Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 5. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 105. tölublað 102. árgangur
ER DRAUMALANDIÐ
MITT OG ÞANGAÐ
LEITA ÉG
SETTI OKKUR Í
NÝTT ALÞJÓÐ-
LEGT SAMHENGI
GÖMUL LÖG OG
NÝ Á AFMÆLIS-
TÓNLEIKUM
SINFÓNÍAN 30 ÞÓRIR HYLLTUR 33155 ÍSLAND 10
Þrjár stjórnmálahreyfingar þarf í
bæjarstjórn Akureyrar, skv. niður-
stöðum könnunar sem Félagsvís-
indastofnun HÍ vann fyrir Morgun-
blaðið.
Alls 21,8% þeirra sem þátt tóku í
könnuninni styðja Sjálfstæðisflokk-
inn sem er stærstu og 20,6% Bjarta
framtíð.
Í kosningunum fyrir 4 árum fékk
Listi fólksins sex bæjarfulltrúa – það
er hreinan meirihluta – og Bæjarlist-
inn einn. Nú hafa þessar hreyfingar
sameinast undir nafni þeirra síðar-
nefndu og mælast með stuðning
19,0% kjósenda. VG fær 16,7% fylgi í
könnuninni, fengi tvo bæjarfulltrúa
en fékk einn síðast. Framsókn dalar
og fær 12,3%. Í síðustu könnun hafði
flokkurinn stuðning til tveggja bæj-
arfulltrúa. Nú fengi flokkurinn einn,
eins og í kosningunum 2010. Sam-
fylking mælist með 9,5% fylgi og
Dögun með 0,3%. sbs@mbl.is 14-15
Þrjá flokka þyrfti í meirihlutann
Sjálfstæðisflokkur stærstur BF og
Bæjarlisti svipuð Samfylking með 9,5%
Fylgi flokka í bæjarstjórn
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 25.-30. apríl 2014.
Sjálfstæðisflokkurinn 21,8%
Björt framtíð 20,6%
Bæjarlistinn 19,0%
Vinstri - grænir 16,0%
Framsóknarflokkurinn 12,3%
Samfylkingin 9,5%
Dögun 0,3%
Aðrir 0,3%
0,3%
0,3%
21,8%
20,6%
19,0%
16,0%12,3%
9,5%
Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslands-
meistara KR, 2:1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar
karla í fótboltanum í gærkvöld. Farid Zato, miðju-
maður KR, gnæfir hér yfir Hauk Pál Sigurðsson,
fyrirliða Valsmanna, í háloftabardaga þeirra á
Þróttarvellinum í Laugardal.
Fjölnismenn, sem flestir spáðu botnsætinu, eru á
toppi deildarinnar eftir að hafa sigrað Víkinga, 3:0,
í nýliðaslag í Grafarvogi. Keflvíkingar sigruðu
Þórsara, 3:1, Stjörnumenn lögðu Fylki, 1:0, með
marki úr vítaspyrnu á lokamínútunum og Framarar
og Eyjamenn skildu jafnir, 1:1, en sá leikur fór líka
fram á Þróttarvellinum í Laugardal. Allt um leikina
í 12 síðna íþróttablaði. » Íþróttir
Morgunblaðið/Golli
Meistararnir lágu í fyrsta leik
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, segir það algalið að miða veiði-
gjöld út frá svokölluðum þorskígildis-
stuðlum. Mun réttlátara væri að leggja
veiðileyfagjöld á útgerðarfyrirtæki, eftir
EBITDA-hagnaði þeirra, þ.e. hagnaði
fyrir fjármagns-
kostnað og af-
skriftir.
Í samtali við
Morgunblaðið í
dag segir Guð-
mundur m.a.:
„Hefur þú ein-
hvern tíma heyrt
um það að kjör-
dæmi eða sveit-
arfélög greiddu
veiðileyfagjald?
Nei, auðvitað ekki,
því það eru fyr-
irtæki og ein-
staklingar sem
greiða veiðileyfagjöldin. Hvers vegna
flokkar Fiskistofa álögð veiðileyfagjöld
eftir kjördæmum og það meira að segja
gömlu kjördæmaskipaninni? Hvers vegna
má ekki allt vera uppi á borðum- og gegn-
sætt í sambandi við það hvað hvert fyr-
irtæki eða einstaklingur borgar í veiði-
leyfagjald?“
Var verið að fela upplýsingar?
Guðmundur bendir á að á bak við
hverja einustu greiðslu veiðileyfagjalds sé
kennitala fyrirtækis eða einstaklings og
því ætti það að vera sáraeinfalt að leyfa
landsmönnum að fylgjast með því hvernig
gjaldtöku er í raun og veru háttað. Allar
þessar upplýsingar séu til hjá Fiskistofu,
en ráðamenn þjóðarinnar leyfi ekki birt-
ingu þessara upplýsinga. „Getur verið að
alþingismenn þori ekki að birta þessar
upplýsingar? Getur verið að síðasta rík-
isstjórn hafi verið að fela upplýsingar fyr-
ir þjóðinni?“ spyr Guðmundur. » 12-13
Segir hug-
myndina
algalna
Forstjóri Brims
ósáttur við þorskígildi
90% makríls
» Guðmundur
segir sjö stærstu
hafa fengið um
90% af makríl-
kvótanum, vegna
þess að þau hafi
verið búin að
byggja sig upp í
nauðsynlegri
tækni.
Sveitarfélögin geta brugðist við
húsnæðisskorti á höfuðborgar-
svæðinu með lækkun íbúðaverðs.
Núverandi fyrirkomulag við út-
hlutun lóða og verðlagningu þeirra
veldur því að verktakar byggja
fremur stærri eignir en minni. Eru
það einmitt hinar síðarnefndu sem
vantar helst, það er litlar blokkar-
íbúðir á skaplegu verði.
Þetta segir Jón Bjarni Gunn-
arsson hjá Samtökum iðnaðarins.
Starfsmönnum SI telst svo til að um
þessar mundir séu um 2.000 íbúðir í
byggingu í Reykjavík og nálægum
byggðum. Venjulega taki það um
tvö ár að byggja nýtt fjölbýlishús.
Því þyrftu um 1.000 íbúðir að vera
á framkvæmdastigi í dag til að
svara ársþörfinni um 1.500 til 1.800
eignir. »4
2.000 íbúðir í bygg-
ingu og fleiri þarf
Byggt Fleiri nýjar íbúðir þarf á markað.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ístak hefur tekið að sér að byggja
fimm litlar vatnsaflsvirkjanir fyrir
jafnmarga bæi í Þrændalögum í
Noregi. Áætluð samningsupphæð
samsvarar um 9 milljörðum ís-
lenskra kr. Þótt ekki sé búið að
skrifa undir formlega samninga er
undirbúningur hafinn enda þarf að
nýta sumarið vel. Staðarstjóri Ís-
taks fer út í dag. Byrjað verður á
því að flytja út vinnubúðir sem not-
aðar voru við byggingu Búðarháls-
virkjunar. Reiknað er með að 50
starfsmenn verði þar á vegum Ís-
taks, þegar mest verður um að
vera, sumrin 2015 og 2016. Áform-
að er að gangsetja virkjanirnar
eina af annarri sumarið 2017. 2
Byggja virkjanir
fyrir 5 bæi í Noregi
Það stefnir í al-
varlegan rekstr-
arvanda nokk-
urra tónlistar-
skóla „og virðist
ljóst að ein-
hverjir tónlistar-
skólar muni ekki
geta starfað með
óbreyttum hætti
á komandi skóla-
ári“. Þetta segir
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri
Sambands ísl. sveitarfélaga, í um-
sögn til Alþingis. Skólar hafi þurft
að hækka skólagjöld „sem leiðir til
þess að efnaminni nemendur hverfa
frá tónlistarnámi“. »20
„Efnaminni nem-
endur hverfa frá“
Rekstrarvandi blasir
við tónlistarskólum.