Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is 42 hljómsveitir koma fram á tónlist- arhátíðinni Eistnaflug, sem hefst í dag og stendur til og með 12. júlí og má þar finna allt frá indísveitum til svartmálmssveita og kröftugt rokk verður sem fyrr í öndvegi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 og er hátíð- in í ár því sú tíunda í röðinni. „Ég er á því að hátíðin í ár sé rosa- lega mögnuð. Við náðum öllum stóru, íslensku bönd- unum sem eru í boði þannig að þetta verður al- veg gjörsamlega brjálað,“ segir Stefán Magnús- son, stofnandi Eistnaflugs og framkvæmda- stjóri. Eistna- flugshátíðin var fyrstu árin helguð þungu rokki, dauðarokkssveitir og vinir þeirra tróðu upp að sögn Stef- áns og segir hann að hátíðin hafi ver- ið algjör gaddavírshátíð. Léttari hljómsveitir hafi á seinni árum sóst eftir því að spila og verið meira en velkomnar. „Það er frábært að hafa þetta svolítið fjölbreytt,“ segir hann. – Þetta er fyrst og fremst hátíð með íslenskri tónlist, ekki satt? „Fyrst og fremst íslenskt rokk og ról og svo bætum við alltaf ofan á þetta einhverri snilld frá útlöndum,“ svarar Stefán. Nóg verður af þungu, íslensku rokki í ár sem endranær, hljómsveitir á borð við Angist og Be- neath á dagskrá (sem finna má á eistnaflug.is) og segir Stefán að létt verði á þyngslunum með þremur ís- lenskum sveitum: Reykjavíkur- dætrum, Jónasi Sigurðssyni og Rit- vélum framtíðarinnar og Retro Stefson. Spurður að því hvort mæting á há- tíðina hafi ekki verið góð í áranna rás segir Stefán svo vera. „Eins og stað- an er í dag eru alla vega 1.600 manns að mæta á svæðið,“ segir Stefán. Sænskur metalcore-risi Erlendar hljómsveitir sem troða upp á hátíðinni í ár eru ekki af verri endanum: At the Gates, Havok, Zato- krev, Bölzer og The Monolith Death- cult. „At the Gates, sem leikur á fimmtudagskvöldi, er tíu ára afmælisgjöfin. Hún er sænskur me- talcore-risi, algjör brautryðjandi í þessari tónlist og headline band úti um allan heim þar sem hún er að spila. Þetta er algjör skepna og að fá þá í Egilsbúð – fyrir þá sem hafa komið þar inn og vita hvernig tón- leikar eru þar inni – þá toppar það ekkert. Það er alveg sama hvað þú reynir að röfla, það er ekki séns. Þú ert bara uppi við sviðið, gjörsamlega með punginn á þeim framan í þér og þú nærð ekki þessari stemningu ann- ars staðar, ekki á höfuðborgarsvæð- inu alla vega,“ segir Stefán og viður- kennir að hann sé kominn með verulegan fiðring. Jarðýta inn í stofu – Svo er það þrasssveitin Havok … „Já, já, Havok er bandarískur fant- ur. Þeir eru búnir að vera að túra um allan heim í marga mánuði, eru á Evr- óputúr núna og að koma til okkar. Þeir eru í þvílíku formi,“ segir Stefán. Sa- tokrev hin svissneska er svo „sludge- skrímsli“, að sögn Stefáns. „Þetta er tiltölulega hægt og þungt, eins og að fá jarðýtu inn í stofu í hægagangi sem tekur svo aðeins á því inn á milli. Þetta er rosalega mikill kraftur, eins kraft- mikið og það verður. Ef þú ert t.d. með nýrnasteina þá geturðu komið þér fyrir við magnarana og þeir molna og þú mígur þeim svo í rólegheitum eftir gigg,“ segir Stefán kíminn. Hollenska dauðarokksbandið The Monolith Deathcult treður upp á laugardagskvöldinu kl. 23.25. „Þetta er death metall en samt svona partí death metall, þeir eru mjög flottir. Þetta er Rammstein á sterum, svolít- ið kraftmeira en sami húmorinn,“ segir Stefán. Svissneska málmtvíeykið Bölzer treður upp að kveldi föstudags og segir Stefán félagana hafa hlaupið í skarðið fyrir Unun. „Það er bara gít- ar og trommur og einhver svaðalegur fítus. Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en þetta er bara algjör klikkun,“ segir Stefán. „Þú færð alls konar djöfulgang hérna,“ segir hann að lokum um Eistnaflug. Fantur Bandaríska þrasssveitin Havok er í fantaformi og mikill fantur, eins og Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, orðar það. Nýrnasteinar munu molna  Eistnaflug hefst í dag  At the Gates, Havok, Zatokrev, Bölzer og The Monolith Deathcult eru erlendar hljómsveitir hátíðarinnar  „Þetta verður alveg gjörsamlega brjálað,“ segir hátíðarstjóri Vígbúnir Liðsmenn The Monolith Death Cult tilbúnir til átaka. Stefán Magnússon Eftirfarandi hljóm- sveitir koma fram á Eistnaflugi: Agent Fresco AMFJ Angist At The Gates Azoic Beneath Benny Crespo’s Gang Brain Police Bölzer Carpe Noctem Darknote Dimma DJ Töfri Endless Dark Gone Postal Grísalappalísa HAM Havok Hindurvættir Innvortis In The Company Of Men Jónas Sig. og Ritvélar framtíðarinnar Kontinuum Rotþróin Saktmóðigur Severed Crotch Sign Skálmöld Skelkur í Bringu Skepna Sólstafir Strigaskór nr. 42 The Monolith Deathcult The Vintage Caravan Zatokrev Kælan mikla Malignant Mist Mammút Maus Momentum Morð Nevolution ONI Ophidian I Pink Street Boys Retro Stefson Reykjavíkurdætur Frá Agent Fresco til Zatokrev HLJÓMSVEITIRNAR SEM KOMA FRAM Á EISTNAFLUGI Angist Ein íslensku sveitanna sem leika á Eistnaflugi. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir mynd- listarkona opnar einkasýningu í Týsgalleríi, Týsgötu 3, í dag, fimmtudag, klukkan 17. Sýninguna kallar hún (Ó)stöðugir hlutir / (Un) steady Objects. Á sýningum sínum hefur Ingunn Fjóla einkum fengist við málverk og innsetningar og eru verk henn- ar oftast bundin ákveðnu rými þar sem unnið er með samspil lista- verkanna við rýmið og rýmis- skynjun áhorfandans. Tilraunir með form, lit og línu leika þá lyk- ilhlutverk og skynjar áhorfandinn margbreytileika verkanna á ferð um rýmið. Að þessu sinni sýnir Ingunn Fjóla sex ný málverk, minni en hún hefur iðulega sýnt en þau standa sem sjálfstæð verk þótt þau taki jafnframt mið af rými gallerísins og eigi í samtali við það. Ingunn Fjóla útskrifaðist með BA-próf í myndlist frá Listahá- skóla Íslands árið 2007, en hefur einnig lokið BA-prófi í listasögu frá háskólanum í Árósum. (Ó)stöðugir hlutir Ingunnar Fjólu Listakonan Ingunn Fjóla hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á liðnum árum. Kammerhópurinn Nordic Affect býður upp á franska barokkveislu á Sumartónleikum í Skálholti í kvöld kl. 20, en tónleikarnir verða endur- teknir laugardaginn 12. júlí kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir nokkra af byltingarsinnum franskr- ar barokktónlistar, s.s. Leclair, Bla- vet og Rameau. Laugardaginn 12. júlí kl. 14 fjallar danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen um tónsmíð sína „The Testimony of Melangell“, en verkið verður flutt kl. 15 sama dag. Um er að ræða samstarfsverkefni tónskáldsins við Kammerkór Suðurlands, tónlistarhópinn Music for the Mysteries og Maríu Elling- sen leikkonu. Verkið byggist á gamalli keltneskri sögu um engil- inn Melangell. Flutningurinn verð- ur endurtekinn sunnudaginn 13. júlí kl. 15. Sama dag kl. 17 fer fram guðsþjónusta með tónlist frá Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Frönsk barokkveisla og tónlist um engil Ljósmynd/David Oldfield Barokk Nordic Affect leikur tónlist eftir Leclair, Blavet, Rameau og fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.