Morgunblaðið - 10.07.2014, Qupperneq 11
Erfiðisvinna Breskir hermenn að hlaða steinum á hernámstímabilinu en Bretar stóðu í miklum framkvæmdum í
hernáminu. Afi Kays er sá sjötti í röðinni talið frá hægri. Óskað er eftir upplýsingum um hvar myndin er tekin.
náðu að sprengja hluta hjólanna af
skipinu á leiðinni, sem gerði ferðina
mjög torvelda.
Brann á andliti og höndum
Í febrúar 1941 var liðssveit
Stones tilkynnt að hún yrði send til
Íslands. Litlar upplýsingar var að
finna um Ísland á þeim tíma, en liðs-
foringinn tók að sér að fræða her-
mennina um landið með Atlasbók við
hönd. Í mars sigldi hersveitin til Ís-
lands frá Glasgow á skipinu H.M.T.
Bergensfjord, norskum farþegabáti
sem breski herinn hafði gert upp-
tækan. Liðssveitin varð hluti af
„Machine Gun Battalion of Iceland
(c) Force“ og var í fjórum kömpum; í
Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og
Bakkagerði. Hlutverk hennar hér á
landi var að verja landið gegn mögu-
legri innrás Þjóðverja, en hún lagði
mikla vinnu í að byggja upp varnir
og telur Kay að afi sinn hafi komið
að byggingu Reykjavíkurflugvallar.
Sveitin var send aftur til víglínunnar
í Evrópu í apríl 1941.
Að lokinni veru sinni á Íslandi
barðist Stone í Frakklandi og
Þýskalandi þangað til stríðinu lauk.
Í júlí 1944 brann hann á andliti og
höndum og sneri hann loksins heim
til Englands í október 1945. Hann
hlaut fjórar orður fyrir herþjónustu
sína: varnarorðuna, sigurorðuna,
fransk-þýsku orðuna og 1939-1945
stjörnuna. Að loknu stríðinu hóf
Abel störf í efnaverksmiðju í Man-
chester og vann þar þangað til hann
settist í helgan stein, 66 ára að aldri.
Hafi lesendur upplýsingar hvar
myndirnar af kirkjunni og bresku
hermönnunum eru teknar er hægt
að hafa samband við Jon Kay í gegn-
um tölvupóstfangið hans:
jon_kay@hotmail.com
England Mynd af Abel Stone fyrir
utan heimili sitt í Manchester.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014
Krónan
Gildir 10.-13. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambafille m/fiturönd ..................................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambafille m/fitur., kryddað............................. 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Grísabógsneiðar.............................................. 798 898 798 kr. kg
Grísabógsneiðar, kryddaðar.............................. 798 898 798 kr. kg
Kjúklingur m/ lime og rósmarín ........................ 1.198 1.349 1.198 kr. kg
Krónu kjúklingalæri m/legg .............................. 998 1.129 998 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 10.-12. júlí verð nú áður mælie. verð
FK 1/1 kjúklingur ............................................ 772 852 772 kr. kg
FK kjúklingabringur, stórkaup ........................... 1.998 2.157 1.998 kr. kg
FK grískótelettur, kryddaðar .............................. 1.298 1.398 1.298 kr. kg
Ísfugl kalkúna grillsneiðar ................................ 1.589 1.948 1.589 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði................................... 1.898 2.398 1.898 kr. kg
Lambaprime úr kjötborði.................................. 2.998 3.398 2.998 kr. kg
Svínakótelettur úr kjötborði .............................. 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Coke dósir 12x033 ml ..................................... 998 1.548 83 kr. stk.
Kókómjólk 6x250 ml ....................................... 398 489 398 kr. pk.
Homeblest 200 g ............................................ 198 228 198 kr. stk.
Hagkaup
Gildir 10.-13. júlí verð nú áður mælie. verð
Íslandslamb Sirlon .......................................... 1.679 2.399 1.679 kr. kg
Hagkaup Veislu lambalæri ............................... 1.819 2.598 1.819 kr. kg
Holta ferskar lundir .......................................... 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Grískar grísalundir ........................................... 1.724 2.299 1.724 kr. kg
Ísl. Lambakótelettur kryddl. .............................. 2.383 2.979 2.383 kr. kg
Billy’s pan pitsa pep., 170 g ............................ 223 279 223 kr. stk.
Heilkornabrauð ............................................... 299 489 299 kr. stk.
Eplalengja ...................................................... 399 649 399 kr. stk.
Berry Goji berjadrykkur, 1 l ............................... 359 419 359 kr. stk.
Berry granatepladrykkur, 1 l ............................. 359 429 359 kr. stk.
Nóatún
Gildir 11.-13. júlí verð nú áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði..................................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Lambalæri, kryddað, úr kjötborði ...................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Grísalundir m/sælkerafyllingu .......................... 2.698 2.998 2.698 kr. kg
Ungnauta T-beinsteik úr kjötb. .......................... 4.498 4.998 4.498 kr. kg
ÍM kjúklingalundir............................................ 2.498 2.798 2.498 kr. kg
Grænar perur, Anjou ........................................ 439 549 439 kr. kg
Helgartilboðin
Morgunblaðið/Kristinn
Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað vöfflujárnið,
kaffivélin og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn.
Við erumheppin að náttúran skuli sjá okkur fyrirmeira en nóg
af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess
að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað
er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota
að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér
að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í
heild og við einstaka þætti.
Orka náttúrunnar framleiðir
og selur rafmagn til allra
landsmanna á samkeppnishæfu
verði. Við viljum nýta auðlindir
af ábyrgð og nærgætni og bæta
lífsgæðin í nútíð og framtíð.
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
HVAÐ FER MIKIL ORKA Í VÖFFLUKAFFIÐ?