Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert full/ur af hamingju þegar þú vinnur leikandi létt á eigin hraða. Gættu þess að velja ekki bara það sem þér finnst best henta. Búðu þig undir greiða. 20. apríl - 20. maí  Naut Félagslífið mun veita þér mikla ánægju á næstunni. Að greina gömul sambönd gerir núverandi samband að himnaríki. Vertu já- kvæð/ur og skemmtu þér í návist vina þinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur reynst þér skeinuhætt að byrgja allar tilfinningar inni. Vertu því vand- lát/ur á það hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum þú ert. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag er þér sérstaklega annt um frelsi og velferð annarra. Neitun getur verið það besta sem þú gerir fyrir þá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að halda sambandi við sem flesta, sem þú þarft starfsins vegna. Slakaðu á og reyndu bara að gera þitt besta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt mannasiðir þínir séu óaðfinn- anlegir reynast erfiðar aðstæður nánast óyf- irstíganleg þolraun. Að sjá allan tilfinn- ingaskalann hjálpar þér að hafa samúð og líf þitt verður fyllra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú leitar í fólk sem styður þig í að bæta þig, verða meira þú sjálf/ur. Ef þú tekur að þér verkefni og ert útkeyrð/ur verður þér ekkert úr verki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er allsráðandi. Hlustaðu vandlega á það sem aðrir hafa að segja og taktu næsta skref í sambandi eða trúðu vini fyrir gömlu leynd- armáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sú venja þín að hafa alla með mætir andstöðu. Enginn nennir að hafa sam- band við þig ef þú ert alltaf neikvæð/ur. Sam- ræður ættu að verða líflegar og skemmti- legar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástríður gærdagsins eru fram- kvæmdir dagsins í dag. Fyrst sigrar þú and- stæðinginn með góðmennskuna að vopni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástvinir þínir kunna vel að meta sjálfstæði þitt en í augnablikinu er best að standa saman. Þú ert gefandi og það sem þú gefur margfaldast. Gott líf byggist ekki bara á vinnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leitaðu að öruggum farvegi fyrir atorku þína en mundu að enginn er annars bróðir í leik. Endurbætur skipta sköpum. Guðmundur Arnfinnsson skrifaðimér gott bréf með þeim orðum að sér hefði dottið í hug að semja gátu í vísnaformi og senda mér – og hér kemur hún: Flytja manni ljúflingslög. Lög í vegg ég hugsa’ um. Valda sviða, sárir mjög. Svo eru þeir á buxum. Lausn birtist á laugardag. Þessi er ráðning hans á gátu Páls í Hlíð: Með toppi hert ég hefi ró í hafi topp á jaka séð, ég sinutoppa sá í mó og seggi hökutoppa með. Þessa limru lét Guðmundur fljóta með, en hún kom honum í hug, þega umræðum frá Alþingi var sjón- varpað: Nú boðið er upp á breikdans frá bæjardyrum séð leikmanns. Gaman er grátt. Með gumum er kátt í leikhúsi fáránleikans. Fía á Sandi skrifar á Leirinn að ég „heyrði svo fallega vísu í gær sem ég var búin að gleyma. Vonandi rétt með farin“. Steingrímur í Nesi orti: Hafið er skeið hins skamma dags, skuggar á leiðum flakka. Vindar greiða fannafax fram af heiðarmakka. Fía gefur þá skýringu, að fanna- fax hafi skafið fram af makka Vaðla- heiðar í gær, mánudag, þegar hún átti leið um: Áliðið er orðið dags ósköp verð ég fegin ef Vaðlaheiðar fannafax fyllir ekki veginn. Pútín lætur ófriðlega núna. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í heimsmál- unum. Eysteinn Gíslason frá Skál- eyjum orti: Djöflast í ófriðaraninu ýmsir á veraldarplaninu. Til aðstoðar guði þótt prestarnir puði og páfinn í Vatikaninu. Og þannig var ástandið með aug- um Eysteins: Hann Gorbasjoff borðaði brasost boðandi lýðfrelsisþraskost. Færði með prýði puðandi lýði perestrojku og glasnost. Halldór Blöndal Vísnahorn Leikhús fáránleikans, fannafax og glasnost Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÁTTU ANDLITSMÁLNINGU FYRIR EINA 59 ÁRA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... alveg að springa! LÍFRÆNT SPERGILKÁL SPERGILKÁL MEÐ ÖLLU MÁLNING VAKNAÐU, HRÓLFUR! HVAÐ ER AÐ? ÞAÐ ER HELLI- RIGNING ... ... OG ÞAKIÐ LEKUR!!! REGNHLÍFIN ER Í FORSTOFUSKÁPNUM. GRETTIR, VIÐ ERUM STAÐNAÐIR. VIÐ ÞURFUM AÐ HRISTA UPP Í HLUTUNUM. ÉG ÆTLA AÐ BREYTA NAFNINU ÞÍNU Í „RUDDI“! KLÓRU- TÍMI! Víkverji stendur í stórræðumþessa dagana, þar sem hús- eignin er tekin í gegn að utan. Um er að ræða langþráðar fram- kvæmdir, enda húsið komið á sjö- tugsaldurinn og búið að standa af sér margan storminn. Verktakarnir hafa haft heppnina með sér í vetur þar sem einstök veðurblíða hefur leyft þeim að vinna nær óhindrað. Er svo komið að verkið er langt á undan áætlun og Víkverji borgar reikningana með bros á vör. x x x Þegar framkvæmdahugurinn er áannað borð kominn á flug hafa augu Víkverja beinst að verkum innandyra sem setið hafa á hak- anum í mörg ár. Fyrir það fyrsta þarf að mála allt hátt og lágt en það er nú verkefni sem Víkverji treystir sér í. Hins vegar er orðið aðkallandi að fá pípara á svæðið til að gera við skemmd í einum vegg út frá gamalli lögn. Það hefur reynst þrautin þyngri að fá pípara og hefur Víkverji gert nokkrar ár- angurslausar tilraunir. x x x Á dögunum rofaði til þegar einnpípari mætti og tók verkefnið út. Sá hann fljótt hvað þyrfti að gera og var komist að samkomulagi um hvenær hann kæmi og hæfist handa. Þann morguninn ákvað Vík- verji að bíða aðeins eftir píparanum til að fylgja dæminu úr hlaði. Eftir korter hafði ekkert gerst og þegar hálftími var liðinn frá áður ákveðnum tíma sendi Víkverji sms- skilaboð á manninn um hvort hann væri ekki að koma. Eftir nokkrar sekúndur kom svar til baka: „Er heima í dag vegna veikinda. Verð í sambandi.“ x x x Síðan eru liðnar rúmar þrjár vik-ur og ekkert hefur heyrst enn frá píparanum. Víkverji vonar að sjálfsögðu að veikindin hafi ekki ágerst en maðurinn hefur ekki svarað skilaboðum síðan. Vel má vera að það sé svona mikið að gera hjá pípurum, og er það vel, en svona dæmi heyrast alltof oft og iðnaðarmannastéttin verður að taka sig á hvað þetta varðar. Víkverji auglýsir hér með eftir góðum píp- ara! víkverji@mbl.is Víkverji Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebreabréfið 13:8) mbl.isHAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI SJÓNMÆLINGAR MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.