Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Rick Singh, fast-
eignamatsmaður App-
elsínu-sýslu (Orange
County) í Mið-Flórída
bauð til pallborðs-
umræðna um ástand og
framtíð fasteignamark-
aðsins í sýslunni 18.
júní síðastliðinn. Með
Rick við pallborðið
voru forkólfar lánafyr-
irtækja, banka, bygg-
ingafélaga og félags fasteignasala.
Umræðunum stjórnaði Amy Kau-
feldt, umsjónarmaður „Good Day
Orlando“ morgunfrétta þáttarins á
FOX fréttastöðinni í Orlando.
Rick Singh flutti ingangsorð og fór
yfir stöðu markaðsins í dag. Meðal
annars nefndi hann að hækkun fast-
eignamatsins milli áranna 2013 og
2014 væri 9,0% sem mun skila í
fyrsta sinn á fimm ára tímabili
hækkun á fasteignagjöldum. Einnig
benti Rick á að á síðasta ári var
byggt íbúðarhúsnæði fyrir 1 milljarð
dollara og iðnaðarhúsnæði fyrir 562
milljónir dollara. Þetta samsvarar
því að byggt sé fyrir 4,4 milljónir
dollara á dag í sýslunni en í dag eru
2800 íbúðir í byggingu. Fjögur svæði
skera sig úr hvað varðar uppbygg-
ingu í sýslunni en það eru: Horizon
West, Winter Garden, Lake Nona og
Winter Park. Um 55% af nýbygg-
ingum eru leiguíbúðir en þar er í
gangi bygging á 15 hverfum með
2.800 íbúðareiningum í, menn tala
um að þetta sé of mikið fyrir mark-
aðinn og farið að líkjast bólu. Það er
verið að skipuleggja 50 íbúðahverfi
sem verða með 3.800 heimilum og 25
stór iðnaðarhverfi. Árið 2012 seldust
einbýlishús fyrir 1,9 milljarða dollara
í sýslunni á móti 2,8 milljörðum doll-
ara árið 2013 sem er 48,0% aukning
milli ára. Góðu fréttirnar sem Rick
Singh flutti okkur eru að nauðung-
arsölum hefur fækkað úr 12.000 þeg-
ar þær voru flestar í sýslunni í 5.000
á síðasta ári. Í eðlilegu árferði eru
nauðungarsölur um 2.000 á ári. Það
sem er einkennandi við fast-
eignamarkaðinn í sýslunni er hversu
hátt hlutfall eigna er í
eigu útlendinga en þar
eru fremstir í flokki
Kanadamenn, Bretar,
Brasilíumenn og síðan
Venezúelar. Fyrir utan
húsnæði er verið að
framkvæma fyrir 1,1
milljarð dollara í inn-
viðum í sýslunni, þar
fara fremstir að sjálf-
sögðu Disney fyrir 163
milljónir dollara, síðan
Duke-raforkusalinn
fyrir 65 milljónir doll-
ara og síðan Universal Studios, 50
milljónir dollara. Íbúafjölgun í
Bandaríkjunum var 2,4% á síðasta
ári, um 4,0 % í Flórída en Appelsínu-
sýslan sker sig úr með 6,9 % fólks-
fjölgun á síðasta ári. Það er talað um
Orlando sem höfuðborg ferðaþjón-
ustu í heiminum en það er áætlað að
60 milljónir ferðamanna komi til Or-
lando á þessu ári eða 5 milljónir á
mánuði. Samkvæmt tölum frá Flór-
ída-fylkinu eru tekjur hótelanna í
fylkinu um 2,8 milljarðar dollara á
síðasta ári. Rick útskýrði einnig
hvernig fasteignagjöldin skiptast
milli: fylkisskóla, sýslunnar og sýslu-
skólanna.
Í framhaldi af kynningu Ricḱs þá
var umræða um hvert stefnir í sýsl-
unni og hverju má búast við í náinni
framtíð. Pallborðið var sammála um
að það væri mikill vöxtur í náinni
framtíð sem kæmi aðallega til vegna
lágra vaxta á fasteignalánum. Einnig
nefndu þeir að verð eigna væri enn
hagstætt. Veðurfar á líka sinn þátt í
aukningunni, sérstaklega eftir harð-
an vetur í norðurfylkjunum. Aukn-
ing á atvinnutækifærum og hagn-
aðarvon fyrir fjárfesta hjálpi okkur
líka, en síðast en ekki síst íbúafjölg-
un. Í dag búa 1.145 þúsund manns í
sýslunni.
Pallborðið telur að ásókn erlendra
fjárfesta muni halda áfram þar sem
fjármálaumhverfið hér er þeim mjög
hagstætt. Þegar pallborðsmenn voru
spurðir að því hvað þeir teldu helst
letjandi fyrir markaðinn voru þeir
sammála um að „Dodd Frank-lögin“,
útlánalög sem tóku að hluta til gildi
10. janúar á þessu ári væru hindr-
andi. Þar sem lögin og reglugerðir
sem þeim fylgja gera lánafyrir-
tækjum erfiðara með lánveitingar,
sérstaklega matsreglurnar sem þeim
fylgja. Það kostar meira að taka lán
núna eftir að Dodd Frank-lögin tóku
gildi.
Einnig fjallaði pallborðið um að
fólksflutningar gætu orðið hindrandi
í sýslunni, var þá sérstaklega fjallað
um I-4-hraðbrautina sem væri meira
en fullnýtt í dag. Það er áætlað að
það taki sjö ár að breikka brautina
og á þeim tíma mun verða erfitt að
komast framhjá vinnusvæðum. Aftur
á móti voru menn jákvæðir með nýju
Sólarlestina (Sun Rail) sem keyrir
milli DeBary í Volusia-sýslu og Sand
Lake í Orlando. Það er von manna að
lestin létti á umferð um I-4-hrað-
brautina.
Skortur á hæfum iðnaðarmönnum
gæti einnig dregið úr hraða upp-
byggingarinnar þar sem margir
þeirra sneru sér að öðrum störfum í
hruninu. Það er áætlað að það þurfi
að fjölga iðnaðarmönnum um 10% á
ári til þess að halda í við uppbygg-
inguna.
Niðurstaða umræðu pallborðsins
var sú að það verður aukning í upp-
byggingu í sýslunni og það megi
reikna með að fasteignaverð hækki í
náinni framtíð. Þetta mun gerast
þrátt fyrir það að löggjafinn hafi sett
hindrandi lög og reglugerðir.
Til þess að sjá kynningu Rick
Singh́s fylgið þessari slóð: www.oc-
pafl.org og smellið á „The State Of
Real Estate 2014“.
Ástand fasteignamarkaðsins í
Mið-Flórída
Eftir Pétur Má
Sigurðsson » Skortur á hæfum
iðnaðarmönnum
gæti einnig dregið úr
hraða uppbyggingar-
innar þar sem margir
þeirra sneru sér að öðr-
um störfum í hruninu.
Pétur Már Sigurðsson
Höfundur er fasteignamiðlari í Mið-
Flórída og eigandi The Viking Team,
Realty. Íslensk heimasíða:
www.Floridahus.is.
Nýsköpun í at-
vinnulífinu er sígilt
umræðuefni og fyrir
stuttu kom fram að
Airbus-flugvélaverk-
smiðjurnar væru að
eyða um 310 millj-
örðum íslenskra
króna árlega í rann-
sóknir og nýsköpun.
Án svona gríðarlegra
peninga til nýsköp-
unar og framþróunar gerist ekki
neitt.
Þetta eru smáaurar miðað við
það sem lagt er í svona verkefni í
heildina í heiminum, sem er um
200.000 milljarðar ÍSK. Bandaríki
Norður-Ameríku, BNA, eru lang-
stærst í þessum efnum – með um
30% af heildarupphæðinni – en þar
á bæ er áætlað að á árinu fari um
58 þúsund milljarðar ÍSK til þró-
unar og nýsköpunar. Þetta er hátt
í 190 sinnum meira en Airbus eyðir
í svona rannsóknarverkefni á ári.
BNA, Japan, Kína og Evrópa
eru samtals með um 78% af kök-
unni, um 178.000 milljarða. En
hvað verður um alla þessa gríð-
arlegu peninga ?
Í BNA fer stærsti hlutinn af
fjármagninu til rannsókna vegna
hernaðar- og varnarmála, geimvís-
inda, orkutengdra rannsókna,
læknisfræðirannsókna eða til aukn-
ingar lífsgæða, lækninga og upp-
lýsingatækni. Stærsti hluti fjár-
magnsins kemur frá einkaaðilum.
Væri ekki frábært fyrir Íslend-
inga að geta krækt í eitthvað af
svona peningum eða hæna hingað
til lands aðila sem eru með svona
fjármuni milli handanna? Hvar eru
íslensk stjórnvöld þegar svona mál
eru annars vegar?
Alls konar nýjar hugmyndir
koma stöðugt fram í stríðum
straumum þar sem uppfinn-
ingamenn og hugsuðir berjast við
að eiga framúrskarandi lausnir á
málefnum sem gætu leitt til auk-
innar hagræðingar og hagnaðar.
Fyrir um ári kynnti Amazon-
vefsíðuverslunin til dæmis hug-
myndir um að framkvæma heim-
sendingar á vörum með fjar-
stýrðum þyrlum. Hugmyndin var
frumleg en flugmálayfirvöld ytra
vildu ekki samþykkja.
Skortur á frumlegri hugsun er
gríðarlegur og spurning hvort fólk
á okkar tímum sé eitthvað lakara
en fólk var áður fyrr þegar frægar
iðnbyltingar og uppfinningar komu
fram og hefur ekki verið skákað
síðan. Enginn nýr Einstein hefur
komið fram lengi. Er skólakerfið
eða annað í nútímanum eitthvað
sem veldur tregðu í þjálfun á
frumlegri hugsun?
Í blaðinu Fast Company í júní
2014 eru kynntir 100 mest skap-
andi einstaklingar í viðskiptum að
mati blaðsins og viti menn, það er
einn Íslendingur í þessum hópi.
Það er Þorsteinn Friðriksson, for-
stjóri Plain Vanilla Games, sem
fékk um 290 milljóna króna fram-
lag frá bandarískum og kínversk-
um aðilum til að þróa QuizUp-
leikjagrunninn. Blaðið rekur afrek
þessara hundrað einstaklinga á
mjög skemmtilegan hátt og sá sem
er efstur á blaði er kona, prins-
essan Reema Bint Bandar Al-Saud
sem lét sér detta það í hug að það
væri fáránlegt að helmingur þjóðar
hennar – konurnar í Sádi-Arabíu –
væri ekki að vinna.
Frumlegar hugmyndir eru því
ekki endilega mjög flóknar eða
óviðráðanlegar og þessi besta hug-
mynd blaðsins er álíka
frumleg og að einhver
léti sér detta í hug að
leggja niður íslensku
krónuna og verðtrygg-
inguna og taka upp
öruggan gjaldmiðil.
Það mundi gjörbylta
íslensku samfélagi og
lífskjörum allra Ís-
lendinga og hafa meiri
almenn áhrif á heila
þjóð en hugmynd
prinsessunnar fyrir
helminginn af fólkinu í Sádi-
Arabíu.
Að blaða í gegnum hugmyndir
þessara hundrað einstaklinga er
fjársjóður góðra hugmynda og það
væri erfiðisins virði fyrir einhverja
Íslendinga með um 7% atvinnu-
leysi í landinu að fara í gegnum
þennan lista með þeim sem vilja
koma undir sig fótunum.
Í öðru blaði sem heitir Ent-
repreneur eða Frumkvöðullinn –
sem kom út í júní 2014 – er fjallað
um málið eftir að hinar ýmsu hug-
myndir snillinga eru komnar í
rekstrarform og hafa sýnt afburða
snilld og er farið yfir mál 100
snjöllustu fyrirtækjanna (e. most
brilliant companies), hvorki meira
né minna. Auk þess fjallar blaðið
um ýmsar tækninýjungar og fjár-
mögnun, en blaðið er gefið út í
BNA þar sem allir þessir gríð-
arlegu peningar til þróunar og
rannsókna standa snillingum til
boða.
Hvernig sem fólk lítur á málið
er augljóst að til að framþróun
verði þurfa að koma til miklir pen-
ingar og mikill stuðningur við
svona rannsóknar- og þróun-
arstarf. Á Íslandi ætti helst að
leggja um 50 milljarða á ári í
svona þróunar- og rannsóknar-
vinnu árlega en nú er stefnt að því
að það verði um 70 milljarðar árið
2020.
En það vantar fjármagn hjá
okkur í svo margt að þetta er látið
sitja á hakanum og því verður upp-
bygging í nýjum iðnaði lítil sem
engin – nema að erlendir aðilar
komi og fái að byggja sín fyrirtæki
hér á landi og reka með ódýru raf-
magni frá okkur og hirða arðinn.
Alþjóðlega fyrirtækið Silicor er til
dæmis að reisa 77 milljarða verk-
smiðju á Grundartanga þar sem
400 Íslendingar fá vinnu, en arð-
urinn af öllu saman fer væntanlega
úr landi. Við sitjum eftir í súpunni,
þrælandi fyrir erlend fyrirtæki
sem fleyta rjómann af Íslandi og
Íslendingum.
En okkur vantar að auka tekju-
öflun í landinu með öflugum ís-
lenskum fyrirtækjum. Til þess þarf
að leggja fram peninga – eða auka
samstarf við erlenda aðila um fjár-
mögnun og aðstöðu til þróunar og
rannsókna og ráðast síðan í alvöru
verkefni í eigu Íslendinga, hlið-
stætt því þegar togaravæðingin
hófst á Íslandi. Áfram Ísland.
Gerum Ísland að
paradís þróunar-
og rannsóknar-
verkefna
Eftir Sigurð
Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson
» Bjóðum hagstæða
aðstöðu fyrir verð-
mæta rannsóknar- og
þróunarvinnu og byggj-
um upp eða fáum til
landsins ný stór rann-
sóknar- og þróunar-
verkefni.
Höfundur er BSc MPhil (Cand. Phil)
byggingaverkfræðingur.
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?