Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
LEIÐIN TIL HOLLUSTU
Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur
sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru
Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.
www.skyr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Kennarar í fjórum skólum eru með
sérsamninga við Kennarasamband
Íslands, en þeir eru Verzlunarskóli
Íslands, Fjölmennt, Menntaskóli
Borgarfjarðar og Tækniskólinn.
Kennarar tveggja þeirra síðar-
nefndu eru í verkfalli.
Kennarar í Verzlunarskóla Ís-
lands eru ekki í verkfalli, en samn-
ingur þeirra rennur út í lok mán-
aðarins. Kjaraviðræður þeirra hafa
ekki borið árangur og hefur þeim
verið vísað til ríkissáttasemjara.
Þeir þurfa að kjósa um verkfall með
sex daga fyrirvara og gæti það því
hafist eftir tvær vikur.
Fjölmennt er símenntunar- og
þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk,
20 ára og eldra, og kennarar þar eru
heldur ekki í verkfalli. Þeir munu þó
njóta allra þeirra launabóta sem um
semst. Á vefsíðu skólans segir að
komi til harðrar kjaradeilu, muni
kennarar Fjölmenntar ákveða sjálf-
ir hvort þeir boði til verkfalls.
Reknir af öðrum en ríki
Samkvæmt upplýsingum frá
Kennarasambandi Íslands er
ástæða þessara sérsamninga sú að
viðkomandi skólar eru ekki reknir af
ríkinu, þeir eru ýmist sjálfseign-
arstofnanir eða reknir af sveit-
arfélögum. Meðallaun kennara þess-
ara skóla eru í heildina áþekk
launum kennara í ríkisreknum
framhaldsskólum, en eru byggð upp
á annan hátt. Til dæmis eru dag-
vinnulaun kennara í Verzlunarskól-
anum hærri en í ríkisreknum fram-
haldsskólum, en yfirvinnulaun eru
þar lægri.
Fjórir framhaldsskólar
með sérkjarasamninga
Ljósmynd/verslo.is
Verzlunarskólinn Einn fjögurra
framhaldsskóla með sérsamning.
Svipuð laun og í
öðrum skólum
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Enn er ósamið í kjaradeilu fram-
haldsskólakennara við ríkið. Í fyrra-
kvöld lá fyrir að til boðaðs verkfalls
kæmi. Það hófst í gærmorgun og
hátt á annað þúsund kennarar og
stjórnendur í framhaldsskólum og
um 20.000 nemendur fóru ekki til
starfa sinna.
Fundir stóðu fram eftir kvöldi í
gær og áfram verður fundað í dag.
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir
kjarasamninga á hinum almenna
markaði setja hinu opinbera þröng-
ar skorður í kjaradeilu ríkisins við
félög kennara og stjórnenda í fram-
haldsskólum. Kerfisbreytingar, á
borð við þær að nám til stúdents-
prófs verði að jafnaði þrjú ár í stað
núverandi fyrirkomulags, sé ein leið
til að hækka laun framhaldsskóla-
kennara umfram laun annarra
stétta.
„Það liggur fyrir að ekki er hægt
að semja um launahækkanir um-
fram það sem samið var um á al-
menna markaðnum, nema til komi
breytingar sem gera það að verkum
að hægt sé að réttlæta launahækkun
á grundvelli slíkra breytinga,“ segir
Illugi.
Nýta svigrúm til að bæta kjör
„Ég hef alla tíð talað skýrt fyrir
því, síðan ég tók við embætti, að það
sé heilmikið svigrúm til að bæta
framhaldsskólakerfið. Ég hef bent á
að við séum ein þjóða innan OECD
sem búum við það fyrirkomulag að
vera með 14 ára undirbúningstíma
fyrir okkar háskólanemendur á með-
an allir aðrir eru með 12-13 ár. Það
eru tækifæri til að breyta skólakerf-
inu okkar þannig að við nýtum tíma
nemendanna betur. Það gerir líka
það að verkum að það getur orðið
betri nýting fjármuna. Ég vil gjarn-
an að það svigrúm verði meðal ann-
ars notað til að bæta kjör kennara,“
segir Illugi.
Segir að bragarbótar sé þörf
Hann segir þó að meginatriðið sé
að bæta skólakerfið hér á landi. „Það
er margt sem bendir til þess að við
þurfum að gera bragarbót á kerfinu
þannig að við getum tryggt að okkar
ungmenni fái sömu tækifæri til að
nýta tíma sinn og mennta sig með
sama hætti og gengur og gerist í
þeim löndum sem við viljum bera
okkur saman við. Hér er líka um
mikið hagsmunamál að ræða fyrir þá
sem ganga menntaveginn, ég bendi
t.d. á nýsamþykkta menntastefnu
BHM en þar er sérstaklega lagt til
að stytta skuli undirbúningsnám að
háskólanáminu.“
Mikilvægt að samstarf náist
En hvert verður framhald mála,
úr því að verkfall er skollið á? „Ég
vona, rétt eins og allir aðrir, að það
takist að ná samningum sem fyrst.
Það er mikilvægt að samstarf takist
við kennara um umbætur í skóla-
kerfinu, því þær eru forsenda launa-
hækkana umfram það sem öðrum
stendur til boða. Takist það aftur á
móti ekki blasir það við að svigrúm
ríkisins til launahækkana er mjög
þröngt,“ segir Illugi.
Ekki hægt að
semja um meira
án breytinga
Segir umbætur í skólakerfinu for-
sendu launahækkana umfram 2,8%
Morgunblaðið/Kristinn
Verkfall Menntamálaráðherra seg-
ist vonast til að því ljúki sem fyrst.
Kennaraverkfall
» Verkfallsvarsla fór þegar í
gang í gær og fyrirhugað er að
vera með starfsfólk í stærstu
skólunum sem getur brugðist
við, þyki ástæða til.
» Verkfallsmiðstöð verður
opnuð í Framheimilinu í
Reykjavík kl. 11 í dag.
» Fyrirhugað er að opna mið-
stöðvar á Akureyri, Akranesi
og í Reykjanesbæ.
Verkfallið í framhaldsskólunum
raskar námi um tuttugu þúsund
nemenda og um sextán hundruð
kennara. Það hefur staðið í einn
sólarhring, en síðustu verkföll
urðu mjög löng, stóðu í sex og
átta vikur.
Árið 1995 boðuðu framhalds-
skólakennarar til verkfalls 17.
febrúar og það stóð í sex vikur.
Árið 2000 var aftur boðað til
verkfalls og það stóð frá 7. nóv-
ember til 7. janúar árið eftir.
Framhaldsskólakennarar hafa
ekki farið í verkfall frá árinu
2000.
Grunnskólakennarar fóru í
verkfall 20. september 2004.
Verkfallið var stöðvað með
bráðabirgðalögum eftir sjö vikur.
Vinnudeilur eru víðar í skóla-
kerfinu. Atkvæðagreiðsla kenn-
ara við Háskóla Íslands um verk-
fallsboðun hófst í gær. Ef af
verður munu þeir leggja niður
störf á hefðbundnum próftíma,
frá 25. apríl til 10. maí. Ekkert
verður þá af prófunum, enda er
prófstjóri skólans einn þeirra
sem fara í verkfall ef af verður.
Raskar námi
þúsunda
FYRRI VERKFÖLL LÖNG
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hlé var gert á samningaviðræðum í
kjaradeilu framhaldsskólakennara
um kvöldmatarleytið í gær. Nýr fund-
ur hefst hjá ríkissáttasemjara kl. 10
fyrir hádegi í dag.Vinnuhópar héldu
áfram að funda um afmörkuð málefni
í gærkvöldi.
Verkfallsstjórn framhaldsskóla-
kennara heimsækir alla framhalds-
skólana í Reykjavík og nágrenni í dag
til að afla upplýsinga og tryggja að
verkfallsbrot eigi sér ekki stað. Jafn-
framt mun hún hafa samband við
framhaldsskóla úti í landi í sömu er-
indum.
„Okkur hafa borist margar fyrir-
spurnir í dag og við höfum svarað
þeim. Það á svo eftir að koma í ljós
hvort við þurfum einhver afskipti að
hafa,“ sagði Sigurður Ingi Andrésson,
formaður verkfallsstjórnar, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hann segir
að skólaumhverfið sé nú mun flókn-
ara en það var síðast þegar fram-
haldsskólakennarar fóru í verkfall um
aldamótin, sérstaklega vegna tölvu-
væðingar. Í síðasta verkfalli þurfti
stjórnin að taka á örfáum tilfellum en
þau leystust öll farsællega að sögn
Sigurðar.
Sérstök verkfallsmiðstöð fram-
haldsskólakennara verður opnuð í
Framheimilinu í Reykjavík kl. 11 fyr-
ir hádegi í dag. Þangað geta allir
kennarar komið til að heyra um stöðu
mála í samningaviðræðunum, fram-
kvæmd verkfallsins og til skrafs og
ráðagerða. Fulltrúar verkfallsstjórn-
ar verða á staðnum.
Verkfallsmiðstöð var opnuð í KA-
heimilinu á Akureyri í gær. Þar koma
kennarar úr MA og Verkmenntaskól-
anum saman. Á fundi þeirra í gær var
samþykkt ályktun þar sem mótmælt
var „harðlega því útspili samninga-
nefndar ríkisins að blanda óljósum
hugmyndum um styttingu náms inn í
kjaraviðræður,“ eins og það var orð-
að.
Fram kom á vef Bæjarins besta á
Ísafirði í gær að skólameistari
Menntaskólans, Jón Reynir Sigur-
vinsson, kennir jarðfræði í verkfall-
inu, en hann er ekki í Félagi fram-
haldsskólakennara. Hann var
harðorður í samtali um verkfallið:
„Ætlunin eftir síðasta verkfall var að
nú yrði skipt um vinnuaðferðir og
ekki kæmi til verkfalls aftur, en það
virðist ekki hafa tekist. Það er til
skammar að það sé ekki hægt að
semja um þokkaleg laun fyrir kenn-
ara nema með ofbeldisaðgerðum og
ég tel að báðir aðilar eigi sína sök á
því.“
Víða eru stundakennarar að störf-
um, en misjafnt var hvernig kennslu-
stundir þeirra voru sóttar eftir að al-
menna verkfallið hófst í gær.
Nemendur framhaldsskólanna hafa
áfram aðgang að bókasöfnum og al-
mennum vinnusvæðum skólanna, en
ekki var fjölmenni að sjá í húsnæði
skólanna í gær. Skólameistarar
hvetja nemendur til að halda áfram að
sækja skólana og sinna náminu eins
og kostur er þrátt fyrir verkfallið.
Morgunblaðið/Þórður
Kjaradeila Verkfallsstjórn Félags framhaldsskólakennara kom saman til skrafs og ráðagerða í gær.
Samningaviðræður
að nýju fyrir hádegi
Verkfallsstjórn fer í eftirlitsferð í framhaldsskólana í dag