Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 05.05.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Kviðdómur í San Jose í Kaliforníu hefur kveðið upp þann úrskurð að Samsung hafi brotið á einkaleyfum Apple og verði að greiða tæplega 120 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði um 13,4 milljarða króna. Er það langt undir bótakröfu Apple en bandaríski tæknirisinn hafði krafist þess að suðurkóreska raftækjaveldið Samsung greiddi tvo milljarða dala fyrir brot sín, jafnvirði um 225 milljarða króna. Það tók kviðdóminn þrjá daga að komast að niðurstöðu eftir fjór- ar vikur af vitnaleiðslum. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að Apple hefði brotið á einkaleyfi Samsung og skuldaði fyrir það bætur upp á um 160.000 dali, um 18 milljónir króna. Deilt um Android og Galaxy Málið varðaði möguleg brot Samsung á fjórum einkaleyfum Apple og tvö möguleg brot á Apple á einkaleyfum Samsung. Kjarni deilunnar snérist um hvort Andro- id-stýrikerfið, sem framleitt er af Google og notað á Galaxy-snjall- símum Samsung, nýtti einkaleyf- isvarða tækni frá Apple. Að sögn MarketWatch ná deilur Samsung og Apple nokkur ár aftur í tímann og var málareksturinn séður sem tilraun Apple, framleið- anda iPhone til að hægja á miklum vinsældum snjallsíma annarra framleiðenda. Samsung er í dag stærsti framleiðandi snjallsíma. Er áætlað að fyrirtækin tvö hafi varið hundruðum milljóna í mála- rekstur hvort gegn öðru, fyrir dómstólum í fjórum heimsálfum. Í fyrra dómsmáli tókst Apple að fá lögbann á innflutning eldri útgáfa af snjallsímum Samsung og í því síðara tókst Samsung að stöðva innflutning á sumum útgáfum iP- hone 4 og iPad 2 á Bandaríkja- markað – en sá úrskurður var síð- ar ógiltur af Hvíta húsinu. Dómsmálið í San Jose náði til tíu snjalltækja úr smiðju Samsung en þar af eru aðeins tvö sem enn eru seld í Bandaríkjunum. Því munu áhrifin ekki verða mikil ef Apple fer fram á það við dómara að stöðva sölu tækjanna. Greiðsla sem truflar ekki sölu Krafa Apple var að Samsung greiddi allt að 40 dali fyrir hvert selt símtæki sem notað hefði einkaleyfisverndaða tækni Apple. Samsung hélt því hins vegar fram að sanngjörn greiðsla ætti að vera að hámarki rösklega 38 milljónir dala, sem myndi vera innan við dalur fyrir hvert selt símtæki. Bloomberg segir að hefði kvið- dómurinn úrskurðað um bætur nær hugmyndum Apple hefði það getað hamlað mjög sölu Samsung- símtækja, en sú upphæð sem varð niðurstaðan á föstudag sé svo lág að Samsung eigi ekki í neinum vanda með að bæta upphæðinni við verð seldra símtæka. ai@mbl.is AFP Slagur Samsett mynd sýnir Apple iPhone 4S, að ofan, og Galaxy S II að neð- an. Bæturnar sem dómstóll ákvarðaði að Samsung skyldi greiða Apple reyndust aðeins brot af því sem síðarnefnda fyrirtækið hafði krafist. Apple fær litlar bætur frá Samsung  Apple hafði farið fram á tvo milljarða dala en kviðdómur dæmdi aðeins 120 milljónir dala fyrir brot á einkaleyfi Verkamenn á Indlandi burðast með 50 kílóa poka sem fylltir hafa verið af hveiti. Myndin er tekin á birgðastöð í borginni Am- ritsar í Punjab-héraði í norðvest- urhluta Indlands en Punjab er stærsta hveitiræktunarhérað landsins með um 70% af heildar- uppskerunni. Bændur hafa átt í vandræðum í ár því miklar rign- ingar hafa skemmt uppskeruna. ai@mbl.is AFP Brauðstrit í orðsins fyllstu merkingu Að sögn MarketWatch, fjármála- fréttavefjar Wall Street Journal, kom það mörkuðum þægilega á óvart þegar nokkuð sterkar tölur af þróun atvinnumála voru birtar á föstudag. Bandaríska vinnu- málaráðuneytið áætlar að 288.000 ný störf hafi orðið til í apríl og er það mesta fjölgun starfa í einum mánuði frá 2012. Tölur fyrir mars og febrúar voru endurskoðaðar og hækkaðar um alls 36.000 störf. Það sem af er árinu hefur ráðu- neytið mælt að um 214.000 ný störf hafi orðið til á mánuði, að jafnaði, sem er nokkuð umfram meðalvöxt- inn árið 2013, en þá bættust að með- altali við 194.000 ný störf í mánuði hverjum. Jákvæði kippurinn sem kom í verð hlutabréfa við tíðindin af vinnu- markaðinum gekk fljótlega til baka og enduðu stóru vísitölurnar þrjár á föstudaginn á rauðu nótunum. S&P 500 vísitalan veiktist um rétt rúmlega 0,1% og endaði í 1.881,14 stigum en bætti sig um 1% yfir vik- una. Dow Jones-vísitalan missti 45,98 stig og endaði í 16.512,89 stig- um sem er lækkun upp á 0,3% en bætti sig um 0,9% yfir vikuna. Nasdaq-vísitalan var á svipuðu róli: Missti 3,55 stig yfir daginn eða 0,1% og endaði í 4.123,90 stigum, með 1,2% styrkingu yfir vikuna. Merck og Bayer í viðræðum Meðal þeirra fyrirtækja sem lækk- uðu á föstudag voru LinkedIn sem missti 8,4% og lánafyrirtækið Ares Management sem missti 2,1% á fyrsta degi sínum á markaði. Lyfja- fyrirtækið Merck & Co rýrnaði í verði um 2,4% þegar fréttir bárust af viðræðum við þýska lyfjafram- leiðandann Bayer um kaup á neyt- endavörusviði Merck fyrir 14 millj- arða dala. Ferðaþjónustufyrirtækið Wynn Resorts sem rekur keðju hótela og spilavíta hækkaði um 7,28% eftir að tölur af hagnaði á fyrsta ársfjórð- ungi fóru fram úr væntingum mark- aðsgreinenda. Góðar ársfjórðungs- tölur hækkuðu einnig hlutabréfa- verð Royal Bank of Scotland, sem fór upp um 7,9% á föstudag. Áhyggjur af þróun mála í Úkraínu virtust hafa áhrif á gjaldmiðlamark- að og hrávörumarkað. Bandaríkja- dalur veiktist örlítið gagnvart jap- anska jeninu, gull með afhendingu í júní hækkaði um 1,3% og verð á hrá- olíu fór upp um u.þ.b. hálft prósentu- stig. ai@mbl.is Bandarísk hlutabréf sterkari eftir vikuna  Þrátt fyrir væga lækkun á föstudag áttu helstu vísitölur ágæta viku AFP Seljandi Miðlarar á gólfi NYSE.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.