Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 10.07.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 fjöldi fæðinga í ágústmánuði óneit- anlega nokkuð skökku við. Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvaktinni, segir að þótt gert sé ráð fyrir þess- um fjölda fæðinga sé ekki þar með sagt að það gangi eftir. „Það var líka búist við svona mörgum í júní, en síðan var það meðalmánuður. En við erum viðbúin því að það verði mikið að gera.“ Á fæðingarvaktinni eru níu fæð- ingarstofur. Anna Sigríður segir að af og til komi upp sú staða að allar stofur séu uppteknar meira eða minna allan sólarhringinn. „Þeir dagar koma sem við eigum ekki fæðingarstofu. Þá gerum við fæð- ingarstofu úr stofu á næstu deild sem við erum yfirleitt ekki með fæðingar í. Þannig getum við bætt a.m.k. tveimur stofum við. Síðan er- um við með skoðunarherbergin til að hlaupa upp á. Það var reyndar talsvert algengara fyrir nokkrum árum að konur fæddu þar inni. En aðstaðan hefur verið bætt svo mikið að það gerist sjaldnar í dag.“ Geta forgangsraðað Anna Sigríður segir að hægt sé að stýra álaginu að hluta til. „Það eru ekki alltaf allar konur hjá okkur í aktívri fæðingu og sumu getum við stýrt. Á hverjum sólarhring eru t.d. framkallaðar 3-4 fæðingar og við stýrum hvenær þær fara af stað. Þannig getum við forgangsraðað vinnunni okkar.“ Anna Sigríður segir að aukafólk sé kallað út þegar margar fæðingar eru í gangi samtímis. Spurð hvort barnshafandi konum á höfuðborgarsvæðinu sé beint á aðrar fæðingardeildir þegar margar fæðingar eru fyrirséðar segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það er gott fyrir konur að vita af þeim mögu- leika að þær geti fætt annars stað- ar en hjá okkur. En við stýrum því að sjálfsögðu ekki hvar konur fæða og tökum á móti öllum sem vilja fæða hjá okkur. Engin kona þarf að vera hrædd um að fá ekki þá þjón- ustu sem hún þarf, burtséð frá því hvað það er mikið að gera. Það þarf engin að óttast að þurfa að fæða á göngunum.“ Morgunblaðið/Ásdís Nýfædd Búist er við miklum fjölda fæðinga á höfuð- borgarsvæðinu í ágúst, talsvert yfir meðallagi. Búist við miklu barnaláni í ágúst  Ráðstafanir eru gerðar á fæðingar- vakt og stofum bætt við á annatíma Morgunblaðið/Styrmir Kári Ljósmóðir Anna Sigríður segir allar konur fá þá þjón- ustu sem þær þurfi, burtséð frá hversu mikið sé að gera. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Búist er við óvenjumörgum fæð- ingum á fæðingarvakt Landspítal- ans í næsta mánuði. Yfirljósmóðir þar segir að upp geti komið sú staða að ekki séu til fæðingarstofur fyrir allar fæðandi konur. Þá sé gripið til annarra ráðstafana og konur þurfi ekki að óttast að þurfa að fæða börn sín á göngum. Auð- velt sé að fá aukamannskap til starfa. Hún segir mikilvægt fyrir barnshafandi konur að vita af öðr- um möguleikum, eins og t.d. að fæða á Akranesi eða á Suður- nesjum, en allar konur séu vel- komnar á fæðingarvakt Landspítal- ans. Viðbúið að mikið verði að gera Búist er við um 320 fæðingum á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og er þessi fjöldi áætlaður samkvæmt sónarupplýsingum frá heilsu- gæslum og læknum. Í meðalmánuði fæðast um 270 börn, eða átta til níu á hverjum sólarhring. Í starfsemis- upplýsingum Landspítalans fyrir fyrstu fimm mánuði ársins kemur fram að á því tímabili fæddust 1.274 börn á sjúkrahúsinu. Það er fækkun um 4,4% frá sama tímabili í fyrra og því skýtur þessi áætlaði Íbúi í Bolungarvík hefur játað á sig að hafa unnið skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 aðfaranótt mánu- dags. Valdimar Lúðvík Gíslason, fyrrverandi bæjarfulltrúi, segist bera einn ábyrgð á verknaðinum, sem hann hafi framið þar sem húsið skapaði hættuástand og þrengdi verulega aðgengi gangandi vegfar- enda að ráðhúsi bæjarins. Aðeins hafi verið spurning um hvenær þarna yrði óhapp. Hann hafi því verið orðinn úrkula vonar um að nokkuð yrði að gert af hálfu bæjaryfirvalda og því gripið til þessa ráðs. „Ég greip til neyðarréttar þegar ég sá að menn ætluðu ekkert að gera,“ segir hann. Játar á sig skemmd- arverkin á húsinu á Bolungarvík Ljósmynd/Bæjarins besta Tjón Húsið við Aðalgötu sem Valdimar skemmdi var byggt árið 1909 og er friðað. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Þetta eru mjög góðar fréttir, að valnefnd og biskup skuli hafa þorað að velja þrjár konur í sama presta- kallið,“ segir Guðrún Karls Helgu- dóttir, prestur í Grafarvogskirkju og varaformaður Prestafélags Ís- lands, um þau tíðindi að biskup Íslands skipaði á þriðjudag sr. Örnu Ýri Sigurð- ardóttur prest í Grafarvogs- prestakalli frá og með 1. septem- ber næstkomandi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem þrjár konur gegna prestsembættum í sama prestakalli á Íslandi. – En þarf þor til að skipa konu í prestsembætti? „Það virðist vera. Karlarnir eru ennþá með mikið forskot. Það eru mun færri konur í sóknarprests- stöðum og sérstaklega á suðvest- urhorninu. Félag prestvígðra kvenna sendi frá sér ályktun núna í vor, þegar ljóst var að þessi emb- ætti yrðu auglýst sem hafa verið auglýst undanfarið, um að tekið yrði tillit til þessa og farið að leið- rétta kynjamuninn en það hefur ekki verið gert. Það eru mun fleiri karlar sem hafa verið valdir núna og það þykir enn alveg sjálfsagt að velja karl við hliðina á karli þar sem eru tveir prestar í sama prestakalli en svo virðist sem það hafi ekki ver- ið hægt að velja t.d. konu við hliðina á konu, því þá þarf að hugsa mjög vel um kynjasamsetninguna, og þess vegna er þetta mjög merki- legt,“ segir Guðrún. Guðrún segir ákvörðun biskups um að fara gegn ákvörðun val- nefndar í Seljaprestakalli sýna að hann hafi vilja til að leiðrétta kynja- hlutfallið innan kirkjunnar en svo virðist sem valnefndirnar, sem oft- ast eru skipaðar sóknarbörnum, telji sig ekki alltaf bundnar af fag- legum sjónarmiðum um menntun og reynslu né jafnréttislögum. Hún segir tímabært að endurskoða ráðn- ingarferlið, sem samanstandi af ákvörðun valnefndar annars vegar og samþykki biskups hins vegar, og í sumum tilfellum konsningu, líkt og stendur fyrir dyrum í Seljapresta- kalli. Prestar eru alls konar fólk Guðrún segir fólk eðlilega hafa tilhneigingu til að velja þann sem það þekkir og líkar við en svo virð- ist sem gerðar séu meiri kröfur til kvenumsækjenda en karla. „Það má segja að þær konur sem hafa verið valdar undanfarið hafi allar verið með jafnmikla eða meiri menntun og reynslu en karlarnir sem sóttu um, á meðan það hefur ekki verið í öllum tilvikum sem karlar hafa ver- ið valdir,“ segir hún. Hún segir eina af ástæðum þess að konur séu síður valdar en karlar hina rótgrónu ímynd um karlprestinn. Guðrún segir mikilvægt að fag- lega sé staðið að skipun presta og þá þurfi ákveðin hugarfarsbreyting að eiga sér stað. „Það sem þarf kannski fyrst og fremst er að við nútímavæðum hugarfarið þegar kemur að kirkjunni og sjáum að prestar geta verið jafnt karlar og konur og að ímynd prestsins er ekki endilega karlmaður á ákveðnum aldri, heldur séu þeir alls konar fólk af báðum kynjum,“ segir hún. Hún segir mikilvægt að kirkjustarfið endurspegli fólkið í sóknunum og kirkjan endurspegli fólkið í landinu. Krefst þors að velja konu  Arna Ýrr Sigurðardóttir skipuð prestur í Grafarvogsprestakalli  Fyrsta sinn sem þrjár konur eru skipaðar prestar í sama prestakalli  Á brattann að sækja Morgunblaðið/Ómar Ekki í bráð Guðrún segist hlakka til þess tíma þegar það skiptir ekki máli hvers kyns umsækjandi er en hún sjái ekki að hann sé á næsta leiti. Guðrún Karls Helgudóttir Skilgreind eru fjögur þjónustustig frá A til D fyrir fæðingarstaði á Íslandi. A táknar þann stað þar sem þjónusta er mest og D þar sem hún er minnst. Landspítali er eini fæðingarstaðurinn sem er á stigi A, en þar er sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu þar sem ljósmæður, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Þá er þar aðgangur að skurðstofu og þjón- usta fyrir nýbura eftir 22 vikna meðgöngu. Á þjónustustigi B er sama þjón- usta, nema aldur nýbura er miðaður við 34 vikna meðgöngu. Sjúkrahúsið á Akureyri er í þeim flokki. Þjónustustig C stendur fyrir millistærð á fæðing- ardeild þar sem möguleiki er á mænudeyfingu og þar starfa sérfræðilækn- ar, auk ljósmæðra. Á C-stigi eru sjúkrahúsin á Akranesi, Ísafirði og í Nes- kaupstað. Þjónustustig D er lítil fæðingardeild á heilbrigðisstofnun þar sem starfa ljósmæður og heilsugæslulæknar. Þar er ekki hægt að fá deyf- ingar. Stofnanirnar á Selfossi og Suðurnesjum tilheyra þessum hópi. Hæsta stigið er á Landspítala FJÖGUR ÞJÓNUSTUSTIG FÆÐINGARSTAÐA Tuttugu sóttu um prestsembættið í Grafarvogsprestakalli en Arna Ýrr segir skipunina hafa komið sér mjög á óvart. Hún segir ekkert laun- ingarmál að konur eigi á brattann að sækja þegar kemur að ráðn- ingum innan kirkjunnar. „Ég er náttúrlega núna búin að vera að sækja um öll þessi embætti sem hafa verið veitt á höfuðborg- arsvæðinu; ég er t.d. konan sem biskup vildi skipa í Seljakirkju, og það er náttúrlega bara mjög áber- andi að það einhvern veginn virðist alltaf miklu lægri þröskuldurinn að ráða karlmann við hliðina á karli en konu við hliðina á konu. Þetta er í fyrsta skipti í rauninni sem það gerist með einni örlítilli undan- tekningu,“ segir hún. Arna segir að að sjálfsögðu beri að ráða þann hæfasta í starfið en það veki stundum spurningar hvernig hæfn- ismatið er rökstutt. Spurð af hverju hún sótti ekki aftur um starfið í Seljaprestakalli segist hún ekki hafa haft áhuga á því að taka þátt í kosningu um embættið. Kom henni mjög á óvart ÞRÖSKULDURINN HÆRRI FYRIR KONURNAR Arna Ýrr Sigurðardóttir Vinna undir- búningsnefndar um millidómstig á Íslandi er nú á lokastigi. Að sögn Kristínar Edwald, for- manns nefndar- innar, mun nefndin skila af sér skýrslu til innanríkisráðherra í mánuðinum. Í kjölfarið er stefnt að því að leggja fram frumvarp á þingi. Í skýrslu nefndarinnar má búast við breytingum á Hæstarétti, en dómurum við réttinn mun fækka og þeir munu starfa í einni deild þegar millidómstig kemst á legg. Undirbúningur milli- dómstigs á lokastigi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.