Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 19

Morgunblaðið - 10.07.2014, Side 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2014 Kynnt hefur verið hugmynd að breyttri legu nýs vegar yfir Öxi á milli Háubrekku og Reiðeyrar í botni Beru- fjarðar. Hún snýst um að vegurinn verði lagð- ur upp brekkurnar í vestanverðum Beru- fjarðardal í gegnum klappirnar undir Víð- ineshjalla og þaðan yfir Gljúfrið alla leið að brúnni á Hemru. Í brekkunni fyrir ofan sem sleppur aldrei við mikla snjódýpt og blindbyl fer vegurinn inn á gamla veginn. Samkvæmt þess- ari hugmynd hefur verið hætt við að leggja nýja veginn yfir túnið fram hjá eyðibýlinu Melshorni og uppi í brattri fjallshlíðinni fyrir neðan Mið- hjalla og Mannabeinahjalla. Fullyrð- ingar um 4 milljóna króna sparnað af hverjum einasta flutningabíl sem aki frekar yfir Öxi í stað þess að fara Fjarðaleiðina og í gegnum Fá- skrúðsfjarðargöngin einkennast af tilefnislausum árásum á samgöngu- mál fjórðungsins og eru í hróplegri mótsögn við góða blaðamennsku. Hafi stuðningsmenn Axarvegar skömm fyrir kröfuna um lokun Breiðdalsheiðar sem þeir setja fram í þeim tilgangi að níða skóinn af Breiðdælingum án nokkurs tilefnis. Eldsneytis- og rekstrarkostnaður flutningabifreiða margfaldast sé ekið upp brekkurnar í Berufjarðardal og yfir Öxi. Þegar ekið er niður brekk- urnar eykst hættan á því að bremsu- rör springi með skelfilegum afleið- ingum um leið og bílstjórarnir reyna allt sem þeir geta til að draga úr ferð stóru ökutækjanna. Samkvæmt breyttri legu kemur þessi staðreynd í ljós ef vegurinn í vest- anverðum Berufirði verður lagður í miklum halla fram hjá Árnhús- aflóa upp brekkurnar fyrir neðan Víði- neshjalla. Í tillögunni að nýrri veglínu upp úr Berufirði kemur hvergi fram hvort hallinn á veginum verði innan við 10% eða vel yfir þessari tölu. Með tilliti til umferðaröryggis er núverandi vegur yfir Öxi erfiður, hæðóttur, hlykkjóttur, víða mjög brattur og stórhættulegur mal- arvegur. Hugmyndin að breyttri veglínu segir ekkert að nýr vegur upp úr vestanverðum Berufjarðardal og yfir Öxi verði nú alveg hættulaus. Á hlykkjóttum svæðum sem eru víða mjög brött bjóða uppbyggðir vegir upp á mikla slysahættu. Þar geta snöggar veðrabreytingar sem eng- inn sér fyrir óvænt hrellt vegfar- endur þvert á allar veðurspár. Í brekkunni fyrir ofan Hemru er nú- verandi vegur í 13% halla. Þaðan fer nýi vegurinn í beinu framhaldi niður fyrir Hænubrekku og Háubrekku og lendir í mikilli snjódýpt sem getur orðið 6-10 metrar. Af þessum snjó- þungu svæðum hefur greinarhöf- undur tekið margar myndir og mælt hæð snjóþyngslanna án þess að nú- verandi vegir í þessum brekkum hafi verið mokaðir í fleiri vikur og mán- uði. Ólíklegt er að nýr vegur yfir Öxi sé í sjónmáli eftir 15-20 ár á meðan Vegagerðin og ríkissjóður festast í svikamyllu Vaðlaheiðarganga sem vegtollur á hvern bíl fjármagnar aldrei. Útilokað er að Vegagerðin geti tryggt að uppbyggður vegur á öllu svæðinu milli Háubrekku og Hemru verði hindrunarlaus og losni endanlega við allt fárviðrið og öll snjóþyngslin sem stuðningsmenn Axarvegar vilja flytja yfir á Breið- dalsheiði. Uppbyggður vegur yfir Öxi sem hart er deilt um tryggir aldrei að Egilsstaðir, Fljótsdals- hérað og Djúpivogur fari um ókomin ár inn á eitt samfellt atvinnusvæði. Ástand núverandi vegar við Víná og í bröttu brekkunni á Þrívörðuhálsi er engu betra en í hinum brekkunum sem hér eru nefndar. Til þess að sleppa við snjóþyngslin og illviðrið milli Háubrekku og Hemru ætti frekar að athuga hvort nýi vegurinn yrði öruggari fyrir mikilli snjódýpt ef hann væri tekinn frá svæðinu nær Merkjalæk og farið með hann í litlum halla niður fyrir Vínárnes- hjalla og Víðineshjalla í vest- anverðum Berufjarðardal. Uppi í brattri fjallshlíðinni í austanverðum dalnum fyrir neðan Miðhjalla og Mannabeinahjalla lendir vegurinn frekar á hættusvæði. Þar getur hann með skelfilegum afleiðingum sópast niður snarbratta fjallshlíðina í aust- anverðum Berufjarðardal fyrir ofan Beitivelli ef aurskriður, grjóthrun og snjóflóð hrella vegfarendur. Nýr Axarvegur á snjóþungu svæði Eftir Guðmund Karl Jónsson »Eldsneytis- og rekstrarkostnaður flutningabifreiða marg- faldast sé ekið upp brekkurnar í Beru- fjarðardal og yfir Öxi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Það er svo óend- anlega margt sem er ruglandi þessa dagana hér á Íslandi. Sumarið, sem allir eru að bíða eftir, minnir helst á djúpa haustlægð sem engan endi ætlar að taka. Verslanir hafa stillt upp strandskóm og kjólum sem enginn lítur á á meðan lopa- peysur og regnjakkar rjúka út eins heitar lummur. Krakkaræflarnir okkar rembast við úti-íþróttirnar þar sem þrautseigjan skiptir meira máli en tæknin. Ferðamenn virðast vera þeir einu sem eru rétt klæddir á Laugaveginum í fjallaskóm með bak- poka, algerlega við öllu búnir á mal- bikinu í Reykjavík. Þrátt fyrir að þetta sé allt saman afar undarlegt er fátt sem toppar þá umræðu sem á sér stað um komu Costco til Íslands. Sem betur fer megum við enn ferðast til útlanda og þeir sem hafa hætt sér til Bandaríkj- anna hafa slysalaust komist í gegn- um stórmarkaði sem selja bæði verkjalyf, vín og kjöt undir sama þaki. Það þarf ekki endilega að kaupa alla þessa hluti í sömu ferðinni en for- réttindin eru þau að þetta sé í boði. Sú forræðishyggjuumræða sem á sér stað um að við séum ekki þjóð sem vilji breyta reglugerðum til að þóknast stórum verslanakeðjum er að mínu mati algerlega á villigötum. Ég ímynda mér að þær verslana- keðjur sem nú þegar eru hér á landi hafi ekkert á móti breytingum á reglum og lögum er lúta að frjálsari innflutningi og fjölbreytni í vöruvali verslana. Mér finnst rök margra þeirra sem hafa horn í síðu fjöl- breyttari verslunar á Íslandi frekar þunn og á köflum hlægileg. Ég treysti Íslendingum vel fyrir því að velja heimilisvörur ásamt lausa- sölulyfjum og vínflösku í eina og sömu körfuna án þess að draga af því þá ályktun að viðkomandi sé að stofna lífi sínu í hættu. Uppljóstranir þess efnis að við séum ekki að borða „íslenskt“ í ís- lenskum pakkningum eru sláandi en hins veg- ar hafa þær ekki orðið til þess að heilsufari þjóðarinnar hafi farið neitt sérstaklega aftur við það eitt. Utanlandsferðir þar sem brjálaðir Íslendingar versla í stór- mörkuðum og borða „útlenskt“ hafa heldur ekki borið velferðarkerfið of- urliði. Bændur og matvælaframleið- endur hafa ekki undan að rækta fæðu ofan í okkur ásamt þeim milljón ferðamönnum sem hingað eiga að koma á næstunni og upplifa hreint Ísland. Íslensk matvælaframleiðsla er til fyrirmyndar og flest veljum við að versla við okkar heimafólk en við viljum einnig geta flutt þessar vörur út til sölu og fengið þannig gjaldeyri. Verndun matvæla eða landbúnaðar- iðnaðarins á ekki að vera á kostnað réttar neytandans til að velja hvað hann vill. Honum á einnig að vera treystandi til þess að bera ábyrgð á heilsu sinni sjálfur án þess að tengja það við að hann þurfi að fara í margar sérverslanir til þess að bragðbæta sunnudagssteikina með víni og losna við hausverkinn sem því fylgir á mánudegi. Kostuleg umræða! Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir » Þrátt fyrir að þetta sé allt saman afar undarlegt er fátt sem toppar þá umræðu sem á sér stað um komu Costco til Íslands. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. DÚKA www.duka.is KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Allskonar gjafir á óskalistann ykkar Kláraðu listann Brúðhjón sem gera óskalista fá 10% afslátt af öllum vörum hjá okkur í 6 mánuði eftir brúðkaupið 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.