Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  160. tölublað  102. árgangur  LEITAR Á SLÓÐIR AFA SÍNS Í HER- NÁMINU Á ÍSLANDI NÝRNASTEINAR MUNU MOLNA EVRUSVÆÐIÐ ER EKKI SJÁLFBÆRT TIL LANGFRAMA EISTNAFLUG HEFST 30 VIÐSKIPTAMOGGINNBRETINN JON KAY 10 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Búist er við 320 fæðingum á höfuð- borgarsvæðinu í ágúst, sem er tals- vert yfir meðaltali. Vegna þessa gæti sú staða komið upp að ekki yrðu nægilega margar fæðingar- stofur fyrir allar fæðandi konur á fæðingarvakt Landspítalans. Til að bregðast við því er komið upp bráða- birgðastofum á öðrum deildum. Þetta segir Anna Sigríður Vern- harðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðing- arvaktinni. Hún segir að gott sé fyr- ir barnshafandi konur á höfuð- borgarsvæðinu að vita af öðrum möguleikum í öðrum sveitar- félögum, eins og t.d. á Akranesi eða Suðurnesjum, en allar konur séu vel- komnar á Landspítalann. „Við erum viðbúin því að það verði mikið að gera,“ segir hún og segir aukafólk kallað út þegar mikið sé að gera. »6 Búa sig undir barnasprengju  Áætlaðar fæðingar á höfuðborgar- svæðinu í ágúst eru langt yfir meðaltali Morgunblaðið/Kristinn Fæðingar Búist er við fleiri fæðingum á höfuðborgarsvæðinu í ágúst en að meðaltali. Hægt er að setja upp fæðingarstofur til bráðabirgða. Umferðarljósin eru mikilvægt stjórntæki í umferðinni og vissara að kveikt sé á perunni. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Reykjanes- brautina var verið að skipta um perur, fyrir græna, gula og rauða glerið. Kveikt á perunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Unnið við umferðarljós á Reykjanesbrautinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi einstaklinga hefur leitað til Umboðsmanns skuldara í ár og ósk- að fjárhagsaðstoðar vegna skipti- kostnaðar sem fellur til við gjald- þrot. Opnað var fyrir umsóknirnar þegar ný lög tóku gildi 1. febrúar sl. Að sögn Svanborgar Sigmars- dóttur, upplýsingafulltrúa Umboðs- manns skuldara, er tæplega þriðj- ungur umsóknanna frá Reykjanesi. Þar hafa 65 sótt um að fá skipta- kostnaðinn greiddan, borið saman við 88 umsækjendur í Reykjavík. Hámarkinu senn náð Hún segir embættið búast við einhverri fjölgun slíkra umsókna á síðari helmingi ársins en að þeim muni að líkindum fækka á næsta ári. Stytting fyrningartíma krafna úr fjórum árum í tvö með lagabreyt- ingu 2010 er talin eiga þátt í að um- sóknum um gjaldþrot hefur fjölgað. Rúmlega 850 einstaklingar fóru í gjaldþrot árin 2011 til 2013. Hluti þeirra á maka og er um fjölskyldu- fólk að ræða í mörgum tilfellum. Tæpum fjórum árum eftir að embætti Umboðsmanns skuldara var stofnað í ágúst 2010 er enn mik- il eftirspurn eftir greiðsluaðlögun. Tæplega 5.100 umsóknir Þannig bárust því 265 umsóknir um greiðsluaðlögun á fyrri helmingi ársins. Hefur embættið afgreitt tæplega 5.100 slíkar umsóknir síðan það tók til starfa í ágúst 2010. Svanborg segir engin tímamörk á umsóknum um greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostn- aðar. Fyrsta skrefið sé að veita um- sækjendum um aðstoð ráðgjöf þar sem athugað er hvort vægari úr- ræði en þessi tvö henti þeim. „Við tökum á móti umsóknum svo lengi sem stofnunin er til. Greiðslu- aðlögun er úrræði sem er komið til að vera. Það verða væntanlega allt- af einhverjir í greiðsluvandræðum.“ Hundruð óska aðstoðar við gjaldþrot í ár  Margir hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á þessu ári MFjöldi sækir um … »12  Stjórnvöld hafa ráðið fjóra sérfræðinga í framkvæmda- stjórn um losun fjármagnshafta. Munu þeir vinna í fullu starfi og í umboði stýri- nefndar sem Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra leiðir. Með framkvæmdastjórninni hafa verið fengnir erlendir ráðgjafar sem verða til aðstoðar við að skil- greina þau efnahagsskilyrði sem þurfa að liggja til grundvallar við veitingu undanþágna frá höftum. Á meðal erlendu ráðgjafanna eru bandaríski lögmaðurinn Lee Buch- heit, sem stýrði samninganefnd Ís- lands í Icesave-deilunni, og Anne Krueger, fv. aðstoðarfram- kvæmdastjóri AGS. »Viðskipti Samið við ráðgjafa vegna losunar hafta Lee Buchheit  Arnaróðul í ábúð eru nú talin 73, þar af urpu 48 pör og 31 þeirra er nú með alls 38 unga. Hefur stofninn ekki mælst eins stór í 100 ár, eða allt frá því að örninn var friðaður árið 1914. Kristinn Haukur Skarphéðinsson segir að um aldamótin 1900 hafi örnum byrjað að fækka mikið vegna ofsókna og eiturútburðar. „Upp úr 1960 voru hér aðeins 20 pör og kom um og innan við helm- ingur þeirra upp ungum þegar best lét,“ segir Kristinn. Hann segir að eftir að bannað var að eitra fyrir refi árið 1964 hafi örnum fjölgað og hefur stofninn vaxið hægt og bítandi. »4 Arnarstofninn ekki verið stærri í 100 ár Fjölgun Arnarstofninn hefur ekki mælst stærri í 100 ár, örninn var friðaður 1914. Morgunblaðið/Golli MP banki og Straumur fjárfest- ingabanki hafa átt í óformlegum viðræðum að undanförnu um hugs- anlegan samruna bankanna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir í samtali við Morg- unblaðið að það sé ánægjulegt að ýmsir sýni bankanum áhuga um þessar mundir en það sé hins vegar ekkert ákveðið í þessum efnum. Að sögn heimildarmanna Morg- unblaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, eru viðræðurnar aðeins á byrjunarstigi og ekkert hægt að fullyrða um framhaldið. Fulltrúar Straums hafa þó fengið nánari upp- lýsingar um fjárhagsstöðu MP banka í gegnum aðgang að sér- stöku gagnaherbergi. Á meðal stærstu hluthafa MP banka er Skúli Mogensen, fjárfestir og eigandi flugfélagsins WOW air. Straumur er í eigu starfsmanna bankans og ALMC. »Viðskipti Straumur fjárfestingabanki og MP banki í viðræðum um mögulegan samruna  „Þetta eru mjög góðar frétt- ir, að valnefnd og biskup skuli hafa þorað að velja þrjár konur í sama prestakall- ið,“ segir Guðrún Karls Helgudótt- ir, prestur í Graf- arvogskirkju og varaformaður Prestafélags Íslands, um skipan biskups á sr. Örnu Ýri Sigurðar- dóttur í Grafarvogsprestakall. Með því verða þrjár konur í prestsemb- ættum í sama prestakalli, sem ekki hefur gerst á Íslandi áður. »6 Þorðu að velja þrjár í sama prestakallið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.