Morgunblaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Útsalan
í fullum gangi
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
SUMARÚTSALAN HAFIN
Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is
50% afsláttur
v
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
ÚTSALAN ER HAFIN!
Allt að 50% afsláttur
af fatnaði og gjafavöru
Starfsmannafélag Kópavogsbæjar
(SFK) vísaði kjaradeilum til ríkis-
sáttasemjara í síðustu viku. Undir-
rita átti kjarasamning sl. fimmtudag
en eftir undirrit-
unina lagði Kópa-
vogsbær fram þá
kröfu að ákvæði
yrði tekið úr
samningnum. Var
þá samningnum
rift og vísaði SFK
deilunni til ríkis-
sáttasemjara.
Páll Magnús-
son, bæjarritari
Kópavogsbæjar,
segir að ákvæðið hafi reynst illa.
„Það er óskrifuð regla á vinnumark-
aði að launafólk sé í því stéttarfélagi
sem semur um laun þess starfs sem
það gegnir. Þetta ákvæði hefur vald-
ið vandræðum og flækt launasetn-
ingu. Ákvæðið hefur reynst illa og
þess vegna viljum við ekki að það sé í
gildi lengur. Þetta fyrirkomulag, að
háskólamenntaðir félagsmenn SFK
fái greidd laun samkvæmt því stétt-
arfélagi sem þeir ella væru í, er ekki í
kjarasamningum annarra sveitarfé-
laga svo ég viti til. Um er að ræða
sérákvæði sem engin önnur stéttar-
félög en SFK fara fram á.“
Fólk njóti félagafrelsis
Karen Halldórsdóttir, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi, telur þetta undarleg vinnu-
brögð, að tilkynna SFK við
undirritun kjarasamningsins að
ákvæðið verði tekið út. Þá bætir
Karen við að fólk eigi að njóta fé-
lagafrelsis og að ákvæðið sem um
ræðir samrýmist þeirri stefnu vel.
Umrætt ákvæði sem deilt er um
snýr að því að háskólamenntaðir
meðlimir SFK geti verið launasettir
samkvæmt því stéttarfélagi sem þeir
myndu ella tilheyra. Þá getur há-
skólamenntaður einstaklingur verið
meðlimur SFK en samt fengið
greidd laun samkvæmt því stéttar-
félagi sem venjulega semdi um laun
viðkomandi.
Kjaraviðræður milli SFK og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga munu
halda áfram eftir sumarfrí hjá rík-
issáttasemjara. isb@mbl.is
„Ákvæðið hef-
ur reynst illa“
Páll
Magnússon
Bæjarfulltrúi í Kópavogi telur vinnu-
brögðin undarleg í málinu
mbl.is
Stjórn Félags stjórnsýslufræðinga
hefur sent frá sér ályktun vegna
flutnings Fiskistofu frá Hafnarfirði
til Akureyrar. Telur félagið að
skort hafi ítarlegan rökstuðning
fyrir ákvörðuninni og gagnrýnir að
ekki hafi farið fram faglegt mat á
áhrifum flutninganna.
Segir í ályktuninni að vinnu-
brögð stjórnvalda séu ekki í anda
vandaðrar stjórnsýslu. Þá sé afar
brýnt að kostnaðar- og ábatagrein-
ing liggi fyrir áður en ráðist sé í
jafnviðamikla aðgerð, og að samráð
sé haft við hagsmunaaðila, þ.á m.
starfsmenn.
Félagið hvetur að lokum stjórn-
völd til að vinna faglega þegar
ákvarðanir skulu teknar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningur Fiski-
stofu gagnrýndur
Stjórn Yutong
Eurobus ehf.
mun óska eftir
rannsókn á síð-
asta vagnaútboði
á vegum Strætó
bs. Segir í til-
kynningu frá fyr-
irtækinu að sér-
staklega verði
kannað hvort
annarlegar
ástæður hafi ráðið vali á verktaka
og hvort útboðið hafi í raun verið
sýndarútboð, sem væri fyrirfram
ætlað ákveðnum bjóðanda.
Gagnrýnin beinist helst að álagn-
ingu virðisaukaskatts á tilboð fyrir-
tækjanna sem tóku þátt í útboðinu.
Segir í opnu bréfi til Reynis Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra Strætó
bs., að samkvæmt gildandi reglum
um útboð eigi kaupandi vagna rétt
á endurgreiðslu virðisaukaskatts
að 2⁄3 hlutum. Virðisaukaskattur af
innkaupsverði Strætó bs. sé því
8,5%.
Við útreikning tilboðanna hafi þó
verið miðað við 25,5% virðisauka-
skatt sem hafi gert það að verkum
að rafmagnsvagnar frá Yutong
Eurobus hafi litið út fyrir að vera
dýrari kosturinn.
Strætó bs. og BL skrifuðu í fyrra-
dag undir samning um kaup á tutt-
ugu nýjum strætisvögnum fyrir
tæpar sjö hundruð milljónir króna.
Við vinnslu fréttarinnar var
reynt að hafa samband við Reyni
Jónsson. Þau svör fengust að hann
myndi svara að loknu sumarleyfi í
byrjun ágúst. sh@mbl.is
Hörð gagnrýni á
útboð Strætó
Vagn Strætó bs.
sætir nú gagnrýni.