Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 i d e x . i s – s í m i 4 1 2 1 7 0 0 Með samsettu Larson álklæðningunum frá Alucoil færð þú það sem þú ert að leita að - slétta álklæðningu sem lítur ekki út eins og sjórekin olíutunna. Larson álklæðningarnar sameina styrk, léttleika og umfram allt eru þær sléttar. Helstu kostir: u Eldþolnar u Léttar og sléttar u Einstakt veður– og efnaþol u Burðarkerfi sem henta mismunandi verkefnum u Hávaða– og hitaeinangrun u Umhverfisvænar ( endurvinnanlegt efni ) u Fjöldi lita og efnisáferða u Allt að 20 ára ábyrgð ÞEGAR SLÉTT SKAL VERA SLÉTT Á leirunum í Grafarvogi er fjölskrúðugt fuglalíf. Þar má til dæmis sjá hópa af rauð- höfðum, urtöndum, mávum, tjöldum, send- lingum, lóum í vetrarskrúða og fleiri fjöru- fuglum. Fálki sést þar oft á sveimi við að reyna að hremma bráð. Bjarni Guðbjartsson, sem býr í Trölla- borgum, varð sjónarvottur að því á sunnu- daginn þegar aðvífandi fálki greip tjald sem átti sér einskis ills von við Geldinganes, flaug með hann smá spöl og gerði sér síðan bráðina að góðu í fjörunni. Náði hann með- fylgjandi myndum af atvikinu. Um 250-300 varppör af fálka eru á Ís- landi. Fuglarnir verpa um allt land en að- allega þó á Norðausturlandi. Þar er mest af rjúpu sem er mikilvægasta fæða fálkans. Fuglafræðingar telja að í íslenska fálka- stofninum séu um 1.000 til 1.500 fuglar. Fálkinn hefur verið alfriðaður hérlendis frá 1940 og óheimilt er að koma nærri fálka- hreiðri nema með leyfi frá Umhverfisráðu- neytinu. Fyrr á öldum var fálkinn vinsæll til útflutnings enda rándýrt gæludýr sem að- eins hæfði tignustu mönnum, konungum og soldánum. Ránfugl Ekki ber á öðru en að fálkinn sé ánægður með feng sinn þennan daginn. Hann gæðir sér af bestu lyst á tjaldinum í fjörunni við Geldinganes áður en hann flýgur heim að nýju. Greip tjald og reif í sig Ljósmynd/Bjarni Guðbjartsson Lífsbarátta Fálki með bráð sína, tjaldfugl, við Geldinganes. Í ríki náttúrunnar er enga miskunn að finna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.