Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 36

Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 36
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Pilturinn sem lést á Spáni 2. Fjölskyldan gaf skýrslu í morgun 3. Var í garðinum er banaslysið varð 4. Fyrir mér var þetta versta tækið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dagblaðið The Sunday Times hefur birt lista yfir 25 bestu glæpasögur og 25 bestu spennusögur síðustu fimm ára og er Harðskafi eftir Arnald Ind- riðason, Hypothermia á ensku, í 11. sæti á lista glæpasagna. Tveimur sætum neðar á listanum er bók Yrsu Sigurðardóttur, Horfðu á mig, eða Someone to Watch Over Me eins og hún heitir í enskri þýðingu. Ljósmynd/Alfredo Garofano Harðskafi í 11. sæti  París norðurs- ins, kvikmynd Hafsteins Gunn- ars Sigurðssonar, var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni Karlovy Vary í fyrradag og hafa kvikmyndavefir Screen Daily og Hollywood Reporter birt jákvæða dóma um hana. Í gagnrýni Screen Daily segir m.a. að myndin sé mein- fyndin og Hafsteinn sé einn af bestu leikstjórum Evrópu af þeim sem séu að hasla sér völl í listinni. París norðursins hlýt- ur mikið lof í Screen  Hið heimsfræga leikhús Shake- speare’s Globe Theatre í London sýn- ir Hamlet í Hörpu þriðjudaginn 23. júlí kl. 19.30. Sýningin er hluti af heimssýningarferðalagi sem hófst 23. apríl sl. þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Ráðgert er að sýna í öllum löndum heims á næstu tveimur ár- um. Hamlet í Hörpu sem liður í heimstúr Á föstudag Austan 5-13 m/s og rigning, einkum SA-lands. Suð- lægari og víða skúrir síðdegis, en úrkomulítið á N-landi. Á laugardag Austan 3-8 m/s, en norðaustan 5-10 á Vestfjörðum. Dálítil rigning SA-lands, annars skýjað með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustan- og austanátt síðdegis, 8-18 m/s í kvöld, hvassast SV-til. Rigning, fyrst SV-lands. VEÐUR Þjóðverjar mæta Argentínu- mönnum í úrslitum heims- meistaramótsins í knatt- spyrnu á sunnudag, en þetta var ljóst eftir að Arg- entína hafði betur gegn Hol- landi eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í síðari undanúrslitaleik mótsins í gærkvöldi. Það er spenn- andi úrslitahelgi fram- undan sem markar endalok HM í Brasilíu. »3 Argentína í úrslit eftir vítakeppni Kári Steinn Karlsson hefur ákveðið að fylgja hópnum sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum 19 ára og yngri til Bandaríkjanna á mánu- dag og vera við æfingar og undirbúning fyrir maraþonhlaupið sem hann þreytir svo á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í Zürich í Sviss í ágúst. Þá getur hann æft undir hand- leiðslu Gunnars Páls Jóakimssonar, þjálfara síns, sem einnig er þjálfari Anítu Hinriks- dóttur sem verður í ís- lenska hópnum á HM. » 4 Kári Steinn æfir í Bandaríkjunum Flest bendir til þess að ákvörðun Al- þjóðaandknattleikssambandsins, IHF, um að afturkalla þátttökurétt Ástrala á HM í handknattleik og veita Þjóð- verjum farseðilinn á mótið í staðinn frekar en Íslendingum, verði ekki hnikað. Ástralar eru vonsviknir. Handknattleikssamband Evrópu seg- ir málið ekki vera á sinni könnu og engin svör fást frá IHF. » 4 Ákvörðun IHF verður vart hnikað héðan af ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég hef spilað síðan ég man eftir mér. Fyrst borðspil og síðan tóku við tölvuspil þegar ég komst í tölvuna hans pabba,“ segir Sigursteinn Gunnarsson, sem leggur stund á há- skólanám í leikjahönnun við Tisch School of the Arts í New York í Bandaríkjunum. Við skólann er vel metin kvikmyndadeild þar sem ekki ómerkari menn en Coen-bræður og Martin Scorsese stunduðu nám. Leikjahönnunarnámið er aftur á móti tiltölulega nýtt í skólanum og þar er m.a. lögð áhersla á listfræðina á bak við tölvuleiki og borðspil. „Það er nokkuð önnur nálgun en í mörgum öðrum skólum, sem sumir leggja áherslu á að framleiða starfs- menn fyrir stóru leikjaframleiðend- urna,“ segir Sigursteinn. „Hjá okkur er lögð áhersla á að búa til góða leiki, hversu stórir sem þeir eru í sniðum.“ Hann segir að í náminu sé hægt að fara mismunandi leiðir eftir því hvert hugur manna stefni, en bæði sé hægt að læra um tölvuleiki og borðspil. Sjálfur segist hann hafa áhuga á báðum tegundum spila, en líklega sé nokkru auðveldara að fá starf við hönnun tölvuleikja. Hefur hannað tvo leiki Gjarnan er talað um dálæti drengja og ungra karlmanna á tölvu- leikjum. Þar sem Sigursteinn er ungur að árum, 25 ára gamall, væri með ágætum rökum hægt að halda því fram að hann væri kominn í draumanám margs ungs manns. „Þetta var a.m.k. draumanámið mitt. En líklega finnst mörgum þetta áhugavert,“ segir hann. Um er að ræða tveggja ára nám og Sigursteinn er bú- inn með fyrra árið. Í náminu hefur hann m.a. hannað tvo leiki sem hann hyggst halda áfram að þróa, annar þeirra er borðspil og hinn tölvu- leikur. Á síðara námsárinu verður megináherslan lögð á stórt loka- verkefni sem Sigursteinn er þegar farinn að leggja drög að í samráði við tvo skólafélaga sína, en þar prófa þeir sig áfram með mörkin á milli borðspila og tölvuleikja. – Hvernig er gott spil eða tölvu- leikur að mati leikjahönnunar- nemans? „Það má ekki taka of lang- an tíma. Það má heldur ekki vera þannig að einn leikmaður detti út snemma. Góður leikur er þannig að allir geta skemmt sér. Eða eins og frægur leikjahönnuður sagði: Leik- ur er röð af áhugaverðum ákvörð- unum.“ Í draumanáminu í New York  Námið er leikur einn – í bókstaf- legri merkingu Morgunblaðið/Þórður Leikjahönnuður Sigursteinn hefur alla tíð spilað mikið, bæði borðspil og tölvuleiki. Hann hefur starfað hjá verslun- inni Spilavinum þar sem myndin er tekin og hefur þar m.a. kennt spil. Hann segir það hjálpa sér mikið í náminu. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir að höfða ekki nægilega mikið til kvenna og ungra stúlkna. Sigursteinn segir meirihluta skólasystkina sinna karlkyns og mikil áhersla sé lögð á það í náminu að tölvuleikir höfði til beggja kynja. „Það er lögð mikil áhersla á hvað hægt sé að gera til að vekja áhuga stelpna á tölvu- leikjum. Við erum hvött til að hugsa út frá femínísku sjónar- horni og verkefnin okkar eru mik- ið gagnrýnd ef þau þykja ekki sanngjörn í garð beggja kynja,“ segir Sigursteinn. Þá segir hann að í leikjafræði- hluta námsins sé talsverð áhersla á hvernig minnihlutahópar komi fram í tölvuleikjum og öðrum spilum. „Þetta er eitt af því sem er mjög mikilvægt fyrir góðan hönnuð að hafa í huga.“ Vilja vekja athygli stelpna GÓÐUR LEIKJAHÖNNUÐUR ÞARF AÐ HUGA AÐ MÖRGU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.