Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 21

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 ✝ Gyða Áskels-dóttir fæddist í Hrísey á Eyjafirði 10. maí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Lovísa Jóns- dóttir, f. á Kálfs- skinni, Árskógs- hreppi 2.8. 1890, d. 24.7. 1985, og Áskell Þorkelsson útgerðar- maður, f. á Ytri-Másstöðum, Svarfaðardalshreppi 4.11. 1883, d. 5.8. 1961. Systkini Gyðu voru: Sigríður Kristín, f. 1913, d. 1958, Jón Þórir, f. 1916, d. 1989, Ásgeir, f. 1920, d. 2002, Agnar f. 1924 d. 2011 og Zophonías, f. 1928, d. 2011. Hinn 16. júní 1951 giftist Gyða Jóni Þorbirni Einarssyni málarameistara, f. 30.8. 1926. Þau eignuðust 4 börn og þau eru 1) Guðbjörg, f. 1950, d. 1951, 2) Guðmundur, f. 1952. Eigin- kona hans er Lilja Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 1954. Börn þeirra eru Jón Halldór, f. 1971, og 1983. Börn þeirra eru Skarp- héðinn og Silfá Helga. Hall- grímur, f. 1987, giftur Ásdísi Ólafsdóttur, f. 1989, og Guð- björg, f. 1990. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn Helgi Vals- son, f. 1991. Gyða Áskelsdóttir ólst upp í Hrísey, yngst systkina. Fyrir tvítugt flutti hún suður og dvaldi hjá systur sinni í Hvera- gerði. Árið 1950 hófu Gyða og Jón Þorbjörn búskap á Vestur- vallagötu 7 í Reykjavík. Árið 1959 fluttu þau í nýbyggt hús sitt á Selbrekku 6 í Kópavogi, þar sem þau bjuggu allt til árs- ins 1985, þegar þau fluttu að Laugateigi 7 í Reykjavík. Að síðustu fluttu þau í íbúð sína í Mánatúni 4 í Reykjavík árið 2002. Gyða helgaði sig fjölskyld- unni og vann sem húsmóðir þar til yngsta barn þeirra hjóna var 14 ára. Þá hóf hún störf utan heimilisins hluta úr degi og starfaði um árabil sem sauma- kona hjá Saumastofunni Sport- veri og Saumastofunni Fasa ásamt því að helga sig heimil- inu. Útför Gyðu fer fram í Nes- kirkju við Hagatorg í dag, 10. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Lilja, f. 1976. Jón Halldór er giftur Kolbrúnu Eddu Gísladóttur, f. 1978. Sonur þeirra er Aron Fannar. Dótt- ir Kolbrúnar Eddu er Hafdís Hera. Dætur Jóns Hall- dórs eru Alexandra Dís, sambýlismaður hennar er Arnar Imsland og Berg- rós Lilja. Lilja er gift Haraldi Kolka Leifssyni, f. 1976. Synir þeirra eru Leifur Kolka og Guð- mundur Kolka, 3) Guðbjörg, f. 1954. Eiginmaður hennar var Magnús Magnússon, f. 1952, dóttir þeirra er Gyða, f. 1976. Sambýlismaður Gyðu er Jan Arentoft Nielsen og eiga þau nýfæddan son. Samfeðra Gyðu er Inga Dóra Magnúsdóttir, f. 1985. Síðari eiginmaður Guð- bjargar og fósturfaðir Gyðu er Einar Karlsson, f. 1953. Þau skildu og 4) Sigríður Kristín, f. 1962. Eiginmaður hennar er Oddur Hallgrímsson, f. 1960. Börn þeirra eru: Matthea, f. 1983, gift Halldóri Oddssyni, f. Komið er að kveðjustund. Elskuleg móðir mín er látin, hún kvaddi þennan heim hljóð- lega, fallega og einhvern veginn með hógværð og mýkt. Þannig var mamma og þannig eru minn- ingarnar. Hún var sjálfri sér næg, full af innri ró, sagði ekki mikið en í orðum hennar var mikil viska sem maður tók virki- lega mark á. Hún var réttsýn og fordómalaus sem er dásamleg dyggð og gott að alast upp við. Í minningu æskuáranna var alltaf sól á himni og sól í sinni, við systkinin í Selbrekku 6 fallega klædd í hverri spjör saumaðri af mömmu og vinirnir velkomnir að borða með okkur heimabakað bakkelsi, smurt brauð og kókó- malt. Ég man unglingsárin þar sem við mamma sátum við eldhús- borðið og ræddum drauma og væntingar unglingsstúlkunnar, mamma hafði hnefafylli af þol- inmæði og einlægan áhuga, jafn- vel langt fram á nætur. Ég man líka hvernig hún leiðbeindi mér af hógværð og hlýju þegar ég var sjálf farin að ala upp mín börn og halda heimili. Að eiga mömmu sem er góð fyrirmynd er ómetanlegt. Takk fyrir allt og allt, elsku- lega mamma mín. Þín dóttir, Sigríður Kristín (Sigga). Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elskuleg tengdamóðir mín, Gyða Áskelsdóttir, hefur fengið hvíldina. Það var fyrir 44 árum sem hún kom inn í líf mitt þegar ég flutti inn á heimili Gyðu í Kópavoginum. Ég var aðeins 16 ára gömul þegar við einkasonur hennar fórum að vera saman. Hún tók mér strax vel á sinn hægláta hátt. Þar með bættist þriðji unglingurinn við á heim- ilið en Sigga mágkona mín þá aðeins átta ára og Guðbjörg mágkona var jafnaldra mín. Fljótlega fæddist okkur lítill drengur sem fékk sérstakan stað hjá ömmu og afa. Undir verndarvæng tengdamóður minnar fékk ég að þroskast úr unglingi í unga konu og móður. Hún studdi mig á allan hátt með því að skipta sér ekki af heldur gefa mér færi á að spreyta mig, en var ávallt tilbúin að leiðbeina þegar ég leitaði eftir því. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það hefur eflaust ekki verið létt að vera með okkur þrjú til við- bótar á heimilinu en með þol- inmæði og tillitssemi bjuggum við öll saman þar til í desember 1974 þegar við fluttum í okkar íbúð. Jón Halldór sonur okkar naut þess að hafa ást og um- hyggju ömmu og afa og þar voru bundin bönd sem aldrei hafa slitnað og var samband þeirra einstaklega fallegt og gott alla tíð. Það var svo fimm árum síðar að hann fékk tvo keppinauta um athyglina þegar Lilja og Gyða fæddust með þriggja mánaða millibili. Það var ekki langt á milli heimilanna og skottaðist Jón Halldór til ömmu og gjarn- an með vini sína eftir skóla. Eins og önnur barnabörn Gyðu sóttu þær frænkur Lilja og Gyða í að fá að gista hjá ömmu og afa. Einhvern tímann sagði ég að það væri óþarfi vegna þess að við værum ekki að fara neitt. Þá sagði Gyða amma þessa dásam- legu setningu: „ leyfið þeim það vegna þess að það kemur sá tími að þær vilja ekki gista“. Tækni- og græjukarlinn hann afi Bjössi sá til þess að þegar unga fólkið bjó og býr í útlöndum í lengri eða skemmri tíma er internetið, skype og facebook notað til þess að geta fylgst betur með. Sama hvort var verið í Kína, Banda- ríkjunum, Danmörku eða Nor- egi. Alltaf gátu þau verið í góðu sambandi við barnabörnin sín og nutu þess vel. Ég er þess full- viss að afi mun halda þessum góða sið áfram eins og honum er annt um fólkið sitt. Það var svo haustið 2001 sem við gátum end- urgoldið tengdaforeldrum mínu húsaskjólið sem við fengum hjá þeim með því að þau bjuggu hjá okkur í nokkra mánuði þar til þau fluttu í nýju íbúðina sína í Mánatúni. Það er með söknuði og þakk- læti sem ég kveð nú elskulega tengdamóður mína. Elsku Bjössi minn, ég votta þér og börnum ykkar, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum samúð mína. Hvíl í friði, Gyða mín, og hafðu þökk mína fyrir allt. Þín tengdadóttir, Lilja Guðrún Halldórsdóttir. Ég minnist ömmu minnar sem var alltaf svo hlý og góð. Hér brosi ég í gegnum tárin þar sem minningar um ömmu ein- kennast af hlátri, gleði og húm- or. Amma Gyða valdi orð sín vel og sá húmorinn í svo mörgu. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í lífi barna sinna, barna- barna og barnabarnabarna. Í Laugarteignum, og síðar í Má- natúni, beið manns ávallt súkku- laðikaka og mjólkurglas, jafnvel undanrenna fyrir þá sem það kusu. Þar var sest niður og rætt það sem á daga okkar hafði drif- ið. Þar spáði amma í hvað þótti nýmóðins og oftar en ekki spurði hún „er þetta smart?“ þegar maður kom í heimsókn í nýrri flík. Amma hafði einstakan hlátur sem lýsti upp herbergið enda þurfti lítið til þess að láta ömmu skella upp úr, hvort sem hún var að hneykslast af vitleys- unni í unga fólkinu eða hlæja að sjálfri sér. Amma hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér sem gerði allt svo mikið auðveldara. Amma var einstök kona sem gaf mikið frá sér, bæði vitneskju og gleði og líka prjónaða vettlinga og út- saumuð listaverk. Nú kveð ég þig, elsku amma Gyða mín. Eftir lifa allar góðu minningarnar, ferðirnar á Laugarvatn, að- fangadagskvöldin í faðmi þínum og allar hinar minningarnar sem verma hjarta mitt. Þitt barnabarn, Guðbjörg Oddsdóttir (Guðbjörg litla). Ég hef hugsað mikið til ömmu Gyðu þessa daga síðan hún kvaddi okkur, enda margt í hversdagslífinu sem minnir mig á hana. Þegar ég fer út með Silfá Helgu í vagninum í júl- íveðrinu, klædd í lopavett- lingana hennar góðu. Þegar ég tek upp heklunálarnar og handavinnuna þegar langömm- ustelpan lúrir. Meira að segja þegar ég horfi á litlu sjö mánaða dóttur mína, tvær einar vakandi um miðja nótt, því mér finnst þær á einhvern hátt ótrúlega líkar. Ég held að það sé augn- svipurinn. Það er ekki leiðum að líkjast. Amma var alveg ótrú- lega falleg. Það var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá hana í síðasta sinn, hvað hún væri nú falleg. Af myndum að dæma hefur amma meira að segja fríkkað enn með aldrinum, sem reyndar er fágætur kostur afkomenda hennar í kvenlegg. Við verðum allar fallegri með aldrinum. Það er gott að hugsa til allra góðu minninganna með ömmu Gyðu okkar á erfiðum stundum. Ég hef gert það að venju und- anfarið að hugsa til þeirra þegar söknuður sækir á mig. Það var alltaf gott hitta ömmu. Hún hafði þennan kalda fjölskyldu- húmor okkar og oft sagði hún „hvað ertu að segja?“ með mik- illi undran í röddinni og hlátri, en samt á sinn rólega hátt, þeg- ar við rifjuðum upp skemmti- legar sögur úr hversdagslífinu. Í seinni tíð, eftir að ég fór sjálf að föndra við handavinnu, þótti mér sérstaklega skemmti- legt að sýna ömmu Gyðu og henni fannst handverkið svo vel gert. Það var ekki eitthvað sem hún sagði bara út í loftið, því hún spáði og spekúleraði, togaði í og spurði út í vinnuna. Amma var auðvitað listakona. Mín eft- irsjá er að hafa hunsað áhugann og hannyrðirnar, gjöfina sem ég er viss um að gengur í erfðir, svona lengi. Það er svo margt sem ég hefði viljað læra af henni. Þegar Skarphéðinn, þriggja ára sonur minn, spyr nú um ömmu Gyðu, svara ég því til að hún sé farin upp til himna og til englanna. Honum finnst það jafn sjálfsagt og mér. Ég veit fyrir víst að amma kvaddi bara í bili og fór á næsta stað, þar sem við hittumst aftur. Á himnum situr hún með englunum sínum og í hvert sinn sem ég tek um heklunálina hugsa ég til hennar. Matthea Oddsdóttir. Elsku amma mín hefur nú kvatt í hinsta sinn. Við hittumst síðast fyrir nærri ári, heima hjá þeim afa í Mánatúninu, daginn áður en ég flutti til útlanda. Það var, eins og alltaf, róleg og góð stund. Það var aldrei neinn asi í kringum ömmu Gyðu, aðeins stóísk ró. Amma var alltaf vel til höfð og snyrtileg og í kringum hana var hreint, eins og hún vildi hafa það. Í minningunni er það svo lýsandi, amma mín var hlédræg en hún var líka hlát- urmild og skemmtileg. Henni fannst gaman að hafa gaman. Það er ekki hægt að segja um nærri því alla. Með aðstoð tækninnar hitti ég ömmu á skype um miðjan júnímánuð. Það var gott að kíkja örstutt inn á stofugólfið í Mánat- úninu og hitta ömmu. Eins og skjáskotsmyndin af okkur öllum á Facebook sýnir, af mér, mömmu, afa og ömmu Gyðu, þá var gaman að spjalla. Þannig kveð ég ömmu mína. Hallgrímur Oddsson. Gyða Áskelsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER ÁSGEIRSDÓTTIR, Ferjuvaði 11, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 4. júlí. Útför hennar fer fram föstudaginn 11. júlí klukkan 13.00 frá Kapellunni í Fossvogi. Jóhann Einarsson, Ásta Sigríður Stefánsdóttir, Olga Jóhanna Stefánsdóttir, Jón Þór Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAFLIÐA ÞÓRIS JÓNSSONAR, píanóleikara, fyrrum gjaldkera og kaupmanns, Njálsgötu 1. Sérstakar þakkir fær Félag íslenskra hljóm- listarmanna fyrir sýnda virðingu og stuðning. Einnig viljum við þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins Markar og deildar B2, Landspítala í Fossvogi, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Hrönn Ingibjörg Hafliðadóttir, Ísólfur Þór Pálmarsson, Erla Sigurlína Hafliðadóttir, Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir, Jón Eiríksson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HREIÐARS ÁRNASONAR, Sóltúni 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13G á Landspítalanum við Hringbraut. Magnúsína Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Lára Erlingsdóttir, Sjöfn Ólafsdóttir, Erlingur Hjaltason, Guðrún Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR HARALDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deilda LSH, líknardeildar og heimahjúkrunar Karitas. Jóna Guðjónsdóttir, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Kristín Eysteinsdóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir, Ingvar Tryggvason, Karólína Ólafsdóttir, Lovísa Ólafsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR kennari, Grænagarði 5, Keflavík, áður til heimilis í Bolungarvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja aðfaranótt mánudagsins 30. júní. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt Kristjánsson, Ragnhildur Helga Benediktsdóttir,Hagbarður Marinósson, Kristján Heiðberg Benediktsson, Ásdís Viggósdóttir, Aron Ívar Benediktsson, Helga Guðmundsdóttir. Elsku amma okk- ar er dáin. Tilfinn- ingin er ólýsanleg og skrítin og mjög svipuð því þegar afi minn í móðurættina lést fyrir tveimur árum. Það er sama hversu mikið ég hélt að ég væri tilbúin og búin að sætta mig við þetta, það er ekkert sem undir- býr mann fullkomlega fyrir áfall- ið að missa svona nákominn aðila. Ég mun aldrei gleyma stundun- um sem við áttum saman, hvort sem það eru minningarnar úr sumarbústaðnum þegar við vor- Ragnhildur Gunnarsdóttir ✝ RagnhildurGunnarsdóttir (Ransí) fæddist 21. júní 1934. Hún lést 29. júní 2014. Útför hennar fór fram 8. júlí 2014. um yngri eða sunnu- dagarnir á Snorra- brautinni, þær eru allar jafn mikilvæg- ar. Fallegasta minn- ingin er líklega frá því í Keflavík fyrir tæpum fjórum árum þegar amma og afi komu upp á flugvöll að hitta yngsta son sinn eftir langa, en gleðilega, fjarveru. Eftir nokkurra áratuga löng veikindi sonarins get ég ekki lýst því með orðum hvað ég er fegin að hún hafi fengið að upplifa nokkur ár með öll fimm börnin sín heilbrigð. Ég mun alltaf muna og ég mun alltaf sakna. Hún var yndisleg manneskja sem ég var heppin að fá að eiga sem ömmu, takk fyrir allt. María.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.