Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 7. maí ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Prinsipin víkja stundum greið-lega fyrir pólitíkinni. Nýtt dæmi þar um er umræður í sjón- varpsþættinum Sunnudagsmorgni í Ríkisútvarpinu í gær.    HallgrímurHelgason vék í þættinum að svo- kölluðu lekamáli, sem hæstarétt- ardómur féll í fyrir helgi, og taldi mál- ið þannig vaxið að rétt væri að aflétta trúnaði fjöl- miðils við heimildarmenn.    En hver skyldi nú vera raun-verulega skýringin á því að Hallgrímur vill aflétta trún- aðinum? Þeirrar skýringar þarf svo sem ekki að leita lengi, enda hefur Hallgrímur lengi verið með- al ofsafengnustu andstæðinga nú- verandi ríkisstjórnarflokka og í þættinum fór hann mikinn um að innanríkisráðherra bæri þegar í stað að segja af sér.    Út af fyrir sig er ekkert að þvíað Hallgrímur eða aðrir hafi þá skoðun að þessir tilteknu stjórnmálaflokkar séu á röngu róli í pólitík og væru betur komn- ir utan stjórnarráðsins.    En það er töluvert við það aðathuga þegar pólitíski ofsinn er orðinn slíkur að menn eru farn- ir að beita sér fyrir því að tak- marka frelsi og friðhelgi fjöl- miðla.    Þau ríki eru til þar sem blaða-menn njóta engrar verndar og fjölmiðlar sæta ofsóknum hins opinbera fyrir að sinna skyldum sínum.    Er mikill áhugi á að Íslandkomist í þann hóp? Hallgrímur Helgason Hvaða fordæmum vill Ísland fylgja? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 9 rigning Nuuk 6 upplýsingar bárust ekki Þórshöfn 10 skúrir Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 13 heiðskírt Dublin 12 skýjað Glasgow 13 skúrir London 16 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 15 léttskýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal 7 skúrir New York 16 léttskýjað Chicago 11 skýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:46 22:04 ÍSAFJÖRÐUR 4:33 22:27 SIGLUFJÖRÐUR 4:15 22:11 DJÚPIVOGUR 4:11 21:38 Mestum afla var landað í Vest- mannaeyjahöfn árið 2012 eða 234.442 tonnum. Í öðru sæti var Nes- kaupstaður með 220.485 tonn. Þess- ar tvær hafnir skiptust á um að verma fyrsta og annað sætið yfir mestu löndunarhafnir afla á árunum 2008 til 2012, samkvæmt upplýsing- um í skýrslu innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2012. Vopnafjörður efldist Athygli vekur hvað Vopnafjörður efldist mikið sem löndunarhöfn afla og var hún í þriðja sæti yfir afla- hæstu hafnir landsins árið 2012. Það má eflaust þakka mikilli uppbygg- ingu HB Granda á Vopnafirði. Sama gilti um aðrar hafnir austanlands sem taldar eru upp í töflunni. Tals- vert meiri afla var landað þar árið 2012 en árið 2011. Stækkandi skipastóll Í skýrslu Siglingastofnunar, sem fylgir skýrslu innanríkisráðherra, kemur m.a. fram að skipastóll lands- manna hefur verið að stækka frá árinu 2011. Þá var heildarfjöldi skipa 2.250 og heildarbrúttótonnatalan 210.431 tonn. Árið 2012 fjölgaði skip- um um 16 og heildarbrúttótonnatal- an hækkaði um 3.050 tonn. Skipa- stóllinn stækkaði enn í fyrra og þá var fjöldi skipa 2.298 og heildar- brúttótonnatalan var orðin 219.615 tonn. Til samanburðar má geta þess að 2006 var heildarfjöldi skipa um 2.311 og heildarbrúttótonnatalan 226.954 tonn. gudni@mbl.is Mestu landað í Eyjum 2012  Vestmannaeyjar og Neskaupstaður hafa skipst á um að vera mestu löndunar- hafnir sjávarafla undanfarin ár  Skipastóll landsmanna er aftur tekinn að vaxa 2009 2010 2011 2012 Neskaupstaður 186.263 200.472 182.222 220.485 Vestmannaeyjar 158.692 162.586 187.810 234.442 Eskifjörður 70.783 55.480 67.584 94.244 Reykjavík 97.191 100.478 116.685 110.407 Seyðisfjörður 38.662 17.812 39.507 70.365 Vopnafjörður 68.206 66.568 76.790 113.089 Hornafjörður 63.531 55.286 64.274 79.909 Þórshöfn 56.276 47.407 62.609 84.094 Fáskrúðsfjörður 25.159 36.664 31.374 44.648 Grindavík 44.879 48.756 45.579 44.942 Akranes 24.817 34.477 33.654 46.721 Aðrar hafnir 376.030 459.055 323.473 367.305 Samtals 1.357.981 1.145.672 1.144.071 1.510.651 Afli um hafnir landsins 2009-2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.