Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
✝ Guðjón IngviSæmundsson
var fæddur í Hey-
dalsseli í Bæjar-
hreppi 24. sept-
ember 1926. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akranesi 30. júní
2014.
Faðir hans var
Sæmundur Guð-
jónsson frá Hey-
dalsseli, f. 25. febr-
úar 1896, d. 15. janúar 1984.
Móðir hans var Jóhanna Brynj-
ólfsdóttir frá Bakkaseli í Bæjar-
hreppi, f. 1. júní 1897, d. 18. des-
ember 1939. Systkyni Ingva
voru fjögur; Brynjólfur, f. 22.4.
1923, d. 13.8. 2008, Gunnar
Daníel, f. 18.9. 1929, Pálmi, f.
25.9. 1933, d. 20.12. 2012, og
Unnur Þórdís, f. 14.11. 1936, d.
18.7. 1995. Þegar Ingvi var 12
ára flutti fjölskyldan að Borð-
eyrarbæ.
Ingvi giftist Sigurrósu Jó-
hönnu Sigurðardóttur frá
Bakkaseli 1. september 1956.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Lýðsson, bóndi í Bakkaseli, og
Guðný Margrét Jóhannesdóttir.
Ingvi og Rósa hófu búskap á
Borðeyrarbæ vorið 1956 og
bjuggu þar til ársins 2001 er þau
d) Sigurrós Ýr, f. 2.1. 2003. 4)
Eiríkur, f. 2.9. 1971 maki Elísa-
bet Hildur Haraldsdóttir, f.
20.11. 1980. Börn þeirra; a) Guð-
jón Helgi, f. 22.8. 2000, b) Mar-
grét Rós, f. 4.5. 2005, c) Ída Jó-
hanna, f. 10.12. 2010.
Skólaganga Ingva var engin
fyrir utan barnaskólann. Hann
var frá unga aldri vinnusamur
og til að mynda þegar mæði-
veikin kom upp á nærliggjandi
bæjum fór hann með og sat yfir
sauðfé foreldra sinna ásamt
Binna bróður sínum úti við Hey-
dalssel til að forða því frá veik-
inni, þá um 13 ára gamall.
Ingvi byrjaði að vinna í slát-
urhúsinu á Borðeyri 13 eða 14
ára gamall og vann þar öll haust
að einu undanskildu þar til slát-
urhúsið hætti starfsemi. Á ár-
unum 1984-2002 starfaði hann
sem meðhjálpari í Prestbakka-
kirkju, Ingvi var þar lengi í
kirkjukórnum og sem sóknar-
nefndarformaður. Einnig sá
hann um endurbætur á kirkju-
garðinum. Hann vann mörg
störf sem til féllu samhliða bú-
störfunum, t.d. sem síma-
viðgerðarmaður og við upp-
skipun á Borðeyri. Eftir komuna
í Borgarnes fór Ingvi strax af
fullum krafti í félagsstarf eldri
borgara.
Útför Ingva fer fram frá
Prestbakkakirkju í dag, 10. júlí
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
fluttu að Kjörseyri
og voru þar til
haustsins 2002 er
þau fluttu í Borg-
arnes. Börn þeirra
eru: 1) Sæmundur
Jóhann, f. 22.6.
1956, maki Valdís
Þórunn Vilhjálms-
dóttir, f. 10.2. 1956.
Barn þeirra Ingvi
Þór, f. 11.4. 1989. 2)
Sigurður, f. 15.5.
1959, sambýliskona Magnína
Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 2.9.
1959. Börn þeirra a) Eva Björk,
f. 31.5. 1983, maki René Jenke,
f. 14.11. 1980. Barn þeirra Berg-
jón Paul Jenke, f. 5.9. 2009, son-
ur hennar úr fyrri sambúð er
Breki Örn Sigurðarson, f. 6.3.
2002. b) Ernir Freyr, f. 9.10.
1993. 3) Guðný Margrét, f.
15.10. 1962, sambýlismaður
Gunnar Erlendur Gunnarsson, f.
24.11. 1961. Börn þeirra; a)
Harpa, f. 18.6. 1983, sambýlis-
maður Jón Örn Ómarsson, f.
31.7. 1982. Börn þeirra; Margrét
Lilja, f. 1.2. 2004, Katrín Eir, f.
22.7. 2012; b) Davíð Örn, f. 9.8.
1988, sambýliskona Freyja Þöll
Smáradóttir, f. 12.8. 1989. Barn
þeirra Mikael Smári, f. 4.1.
2011; c)Sigurður, f. 10.5. 1993;
Elskulegur tengdafaðir minn,
Guðjón Ingvi Sæmundsson, hef-
ur kvatt þennan heim. Hann
greindist með krabbamein í októ-
ber síðastliðnum og þá kom í ljós
að engin lækning var í boði. En
þótt tengdafaðir minn væri veik-
ur kvartaði hann ekki og það var
ávallt reisn yfir honum. Umvaf-
inn umhyggju eiginkonu sinnar
dvaldist Ingvi heima þangað til
hann var fluttur á Sjúkrahúsið á
Akranesi 29. júní, þar sem hann
lést að morgni næsta dags.
Leiðir okkar Ingva lágu saman
nokkru eftir að ég hóf störf hjá
Pósti og síma á Brú í Hrútafirði.
Örlagavaldurinn var dansleikur í
Búðardal þar sem ég kynntist
Sæmundi elsta syni hans. Ég
man að það sótti að mér kvíði í
fyrsta skipti sem ég kom á heimili
þeirra á Borðeyrarbæ. Það
reyndist hins vegar ástæðulaust
því það var vel tekið á móti mér,
enda voru hjónin annáluð fyrir
gestrisni sína.
Ingvi og Rósa bjuggu á Borð-
eyrarbæ í hartnær hálfa öld. Þau
hjón brugðu búi árið 2002 og
fluttust þá í Borgarnes þar sem
þau undu hag sínum vel. Ingvi
tók mikinn þátt í félagsstarfi
aldraðra ásamt eiginkonu sinni,
hann lærði bókband og batt inn
bækur auk þess sem hann saum-
aði út. Ingvi hafði það einnig fyrir
sið að fá sér göngutúr snemma
morguns í Hyrnuna, fá sér kaffi-
sopa og spjalla við kunningja
sína.
Ingva var mjög umhugað um
fjölskyldur barna sinna og fylgd-
ist vel með því sem barnabörn
hans voru að fást við. Hugur hans
hvarflaði oft norður í Hrútafjörð,
einkum á vorin þegar sauðburður
hófst og einnig þegar heyskapur-
inn byrjaði og ég held að hann
hafi saknað sveitarinnar sinnar.
Ingvi var afskaplega vel liðinn
maður og vinamargur og oft var
gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna. Ég kveð tengdaföður minn
með söknuði. Blessuð sé minning
hans.
Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir.
Í dag kveð ég ástkæran
tengdaföður minn Ingva, ég var
svo heppin að fá að kynnast hon-
um fyrir 15 árum og samveru-
stundirnar okkar urðu margar og
skemmtilegar. Ingvi var einstak-
ur maður, hvernig hann tók öllum
opnum örmum og hvað hann hik-
aði ekki við að sýna væntum-
þykju sína.
Það var alltaf svo gaman að
koma til Ingva og spjalla, hann
var alltaf til í létt spjall um dag-
inn og veginn, fólkið í kring eða
hvað sem var. Oft var líka hægt
að fá að heyra hjá honum gamlar
sögur úr sveitinni, það var gaman
að hlusta á, því ekki voru bara
sögurnar áhugaverðar og góðar
heldur var sérstaklega skemmti-
legt að heyra hann Ingva segja
frá, þá gat maður svo auðveldlega
lifað sig inn í aðstæðurnar.
Ingvi var einstakur afi. Hann
var besti vinur barnanna minna
og sýndi öllu því sem þau tóku sér
fyrir hendur svo mikinn áhuga. Í
hugum barnanna var nauðsyn-
legt að hlaupa með allar fréttir til
afa, stórar og smáar, sama hvort
það var að sýna einkunnir úr
skólanum, tönn sem var dottin
eða ný stígvél. Afi bara varð að fá
að vita allt og það var ekkert
skrýtið því viðbrögð hans voru
svo einlæg og stórkostleg að
börnin upplifðu sig ætíð sem
stóra sigurvegara hjá afa.
Minningarnar eru margar og
lifa áfram í hjarta okkar, Ingvi
var kær vinur og góð fyrirmynd.
Hans verður sárt saknað en mun
aldrei gleymast. Ég þakka fyrir
öll árin sem ég fékk að þekkja
hann og allt sem hann kenndi
mér.
Elísabet Hildur
Haraldsdóttir.
Elsku afi, það er svo sárt að
sakna en þegar ég hugsa um allan
þann tíma sem við áttum saman
og allar minningarnar sem urðu til
get ég ekki annað en brosað.
Manstu þegar ég vann veðmál-
ið og við Davíð græddum pitsur?
Ég held samt að þú hafir tapað
viljandi, því pitsan var sjaldséð í
sveitinni. Manstu hvað ég
hneykslaðist á því að þú notaðir
baggaband í stað beltis, og hvað
þér fannst það fyndið? Hvað ég
minntist á það oft að þú styngir
þegar ég kyssti þig bless eða þeg-
ar ég kom í sveitina? þú brostir
allaf í hvert skipti og sagðist ætla
að raka þig. Manstu þegar heim-
alningurinn var kominn inn í
stofu? ég er ennþá alveg viss um
að ég hafi ekki átt neinn hlut að
því máli, en við vitum samt betur.
Ég man líka hvað þú varst glaður
að fá langafastrákana þína í
heimsókn, hvað þú fylgdist vel
með þeim og hvað ég gat talað
hreint út við þig með einhverfuna
hans Breka míns, já og bara allt
sem við spjölluðum um. Mikið er
ég glöð að hafa átt þig sem afa
minn. Allar þær minningar sem
ég átti með þér komast því miður
ekki fyrir hér, en við vitum það
bæði að þær eru fjölmargar og
sumar hverjar stórsniðugar. Mig
langar svo að segja þér hvað mér
þykir vænt um það þegar við töl-
uðum saman síðast. Þegar ég
spurði þig hvort þú yrðir ekki
örugglega heima eftir helgi og þú
sagðir mér að það væri stutt eftir
hjá þér. Þá vissi ég að ég yrði að
koma þá helgi til þín, mikið
varstu hugrakkur. Ég dáist að
styrk þínum, góðmennsku og
hugrekki því það eru fáir eins og
þú, afi minn. Ég mun alltaf hugsa
til þín og allar minningarnar okk-
ar munu ekki gleymast. Elsku
afi, ég þakka þér fyrir allt sem þú
hefur kennt mér og allan þann
tíma sem við áttum saman. Mig
langar að láta æðruleysisbænina
fylgja með því mér fannst þú fara
í gegnum þín veikindi akkúrat
eins og í bæninni segir.
Já og eitt enn, afi minn.
Baggaband virkar alveg sem
belti.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Eva Björk Sigurðardóttir.
Elsku afi minn.
þú varst mjög góður og
skemmtilegur. Ég veit að þér líð-
ur vel. Takk fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman og sakna
ég þín mikið núna.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Margrét Lilja Jónsdóttir.
„Já, er það nafni? Sæll og
blessaður, hvað segirðu þá?“
Svona var afi minn og nafni vanur
að heilsa þegar við heyrðumst í
gegnum síma, borgarbarnið ég
og sveitamaðurinn sem hann var.
Það voru rúmir sex áratugir sem
skildu okkur að í aldri og veru-
leiki okkar var á margan hátt
ólíkur.
Afi þekkti tölvur aðeins af
nafninu til, átti ekki farsíma, fór
aldrei til útlanda, en hann bjó yfir
mörgum og góðum kostum sem
eru hafnir yfir tíma og allar
heimsins breytingar og bylting-
ar. Manngæska, nærgætni,
vinnusemi og prúðmennska
spyrja ekki hvort árið sé 1926 eða
2014. Þessir kostir eiga alltaf við.
Ég minnist Borðeyrarbæjar,
þar sem afi og amma bjuggu og
voru með búskap í um hálfa öld.
Hundar, kettir, hænur, kindur,
traktorar, heyrúllur, gaddavírs-
girðingar, sunnudagslæri á borð-
um, búr fullt af heimabökuðu
bakkelsi, bókahillur fullar af
myndasögum, ótal gestir, ætt-
ingjar og vinir sem nutu gestrisni
ömmu og afa. Þetta og margt
annað myndaði þann undraheim
sem sveitin á vissan hátt var, svo
frábrugðin því sem maður átti að
venjast dags daglega.
Ég minnist einnig göngu- og
bílferða með afa, þar sem hann
talaði, hvort sem var við mig eða
sjálfan sig. Fyrst um sinn vissi ég
varla hvernig ég átti að haga mér
þegar afi hóf langar einræður um
allt og ekkert, en með tímanum
lærði ég að hlusta og meðtaka.
Einhverra hluta vegna var ég
sérstaklega móttækilegur fyrir
þeim einstaka blótsyrðum sem
féllu af vörum hans, en afi hjálp-
aði – svo það sé orðað pent – til
við auka orðaforða minn á því
sviði.
En fyrst og síðast minnist ég
þess einlæga áhuga sem afi sýndi
mér og mínum högum í hvert
sinn sem við ræddum saman og
þess hversu innilega ánægður
hann var alltaf fyrir mína hönd
þegar góðir hlutir gerðust. Hvort
sem ég átti afmæli, var að út-
skrifast eða einfaldlega að fá nýja
vinnu eins og nú í vor, alltaf var
afi glaður og stoltur á sinn hæg-
láta og yfirvegaða hátt.
Hann þurfti ekki að segja
neitt, maður sá það bara og vissi.
Bros út í annað eða góðlegt
augnaráð sögðu meira en nokkur
orð. Það var fátt meira gefandi en
að gera afa stoltan og þótt hann
sé fallinn frá vonast ég til að geta
haldið því áfram. Það er það
minnsta sem ég get gert til að
heiðra minningu þess elskulega
ljúfmennis sem hann var.
Ingvi Þór Sæmundsson.
Elsku langafi.
Við vorum svo heppnir að þú
skyldir vera langafi okkar. Takk
fyrir allt. Okkur þykir svo vænt
um þig og við söknum þín.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Breki Örn og
Bergjón Paul.
Ingvi Sæmundsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS VILHEM KRISTINSSON,
lést mánudaginn 30. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 11. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hulda Hanna Jóhannsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR GUÐNASON,
Herjólfsgötu 15,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju
laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast Sigurðar er bent á Landssamtökin
Þroskahjálp.
Lilja Ársælsdóttir,
Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Einarsson,
Lovísa Sigurðardóttir, Guðmundur Sv. Hermannsson,
Guðni Sigurðsson, Olga Sædís Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Tjörn,
áður Brekkugötu 24, Þingeyri,
andaðist miðvikudaginn 2. júlí.
Útför hennar fer fram frá Þingeyrarkirkju í
Dýrafirði laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins á Tjörn.
Páll Björnsson, Jóhanna Ström,
Júlíus Bjarnason,
Kolbrún Björnsdóttir, Bjarni Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir og tengdamóðir okkar
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR,
áður til heimilis að Kleifarvegi 3,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 11. júlí klukkan 15.00.
María Hauksdóttir Haukur Jóhannsson,
Helga Hauksdóttir Kristján Jónsson,
Sólveig Hauksdóttir Haraldur Blöndal,
Unnur Hauksdóttir Ólafur Morthens
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR PACIOREK
frá Björnskoti undir Eyjafjöllum,
síðast búsett í Rochester í
Bandaríkjunum,
lést föstudaginn 4. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram.
Joseph M. Paciorek,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SVANHILDUR ÞÓRISDÓTTIR
frá Hólkoti,
Reykjadal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn
7. júlí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 15. júlí kl. 10.30.
Jarðsett verður á Einarsstöðum í Reykjadal.
Albert Valdimarsson,
Guðrún Albertsdóttir,
Eva Ásrún Albertsdóttir,
Valdís Albertsdóttir,
Dóra Þórdís Albertsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
VALDÍSAR ÁRMANNSDÓTTUR
frá Siglufirði,
Æsufelli 6, Reykjavík.
Guðmundur Kristinn Jónsson, Halldóra Pétursdóttir,
Sigurður Jónsson, Elísabet Þorvaldsdóttir
og fjölskyldur.