Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI Hinn 11. mars sl. birtist í Morgunblaðinu tímabær og einkar vel skrifuð grein eftir Ósk- ar Jóhannsson kaup- mann um Kópavogs- fundinn 1662, þegar við Íslendingar vorum neyddir til, í viðurvist vopnaðra danskra her- manna, að skrifa undir yfirlýsingu um að við samþykktum að setja landið undir einveldi danska konungsins. Í sama blaði var önnur ágæt grein um fram- tíð okkar utan ESB. Ég hef getið þess áður, að á Sturl- ungaöld hélt sendiboði páfans því fram, að ekkert land gæti verið kon- ungslaust, og aðeins haft þingræði. Svona smáríki sem Ísland er gæti ekki verið sjálfstætt. Því tók Gissur Þorvaldsson af skarið árið 1262 og gekk á vald Noregskonungs. Eftir það greiddum við konungi skatt og misstum allar okkar tekjur. Þannig vorum við ósjálfstæð í nær 700 ár, þar til okk- ur tókst loks að ná sjálfstæði aftur árið 1944. Ég hef getið þess, að ef við gengjum í ESB myndum við missa allar okkar tekjur og öll okkar völd. Hafandi aðeins 1% atkvæða Evr- ópuþjóðanna værum við þar lítils virði. Við myndum þá glata yf- irráðum yfir fisk- veiðum okkar og missa tekjur af orku hita og fallvatna. Þá opnast dyr Evrópuríkja að norðurslóðum, vænt- anlegri olíu þar og margskonar auð- æfum þeirra svæða, sem við höfum aðgang að. Líkt og á Sturlungaöld myndum við þá þurfa að greiða skatta til meginlandsríkjanna, að þessu sinni til Brüssel. Þar er um mörg fátæk lönd að ræða, sem þörf er að fóðra á íslenskri auðlegð. Hér lifðum við lengst á landbúnaði. Ef við göngum í ESB-samband færi þá líkt fyrir okkur og þegar Alaska var inn- limað í Bandaríkin. Þá féll þar allur landbúnaður niður í þessu norðlæga ríki. Á þeim tíma sem land vort laut erlendum yfirráðum féll jafnvel menntun okkar niður og menningar- arfur fluttist úr landi. Er þetta það sem við viljum láta endurtaka sig með því að ganga í þvingað samband við önnur ríki á meginlandi Evrópu? Nei. Það er rökrétt ákvörðun af nú- verandi ríksstjórn að slíta þessum viðræðum við Evrópusambandið. Við eigum að vera sjálfstæð þjóð, sem getur að sjálfsögðu haft gott samband við Evrópuríkin eins og öll önnur ríki jarðar. Við megum ekki glata dýrmætu sjálfstæði okkar Eftir Sturlu Friðriksson » Það er rökrétt ákvörðun af núver- andi ríksstjórn að slíta viðræðum við Evrópu- sambandið. Við eigum að vera sjálfstæð þjóð. Sturla Friðriksson Höfundur er náttúrufræðingur. Að öðrum ferða- mannastöðum á Ís- landi ólöstuðum ber Bláa lónið af. Rekst- urinn hefur verið í slíkum blóma að helsti prímusmótor og hug- myndasmiður Bláa lónsins, Grímur Sæ- mundsen, var á síðasta ári kjörinn maður árs- ins í viðskiptalífinu af Frjálsri verslun. Fyrir einu ári sendi Bláa lónið frá sér tilkynningu um að á árinu 2013 yrði innheimt sérstakt gjald, 10 evrur, fyrir að skoða lónið og umhverfi þess. Fram að þeim tíma höfðu aðeins þeir ferðamenn sem böðuðu sig í lóninu verið rukkaðir um aðgangseyri. Heimsóknir á Geysi í Haukadal eru litlu færri en í Bláa lónið. Ferðaskipuleggjendur hafa í gegn- um tíðina sent þangað ferðamenn gegn gjaldi og látið hjá líða að greiða eina einustu krónu til við- halds svæðisins. Nú er svo komið að ekki verður lengur við unað. Svæðið liggur undir skemmdum. Íslenska ríkið reyndi í síðustu viku að fá gjaldtökunni hnekkt með lög- bannskröfu sem var hafnað af sýslumanni. Í framhaldi hefur ríkið vísað lögbannskröfunni til Héraðsdóms Suður- lands. Frá sögulegu sjón- armiði er framganga ríkisins í hæsta máta undarleg. Íslenska rík- ið var nefnilega frum- kvöðull í gjaldheimtu af ferðamönnum í Bláa lóninu gegnum eign- arhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Af hverju á það sama ekki við á Geysi? Framganga Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF) í þessu máli hefur verið þeim til vansa. Þeirra svar er náttúrupassi. Af hverju þarf að blanda þessum tveimur málum saman? Er ekki grunngildi hins fyrirhugaða náttúrupassa að þeir ferðaþjónustuaðilar sem vilja taka þátt í honum geti notið af honum góðs. Öðrum hlýtur þá að vera frjálst að standa utan hans og þiggja engin framlög frá Nátt- úrupassanum. Náttúrupassi mun aldrei verða annað en skattheimta af ferðamönnum sem verður sogin inn í ríkisreksturinn með einum eða öðrum hætti. SAF halda því fram að með gjaldtöku á Geysisvæðinu sé Landeigendafélag Geysis að vega að framtíð íslenskrar ferða- þjónustu. Það er þá ekki merkileg ferðaþjónusta sem er rekin hér á landi ef 600 króna einstaklingsgjald á ferðamann setur hana á hliðina. Málið er ekki flókið. Þeir ferða- menn sem ekki vilja borga 600 krónur fara ekki á Geysissvæðið. Þeir leita annað. Fari vilji íslenska ríkisins og SAF fram þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðamannastraumi á Geysi á næstu árum. Hverinn hefur ekki gosið í hartnær 20 ár og nið- urníðsla svæðisins orðin slík að enginn ferðamaður mun hafa áhuga á að staldra þar við. Innan fyr- irsjáanlegrar framtíðar verður ein- um vinsælasta ferðamannastað landsins rústað í boði íslenska rík- isins og Samtaka ferðaþjónust- unnar. Með Geysigóðum kveðjum. Eftir Margeir Vilhjálmsson » Íslenska ríkið var nefnilega frum- kvöðull í gjaldheimtu af ferðamönnum í Bláa lóninu í gegnum eign- arhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Margeir Vilhjálmsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bíla- leigunnar Geysis. Geysilegt lögbann Ef dæma skyldi eftir umfjöllun fjöl- miðlunga í kringum bjórdaginn svokall- aða þá hefði mátt halda að þessi dagur skipaði álíka sess í hugum margra og 17. júní, svo við eitt- hvað hátíðlegt sé miðað. Alla vega var látið svo sem þjökuð og þrautpínd þjóð hefði loksins verið laus við hina skelfilegu fjötra bjórbannsins sem stóð öllu þjóðlífi fyrir þrifum að sögn. Og svo var farið að vitna í sérfræðinga sem eins og jafnan áður vitnuðu til einhverrar óskil- greindrar drykkjumenningar, þar sem hægt var að skilja sem svo að æðsta stig þessarar menningar væri bjórdrykkjan. Í allri þessari umræðu var svo reynt að draga menn í ákveðna dilka eftir afstöð- unni til bjórsins og að sjálfsögðu voru þeir sagðir frjálslyndir sem studdu afnámið, þar sem orðið frjálslyndur var greinilega notað sem gæðastimpill, andstætt þess- um landsbyggðarlýð og verka- lýðs-forkólfum, sem ekki sáu ljós- ið, þ.e. menninguna við drykkjuna. Það er reyndar fróð- legt að fá við því afdráttarlaus svör í hverju menningin við drykkjuna er fólgin. Ekki held ég að það góða fólk sem fæst við af- leiðingar þessarar „menningar“ geti svarað þessu svo „menning- arfrömuðunum“ megi líka, heldur ekki þeir sem hafa orðið fyrir af- leiðingunum af þessari dýrindis menningu á eigin skinni ýmist sem þolendur eða aðstandendur. Þegar menn tala í nafni sér- þekkingar og leggja fræðimanns- heiður sinn að veði með því að mæra drykkju sem menningar- fyrirbæri þá verður gömlum manni á að spyrja hvað sé svona menningarlegt við drykkju yf- irleitt, vegna þess að þá mörgu áratugi sem honum hefur auðnast að líta algáðum augum á sam- félagið þá hefur hann aldrei kom- ið auga á þennan menningarþátt. Hins vegar hefur hvers konar ógæfa verið honum sem öðrum sýnileg, að ég ekki segi áþreif- anleg, sem drjúgur fylgifiskur drykkjunnar, allt yfir í lífsfórnina sjálfa. Og hvað segir Morg- unblaðið nú á dögunum og bezt að birta stutta fregn orðrétt um leið og ég bið glögga lesendur að finna menningu stað í þessari umfjöllun, örstuttri en átak- anlegri um leið og segir þó hvergi nærri alla söguna. Fyrirsögnin er: Líkamsárásir og erill á bjórafmælinu: „Talsverður erill var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu um helgina og svo virðist sem margir hverjir hafi tekið hressilega á því á 25 ára afmæli bjórsins. Fangaklefar fylltust og tilkynnt var um tvær líkams- árásir í fyrrinótt. Í öðru tilvikinu lá maður í blóði sínu á Grettisgötu og er lög- reglan kom á vettvang blæddi úr höfði mannsins og átti hann erfitt með að anda. Árásarmaðurinn var handtekinn þar skammt frá. Skömmu áður var maður sleginn í andlitið á skemmtistað við Lauga- veg. Árásarmaðurinn komst und- an.“ Sem sagt allt fljótandi í tærri menningu eða hvað? Okkur bindindismönnum er oft legið á hálsi fyrir þröngsýni eða einsýni og vel þekkjum við ofstæk- isstimpilinn. Gömlum manni þykir það góður stimpill þegar um er að ræða baráttu við þann bölvald sem áfengið er. Maður viknar við að lesa minningargreinar um menn á bezta aldri sem sagt er að hafi barizt við Bakkus og orðið að lúta í lægra haldi. Getur nokk- ur láð manni þó maður fyllist andstyggð við lofsönginn um þennan sama Bakkus sem hinn eina sanna gleðigjafa lífsins? Mér þykir mannslífið dýrmætara en svo að það eigi að fórna því vegna ástar angurgapanna á svoköll- uðum gleðigjafa og síbylju lof- söngsins þar sem hvergi örlar á hættumerkjum. Getur fólk virki- lega ekki tekið undir það? Og svona í lokin er ég stundum spurður um það hvers vegna í ósköpunum ég sé að skrifa þessar greinar hverja annarri keimlík- ari! segja menn og má eflaust til sanns vegar færa. Það gjöri ég með gleði meðan öndin höktir í brjóstinu aðeins til þess að val- kosti bindindis sé haldið á lofti í opinberri umræðu. Mér þykir sem sagt ekki af veita. Bakþankar vegna bjórdagsins Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Okkur bindind- ismönnum er oft leg- ið á hálsi fyrir þröng- sýni eða einsýni og vel þekkjum við ofstæk- isstimpilinn. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.