Morgunblaðið - 05.05.2014, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
✝ Erla BjörgGuðjónsdóttir
var fædd 16. apríl
1943 í Reykjavík.
Hún andaðist 19.
apríl 2014 á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón B.
Jónsson, fæddur í
Vola, Hraungerð-
ishreppi 30. ágúst
1906, dáinn 4. júní 1985, og kona
hans Guðbjörg Björgvinsdóttir,
fædd í Reykjavík 20. október
1920, dáin 18. september 2005.
Systkini Erlu eru Guðbjörg
Svala f. 21. ágúst 1951, Sigurður
Viðar, f. 12. nóvember 1952, og
Jón Kristinn, f. í Reykjavík 7.
júlí 1958.
Erla giftist Dagfinni Ólafs-
syni 29. mars 1964, f. í Reykja-
vík 23. ágúst 1942, sonur Ólafs
Dagfinnssonar, f. í Reykjavík
21. september 1900, d. 24. febr-
úar 1975, og konu hans Þórlaug-
ar Valdimarsdóttur, f. á Sól-
eyjarbakka, Hrunamannahreppi
24. júní 1903, d. 9. mars 1972.
ágúst 2001. b) Ísól, f. 12. febrúar
2004. c) Sara Sigríður, f, 17. júní
2011.
Erla ólst upp í Reykjavík og
var fyrstu árin mikið hjá móð-
urforeldrum sínum, Jónínu og
Björgvini, á Háteigsvegi, og var
iðulega á sumrin hjá ættingjum
föður síns á Ósabakka á Skeið-
um. Hún stundaði nám við Laug-
arnesskóla og Réttarholtsskóla
og veturinn 1959-1960 stundaði
hún nám í Héraðsskólanum á
Laugarvatni.
Erla og Dagfinnur hófu bú-
skap á Ásbraut í Kópavogi og
fluttu á Nýbýlaveg árið 1967 þar
sem þau bjuggu næstu árin. Þau
byggðu svo hús í Fjarðarseli 25 í
Seljahverfi og bjuggu þar í 35
ár.
Erla var heimavinnandi hús-
móðir á meðan dæturnar voru
ungar. Árið 1979 hóf hún svo
söngnám við Söngskólann í
Reykjavík og tók þátt í upp-
færslum með Óperukórnum.
Síðast söng hún með Óperukór
Hafnarfjarðar.
Hún fór í sjúkraliðanám í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
1982 og starfaði hún á deild 14G
á Landspítalanum í nokkur ár
og seinna á Seljahlíð og síðast á
Skógarbæ.
Útför Erlu fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 5. maí 2014, og
hefst athöfnin kl. 13.
Börn Erlu og
Dagfinns eru: 1)
Drengur, f. 11.
mars 1962, d. 13.
mars 1962. 2) Þóra
Björg Dagfinns-
dóttir, f. 23. febr-
úar 1963, gift Geir
Magnúsi Zoëga, f.
1. nóvember 1962.
Þeirra börn eru a)
Þórdís Erla, f. 2.
júlí 1988. b) Krist-
jana, f. 30. nóvember 1992. c)
Geir, f. 18. júní 1998. 3) Elísabet,
f. 17. október 1965. Maður henn-
ar er Ari Jóhannesson, f. 12. júlí
1964. Synir Elísabetar eru a)
Gunnar Mikael, f. 31. mars 1983,
kona hans er Sigríður Rita
Ragnarsdóttir, f. 28.apríl 1985,
dætur þeirra eru Rita, f. 23.
september 1985, og Rebekka, f.
12. desember 2008, b) Dagfinn-
ur Ari, f. 13. maí 1993, unnusta
hans er Erla Úlfarsdóttir, f. 23.
apríl 1994, og c) Jökull Snær, f.
10. október 1999. 4) Ólöf, f. 2.
apríl 1971, gift Alberti Þór
Sverrissyni, f. 8. júlí 1970. Dæt-
ur þeirra eru a) Birta Ósk, f. 9.
„Við erum ein minning“ hefur
pabbi svo oft sagt við mig í
veikindum mömmu. Ég held að
pabbi hafi hitt naglann á höfuðið
eins og svo oft áður. Gleðin,
hlýjan, umhyggjan fyrir öðrum
og söngurinn hennar mömmu
lifir nú í minningunni. Góðu
stundirnar sem við áttum öll
saman og ferðalögin bæði inn-
anlands og erlendis eru nú svo
dýrmætar minningar. Einnig er
þakklætið fyrir að hafa átt
svona yndislega mömmu mér of-
arlega í huga.
Mamma var sú manngerð að
hún dreif bara í hlutunum og
leysti þá alltaf vel af hendi.
Sama hvort hún ákvað að sauma
í heilu sængurverasettin fyrir
dæturnar, tengdasyni og öll
barnabörnin, brjóta saman fjall-
ið af þvottinum heima hjá mér
eða skella sér til Bretlands að
hjálpa okkur að flytja heim.
Hún lét gamlan draum ræt-
ast rétt fyrir fertugt og fór í
nám við Söngskólann í Reykja-
vík og síðan í sjúkraliðanám.
Hún stóð sig vel í náminu þótt
hún hefði ekki verið í skóla í 20
ár. Einnig las hún bækur bæði á
ensku og dönsku til að ná orða-
forðanum betur. Hún kenndi
mér þannig að það er aldrei of
seint að læra nýja hluti.
Þrátt fyrir vinnuna sem
sjúkraliði og kórastarfið gaf
mamma sér alltaf tíma fyrir
barnabörnin. Þær eru óteljandi
bækurnar sem mamma las fyrir
stelpurnar mínar og einnig
stundirnar sem hún gaf sér í að
hjálpa þeim að taka til og gera
allt fínt í „prinsessustíunum“
eins og hún kallaði herbergin
þeirra.
Núna í lok mars héldum við
fjölskyldan upp á 50 ára brúð-
kaupsafmæli mömmu og pabba.
Það eru ekki allir sem ná svo
stórum áfanga og kærleikurinn
á milli foreldra minna öll þessi
ár er aðdáunarverður og til eft-
irbreytni fyrir alla.
Veri Guð og englarnir hjá þér
elsku mamma og ef ég þekki þig
rétt ertu af umhyggju að pússa
stjörnurnar svo þær skíni skær-
ar fyrir pabba og okkur hin.
Ólöf Dagfinnsdóttir.
Þegar ég hugsa um ömmu þá
kemur alltaf fyrst upp í hugann
hversu innilega hún faðmaði
mann að sér og kyssti margoft í
hvert sinn sem maður hitti
hana. Þegar boð voru að klárast
heyrði maður oft: „Var ég búin
að kyssa þig? Æ, ég geri það
bara aftur til öryggis,“ og eftir
það: „Hvar lagði ég nú töskuna
frá mér?“ og þá fóru allir að
leita að töskunni hennar, sem
var fastur liður í fjölskylduboð-
um. Undir lokin voru kossar eitt
af því fáa sem hún brást við, og
ef maður lagði kinnina að vörum
hennar kyssti hún hana alltaf.
Amma var alltaf syngjandi og
man ég hversu einbeitt hún var
á svipinn í hvert sinn sem hún
söng, jafnvel þegar hún spilaði á
orgelið og söng Gæsamömmu
fyrir okkur barnabörnin við
hvert tækifæri.
Hún var alltaf svo lífleg og
hlý og hef ég saknað hennar
lengi. Ég er viss um að henni
líði betur núna og að hún sé
syngjandi að kyssa og knúsa
alla þarna hinum megin.
Þúsund kossar til þín, elsku
amma. Þín
Kristjana.
Elsku amma Erla, þú varst
svo hlý og góð manneskja.
Tókst alltaf á móti okkur með
kossaflóði og föstum knúsum.
Minningarnar um þig hafa verið
svo mikilvægar síðustu misseri.
Þó að margt hyrfi veit ég að þú
þekktir mig alltaf.
Mínar hlýjustu minningar eru
þegar ég fékk að gista hjá þér
og afa. Þá vissi ég að ég var
komin í feitt. Endalaust nammi,
vídeó og myndasögur sem ég
naut á hárparketinu. Þú varst
sísyngjandi og naust þess að
syngja „Gæsamamma gekk af
stað“ á orgelið fyrir okkur
barnabörnin. En svo sungum
við tvær alltaf saman lagið okk-
ar „Erla góða Erla“ fyrir svefn-
inn þegar þú varst að passa
mig. Mér þykir svo vænt um
alla kjólana sem þú saumaðir á
mig og Rósu sem voru í stíl og
einnig þurftu Rósa og Voffi allt-
af að fara í bað þegar við feng-
um að gista.
Þú varst alltaf svo glæsileg
og vel til fara. Mér þótti svo
skemmtilegt að dansa við þig í
þeim ófáu partíum sem fjöl-
skyldan hélt.
Þú varst fyrst og fremst vin-
kona mín. Góðu stundirnar þeg-
ar ég kom í kaffi í Fjarðarselið í
hádegishléinu mínu í FB og þú
varst alltaf svo áhugasöm um
allt sem ég var að gera og opin
fyrir að tala um allt milli himins
og jarðar. Ekkert umræðuefni
var tabú.
Elsku amma mín, nú veit ég
að þér líður betur. Þín
Þórdís Erla.
Elsku amma, takk fyrir allar
frábæru stundirnar sem við átt-
um saman. Þú varst alltaf bros-
andi og glöð.
Ég man svo vel eftir þegar
þú hjálpaðir mér og Ísól að taka
til og þrífa Barbiehúsin í her-
bergjunum okkar eða prinsess-
ustíunum eins og þú kallaðir
þau alltaf. Þó að við drösluðum
alltaf strax til aftur komstu allt-
af aftur og hjálpaðir okkur að
taka til. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur til að passa okkur,
baða okkur, lesa sögur fyrir
okkur systurnar á kvöldin og
svo margt fleira. Þú eyddir
miklum tíma í að hekla teppi
handa okkur sem er svo ynd-
islega fallegt. Þú elskaðir okkur
öll og ég er svo þakklát fyrir
það. Ég man líka vel eftir fal-
lega söngnum þínum þegar þú
söngst fyrir okkur Ísól. Þú varst
alltaf svo dugleg í öllu, sama
hvað það var, til dæmis að taka
til, sópa, skúra, brjóta saman
þvott, syngja og bara flestöllu
sem þú gerðir.
Þú varst kona sem allir elsk-
uðu. Takk fyrir að vera svona
frábær amma, ég gæti aldrei
beðið um betri ömmu. Mér
finnst eiginlega verst að Sara
hafi ekki fengið að kynnast þér
eins og þú varst alltaf við mig.
Haltu áfram að vera svona frá-
bær á himnum eins og þú varst
hjá okkur. Takk fyrir að leyfa
mér að kynnast þér og hafðu
það gott uppi á himnum hjá
guði. Ég elska þig.
Birta.
Elsku amma, ég sakna þín
rosa, rosa mikið. Þú varst besta
amma í heimi og ég var svo
heppin að eiga þig.
Ég á fullt af minningum um
þig og ég man sérstaklega eftir
því þegar þú komst í heimsóknir
til okkar og hjálpaðir mér að
taka til en alltaf næsta dag
draslaði ég til aftur þannig að
þú komst aftur til að taka til hjá
mér.
Mér fannst rosalega þægilegt
þegar þú komst á kvöldin og
breiddir yfir okkur Birtu og last
bók fyrir okkur. Oft söngstu
líka fallega fyrir okkur. Ég og
Birta tróðum okkur alltaf sam-
an í eitt lítið rúm til að hlusta á
þig. Þú eyddir líka miklum tíma
í að sauma sængurverasett og
hekla teppi handa okkur. Þú
sást alltaf það góða í öllu og
brostir og söngst fyrir okkur.
Oft þegar við komum í heim-
sókn til þín og afa varstu búin
að baka handa okkur köku og
tilbúin með sleikjóa handa okk-
ur. Þegar við gistum hjá þér
áttum við að sofa í einu her-
bergi en gátum ekki sofnað þar,
þannig að þú vissir alltaf að við
myndum koma til þín, því hafðir
þú alltaf dýnurnar tilbúnar á
gólfinu inni hjá ykkur afa. Ég
man líka þegar ég var minni, þá
fórum við saman á Ljósanótt
fyrir nokkrum árum og ég söng
allan daginn: „Ég er eins og ég
er“ og „Allt fyrir ástina“ með
Páli Óskari fyrir þig og þú
söngst með mér.
Jólaboðin og páskaboðin ykk-
ar afa voru alltaf svo skemmti-
leg og oft söngstu fyrir mig og
þú söngst svo fallega. Um
páskana keyptuð þið afi fullt af
páskaeggjum handa allri fjöl-
skyldunni og þú sagðir mér allt-
af hvað ég væri falleg og góð
stelpa. Amma, þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur og eyddir
miklum tíma í að passa mig,
baða, svæfa, lesa og taka til fyr-
ir mig.
Mig langar bara til að segja
takk fyrir að vera svona frábær
amma. Ég hefði ekki getað beð-
ið um betri, skemmtilegri,
fyndnari og frábærari ömmu.
Vonandi er allt gott að frétta af
himnum. Ég elska þig.
Ísól.
Ég kynnntist Erlu fyrir rúm-
um sextán árum þegar fyrsta
barnabarnið mitt, Hrafnhildur
Hlín, fæddist. Þá vann Erla á
Landspítalanum og hún skaust
yfir á fæðingardeildina til að
skoða nýfædda bróðurdóttur
sína. Kynni mín af Erlu og
hennar fjölskyldu hafa verið
ánægjuleg og gefandi. Erla var
glaðlynd, hlý og umhyggjusöm
og sýndi Hrafnhildi og Ernu
Kristínu móður hennar einstaka
ræktarsemi og vináttu. Fyrir
það ber að þakka. Síðustu átta
ár hafa þær mæðgur verið bú-
settar í Bandaríkjunum og
áfram sýndi Erla þeim mikla
umhyggju, m.a. sendi hún
Hrafnhildi íslenskar barnabæk-
ur því henni var í mun að hún
héldi við móðurmálinu. Minnist
Hrafnhildur hennar með mikl-
um hlýhug. Um síðastliðin ára-
mót vissi hún að mjög var dreg-
ið af Erlu. Þá hafði hún á orði
að sig langaði til að koma heim
til að hitta Erlu sína. Af því
varð ekki en ég er þess fullviss
að minningin um ástkæra föð-
ursystur lifir með Hrafnhildi
alla tíð. Við Gylfi vottum Dag-
finni, dætrum þeirra Erlu og
fjöldskyldum þeirra samúð okk-
ar.
Svava Árnadóttir.
Hjartkær vinkona mín hefur
verið kölluð í burtu eftir löng og
erfið veikindi. Minningarnar
sækja á, við kynntumst sem ná-
grannar og ungar mæður, Erla
með dætur sínar og ég með syni
mína og urðum við og börnin
okkar strax mjög góðir vinir.
Við sögðum svo oft „Þetta voru
bestu árin, heimavinnandi að
dúllast með börnin“. Seinna fór-
um við Erla mörg haust vestur
að tína ber og hlaða batteríin
eins og hún orðaði það svo
skemmtilega. Við fórum líka í
fjölmörg ferðalög innanlands og
utan með fjölskyldum okkar.
Við Erla vorum alltaf bestu vin-
ir. Þegar við hjónin urðum fyrir
mestu sorg lífsins voru Erla og
Dagfinnur fremst í flokki að
styðja okkur og hughreysta sem
er ómetanlegt og sannar góða
vináttu. Hafðu þökk fyrir allt og
allt, elsku vinkona. Sár harmur
er nú kveðinn að Dagfinni,
stelpunum og allri stórfjölskyld-
unni sem önnuðust hana Erlu
svo ástúðlega. Við Jói vottum
þeim öllum okkar dýpstu sam-
úð.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Nanna.
Erla B.
Guðjónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVERRIS ORMSSONAR
rafverktaka.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Drafnarhúss
og starfsfólks 3. hæðar Sólvangs í
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Dadda Sigríður Árnadóttir,
Kristín Þóra Sverrisdóttir,
Árni Sverrisson, Valgerður Kristjánsdóttir,
María Edda Sverrisdóttir, Guðmundur Már Þórisson,
Ormur Helgi Sverrisson, Ásta Þóra Ólafsdóttir,
Brynja Dadda Sverrisdóttir, Hafþór Bjarnason,
Linda Bára Sverrisdóttir, Gísli Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GYÐRÍÐUR RÓSA JÓHANNSDÓTTIR
(GYÐA),
Suðurmýri 2, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn
1. maí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. maí kl. 13.00.
Jóhanna Lúðvíksdóttir, Víðir Kalmar Arnórsson,
Lúðvík Kalmar Víðisson, Helena Friðþjófsdóttir,
Lára Ósk Víðisdóttir, Esra Már Arnbj■rnsson,
Heiðbjört Eydís Sveinbjörnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN GUÐMUNDSSON,
Öldugerði 4, Hvolsvelli,
fyrrverandi bóndi á Forsæti,
lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli
föstudaginn 2. maí.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðfinna Jóna Helgadóttir,
Jón Hermannsson, Bergrún Gyða Óladóttir,
Gunnar Hermannsson, Vilborg Magnúsdóttir,
Helga Hermannsdóttir, Geir Arnar Geirsson,
Guðmundur Hermannsson, Alma Birna Bragadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GARÐAR JÓSEP JÓNSSON,
er látinn.
Sigríður Eygló Gísladóttir,
Sigmundur Garðarsson,
Gísli Garðarsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Sigríður Eygló Gísladóttir,
Kristinn Gíslason,
Garðar Gíslason.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JANE MARÍA ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis á Suðurgötu 4, 230
Reykjanesbæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2.
maí.
Útför auglýst síðar.
Guðmundur Ólafsson og fölskylda.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar