Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
L
L
16
16
12
★ ★ ★ ★ ★
ÍSL.
TAL
„Besta íslenska
kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
Fréttablaðið
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
EARTH TO ECHO Sýnd kl. 4 - 6 - 8
DELIVER US FROM EVIL Sýnd kl. 10
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 - 10:20
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:10
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 4:30 - 7:30 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
Möguleikhúsið sýnir leiksýninguna
Eldklerkinn í minningarkapellu sr.
Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæj-
arklaustri í kvöld kl. 20.30. „Verkið
byggist á ævisögu Jóns Steingríms-
sonar og Eldriti hans og má því
sannarlega segja að sýningin verði
komin á heimaslóðir í Kapellunni.
Eldklerkurinn Jón Steingrímsson
er kunnastur fyrir eldmessuna er
hann flutti í miðjum Skaftáreldum,
en hver var hann, hvaðan kom hann
og hver urðu örlög hans? Hér er
sögð saga frá 18. öld af góðum
bónda, lækni og presti sem þarf að
takast á við afleiðingar skelfileg-
ustu náttúruhamfara Íslandssög-
unnar á tímum örbirgðar og undir-
okunar,“ segir m.a. í tilkynningu.
Höfundur handrits og leikari er
Pétur Eggerz og leikstjóri Sigrún
Valbergsdóttir. Miðar eru seldir við
innganginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Kapellan Pétur Eggerz miðlar sögu Jóns
Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri.
Eldklerkurinn leik-
inn á Klaustri
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísar-
dóttir Hirt opnar einkasýningu sína
í SÍM-salnum í dag kl. 17. Á sama
stað og tíma fagnar SÍM því að
fréttabréf Sambands íslenskra
myndlistarmanna (SÍM) hafi verið
uppfært í vefrit, en fyrsta tölublað-
ið lítur dagsins ljós í dag.
„Efnt var til samkeppni um nafn
á blaðinu og voru sendar inn fjölda-
margar góðar tillögur. Tillagan
sem varð að lokum fyrir valinu kom
frá Steingrími Eyfjörð en það er
nafnið STARA og verða verðlaun
fyrir hana afhent í útgáfuhófinu,“
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Sýning Katrínar Ingu stendur til
24. júlí og er opin alla virka daga
milli kl. 10 og 16.
Fögnuður Katrín Inga Jónsdóttir Hjör-
dísardóttir Hirt opnar einkasýningu í dag.
Útgáfuhóf og sýn-
ingaropnun hjá SÍM
Ari Eldjárn frumsýnir glænýtt
uppistand sitt í Frystiklefanum í
Rifi á Snæfellsnesi í kvöld kl. 20. Í
framhaldinu mun Ari ferðast með
uppistandið um landið, til Dan-
merkur og á stærstu grínhátíð
Norðurlandanna í Lundi í Svíþjóð.
Uppistandið í kvöld er hluti af
bæjarhátíðinni Sandara- og Rifs-
aragleði 2014 sem stendur til
sunnudagsins næsta.
Tvö leikrit verða sýnd í Frysti-
klefanum í Rifi í tengslum við
bæjarhátíðina. Annars vegar leik-
ritið 21:07 á morgun kl. 18, en um
gamanleik er að ræða byggðan á
lendingu geimvera árið 1993. Leik-
arar sýningarinnar eru Kári
Viðarsson og Víkingur Kristjáns-
son. Hins vegar er það sýningin
Hetja þar sem Kári Viðarsson túlk-
ar Bárðar sögu Snæfellsáss, sem
sýnd verður á laugardag kl. 14.
Kári leikur hátt í þrjátíu sýningar á
Hetju í Frystiklefanum í sumar og
eru þær allar á ensku nema sýn-
ingin næstkomandi laugardag, sem
er leikin á íslensku.
Morgunblaðið/Eggert
Fyndinn Ari Eldjárn frumsýnir glænýtt
uppistand sitt í Frystiklefanum í Rifi.
Frystiklefinn iðar af lífi um helgina
Hljómsveitin Brother Grass lýkur
tónleikasumri sínu með tónleikum á
Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25, í
kvöld, fimmtudag, kl. 21 og annað
kvöld, föstudag, kl. 22.
Einnig mun hljómsveitin koma
fram í Halldórsfjósi á Hvanneyri
laugardagskvöldið 12. júlí kl. 20 í
tilefni af 125 ára afmæli Bænda-
skólans á Hvanneyri og er fólk
hvatt til að koma í ullarpeysunum
eða í öðrum hlýjum fatnaði á þá
tónleika. Brother Grass skipa Hild-
ur Halldórsdóttir, Sandra Dögg
Þorsteinsdóttir, Soffía Björg Óðins-
dóttir, Ösp Eldjárn og Örn Eldjárn.
Stemning Brother Grass leikur á Kaffi
Rósenberg í kvöld og annað kvöld.
Brother Grass lýkur tónleikasumri sínu
Tökur á fjórðu kvikmyndinni um
Sveppa og vini hans Villa og Góa,
Algjör Sveppi og Gói bjargar mál-
unum, hefjast 21. júlí næstkomandi.
Leikstjórn verður í höndum Braga
Þórs Hinrikssonar en hann hefur
leikstýrt öllum myndunum um
Sveppa og félaga. Bragi skrifaði
handrit fjórðu myndarinnar með
Sveppa, þ.e. Sverri Þór Sverrissyni
og kemur við sögu í því sama ill-
menni og í fyrstu mynd. Það stefnir
á landsyfirráð og Sveppi og félagar
að koma í veg fyrir það. Sambíóin
munu sýna myndina og verður fum-
sýning í októberlok.
Gleði Bragi, Alfreð Ásberg Árnason,
frkv.stj. Sambíóanna og Sveppi kátir við
undirritun samnings við Sambíóin.
Fjórða Sveppa-myndin í tökur 21. júlí
Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties hefst í kvöld
á Ásbrú í Keflavík og er það þungarokksveitin HAM
sem heldur fyrstu tónleika kvöldsins í Andrews Thea-
ter kl. 19. Á sama tíma, í plötusnúðatjaldi hátíð-
arinnar, hefjast skífuþeytingar DJ Stuart Braithwaite
úr Mogwai.
Á stærsta sviði hátíðarinnar, í Atlantic Studios,
hefjast tónleikar kl. 19.30 en þá leikur Low. Kl. 21
hefjast tónleikar Shellac og kl. 22.30 er komið að Kurt
Vile & The Violaters. Mogwai lýkur svo dagskrá
kvöldsins í Atlantic Studios kl. 00.30.
Í plötusnúðatjaldinu kl. 21 kemur fram DJ Jason
Spaceman og kl. 23 DJ Andy Hung úr Fuck Buttons.
DJ Tim Poulton lýkur svo dagskránni, hefur leik kl. 2
að morgni föstudags.
Kvikmyndadagskrá hátíðarinnar hefst á undan tón-
leikadagskránni og fara sýningar fram í kvikmynda-
húsi Keilis. Kl. 14.30 hefst sýning á bandarísku kvik-
myndinni Me and You and Everyone We Know eftir
leikstjórann Miröndu July og kl. 16.15 sýning á The
Future eftir sama leikstjóra. Danska kvikmyndin
Jagten, eftir Thomas Vinterberg, hefst kl. 18 og kl. 20
verður Djúpið eftir Baltasar Kormák sýnd.
Kvikmyndadagskrá kvöldsins lýkur svo með sýningu
á norsku kvikmyndinni Trollhunter eftir André Øvr-
edal. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vef
hennar á slóðinni atpfestival.com/events/atpiceland-
2014.php.
Morgunblaðið/Ásdís
2001 Stuart Braithwaite, forsprakki Mogwai, á
tónleikum hljómsveitarinnar í Iðnó árið 2001.
ATP hefst í kvöld á Ásbrú