Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Næstkomandi laugardag fer Laugavegs- hlaupið fram í 18. sinn. Frá upphafi hefur hlaupið verið haldið af Reykjavíkur- maraþoni en alls eru 357 hlauparar skráð- ir til keppni í ár. Þar af eru 105 konur og 252 karlar. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til þátttöku í Laugavegshlaupinu en nú. Íslenskir þátttakendur eru 216 talsins og frá öðrum löndum kemur 141. Þátttak- endur í hlaupinu eru frá 29 mismunandi þjóðlöndum en þar eru Bandaríkjamenn fjölmennastir eða 29 talsins. Á eftir Bandaríkjamönnum koma Þjóðverjar með 17 þátttakendur. Þá fylgja Kanada- menn fast á hæla Þjóðverja með 16 þátt- takendur. Tekur venjulega fjóra daga Eins og margir vita er Laugavegurinn ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leið- ina á fjórum dögum en methlauptími á þessari 55 km leið í Laugavegshlaupi er fjórar klukkustundir og 19 mínútur í karlaflokki og fimm klukkustundir í kvennaflokki. Hlaupið hefst við skála Ferðafélags Ís- lands í Landmannalaugum klukkan níu um morguninn og lýkur við skála Far- fugla í Húsadal í Þórsmörk. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að vera komnir í Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og í Emstrur (34 km) á innan við sex klukkustundum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Íslenskt sumarveður Hlauparar þurfa ekki aðeins að berjast við kílómetrana 55 og þá miklu hækkun sem er á leiðinni heldur einnig náttúru- öflin. Í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins segir að búast megi við öllu af íslenska sumarveðrinu sem hefur verið kalt í ár. Vitað er að það er mikill snjór í Hrafntinnuskeri og nágrenni og að árnar sem fara þarf yfir geta verið vatnsmiklar eftir rigningu og leysingar síðustu daga. Margir hlaupa Laugavegshlaupið ár eftir ár. Í 18 ára sögu hlaupsins hafa níu einstaklingar lokið 10 eða fleiri hlaupum og um 70 hafa lokið fimm eða fleiri hlaup- um. Aldrei fleiri verið með  Laugavegshlaupið fer fram um helgina Fyrirsögn hérLaugavegshlaupið 2014 Landmannalaugar Upphaf hlaups Skráning WC Hrafntinnusker 10 km Drykkjarstöð WC Álftavatn 22 km Talning Tímamörk 4 klst WCBláfjallakvísl Auka farangur Innri Emstruá 30 km Drykkjarstöð Ljósá - Kápa Drykkjarstöð Þröngá 50 km Húsadalur 55 km Endamark Emstruskáli 34 km Talning Tímamörk 6 klst Drykkjarstöð WC Frostastaðavatn Torfajökull Tindfjallajökull Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull Grunnkort/Loftmyndir ehf. Morgunblaðið/Eva Björk Í óbyggðum Laugavegurinn er ekki alltaf auðveldur yfirferðar. Sæluhelgi á Suðureyri verður hald- in dagana 11.-13. júlí en hátíðin hefst á föstudegi með þorpsgöngu og matarferð. Þar verður öllum gestum boðið í kynnisferð um eyr- ina þar sem saga þorpsins og húsa er rakin. Eftir gönguna verður há- tíðin svo formlega sett í Bryggju- koti. Þar verður kynning á Sælu- helgarlaginu Heima, sameiginlegt grill og viðurkenningar veittar. Dagskráin hefst snemma á laug- ardeginum í fjósinu í Botni en þar verður hátíðargestum boðið upp á kaffi og hjónabandssælu. Seinna um daginn verður boðið upp á skothólsgöngu barna, ratleik, fjall- göngu og margt fleira. Um kvöldið verður barnaball ásamt óvissu- og ævintýraferð en dagskráin endar með diskói og karaókí í FSÚ. Dagskráin verður stutt og lag- góð á sunnudeginum en þar má nefna söngvakeppni og tónleika með drengjahljómsveitinni Rythmatik. Ljósmynd/Páll Önundarson Hátíð Þéttsetin dagskrá verður í boði fyrir gesti og gangandi. Óvissuferð og diskóball Hvert liggur leiðin? Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Alvöru blandarar fyrir veitingastaðinn kaffihúsið, ísbúðina & booztbarinn Ýmsir ánægðir viðskiptavinir • World Class & flestir líkamsræktarstaðir íslands • Kaffi Tár & Te & Kaffi • Heilsuhúsið & Lifandi Markaður • Ýmsir veitingastaðir s.s. Vox, Perlan, Ruby Tuesday ofl. Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.