Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  162. tölublað  102. árgangur  ÉG ER MAMMA ALLRA HESTA FLAKKAR UM HEIMINN OG BLOGGAR ALLI MÖLLER KVIKMYNDAR 10JÓNÍNA Í TOPPHESTUM 19 Fjölskyldulíf hjónanna Ernu Töns- berg og Nicks Candy er harla ólíkt því sem flestir eiga að venjast. Hún er íslensk, hann fæddur á Írlandi en uppalinn í Ástralíu. Þau kynntust á heimssýningunni í Japan árið 2005 og eiga nú fjögur börn, hafa flakkað á milli Japans, Íslands og Ástralíu síðan þau kynntust en eru nú búsett hérlendis, enda mikið mál að ferðast á milli landa með fjögur ung börn. Það fengu þau að reyna þegar þau heimsóttu fjölskyldu Nicks úti í Ástralíu um síðustu jól. Erna er við- skiptafræðingur og stýrir rekstrar- námi fyrir hönnuði í Háskólanum í Reykjavík. Nick er menntaður leik- ari en starfar nú með Sirkus Íslands, þar sem hann iðkar meðal annars loftfimleika af mikilli list. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi ítarlega við hjónin um sirkus- lífið, listina og ástina, sem greinilega á sér engin landamæri. Sirkuslífið og ást án allra landamæra  Sirkus og viðskiptafræði í eina sæng Morgunblaðið/Eggert Sirkusfjölskylda Erna Tönsberg og Nick Candy ásamt börnunum fjórum. Norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót barna og unglinga hefur staðið yfir síðustu daga. Mótið er haldið þriðja hvert ár á Norðurlöndum og er nú haldið í annað sinn á Íslandi. Um 950 þátttakendur eru á mótinu, að sögn Elínar Svövu Elíasdóttur, þjóðdansakennara barna og unglinga. „Dansinn og tónlistin er þeirra tungumál,“ segir hún, en þátttakendur koma frá Ís- landi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Svíþjóð. Stíga þjóðlegan dans á þjóðdansa- og þjóðlagamóti Morgunblaðið/Þórður Nordisk barnlek, norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti barna og unglinga, lýkur í dag  Bjarni Bene- diktsson fjár- málaráðherra segir spá Al- þjóðagjaldeyr- issjóðsins um halla á fjár- lögum næsta og þarnæsta ár engu breyta um áform hans og ríkisstjórnar- innar. „Við ætlum að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp í haust,“ segir fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Ráðherra segir að fjölgun starfa og aukinn hagvöxtur vinni með stjórnvöldum í þeim áform- um. Þá sé verðbólga hér í sögulegu lágmarki miðað við síðustu tíu ár. Lykilatriði sé að ríkissjóður efni ekki til frekari skuldasöfnunar og að í gangi séu viðvarandi aðhalds- aðgerðir. agnes@mbl.is »6, 20 Stefnir að halla- lausum fjárlögum Bjarni Benediktsson  Óstöðugt loft og lægðir sem sveima yfir landinu leiða til þess að gera má ráð fyrir rigningu víða um land næstu daga. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem býst við votviðri sunnanlands og vestan jafnframt því sem hann telur að skúrir verði norðanlands. Hundadagar ganga í garð á morgun, 13. júlí. Er trú margra sú að veðrátta þann dag haldist hin sama þaðan í frá fram í áliðinn ágúst. Hvort sú er raunin er óvíst, en rigning að undanförnu hefur þó gert strik í reikning bænda víða og heyskapur gengið misjafnlega. Fólk í ferðaþjónustu hefur sömu sögu að segja. sbs@mbl.is »18 Rigningarspá í upp- hafi hundadaganna Búskapur Heyjað í kapp við rigninguna.  Sigurður Erl- ingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir tvær ástæð- ur fyrir því að einstaklingum á vanskilaskrá sé neitað um leigu- húsnæði hjá ÍLS. „Í fyrsta lagi er það ekki hlut- verk Íbúðalánasjóðs að leysa fé- lagslegan vanda … Í öðru lagi höf- um við reynt að teygja okkur eins langt og við getum með því að leigja fólki með tiltekna gerð af vanskilum.“ »19 Ekki ætlað að leysa félagslegan vanda Sigurður Erlingsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raungengi krónunnar mun halda áfram að styrkjast á næstunni og fyrir vikið eykst kaupmáttur al- mennings hvað varðar erlendar vörur. Styrkingin mun gerast hægt og sígandi. Þetta er mat sérfræðinga á fjár- málamarkaði sem spáðu um gengis- horfur fyrir Morgunblaðið. Regína Bjarnadóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, telur raungengið geta styrkst um 5-10%. Það sé nú um 25% hærra en þegar botninum var náð 2009. Már Mixa fjármálafræðingur telur skuldabréfaútboð ríkisstjórnarinnar í evrum í sumar batamerki. Ágætar líkur séu á að hægt verði að endur- fjármagna erlendar skuldir. Það ásamt hagvexti styrki gengið. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, telur að raungengið muni styrkjast ef spár um hagvöxt rætast. Sú ákvörðun Seðlabankans að auka reglubundin, vikuleg kaup á gjaldeyri, úr 3 millj- ónum evra í 6, renni frekari stoðum undir að bankinn muni nýta sér nettó gjaldeyrisinnflæði á næstunni til að styrkja gjaldeyrisforðann. Áhrif þessa á gengið verði líklega lítil. MRaungengið »12 Gengi krónu á uppleið Kaupmáttur eykst » Raungengi er annað en skráð nafngengi. » Styrkist raungengið eykst kaupmáttur hvað varðar er- lendar vörur. » Það er líklegt til þess að örva einkaneyslu.  Sérfræðingar telja útlit fyrir að raungengi krónu haldi áfram að styrkjast  Skuldabréfaútboð ríkisstjórnarinnar eykur líkur á endurfjármögnun skulda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.