Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við Skúli Jónsson erum í rauninni bara að reyna að gera eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt, ekki síst fyrir okkur sjálfa, til að brjóta upp sumarið okkar. Ég gaf út plötu, Tímar án ráða, fyrir tæpu ári og Skúli ætlar að gefa út plötu með haustinu, jafnvel í byrjun október. Við ákváðum að fara út fyrir bæj- armörkin og höfðum samband við hina og þessa staði norður á landi. Þetta púslaðist bara mjög skemmti- lega saman,“ segir Einar Lövdahl, en þeir félagar munu hefja leika á Siglufirði í hádeginu í dag. Því næst munu þeir halda til Húsavíkur, Akureyrar og Reykja, þar sem þeir munu flytja ljúfa tóna um helgina. Styðja hvor annan „Ég á ættir að rekja norður í Svarfaðardal en annars erum við báðir mikil borgarbörn og hlökkum því mikið til að spreyta okkur fyrir norðan. Svo finnst mér eins og fólk fyrir norðan segi að það sé alltaf gott veður þar, við treystum því svo- lítið á það,“ segir Einar spurður hvers vegna Norðurlandið hafi orðið fyrir valinu. Báðir eru þeir Einar og Skúli trúbadorar og munu þeir styðja hvor annan á sviðinu. „Hann spilar undir með mínum lögum, sem verða mestmegnis tekin af síðustu plötu, og svo spila ég und- ir og syng bakraddir með hans lög- um, sem verða á væntanlegri plötu hans. Það má segja að þetta sé dúett þar sem við skiptumst á að vera í sviðsljósinu eftir því hvaða efni við erum að spila hverju sinni,“ segir Einar um komandi tónleika. Tví- menningarnir hafa ekki spilað mikið saman áður, en Skúli hefur leikið með sveitinni Porquesí sem hefur meðal annars komið fram á tónlistarhátíðinni Airwaves. „Við verðum bara þarna tveir á flakki og munum reyna að troða okkur inn hjá vinum og vandamönn- um sem eru tilbúnir að taka við okk- ur í gistingu. Annars verður þetta bara laust og liðugt,“ segir Einar um ferðaplanið, en þess má geta að ferðin er að hluta fjármögnuð með kaffisölu sem hann hefur staðið fyr- ir. Hugljúft gítarspil „Tónlist okkar beggja er einkum drifin áfram af kassagítar þannig að þetta verður mögulega svolítil kaffi- húsastemning. Við erum að vonast eftir því að spila fyrir fjölbreytta flóru fólks og fáum vonandi bæði að sjá fólk á okkar aldri, öldunga kaup- staðanna og ekki síst ferðamenn. Það væri til dæmis mjög gaman að fá að spila fyrir hvalaskoðunar- túrista á Húsavík. Hver veit nema maður taki eitt stykki ábreiðu úr kvikmyndinni Free Willy, það hlyti að falla í góðan jarðveg,“ kveður Einar kíminn en það skal tekið fram að frítt er inn á alla tónleikana og allir aldurshópar velkomnir. „Annars leggjum við báðir mikið upp úr íslenskri textagerð og allt er þetta í hugljúfari kantinum,“ segir hann. Í kringum plötuútgáfuna síðastliðið haust var Einar ekki endilega viss um að fleiri plötur myndu líta dagsins ljós en hann seg- ir áformin nú hafa breyst. „Hugarfarið til að byrja með var að gefa bara út Tímar án ráða, gefa allt í hana og sjá svo til með fram- haldið en ég viðurkenni núna alveg að ég tel mig ekki hafa sungið mitt síðasta. Það eru hins vegar búnir að fæðast nokkrir vísar að lögum þann- ig að það er ekki von á nýrri plötu alveg strax. Það er þó pottþétt inni í myndinni, hvort sem ég verð einn eða með hljómsveit,“ segir Einar að lokum, en þess má geta að umrætt tónleikaferðalag er það fyrsta sem þeir félagar halda í og eftirvænting- in er því mikil. Tónleikaferðalag Félagarnir Skúli Jónsson og Einar Lövdahl munu ferðast um Norðurland um helgina og leika ljúfa tóna fyrir viðstadda. Óska eftir öldungum og ferðamönnum  Einar Lövdahl og Skúli Jónsson á tónleikaferðalagi um Norðurland Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk einstæðs föður sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Metacritic 32/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Álfabakka 17:00 3D, 20:30 3D, 22:20, 22:10 3D Sambíóin Kringlunni 17:50 3D, 21:10 3D, 22:10 3D Samb. Egilshöll 16:40, 19:00, 20:00 3D, 22:20 3D Sambíóin Keflavík 22:10 3D Sambíóin Akureyri 17:00 3D, 22:20 3D Transformers: Age of Extinction Sabotage er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins David Ayer sem sendi frá sér hina mögnuðu mynd End of Watch. Mbl. bbnnn Metacritic 42/100 IMDB 6.2/10 Sambíóin Álfabakka 17:40, 17:40 VIP, 20:00, 20:00 VIP, 22:20, 22:20 VIP Sambíóin Egilshöll 17:40, 20:00, 22:25 Sambíóin Akureyri 22:20 Sambíóin Keflavík 22:10 Sabotage 16 Þeir Nick Frost og Chris O’Dowd fara á kostum sem ólíklegustu salsakóngar í heimi. Metacritic 52/100 IMDB 6.3/10 Sambíóin Álfabakka 17:50, 20:00, 22:10 Sambíóin Kringlunni 17:50, 20:00, 22:20 Sambíóin Akureyri 20:00 Sambíóin Keflavík 20:00 Cuban Fury Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Tammy 12 Metacritic 39/100 IMDB 4.6/10 Sambíóin Kringlunni 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50, 20:15 Sambíóin Keflavík 20:00 Deliver Us from Evil 16 Metacritic 41/100 IMDB 6.6/10 Sambíóin Keflavík 22:15 Smárabíó 17:00, 20:00, 20:00 (LÚX), 22:35, 22:35 (LÚX) Borgarbíó Akureyri 20:00, 22:10 Háskólabíó 20:00, 22:35 Laugarásbíó 22:00 Earth to Echo Metacritic 52/100 IMDB 5.9/10 Smárabíó 15:30, 17:45 Háskólabíó 17:50 Laugarásbíó 16:00, 18:00, 20:00 Borgarbíó Akureyri 18:00 The Salvation 16 The Salvation er vestri með Mads Mikkelsen, sem sló síðast rækilega í gegn hér- lendis í kvikmyndinni Jagten, og Evu Green í aðal- hlutverkum. Myndin þykir sverja sig í ætt við hefð- bundna vestrahefð með svolítið skandinavískum snúningi. Mbl.bbbnn Metacritic 60/100 IMDB 7.5/10 Smárabíó 20:00, 22:10 Maleficent Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landa- mærum konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 17:40, 20:00 Edge of Tomorrow 12 Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. bbbbn Metacritic 71/100 IMDB 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 22:10 Sambíóin Kringlunni 20:00 X-Men: Days of Future Past 12 Metacritic 74/100 IMDB 8.4/10 Háskólabíó 22:10 3D Að temja dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 17:00 Smárabíó 15:30, 15:30 3D, 17:45, 17:45 3D Háskólabíó 17:45, 20:00 Borgarbíó Akureyri 18:00 Vonarstræti 12 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Laugarásbíó 16:30, 19:30 Smárabíó 17:00 (LÚX), 20:00, 22:40 Háskólabíó 17:20, 20:00 The Fault in Our Stars Mbl. bbbnn Metacritic 69/100 IMDB 8.4/10 Háskólabíó 17:20, 20:00, 22:40 Make Your Move Tveir dansarar í New York finna sig í miðri hringiðu deilna á milli aðila í neðan- jarðardansklúbbi. Metacritic 40/100 IMDB 5,6/10 Sambíóin Kringlunni 17:40 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Laugarásbíó 20:00, 22:20 Smárabíó 20:00, 22:30 Háskólabíó 22:40 Borgarbíó Akureyri 20:00, 22:10 Blended Eftir að hafa farið á slæmt stefnumót lenda Jim og Laur- en í því að vera föst saman á hóteli með fjölskyldum sín- um. Metacritic 31/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17:30 A Million Ways to Die in the West 16 Mbl.bbmnn Metacritic 45/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 22:10 Monica Z Monica Z fjallar um ævi djasssöngkonunnar Monicu Zetterlund, sem lést í elds- voða á heimili sínu í Stokk- hólmi fyrir átta árum. Mbl. bbbbn IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 17:50, 22:00 Welcome to New York 16 Mbl. bbbnn Metacritic 68/100 IMDB 5.1/10 Bíó Paradís 20:00, 22:30 Short Term 12 12 Metacritic 82/100 IMDB 8.1/10 Bíó Paradís 20:00 Hross í oss IMDB 7.2/10 Bíó Paradís 22:00 Harry og Heimir IMDB 7.6/10 Bíó Paradís 18:00 Eldfjall IMDB 7.2/10 Bíó Paradís 20:00 Heima - Sigurrós IMDB 8.6/10 Bíó Paradís 18:00 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.