Morgunblaðið - 05.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
www.gilbert.is
HANDSKREYTT ÍANDA ÍSLENSKRAÚTSKURÐARMEISTARAFYRRIALDA
EINSTAKT ÍSLENSKT ÚR
FRISLAND GOÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Íokkar nútíma er allt að-gengilegt á netinu eða í sím-anum og getur verið erfitt aðhalda haus og góðri stefnu í
hafsjó upplýsinga. Segja má að
þessi bók sé tilraun til þess að velja
fyrir ferðalanginn áhugaverða staði
og beina athygli hans frá hinum
fjölförnu og á stundum ofsetnu
stöðum sem allir heimsækja. Leiða
fólk frekar á vit hins sem er minna
þekkt en á skilið athygli,“ segir Páll
Ásgeir Ásgeirsson, fjallamaður og
rithöfundur.
Leiðsögubækur þarf
stöðugt að uppfæra
Á dögunum kom út ný bók eftir
Pál sem ber titilinn 155 Ísland –
Áfangastaðir í alfaraleið. Bók þessi
er stækkuð og endurbætt útgáfa af
101 Ísland sem Páll skrifaði og kom
út fyrir nokkrum árum. Þar af leið-
andi eru í henni næstum því allir
staðirnir sem voru í fyrri bókinni að
viðbættum tæplega 60 nýjum. Fá-
einum stöðum sem voru í eldri út-
gáfunni var hent út vegna breyttra
aðstæðna – og öðru var breytt þótt í
litlu væri.
Bækur Páls Ásgeirs um land
og leiðir eru fjölmargar. Bæði hefur
hann tekið fyrir gönguleiðir en
einnig má nefna Hálendishandbók-
ina. Hún kom fyrst út í kringum
aldamót en hefur verið endur-
útgefin síðan og sannkölluð biblía
þeirra sem ferðast um landið á
jeppum.
„Leiðsögubækur eru þannig í
eðli sínu að þær þarf stöðugt að
uppfæra. Tímarnir
breytast og menn-
irnir með,“ segir
Páll. Við val á
áfangastöðum seg-
ist hann viljandi
hafa sleppt eða
gengið framhjá vin-
sælum áfangastöð-
um eða reynt að
finna nýja fleti á
þeim. Til að mynda
séu Gullfoss, Geysir,
Dettifoss og Náma-
skarð ekki í þessari
nýju bók.
Páll hefur
ferðast um Ísland í
áratugi og þekkir því
víða vel til. Hann seg-
ist hafa heimsótt
marga þá staði sem
séu í bókinni. Aðra hafi hann
fundið, ef svo má segja, með til-
vísun heimamanna eða lestri ryk-
fallinna bóka.
Römbuðu á nýja staði
„Þegar við söfnuðum efni í
fyrri útgáfuna, 101 Ísland, sáum við
marga staði sem þá voru ekki tekn-
ir með en eiga sitt pláss í þessari
nýju bók. Þegar þessi vegferð hófst
bjó ég mér til lista yfir staði sem ég
taldi að gætu verið áhugaverðir.
Þegar ég síð-
an kom á
staðinn varð
stundum
eitthvað til
þess að hann féll út af listanum. Svo
fundum við líka stundum nýja staði
í samtölum við heimamenn eða
römbuðum á þá af sjálfsdáðum,“
segir Páll sem kveðst hafa haft þá
reglu að ef vísað sé á staði í einka-
landi sé það gert með leyfi heima-
manna. Það hafi ekki alltaf fengist
og þá hafi viðkomandi stað verið
sleppt út. Við þá afstöðu hafi hann
ekki alltaf verið sáttur, en mikil-
vægt hafi hins vegar verið að efna
ekki ófriðar.
Mitt draumaland
og þangað leita ég
Bókin er 155 Ísland – Áfangastaðir í alfaraleið. Þetta er tilraun til þess að velja
fyrir ferðalanginn áhugaverða staði og beina athygli hans frá hinum fjölförnu
og á stundum ofsetnu stöðum sem allir heimsækja, segir Páll Ásgeir Ásgeirsson,
höfundur bókarinnar, sem ferðast hefur um landið í áratugi.
Morgunblaðið/Golli
Leiðsögn
Ferðabókin
nýja er í hand-
hægu broti og
með hlífð-
arkápu úr
plasti sem ver
hana bleytu.
Er því fín til
að grípa með
sér og lesa á
ferðinni.
Rithöfundur Náttúran oftast heillandi í sjálfu sér en þegar áhugaverð saga
af mannlegum örlögum fylgir með breytir það upplifun, segir Páll Ásgeir.
Morgungöngur Ferðafélags Íslands
hefjast í dag en þær verða þessa
viku, frá 5.-9. maí. Þátttakendur eru á
öllum aldri, jafnt konur og karlar. Í
hverri morgungöngu verður lesið
ljóð, staðið á haus, farið í morgun-
leikfimi og síðasta daginn verður
haldið Íslandsmótið í hanagali. Brott-
för er kl. 6 að morgni á einkabílum
frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, en einn-
ig er hægt að mæta beint á upphafs-
stað göngu. Göngurnar taka 2-3 klst.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomn-
ir. Í dag verður gengið á Helgafell við
Hafnarfjörð og gangan hefst við
Kaldársel. Á morgun verður gengið á
Mosfell í Mosfellsdal og hefst gangan
við kirkjuna á Mosfelli. Á miðvikudag
verður gengið á Helgafell í Mosfells-
dal, frá bílastæði við gatnamótin í
Mosfellsdal. Á fimmtudag verður
gengið á Vífilfell við Sandskeið. Sjá
nánar á vefsíðu Ferðafélagsins: fi.is
Vefsíðan www.fi.is
Morgunblaðið/Kristinn
Gönguferð Að byrja daginn á góðri göngu gerir gæfumuninn hjá mörgum.
Keppt í hanagali og staðið á haus
Í dag klukkan 17:30 verður Afgan-
istan til sérstakrar skoðunar á
Café Lingua í aðalsafni Borg-
arbókasafnsins í Tryggvagötu 15 í
Reykjavík.
Gestum gefst þá tækifæri til að
læra hvernig nöfn þeirra eru skrif-
uð á persnesku, hlusta á persnesk
ljóð, skoða einstakan fatnað og
síðast en ekki síst bragða á Boani,
steiktum „fílseyrum“, og öðru góð-
gæti frá Afganistan.
Afganar sem búsettir eru hér á
landi munu kynna tungumál, mat
og menningu á lifandi og skemmti-
legan hátt. Allir eru velkomnir og
er ókeypis inn á viðburðinn eins og
alltaf á Café Lingua.
Endilega …
…bragðið á steiktum fílseyrum
Flugdrekahlaup Framandi menning.
Svartur björn leikur listir sínar í dýra-
garði í tilefni ólympíuleika dýranna
sem fram fóru fyrsta maí í Kína. Við-
burðurinn dró að þúsundir gesta.
Ólympíuleikar dýranna
AFP
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.