Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Banaslys á Ólafsfjarðarvegi
2. Mjög alvarlegt slys
3. Flugvélaverkfræðingur meðal …
4. Léttist um 20 kíló með …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Óp-hópurinn sýnir barnaóperuna
Hans og Grétu eftir Engelbert Hump-
erdinck 23. og 30. mars nk. í Salnum
í Kópavogi í íslenskri þýðingu Þor-
steins Gylfasonar. Í verkinu eru for-
eldrar Hans og Grétu ekki kústagerð-
armenn heldur framleiða þeir ull og
er sviðsmynd sýningarinnar meira og
minna unnin úr ull. Hans og Gréta
verða einnig klædd ullarflíkum.
Morgunblaðið/Þórður
Óp-hópurinn flytur
Hans og Grétu
Gunnar Karls-
son, rithöfundur
og prófessor, mun
í dag kl. 12 flytja
erindi í fyrir-
lestraröð Þjóð-
minjasafnsins
sem ber yfirskrift-
ina „Vörn fyrir
sjálfmenntaðan
fornleifafræðing. Um Sigurð Vigfús-
son þjóðminjavörð“. Sigurður var for-
stöðumaður Forngripasafnsins, sem
síðar fékk nafnið Þjóðminjasafn Ís-
lands, frá því um 1880 til dauðadags
1892.
Erindi um Sigurð
Kvartett trompetleikarans Snorra
Sigurðarsonar leikur í kvöld á djass-
kvöldi Kex Hostels á Skúlagötu 28 og
hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Auk
Snorra skipa kvartettinn
Agnar Már Magnússon á
píanó, Richard Andersson
á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur.
Flutt verður tónlist
eftir Snorra.
Kvartett Snorra
djassar á Kex
Á miðvikudag Vaxandi austanátt og dálítil él, hvassviðri eða
stormur og víða snjókoma, en talsverð slydda eða rigning fyrir
austan. Hlýnar. Á fimmtudag Norðaustan hvassviðri eða stormur.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-20 m/s, hvassast við suður-
ströndina og víða snjókoma eða él, snjókoma eða slydda fyrir
sunnan. Dregur úr frosti og hlánar við suðurströndina síðdegis.
VEÐUR
„Ég sé mikinn mun á
tækninni hjá mér. Mér
finnst ég vera á allt öðrum
stað en á sama tíma í fyrra.
Í tæknigrein tekur sinn tíma
að breyta og bæta það sem
betur má fara. Síðasta ár
fór mikið í það. Núna er ég
tilbúin að kasta langt,“ seg-
ir Ásdís Hjálmsdóttir spjót-
kastari sem stefnir að því
að slá Íslandsmetið í sumar
og ætlar sér að komast í úr-
slit á Evrópumótinu. »4
Er á allt öðrum
stað en í fyrra
„Ég lít á þetta sem ákveðinn stökk-
pall. Mér finnst mjög líklegt að ég
verði í Danmörku næstu tvö árin en
auðvitað stefni ég svo að því að fara
til stærra félags í sterkari deild í
framtíðinni,“ segir hand-
boltamaðurinn Róbert
Aron Hostert sem yfir-
gefur Eyjamenn að
tímabilinu loknu og
gengur til liðs við
Mors-Thy í Dan-
mörku. »1
Ég lít á þetta sem
ákveðinn stökkpall
Haukar eru í vænlegri stöðu í rimmu
sinni við Keflavík í undanúrslitum
Dominos-deildar kvenna í körfuknatt-
leik eftir öruggan 16 stiga sigur í öðr-
um leik liðanna í Keflavík í gær. Hauk-
ar hafa þar með unnið tvo leiki og
geta tryggt sér sæti í úrslitum með
sigri á heimavelli annað kvöld. Í hinni
rimmu undanúrslitanna jafnaði Valur
metin gegn Snæfelli. »2
Haukar standa vel að
vígi en Valur jafnaði
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þórir Axelsson var lengi stýrimaður
og skipstjóri á strandferðaskipinu
Esjunni og nú stefnir hann að því að
ljúka smíði á eftirlíkingu af skipinu
fyrir vorið svo hann geti siglt því á
Reykjavíkurtjörn og víðar í sumar.
„Ég er búinn að smíða eitt skip og
Esjan er því númer tvö í röðinni, en
hún var samt alltaf það skip sem ég
tengdist mest og sem ég kunni best
við, þótti vænst um,“ segir Þórir.
„Ég var mikið á henni og hafði alltaf
sérstakar taugar til hennar.“
Fyrir rúmum áratug eða áður en
Þórir varð sextugur fékk hann
skipsmódel í afmælisgjöf. „Það lá
lengi upp í hillu áður en ég byrjaði
að huga að því að setja það saman,“
segir hann. „Ég hafði lengi vel ekki
kjark til þess að byrja. Það var í
pörtum og ég þurfti að saga efnið og
snitta partana. Þetta er eftirlíking af
hollenskum dráttarbáti. Ég setti í
hann tvær vélar, nefndi hann Hákon
eftir vini mínum og hef meðal annars
siglt honum á Tjörninni.“
Góð æfing
Þórir segir að smíði dráttarbáts-
ins hafi verið góð æfing fyrir Esjuna.
„Hún hefur verið töluvert lengi í
vinnslu hjá mér en er í burðarliðnum
og verður vonandi tilbúin í vor,“ seg-
ir hann. „Það er gaman að fylgja
smíðinni eftir og sjá hvernig skipin
virka, gaman að sigla þeim,“ heldur
Þórir áfram. „Ég er ekki gamall í
hugsun en segja má að maður gangi
í barndóm með svona leikfangi.“
Eins og gefur að skilja þekkti
Þórir Esjuna út og inn. Hann segir
að smíðin rifji upp gamla tíma og
geri verkefnið enn skemmtilegra
fyrir vikið. „Ég sótti Esjuna á sínum
tíma til Akureyrar, 1971, og skilaði
henni út til Rotterdam skömmu fyrir
1990, en þá hafði hún verið keypt til
Grænhöfðaeyja.“
Að sögn Þóris er erfitt að halda
einbeitingu við smíðina. „Það verður
að hafa í huga að svona módelsmíði
krefst mikillar þolinmæði og ná-
kvæmni og mikilvægt er að vanda
vel til verka, gera alla hluti sóma-
samlega. Ég dudda við þetta eins og
ég get. Ég á mér bara eitt áhugamál
og þetta veitir mér mikla ánægju.“
Esjan var smíðuð hjá Slippstöð
Akureyrar og þar fékk Þórir teikn-
ingar til þess að smíða eftir. „Ég vil
hafa módelið sem líkast frummynd-
inni, en það eru mörg handtökin.
Hins vegar hef ég nægan tíma, er
hættur að vinna og geri ekki annað
en að ganga út með hundinn og fara
til sjúkraþjálfara eftir að ég
lærbrotnaði í fyrrasumar.“
Siglir Esjunni á Tjörninni
Smíði á eftirlíkingu af strandferða-
skipinu rifjar upp gamla og góða tíma
Morgunblaðið/Ómar
Módelsmiður Þórir
Axelsson við eftirlík-
ingu af hollenskum
dráttarbáti, sem
hann nefndi Hákon í
höfuðið á vini sínum.
Þórir Axelsson var á sjó í þrjá
áratugi, byrjaði á bátum og tog-
urum, en eftir að hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum
1965 varð hann stýrimaður hjá
Ríkisskipum og leysti þar af
sem skipstjóri, þar til fyrirtækið
var lagt niður. Eftir það var hann
stýrimaður hjá Landhelgisgæsl-
unni áður en hann fór í land.
„Ég var lengst af á Esjunni og
þótti alltaf vænst um hana,“
segir Þórir, sem var einnig með-
al annars á Herjólfi og Herðu-
breið. „Esjan fór alltaf vel með
mig,“ áréttar hann.
Esjan í há-
vegum höfð
ÞÓRIR AXELSSON