Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 4

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þau Julian Burbos frá Argentínu og Patrizia Angela Sanmann, sem er hálfur Þjóðverji og hálfur Ítali, hlakka mikið til þess að horfa á fótboltalandslið sín spila úrslitaleik HM í knattspyrnu á sunnudaginn. „Ég held að hið ótrúlega gerist og Argentína standi uppi sem sig- urvegari. Það getur allt gerst í fót- bolta,“ segir Julian en hann telur Þjóðverja vera sigurstranglegri á sunnudaginn. Julian hefur búið á Íslandi í fimm ár ásamt eiginkonu sinni frá Ekvador og syni þeirra, Elias. Julian, sem er sjávarlíffræð- ingur að mennt og starfar hjá Haf- rannsóknastofnun, býst við að mjótt verði á munum á morgun. „Ef við vinnum verður það 1-0 eða 2-1. Við höfum sterka vörn og ef við vinnum verð- ur það ekki með miklum mun,“ segir Julian. Patrizia starfar sem leið- sögumaður á hvalaskoð- unarskipinu Andreu og hef- ur búið á Íslandi í sex ár ásamt íslenskum manni sín- um. Þau eiga tveggja mánaða gamla dóttur. Hún vonar að leikurinn endi ekki eins og á móti Brasilíu heldur verði spennandi allan tímann. „Mér finnst mun Ingileif Friðriksdóttir Björn Már Ólafsson Bráðabirgðasamningar hafa náðst milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn SHS samþykkti samninginn síðdegis í gær, en Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra hafði áður staðfest hann fyrir sitt leyti. Samningurinn er gerður til níu mánaða og gildir frá 1. júlí 2014 til og með 31. mars 2015. Stefna samningsaðilar að gerð langtímasamnings með gild- istöku 1. apríl 2015. Samningar um sjúkraflutninga á höfuðborgar- svæðinu runnu út í ársbyrjun 2012 og hefur SHS sinnt þessari þjónustu án samnings síðan. „Það er ánægjulegt að samn- ingur sé kominn á, og gott að við þurfum ekki lengur að vera með þessa öryggisþjónustu samnings- lausa í langan tíma,“ sagði Kristján Þór í samtali við mbl.is í gær. Kristján Þór segir samninginn vera gerðan á grundvelli þeirra fjárheimilda sem hann hafi úr að spila á þessu ári. „Síðan erum við sammála um það að vinna að gerð langtímasamnings um sjúkraflutninga á þessu svæði og það verður það næsta sem við gerum.“ Birgir Finnsson varaslökkvi- liðsstjóri segir gott að óvissu sé eytt. „Við höfum verið samnings- laus í tvö og hálft ár og mikil óvissa hefur ríkt um þjónustuna. Nú er bú- ið að koma henni frá næstu 9 mán- uðina og vonandi tekst að gera langtímasamninga.“ Með langtíma- samningum vonast stjórn SHS eftir því að fjölgað verði um eina starfs- stöð. „Við leggjum mikla áherslu á það að komið verði á starfsstöð í byggingu sem við erum að byggja á Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Þetta hefði mikilvæg áhrif á viðbragðs- tímann á höfuðborgarsvæðinu.“ Loks samið um sjúkraflutninga  Bráðabirgðasamningar hafa náðst  Síðustu samningar runnu út 2012 Morgunblaðið/Kristinn Samningar Stjórn SHS leggur áherslu á fjölgun starfsstöðva. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa til samþykktar útlit fyrirhugaðs hót- els við Hverfisgötu 103 og er stefnt að því að hefja framkvæmdir við byggingu þess eftir verslunar- mannahelgi. Hótelið verður hundrað herbergja og hluti af keðjunni Keahótelum. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá var það niðurstaða umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að byggingin stæðist ekki kröfur um út- lit og yfirbragð og tæki ekki mið af sérkennum svæðisins í kring. Var verktaka því gert að gera breytingar á útliti hússins. Hótelið hefur nú ver- ið endurhannað og birtast hér mynd- ir af endanlegum teikningum í fyrsta sinn opinberlega. Skipulagsráð hef- ur samþykkt endanlegt útlit hótels- ins en á hins vegar eftir að sam- þykkja einstök atriði vegna byggingarinnar. Sigurður Andrés- sson, eigandi SA verks ehf., vonast eftir endanlegri afgreiðslu bygging- arfulltrúa á þriðjudaginn kemur. „Útlínur hússins hafa ekki tekið breytingum. Þær eru enn í samræmi við deiliskipulagið. Skipulagsráð vildi hafa bygginguna í anda eldri húsa og hefur meðal annars glugg- um nú verið breytt til að húsið sé í eldri stíl,“ segir Sigurður. Sigurður segir reiknað með að 35- 40 manns muni að meðaltali koma að byggingu hótelsins og miða áætlanir við að framkvæmdum ljúkí í maí eða júní á næsta ári. Framkvæmdatím- inn verður því stuttur, aðeins tíu eða ellefu mánuðir. Spurður hvort það sé Íslandsmet segist Sigurður ekki telja að svo sé. Áður hafi verið byggt hratt á Íslandi. Hótelið verður byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku og hraðar það framkvæmdum. Bílakjallari verður undir hótelinu með um 30 stæðum. Í inngarði til vesturs verður garður fyrir hótelgesti og viðskiptavini veit- ingastaðar sem verður á jarðhæð. Hulunni svipt af borgarhóteli  Framkvæmdir við nýtt hótel á Hverfisgötu 103 hefjast senn  Breytingar gerðar á hönnun hótelsins  Skipulagsráð hafnaði gamla útlitinu  Gluggum hefur verið breytt  Stefnt að vígslu næsta sumar Teikning/Opus/Birt með leyfi SA verks Fyrir og eftir Nýtt útlit hótelsins er sýnt á vinstri myndinni (hvítt), það gamla á hægri myndinni (svart). Á morgun, sunnudag, ætlar Julian að horfa á leikinn heima hjá sam- landa sínum þar sem nokkrir Argentínumenn koma saman. „Við munum annaðhvort fagna eða gráta saman,“ segir Julian bros- andi, en vonast eftir að það verði hið fyrrnefnda. Hingað til hefur Julian horft á HM með öðrum Argentínumönnum, ýmist á Stúdentakjall- aranum eða í heimahúsum. Patrizia segist ekki vera búin að ákveða hvar hún muni horfa á úrslita- leikinn en hingað til hefur hún horft á leiki Þýskalands heima hjá sér. „Það halda allir með Þýskalandi heima svo stemningin hefur verið góð þar,“ segir Patrizia. Hún hélt með Þjóðverjum og Ítölum í upphafi móts og er fegin því að Þýskaland hafi ekki dottið út úr keppninni líkt og Ítalir. „ Hefðu liðin mæst í keppninni hefði ég þó sennilega haldið með Ítalíu,“ segir Patrizia og hlær. „Fagna eða gráta saman“ HVAR ÆTLA ÞAU AÐ HORFA Á ÚRSLITALEIKINN ? skemmtilegra að horfa á spennandi leik þar sem annað liðið er ekki bú- ið að gera út um leikinn eftir hálf- tíma,“ segir Patrizia. Hún segir tvö góð lið vera að mætast á morgun. „Argentínumenn voru flottir á móti Hollendingum svo ég á von á að þetta verði spennandi úrslita- leikur. Ég spái því að leikurinn fari 3-1 fyrir Þýskaland,“ segir Pat- rizia. Julian skýtur inn í að sama hvernig leikurinn fari á morgun, þá hafi Argentína náð betri árangri en gestgjafar mótsins, Brasilía. „Það er næstum því jafn gott og að vinna HM. Brasilíumenn munu ekki vera glaðir ef Argentína vinn- ur mótið,“ segir Julian. Hann segir tengslin milli Argentínu og Bras- ilíu vera mjög sterk á flestum svið- um en þegar komi að fótbolta sé mikið hatur á milli nágrannaland- anna. „Ef við vinnum á morgun munu þeir ábyggilega aldrei halda HM aftur. Árið 1950 töpuðu Bras- ilíumenn úrslitaleik á móti Úrúgvæ á heimavelli. Það mun gera út af við þá ef við vinnum bikarinn í þeirra landi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrslitaleikur Argentínumaðurinn Julian Burbos, sonur hans Elias Burbos og Patrizia Angela Sanmann. Hlakka til úrslita- leiksins í Brasilíu  Ósammála um úrslit en vonast bæði eftir spennandi leik Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.