Morgunblaðið - 05.05.2014, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2014
Í kvöld, mánudagskvöld, mun Stór-
sveit Reykjavíkur fagna sjötugs-
afmæli Þóris Baldurssonar með sér-
stökum hátíðartónleikum í Silfur-
bergi í Hörpu klukkan 20.30. Þórir
mun stjórna hljómsveitinni, spila á
Hammond-orgel og útsetja alla efn-
isskrána sem tengist öll löngum og
viðburðaríkum ferli Þóris.
„Já, Stórsveitin hefur ákveðið að
heiðra mig með þessum tónleikum.
Ég fæ góða gesti til að syngja fyrir
mig, þá Björgvin Halldórsson,
Bubba Morthens, Ragnar Bjarnason
og Sunnu Margréti Þórisdóttir, dótt-
ur mína,“ segir Þórir og bætir við að
efnisskráin verði nokkuð hefð-
bundin, með gömul lög og ný.
„Fyrir tíu árum, þegar ég varð
sextugur, voru einnig haldnir hátíð-
artónleikar af því tilefni með Stór-
sveit Reykjavíkur. Í kvöld verða
nokkur lög spiluð sem spiluð voru á
þeim tónleikum,“ segir hann.
Þórir varð fyrst þekktur sem hluti
af Savanna-tríóinu, sem kom fyrst
fram árið 1963. Síðar gerði hann
garðinn frægan sem hammond-
leikari og útsetjari og var í innsta
hring diskósins úti í heimi. Lítið
verður þó um diskó í kvöld. „Nei við
einbeitum okkur frekar að ball-
öðunum í þetta sinn,“ segir Þórir.
„Bubbi kemur nú reyndar með
nokkur rokklög en annars eru þetta
aðallega ballöður eins og „Brúð-
arskórnir“ eftir mig og „Barn“ eftir
Ragga Bjarna. Einnig mun Raggi
flytja „Flottur jakki“.“Aðspurður
segist Þórir vera spenntur fyrir
kvöldinu og hann sjái fram á
skemmtilega kvöldstund. „Það er
bara gaman að fá vini og ættingja og
aðra gesti til að halda upp á afmælið
með mér. Þetta verður mikill fögn-
uður,“ segir Þórir að lokum.
Orgelleikarinn Þórir Baldursson fær góða gesti á svið með sér í kvöld.
Gömul lög í bland
við ný í Silfurbergi
Þórir Baldursson hylltur í Hörpu
Bandaríski ljósmyndarinn Sara Naomi Lewkowicz bar
sigur úr býtum í alþjóðlegu Sony-ljósmyndakeppninni og
hreppti L’Iris d’Or-verðlaunin sem veitt eru atvinnumanni
í faginu. Þá sigraði kínverski ljós-
myndarinn Chen Li í opnu samkeppn-
inni en í hana bárust yfir 65 þúsund
ljósmyndir. Hinn heimskunni banda-
ríski ljósmyndari Mary Ellen Mark,
sem heldur árlega námskeið hér á
landi, var heiðruð fyrir ævistarfið og
um leið opnuð yfirlitssýning á verkum
hennar í Somerset House í London.
Verðlaunamyndröð Söru Naomi
Lewkowicz, sem er rúmlega þrítug,
var valin úr nær 140 þúsund inn-
sendum myndum frá 166 löndum. Hún nefnist „Shane og
Maggie“ og fjallar um og sýnir á opinskáan hátt langvar-
andi heimilisofbeldi sem viðgekkst innan veggja heimilis í
Bandaríkjunum. Myndirnar eru sagðar afhjúpandi,
hræðilegar en um leið mildar, en sýna ólýsanlegar að-
stæður sem fólk getur þurft að búa við.
Formaður keppninnar sagði ljósmyndir Lewkowicz búa
yfir ríkulegum litum og miklum áhrifamætti; þær væru
mjög ögrandi.
Mary Ellen Mark var veitt viðurkenningin fyrir „ómet-
anlegt framlag sitt til ljósmyndunar“.
Sigraði í Sony-keppninni
Mary Ellen Mark heiðruð
fyrir glæstan feril
Ljósmynd/Sara Lewkowicz
Verðlaunamyndröð Lewkowicz skráði heimilisofbeldi
sem viðgekkst á heimili í Bandaríkjunum. Karlmað-
urinn lét flúra nafn konunnar á háls sér.
Mary Ellen Mark
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
7
12
12
L
ÍSL
TAL
14
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20
SPIDERMAN 2 3D Sýnd kl. 7 - 10
RIO 2 2D Sýnd kl. 5:40
A HAUNTED HOUSE 2 Sýnd kl. 10
HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 5 - 8
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30
TRANSCENDENCEVIP KL.5:30-8-10:30
THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10
DIVERGENT KL.5:10-8-10:50
CAPTAINAMERICA22D KL.5:10-8-10:45
NOAH KL.5-8
NEEDFORSPEED KL.10:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
AKUREYRI
TRANSCENDENCE KL.8-10:30
CAPTAINAMERICA23D KL.5:10
DIVERGENT KL.5:10-10:10
THATAWKWARDMOMENTKL.8
TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30
THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10
DIVERGENT KL.5-8
CAPTAINAMERICA22D KL.10:50
TRANSCENDENCE KL.5:25-8-10:35
THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.4:50-7:40-10:35
DIVERGENT KL.4:50-7:40-10:30
CAPTAINAMERICA23DKL.4:50-7:40-10:30
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
EMPIRE
ENTERTAINMENT WEEKLY
TOTAL FILM
KEFLAVÍK
TRANSCENDENCE KL.8-10:30
THEAMAZINGSPIDER-MAN22DKL.10:20
THEOTHERWOMAN KL.8
CHICAGO SUN-TIMES
ENTERTAINMENT WEEKLY
WASHINGTON POST
PORTLAND OREGONIAN
BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK
TOTAL FILM
EMPIRE
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM CHRISTOPHER NOLAN LEIKSTJÓRA DARK KNIGHT ÞRÍLEIKSINS OG INCEPTION
LOS ANGELES TIMES
CHICAGO SUN TIMES