Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Við vinkonurnar ætlum að gera okkur glaðan dag. Við byrjumá því að fara í spa og í framhaldi af því ætlum við á hádegis-hlaðborð á Vox. Þetta er allt þaulskipulagt,“ segir Maren Sól Benediktsdóttir sem heldur upp á 21 árs afmæli sitt í dag. Hún leggur stund á fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og starfar á hjúkrunarheimili í Borgarnesi, þar sem hún er búsett. Maren segir engan afmælisdag standa upp úr en segir fimmtán ára afmælisdaginn sinn gleymast seint. „Ég man alltaf eftir því þegar ég kom fram eftir að amma hringdi til að óska mér til hamingju með afmælið á fimmtán ára afmælisdag- inn minn. Pabbi spurði hvað amma hefði verið að segja. Ég sagði honum að hún hafi verið að óska mér til hamingju með daginn. Þá mundi hann fyrst eftir að ég átti afmæli. Pabbi gleymdi 15 ára af- mælinu mínu,“ segir Maren Sól hlæjandi og segir að þetta sé fyrir- gefið í dag en að þetta sé notað gegn honum enn þann dag í dag. Maren ætlar að ljúka góðum afmælisdegi í faðmi fjölskyldunnar í Borgarnesi og stendur til að fara út að borða. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við Maren í gær var hún að undirbúa kökuboð fyrir vini og vandamenn. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá gesti í heimsókn,“ segir Maren og bætir við að gjafir séu al- gjört aukaatriði þegar hún eigi afmæli. ash@mbl.is Maren Sól Benediktsdóttir er 21 árs í dag Fjármálaverkfræðinemi Maren Sól, sem býr í Borgarnesi, er 21 árs í dag og ætlar hún að nýta daginn vel með vinum og vandamönnum. „Pabbi gleymdi 15 ára afmælinu“ Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. D agbjört Lína Kristjáns- dóttir fæddist á Ísa- firði 10. júlí 1964 og ólst þar upp. „Æskuár- in á Ísafirði voru góð og ólst ég upp við mikil og góð tengsl við ættingja mína þar sem margir áttu heima fyrir vestan á þeim tíma. Móðuramma og afi áttu heima í Hrannargötunni og var oft margt um manninn þar. Föðuramma og afi voru rétt hjá okkur og voru ófáar ferðir farnar til þeirra til að fara í heim- sóknir eða sendiferðir. Ég bjó á Hlíð- arvegi 35 til tólf ára aldurs ásamt mörgum fjörugum púkum eins og börn eru gjarnan kölluð fyrir vestan. Við Selma systir nutum þess að fara upp á Seljalandsdal á skíði og oft var hægt að finna gott svell til að renna sér á skautum. Mamma og pabbi byggðu síðar raðhús inni í Mið- túni sem er um það bil tíu mínútna gangur frá Hlíðarveginum og fannst mér ég vera að flytja á heimsenda. En ég jafnaði mig fljótt á því. Ég kynntist Halldóri manninum mínum í byrjun árs 1986 og við gift- um okkur í ágúst 1989. Meðan ég bjó í Reykjavík á árunum 1987-1993 vann ég ýmis skrifstofustörf en þó með hléum vegna barneigna. Í mars 1994 flutti fjölskyldan til Grundarfjarðar þar sem Halldór er fæddur og uppal- inn og þar stofnuðum við Mareind ehf. sem er rafeindaverkstæði með þjónustu við siglinga-, fiskileitar- og skrifstofutæki. Frá árinu 1999-2007 starfræktum við Kristín vinkona mín vinnustofu þar sem við unnum listmuni úr stein- leir og gleri og seinna opnuðum við Gallerý Tínu sem var nefnt utan í goðið okkar Tinu Turner eftir að við fórum til London á stórkostlega tón- leika með henni. Við vorum mjög af- kastamiklar á þessum tíma og hönn- uðum og seldum listmuni í miklum mæli. Margar skálar, kertastjaka, engla og ýmsa verðlaunagripi hönn- uðum við ásamt fermingar- og stúd- Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, kennari í Grundarfirði – 50 ára Fjölskyldan Halldór, Dagbjört Lína, Ólöf Rut, Herdís Lína og Hallmar Gauti við Þingvallakirkju sumarið 2011. Nýtir reynsluna af list- munagerð í kennslunni Hjónin Uppi á Bjarnarhafnarfjalli. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. – með morgunkaffinu Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Tvær á dag! Sölustaðir: Heilsuverslanir og apótek um land allt Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðin brokkoli.is Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.