskuldsson Guðrún Dröfn Guðnadóttir Hallur Kristján Illugason Helga Matthíasdóttir Helga Ólöf Oliversdóttir Hinrik Kristjánsson Irma Ingimarsdóttir Jóhannes Karl Jia Sigrún Benediktsdóttir Svanfríður Arnórsdóttir 50 ára Aðalheiður Ólafsdóttir Axel Guðni Benediktsson Freyja Dröfn Axelsdóttir Gunnar Þór Garðarsson Gylfi Björn Einarsson Jóhann Ólafur Ólason Katrín Anna Lund Kolbrún Skúladóttir Margrét Káradóttir Milan Simic Monica M.V. Mansilla Nína Þóra Rafnsdóttir Sigurður Hlíðar Jakobsson Þorgeir Gunnarsson Þórdís Imsland 40 ára Artur Emil Nowak Ágúst Á. Sæmundsson Einar Einarsson Erla Þrándardóttir Inga Lára Reimarsdóttir Lísa Kristjánsdóttir Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir Sigþór Örn Sigþórsson Sóley Vífilsdóttir Örvar Már Haraldsson 30 ára Andrzej Jan Gluszko Aníta Ýr Eyþórsdóttir Árni Gylfason Erla María Guðmundsdóttir Freyja Þorfinnsdóttir Guðmundur F. Sophusson Helena Ósk Sigurðardóttir Hildur K. Aðalbjörnsdóttir Margrét G. Ásrúnardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Tinna er við- skiptafræðingur og er fjármálastj. hjá Brammer. Maki: Páll Kristjánsson, f. 1978, starfsmaður hjá Brammer. Börn: Hafdís Eva, f. 2004, (stjúpdóttir) Bjarki Freyr, f. 2008, og Björgvin Arnar, f. 2011. Foreldrar: Ída Hildur Fen- ger, f. 1961, og Steinar Vil- hjálmsson, f. 1956. Fóst- urfaðir: Skafti Jóhannsson, f. 1960. Tinna Fenger 30 ára Hrefna ólst upp á Fáskrúðsfirði, er búsett á Reyðarfirði en er sjúkra- þjálfari á Eskifirði. Maki: Óli Heiðar Árnason, f. 1978, svæðisstjóri hjá Hringrás á Reyðarfirði. Sonur: Stefán Máni, f. 2012. Foreldrar: Eyþór Frið- bergsson, f. 1952, húsa- smiður Fáskrúðsfirði, og Margrét Friðriksdóttir, f. 1954, húsfreyja á Fá- skrúðsfirði. Hrefna Eyþórsdóttir 30 ára Magnús er bú- fræðingur, smiður tónlist- armaður og bóndi á Stóru-Ásgeirsá. Maki: Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir, f. 1984, bóndi og húsfreyja. Börn: Arnar Finnbogi, f. 2005 (fóstursonur) Erla Rán, f. 2008 (fóst- urdóttir) og Sigriður Emma, f. 2013. Foreldrar: Elías Guð- mundss., f. 1949, og Sig- ríður Magnúsd., f. 1953. Magnús Ásgeir Elíasson Framrúðuviðgerðir Gerum við og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.