Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Minna brottfall úr framhaldsskól-
um, aukin virðing fyrir kennara-
starfinu og að flest börn geti lesið
sér til gagns í lok 3. bekkjar eru
meðal tillagna um innihald sameig-
inlegar skólastefnu samtaka sveit-
arfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu,
SSH.
Hún var kynnt
í gær undir heit-
inu Skólar í
fremstu röð og
er hluti sóknar-
áætlunar til árs-
ins 2020. Mark-
mið hennar er að
höfuðborgar-
svæðið verði leiðandi í skólamálum
á Norðurlöndunum. Í því skyni á
m.a. að bæta árangur í lestri, auka
sjálfræði nemenda og grípa fyrr inn
í vanda þeirra nemenda sem þurfa
á sérstakri aðstoð að halda. Einnig
felast í þessum hugmyndum að-
gerðir til að draga úr brotthvarfi
framhaldsskólanemenda og að
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu taki að sér rekstur framhalds-
skóla.
Geti lesið í lok 3. bekkjar
Þessar tillögur voru kynntar á
fundi samtakanna í gær og næsta
skref er að stjórnir sveitarfélag-
anna ákveði fyrirkomulagið og
hvort allar tillögurnar séu raunhæf-
ar. Meðal þess sem lagt er til er að
sett verði á stofn skólamálanefnd
SSH sem hafi það hlutverk að
fylgja tillögunum eftir.
Í samtökunum eru Reykjavíkur-
borg, Kópavogur, Hafnarfjörður,
Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfells-
bær og Kjósarhreppur og þessi
sveitarfélög hafa sammælst um að
gera menntamál að sameiginlegu
forgangsverkefni til ársins 2020.
Stefnumótunin byggir á tveimur
verkefnum. Annað þeirra heitir
Gæði skólastarfs í alþjóðlegum
samanburði. Í því felst m.a. að efla
læsi og lesskilning barna og í því
skyni á að rannsaka þær
lestrarkennsluaðferðir sem notaðar
eru. Markmiðið er að allur þorri
barna geti lesið sér til gagns fyrir
lok 3. bekkjar. Að auki er lagt til að
efla færni nemenda í grunngrein-
um; bóklæsi, stærðfræði- og nátt-
úrufræðilæsi og samræma sér-
fræðiþjónustu sveitarfélaganna við
nemendur í vanda. Hitt verkefni
SSH heitir Samvinna skólastiga frá
leikskóla að háskóla. Meðal þess
sem þar kemur fram er að sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu
vilja skoða hvort rétt sé að lengja
skólaskyldu og gera síðasta ár leik-
skólans að skyldunámi. „Þetta er
eitt af því sem við viljum skoða,
hvort rétt sé að lengja skólaskyld-
una á þennan hátt,“ segir Skúli
Helgason, verkefnastjóri SSH í
menntamálum.
Taki yfir framhaldsskólana
Að auki er hvatt til þess að þau
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
sem áhuga hafi fái leyfi mennta-
málayfirvalda til að taka yfir rekst-
ur einstakra framhaldsskóla sem
þróunarverkefni til fimm ára. Skúli
segir að eðlilegt sé, sökum stærðar
sinnar, að sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu taki forystu í þess-
um málaflokki. „Hér er svigrúm til
að prófa ýmislegt, sem er erfiðara
að gera annars staðar, eins og t.d.
að sveitarfélögin reki framhalds-
skólana. Gangi það vel, þá gæti það
orðið hluti af löggjöfinni.“
Annað sem lagt er til er að hrint
verði í framkvæmd aðgerðaáætlun
sem myndi minnka brotthvarf
framhaldsskólanemenda um helm-
ing. Skúli segir að í því felist m.a.
að greina strax í grunnskóla hvaða
nemendur séu líklegir til að hverfa
frá námi. „Kostnaður samfélagsins
vegna brotthvarfs er áætlaður 52,4
milljarðar fyrir framhaldsskólakerf-
ið, þar af 32,1 ma. á höfuðborg-
arsvæðinu. Þetta eru stórar tölur
sem kalla á aðgerðir og náið sam-
starf ríkis og sveitarfélaga,“ segir
Skúli.
Stefna að skólum í fremstu röð
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu móta sameiginlega sýn í mennta- og skólamálum Ætla að
vera með bestu skólana á Norðurlöndunum Vilja auka virðingu kennarastarfsins og minnka brottfall
Morgunblaðið/Ómar
Nýstúdentar Í tillögum að aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu felst m.a. að draga úr
brotthvarfi í framhaldsskólum. Samkvæmt tölum sambandsins kostar það samfélagið um 52 milljarða.
Skúli
Helgason
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Ein af tillögum verkefnastjórnar
SSH er að laða að hæft fólk í störf
kennara. Í skýrslu SSV kemur fram
að í þeim fjórum löndum sem komi
best út úr PISA-könnuninni komi
kennarar úr röðum þeirra fram-
haldsskólanema sem standi sig
best. Lág laun kennara hér á landi
séu aftur á móti ekki til þess fallin
að laða að hæfari nemendur.
Þar segir líka að í þeim löndum
sem skari fram úr í menntamálum
sé kennsla eftir-
sóknarvert starf.
T.d. séu finnskir
kennarar í svo
miklum metum
að þegar fólk var
spurt í viðhorfs-
könnun hvaða
starf það kysi
helst fyrir framtíðarmaka sinn, var
kennarastarfið í öðru af tveimur
efstu sætunum.
Vilja laða að hæft fólk
HYGGJAST GERA KENNARASTARFIÐ EFTIRSÓTTARA
Arion banki hefur dregið úr því að
veita hefðbundna bankaþjónustu á
hjúkrunarheimilum og öðrum stofn-
unum. Ástæðan er sú að dregið hefur
úr þörfinni fyrir slíka þjónustu og
þeim fækkar sem nýta sér hana, að
sögn bankans. Misjafnt er eftir hverf-
um og útibúum hvort svona þjónusta
er veitt og hvernig henni er háttað.
Um þessar mundir veitir starfsfólk
Arion banka þjónustu á um tíu heim-
ilum, sjúkrahúsum eða stofnunum
víða um landið.
Hjúkrunarheimilið Eir í Reykjavík
var ein þeirra stofnana sem starfs-
maður Arion banka heimsótti reglu-
lega og veitti heimilisfólki bankaþjón-
ustu. Því var hætt síðla árs 2013
vegna þess hve fáir nýttu sér þjón-
ustuna. Sömu sögu er að segja af
nokkrum öðrum hjúkrunarheimilum
þar sem þjónustu hefur verið hætt á
undanförnum árum vegna þess að
þörfin var ekki lengur til staðar, að
sögn bankans.
Aukið óhagræði fyrir heimilið
Sigurður Rúnar Sigurjónsson, for-
stjóri Eirar, sagði að þessi þjónusta
hefði verið veitt tvisvar í mánuði þar
til henni var hætt. Hann sagði að
bankinn vísaði fólki nú á að koma í
næsta útibú. Það er Höfðaútibú í
Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða 20.
„Þetta var mjög gott framtak hjá
þeim. Það var töluverður fjöldi sem
nýtti sér þetta, kannski tíu manns í
mánuði,“ sagði Sigurður Rúnar.
„Þetta er óhagræði fyrir okkur og
þýðir að við þurfum að aka fólkinu í
bankaútibú.“
Sigurður Rúnar sagði að Arion
banki væri viðskiptabanki Eirar og
þess vegna hefði bankinn veitt heim-
ilisfólkinu þessa þjónustu. Hún var
veitt án tillits til þess hvar heim-
ilisfólkið var með sín bankaviðskipti.
Nú er í skoðun hjá Eir hvernig hægt
sé að koma betur til móts þarfir heim-
ilisfólksins hvað bankaþjónustu varð-
ar, að sögn Sigurðar Rúnars.
Dregið hefur úr
bankaþjónustu
á stofnunum
Starfsfólk Arion banka heimsækir
um tíu heimili og stofnanir reglulega
Morgunblaðið/Kristinn
Þjónusta Starfsmaður Arion veitti
heimilisfólki á Eir bankaþjónustu.
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR
HÓTEL SÖGU
FIMMTUDAGINN 20. MARS
KL. 12.00-16.30
Aðgangur er ókeypis
Skráning á vefnum si.is.
Staðsetning: Hótel Saga, 2. hæð
RÁÐSTEFNA UM
MAT OG FERÐA-
ÞJÓNUSTU
VÖXTUR Í
FERÐAÞJÓNUSTU
ER MATURINN TILBÚINN?
Kl. 12.00 Skráning og hádegishressing
Þróunmatarferðamennsku í heiminum
og reynsla Svía
– Ami Hovstadius frá VisitSweden
Matarferðaþjónusta á Íslandi
– við hvaða uppskrift á að styðjast?
Markaðssetningmatvæla til ferðamanna
Ísland semmatvælaframleiðandi
– samkeppnishæfni og framleiðslugeta
– Dr. Torfi Jóhannesson, sérfræðingur
í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Framlagmatreiðslumanna til uppbyggingar
ámatarlandinu Íslandi
Matarupplifun í gróðurhúsinu í Friðheimum
– Helena Hermundardóttir, garðyrkjubóndi, Friðheimum
Eftir erindin verða pallborðsumræður þar semm.a.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, taka þátt.
DAGSKRÁ: