Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
entastyttum sem voru áritaðar með
nafni og ártali í gulli eða silfri.“
Kennslan heillaði
„Haustið 2004 fór ég að vinna sem
skólaliði í Grunnskóla Grundar-
fjarðar og var mjög fljótlega sett inn í
forfallakennslu. Strax sá ég að þetta
væri draumastarfið sem ég gæti
hugsað mér til frambúðar. Veturinn
eftir var ég komin í tæplega fulla
stöðu sem leiðbeinandi í forföllum en
sá fljótt að mig vantaði alla fagþekk-
ingu og ákvað því að hætta að kenna
sem leiðbeinandi og skráði mig í fjar-
nám í kennslufræðum við Háskólann
á Akureyri. En síðast hafði ég verið í
skóla 1987 þegar ég varð stúdent frá
Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
Með háskólanáminu vann ég sem
bókari fyrir Mareind og skúraði
Bókasafnið í Grundarfirði. Að mínu
mati var kennaranámið vel uppbyggt
í HA og var heilmikil stærðfræði
kennd ásamt gagnlegum nám-
skeiðum sem hafa nýst mér vel sem
starfandi kennara í dag. Ég tók sem
valfag hönnun og smíði og þurfti að
taka það í Háskóla Íslands og fannst
ekki verra að kynnast því að vera í
námi í tveimur háskólum. Vorið 2010
útskrifaðist ég frá Háskólanum á Ak-
ureyri með B.Ed. í kennslufræðum
og byrjaði að kenna við Grunnskóla
Grundarfjarðar haustið 2010. Í dag
er ég í fullu starfi sem smíða-, stærð-
fræði- og umsjónarkennari. Undan-
farið ár hef ég unnið að því ásamt
fleirum að koma á og þróa kennslu
með spjaldtölvum í Grunnskóla
Grundarfjarðar. Ég hef nýtt mér ára-
langa reynslu mína í leir og glervinnu
í kennslu tengdri því í Grunnskól-
anum og nýt þess að miðla þeirri
þekkingu áfram til þakklátra nem-
enda.
Ég er einn af fulltrúum Vestur-
lands í félaginu Heimili og skóli, hef
verið í stjórn Foreldrafélags Grunn-
skóla Grundarfjarðar og starfað hjá
Grundarfjarðarbæ í menningar- og
menntanefnd. Ég hef lengi verið fé-
lagskona í Kvenfélaginu „Gleym mér
ei“ í Grundarfirði sem veitir mér
margar góðar stundir við að leggja
mitt til samfélagsins í þágu góðgerða-
mála.
Helstu áhugamálin eru margskon-
ar, handverk og útivera af öllu tagi,
og hafa fjallgöngur í óbyggðum verið
í miklu uppáhaldi sl. 10 ár. Ég var
ekki gömul þegar mamma var farin
að kenna mér að hekla og heklaði ég
fyrstu dúkkupeysuna aðeins níu ára
gömul. Hún er ekki í réttum hlut-
föllum og er mikið hlegið þegar ég
tek hana fram.“
Fjölskylda
Eiginmaður Línu er Halldór K.
Halldórsson, f. 20.5. 1963, rafeinda-
virki. Foreldrar hans: Halldór Sigur-
jónsson skipstjóri, f. 15.8. 1926, d.
10.9. 1979, og Kristín Árnadóttir, f.
28.6. 1931, bús. í Grundarfirði.
Börn: Ólöf Rut Halldórsdóttir, f.
14.5. 1990, meistaranemi í kennslu-
fræðum við HÍ, Herdís Lína Hall-
dórsdóttir, f. 6.5. 1993, nemi í hjúkr-
unarfræði við HA, Hallmar Gauti
Halldórsson, f. 27.8. 1995, þriðja árs
nemi í rafeindavirkjun við Tækni-
skóla Íslands.
Systir: Selma Kristjánsdóttir, f.
25.7. 1962, leikskólaliði í Tjarnarseli í
Reykjanesbæ. Systir samfeðra:
María Rebekka Kristjánsdóttir, f.
3.10. 1955, búsett á Húsavík
Foreldrar: Kristján Friðrik
Björnsson, f. 29.5. 1934, fv. sjómaður
á Ísafirði, og Ólöf Friðgerður Krist-
jánsdóttir, f. 2.10. 1943, fv. sérfræð-
ingur virðisauka hjá RSK. Þau eru
búsett í Hafnarfirði.
Úr frændgarði Dagbjartar Línu Kristjánsdóttur
Dagbjört Lína
Kristjánsdóttir
Lína Dalrós Gísladóttir
fiskverkakona í Bolungarvík
Jóhann Sigurðsson
lifrarbræðslum. í Bolungarvík
Guðmunda Sigríður Jóhannsdóttir
fiskverkunarkona á Ísafirði
Óskar Jóhannsson
kaupmaður í Sunnubúðinni í Rvík
Guðbjörg Jóhannsd.
húsfreyja í Reykjavík
Hjörtur Kristinsson
bús. á Nýja-Sjálandi
Hera Hjartardóttir
söngkona á
Nýja-Sjálandi
Kristján Pálsson
sjómaður/fiskverkunarmaður á Ísafirði
Ólöf F. Kristjánsdóttir
fv. sérfræðingur
virðisaukadeildar hjá
RSK bús. í Hafnarfirði
Guðmundur Þór Kristjánss.
vélstjóri og kennari við
Menntaskólann á Ísafirði
Theodóra S. Kristjánsdóttir
húsfreyja í Hnífsdal
Finnbjörn
Elíasson
skipstjóri, bús. í
Hnífsdal
Guðmundína Þórðardóttir
húsfreyja/fiskverkunarkona
á Ísafirði
Guðmundur Páll Kristjánsson
sjómaður á Ísafirði
Hallbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Önundarfirði
Sigurður Guðmundsson
bóndi í Önundarfirði
Guðbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Ísafirði
Björn Jóhannsson
sjómaður á Ísafirði
Kristján Friðrik Björnsson
fv. sjómaður á Ísafirði, bús.
í Hafnarfirði
Torfi Björnsson
skipstjóri á Ísafirði
Dýrfinna Torfadóttir
gullsmiður á Akranesi
Selma
Kristjánsd.
leikskólaliði
í Keflavík
Friðrik
Ómarsson
flugmaður hjá
Icelandair
Matthildur Sigríður Björnsd.
húsfreyja í Hafnarfirði
Jóhann Rósinkranz Símonarson
stýrimaður og skipstjóri á Ísafirði
90 ára
Anna Kaczmarskyj
Anna Kristjánsdóttir
Bergþóra Bjarnadóttir
Gyða Þórðardóttir
80 ára
Ásgeir Halldórsson
Júlíus Hinriksson
75 ára
Guðrún Ágústsdóttir
Ingibjörg Halldórsdóttir
Kristrún Kristjánsdóttir
Þorkell Steinar Ellertsson
Þorkell Traustason
70 ára
Anný Petra Larsdóttir
Guðbjörg Róbertsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Hendrik Ole Tausen
Hildigerður Skaftadóttir
Margrét Sigurðardóttir
Margrét Valdimarsdóttir
Rögnvaldur Þórðarson
60 ára
Anna Bergsteinsdóttir
Eysteinn Gústafsson
Helga S. Ingimundardóttir
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir
Jón Sigurður Jóhannesson
Kristján Þorbjörnsson
Lovísa Baldursdóttir
Sigrún Björnsdóttir
50 ára
Aðalheiður Daníelsdóttir
Andri Helgi Sigurjónsson
Bergþór Ingi Leifsson
Birgir Þór Ómarsson
Elín Sigríður
Ingimundardóttir
Elzbieta Wasiak
Gauti Ólafsson
Guðrún Sigfríður
Samúelsdóttir
Hafliði Páll Maggason
Inga Jóna Óskarsdóttir
Konráð Jónsson
Kristján Guðmundur
Eggertsson
Mariusz Aleksander Nowak
40 ára
Anna Káradóttir
Ásgrímur Ágúst Hinriksson
Elís Fannar Hafsteinsson
Guðlaug Helga
Kristjánsdóttir
Henrik Baldvin Björnsson
Hildur Halldórsdóttir
Laxdal
Hrannar Freyr Harðarson
Ingibjörg Hrefna
Björnsdóttir
Lára Jóelsdóttir
Manuel Fernando Pereira
Machado
Marijana Krajacic
Sigursteinn Freyr
Vigfússon
Sæmundur Gunnar
Ámundason
30 ára
Aðalheiður G.
Sigrúnardóttir
Atli Brekason
Benedikt Jón Þórðarson
Dóra María Sverrisdóttir
Gunnar Gunnarsson
Lísa Kjartansdóttir
Margrét Ósk Vilbergsdóttir
Michal Marcin Pienkosz
Ruth Margrét Friðriksdóttir
Sigurður Rúnar Ólafsson
Stefán Sigurður
Kjartansson
Svanbjörg Vilbergsdóttir
Svanhildur Garðarsdóttir
Örvar Ólafsson
Til hamingju með daginn
30 ára Berglind er úr Mý-
vatnssveit en býr í
Reykjavík og er nemi í
tölvunarfræði í HÍ.
Maki: Leó Rúnar Alexand-
ersson, f. 1982, masters-
nemi í endurskoðun og
reikningshaldi.
Börn: Ari Gabríel, f. 2007,
Nói Mikael, f. 2009, og
Elísa Ísabel Björg, f. 2011.
Foreldrar: Ari Agnar Hall-
grímsson, f. 1964, og
Svanhvít Sjöfn Guð-
mundsdóttir, f. 1967.
Berglind Silja
Aradóttir
30 ára Margrét er frá
Eiðum en býr í Sellandi í
Jökulsárhlíð, N-Múl. Hún
er í fjarnámi í kennslu í HÍ.
Maki: Hafþór Máni Vals-
son, f. 1981, tónlistar-
kennari á Egilsstöðum.
Sonur: Ivan Myrkvi, f.
2010.
Foreldrar: Páll Sigurður
Pálsson, f. 1954, bús. í
Finnlandi, og Suncana
María Slamnig, f. 1959,
tónlistarkennari í Fljóts-
dalshéraði.
Margrét
Pálsdóttir
30 ára Hanna Bára er frá
Siglufirði en býr í Kópa-
vogi. Hún er handbolta-
þjálfari og er í masters-
námi í íþróttafræðum í
HR.
Maki: Brynjar Freyr Val-
steinsson, f. 1982, sölu-
stjóri hjá Ölgerðinni.
Börn: Pálmar Henry, f.
2006, og Jakob Logi, f.
2012.
Foreldrar: Kristinn Jóns-
son, f. 1959, og Sigrún
Björg Einarsdóttir, f. 1963.
Hanna Bára
Kristinsdóttir
Dr. Íris Ellenberger hefur varið dokt-
orsritgerð sína við sagnfræði- og heim-
spekideild Háskóla Íslands. Ritgerðin
nefnist Danskir innflytjendur á Íslandi
1900-1970. Félagsleg staða, samþætt-
ing og þverþjóðleiki.
Í rannsókninni er fjallað um Dani á
Íslandi á árunum 1900-1970 með það
að meginmarkmiði að varpa ljósi á fé-
lagslega stöðu þeirra og miklar breyt-
ingar sem urðu á henni á tímabilinu. Í
ritgerðinni er gerð grein fyrir fólks-
flutningum frá Danmörku til Íslands og
greint frá þátttöku Dana í uppbyggingu
samfélags og atvinnulífs á Íslandi. Þá
er rýnt í þau tengslanet sem lágu milli
landanna, auk þjóðfélagsþróunar á Ís-
landi, og fjallað um áhrif þeirra á til-
veru þeirra Dana sem landið byggðu.
Við greiningu á viðfangsefninu er not-
ast við aðferðir munnlegrar sögu, auk
nálgana sem tíðkast í umfjöllunum um
innflytjendur í samtímanum.
Rannsóknin sýnir að við upphaf 20.
aldar bjó fámennur en áhrifamikill hóp-
ur Dana á Íslandi. Hin sterka samfél-
agsstaða orsakaðist m.a. af þéttum
tengslanetum milli Danmerkur og Ís-
lands, fullum borgararéttindum Dan-
anna og ómótuðum þjóðernishug-
myndum meðal landsmanna. Þessir
þættir gerðu Dönum kleift að bindast
samfélaginu annars konar böndum en
síðar varð, í gegn-
um samþættingu
og þverþjóðleika.
En á svipuðum
tíma urðu ýmsar
breytingar sem
hömluðu þess kon-
ar tilveru. Þjóðern-
ishyggja fór vax-
andi, snertiflötum
íslenskrar og danskrar menningar
fækkaði og samlögunarkrafa gagnvart
útlendingum jókst. Smám saman áttu
Danir minni möguleika á félagslegum
hreyfanleika, borgararéttindi þeirra
voru skert með lýðveldisstofnuninni
1944 og félagsleg samsetning þeirra
breyttist. Samt varð sprenging í fjölda
þeirra eftir síðari heimsstyrjöld. Þeim
sem fluttu til Íslands í kringum síðari
heimsstyrjöld mætti annars konar
samfélag en eldri kynslóðum Dana. Ís-
lenskt samfélag snerist frekar um þarf-
ir Íslendinga og liðin var sú tíð að Danir
hefðu talsvert að segja um hverjar þær
væru. Rannsóknin varpar þannig ljósi á
grundvallarbreytingar á afstöðu Ís-
lendinga til Dana og annarra útlend-
inga. Þær birtast í skertu svigrúmi til
samþættingar og miklum samdrætti
þeirra þverþjóðlegu sviða sem sköpuðu
fyrri kynslóðum Dana ákveðna sér-
stöðu.
Íris Ellenberger
Íris Ellenberger fæddist árið 1977. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1997. Íris lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Ís-
lands árið 2003 og MA-prófi frá sama skóla árið 2006. Hún starfar nú sem
sjálfstætt starfandi fræðimaður og stundakennari við Háskóla Íslands.
Doktor
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is