Morgunblaðið - 05.05.2014, Side 21

Morgunblaðið - 05.05.2014, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014 Hláturganga Dátt var hlegið á göngu í Laugardalnum í Reykjavík í gær í tilefni af alþjóðlega hláturdeginum. Hláturjógaleiðbeinendur fóru fyrir hópnum og kenndu hláturæfingar. Golli Síðustu ár hefur stjórnarskráin verið mörgum hugleikin. Skemmst er að minn- ast alls fjaðrafoksins í kjölfar fjármálahöggs- ins 2008, skipunar stjórnlagaráðs í fram- haldinu og umræðunn- ar á Alþingi. Í allri umfjöllun um stjórn- arskrána hefur þó lítið farið fyrir sjónarmiðum um túlkun hennar. Hér verða settar fram nokkrar hugleiðingar um túlkun á stjórnarskránni. Álitamál um aðferðir við túlkun stjórnarskrár eru fyrirferðarmikil í umræðum í mörgum löndum, t.d. á vettvangi Hæstaréttar Bandaríkj- anna og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Með mjög mikilli einföldun má segja að umræðan um túlkun stjórnarskrárinnar, t.d. í Bandaríkj- unum, sé einkum um þrjár leiðir sem komi til greina við túlkunina: 1) Að nota textaskýringu, sem leidd verður af þýðingu viðkomandi stjórnarskrárákvæðis á þeim tíma sem ákvæðið var sett, 2) að skýra stjórnarskrárákvæði í samræmi við tilgang og markmið þess á þeim tíma, sem það var sett, og 3) að skýra stjórnarskrána miðað við skýringu hugtaka í henni á þeim tíma, þegar skýringin á sér stað, og taka þá mið af þeim tíðaranda og sjónarmiðum sem eru þá ráðandi og eftir atvikum líta til markmiða sem talið er að ákvæðin hafi stefnt að. Fyrstu tveir flokkarnir falla undir það sem kallað er óbreytilegar lög- skýringar þó tals- verður munur sé á þessum tveimur til- teknu leiðum inn- byrðis. Einnig stund- um talað um að byggja á upprunatúlkun (e. originalism). Hinn síð- astnefndi flokkur fellur undir það sem kallað er breytilegar lögskýringar. Í þeim tilvikum er talað um að stjórn- arskráin sé „lifandi“, þ.e. taka skuli mið af breytilegum tíðaranda. Þannig komi til greina að túlka stjórnarskrána með mismunandi hætti á mismunandi tímum. Rökin fyrir því að beita óbreyti- legri skýringu eru í stuttu máli t.d. þau að dómstólar eigi ekki að setja lög en það geri þeir í reynd þegar stjórnarskráin er túlkuð með breytilegum hætti eftir því hvernig vindar blása. Með breytilegri skýr- ingu sé ennfremur meiri hætta á því að dómarar túlki stjórnarskrá með misjöfnum hætti. Rökin fyrir því að telja stjórnarskrána „lifandi“ og beita breytilegum skýringum hafa m.a. verið talin vera þau að stjórnarskráin verði úrelt ef aðeins sé litið til texta eða sjónarmiða á þeim tíma sem hún var lögfest. Tíð- arandinn breytist og lög, líka grundvallarlög, verði að taka mið af því. Sitt sýnist hverjum um fram- angreind rök en almennt má segja að ef óbreytilegri skýringu (orig- inalism) er beitt, verði meiri vissa um réttarframkvæmdina og minni hætta á að ólíkar niðurstöður fáist við túlkun. Samræmið verði meira. Ennfremur samrýmist óbreytileg skýring betur grundvallarreglunni um þrískiptingu ríkisvaldsins. Ekki er ástæða til að fjalla frekar um rökin hér. Umræða af þessu tagi hefur stað- ið yfir í áratugi m.a. í Bandaríkj- unum, eins og áður er getið, og er vaxandi í Evrópu, einkum er varðar mannréttindasáttmála Evrópu en í honum er kveðið á um ákveðin grundvallarréttindi eins og jafnan er gert í stjórnarskrám. Hér á landi hefur umræða af þessu tagi ekki verið hávær. Þegar dómar íslenskra dómstóla eru skoðaðir má þó heim- færa framangreindar leiðir við skýringu stjórnarskrá á rökstuðn- ing dómstóla. Skulu hér nefnd fáein dæmi en mörg fleiri eru til staðar. Í dómi Landsdóms í máli Alþingis gegn fyrrverandi forsætisráðherra reyndi á túlkun stjórnarskrárinnar. Í ákæru var ráðherra m.a. gefið að sök að hafa frá því í febrúar til október 2008 látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar um að halda skuli ráðherrafundi um mik- ilvæg stjórnarmálefni. Engin af- staða er hér tekin efnislega til máls- ins en fróðlegt er að skoða túlkun Landsdóms á stjórnarskránni. Landsdómur klofnaði í afstöðu sinni í framangreindum ákærulið. Níu dómarar sakfelldu fyrir brot á ákvæðinu en sex dómarar skiluðu sératkvæði og vildu sýkna. Athygl- isvert er að bera saman rökstuðn- ing meiri- og minnihluta Lands- dóms í þessum ákærulið út frá framangreindum hugleiðingum. Svo sýnist sem að bæði í atkvæði þeirra dómenda, sem vildu sakfella, og í sératkvæði hinna, sé beitt óbreyti- legri skýringu en með mismunandi nálgun. Nánar tiltekið virðist meiri- hlutinn hallast að textaskýringu (liður 1 í umfjölluninni hér að fram- an) en minnihlutinn túlkun með hliðsjón af markmiðum og tilgangi ákvæðisins þegar það var sett í lög (liður 2). Í sératkvæði minnihlutans sagði t.d. að þegar virt væru tilurð og forsaga 17. gr. stjónarskrárinnar yrði „með engu móti slegið föstu að með ákvæðinu hafi staðið til að sér- hvert stjórnarmálefni sem talist gat mikilvægt yrði lagt fyrir rík- isstjórn“. Ekki er svigrúm til að fara nánar yfir forsendur dómsins í stuttri blaðagrein sem þessari. Í dómi Hæstaréttar frá árinu 2011 (mál nr. 100/2011) kveður nokkuð við annan tón en þar má segja að beitt sé breytilegri skýr- ingu. Málið var höfðað af þekktum knattspyrnumanni gegn blaðamanni og ritstjórum dagblaðs en blaðið hafði birt upplýsingar um fjármál knattspyrnumannsins og taldi hann að slík birting færi í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um frið- helgi einkalífs. Hæstiréttur (þrír dómarar) taldi að birting á upplýs- ingunum væri réttlætanleg og lagði til grundvallar að þegar meta skyldi hvar mörk lægju á milli friðhelgi einkalífs annars vegar og tjáning- arfrelsis, sem einnig væri verndað í stjórnarskrá, hins vegar, þá yrði að „líta til stöðu þjóðfélagsmála á hverjum tíma“. Þá var litið til þess að hrun hefði orðið á Íslandi, um- fjöllun væri mikil um orsakir og eft- irmál þess og þess vegna þyrfti knattspyrnumaðurinn að þola nær- göngula birtingu um einkamálefni sín. Má því segja að samkvæmt þessum dómi geti verndin um frið- helgi einkalífs verið ólík eftir því hvernig tíðarandinn er. Í umræðum um stjórnarskrár- málefni er þarft að taka með í reikninginn hvernig túlkun fer fram, enda málefnið ekki síður þýð- ingarmikið heldur en umræðan um stjórnarskrárákvæðin sjálf. Eftir Eirík Elís Þorláksson »Rökin fyrir því að telja stjórnarskrána „lifandi“ og beita breyti- legum skýringum hafa m.a. verið talin vera þau að stjórnarskráin verði úrelt ef aðeins sé litið til texta eða sjónarmiða á þeim tíma sem hún var lögfest. Eiríkur Elís Þorláksson Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Er stjórnarskráin lifandi? Hugleiðingar um túlkun stjórnarskrárinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.