Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Bæjarráð Hafn-
arfjarðar fól í
gær lögmanni að
birta stefnu á
hendur Stál-
skipi, útgerð-
arfyrirtæki í
bænum. Stefnan
er komin til
vegna sölu fyr-
irtækisins á tog-
ara sínum til
Rússlands, sem bæjarráð telur
stangast á við lög. Þá telur bæj-
arráð einnig að Stálskip hafi virt
að vettugi lög þegar fyrirtækið
seldi allan sinn kvóta til útgerða
utan bæjarins. Lögin varða til-
kynningarskyldu fyrirtækis þegar
það hyggst selja hlutfallslega mik-
ið magn kvóta úr sveitarfélagi en
sveitarfélagið á þá forkaupsrétt á
kvótanum.
Hefur bæjarráð óskað eftir því
að sjávarútvegsráðherra ógildi
sölu kvótans úr bæjarfélaginu, því
ekki hafi verið farið að lögum við
söluna. Bæjarráð hefur áður gagn-
rýnt að Fiskistofa hafi ekki til-
kynnt um framsal aflaheimildanna.
„Nú snýst málið um hvort lögin
um forkaupsréttarákvæði sveitar-
félaga séu einhvers virði og að
þeim sé fylgt. Bæjarráð hefur ósk-
að eftir viðbrögðum ráðherra og
verður athyglisvert að sjá hvort
hann beitir sér í málinu. Við bíð-
um eftir ákvörðun hans,“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs. sh@mbl.is
Birta Stál-
skipi stefnu
Rósa
Guðbjartsdóttir
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
var tilkynnt um þjófnað úr bíl við
Landspítalann á Hringbraut í gær.
Par sást brjótast inn í bílinn og
meðal þess sem það tók var vega-
bréf manns sem er á leiðinni til út-
landa strax eftir helgi. Að sögn lög-
reglu sér viðkomandi nú fram á að
fara í utanlandsferðina án vega-
bréfsins. Lögregla höfðar því til
samvisku fólksins sem braust inn í
bílinn, því að vegabréfið er því
gagnslaust en mikið er í húfi fyrir
manninn að fá það í hendur.
Vegabréfi stolið rétt
fyrir utanlandsferð
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er búið að vera heilmikil há-
tíð og fjölmargir sáu sér fært að
taka þátt í henni með okkur,“ segir
Samúel Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri heildsölu- og
rekstrarvörusviðs hjá Rekstrar-
landi, en á einungis fimm dögum
tókst að finna nýtt húsnæði og
koma verslun Rekstrarlands í
stand. Eldri verslun fyrirtækisins
varð eldi að bráð í bruna í Skeifunni
og er nýja verslunin til húsa að
Mörkinni 4. Til að halda upp á opn-
unina var starfsmönnum þeirra fyr-
irtækja sem urðu illa úti í brun-
anum boðið í grill.
Aðspurður segir Samúel ljóst að
allir þeir sem að verkinu komu hafi
unnið mikið afrek. „Allir sem komu
að þessu mega vera mjög stoltir og
á það við um starfsfólk okkar,
birgja, þjónustuaðila og alla þá sem
hafa hjálpað okkur. Í raun hafa allir
verið boðnir og búnir að gera allt til
að þetta gæti gengið upp,“ segir
hann.
Í fermetrum talið er hið nýja hús-
næði Rekstrarlands svipað að stærð
og það sem eyðilagðist í brunanum.
Að sögn Samúels er verslunarrýmið
nokkuð stærra en hið gamla en
lagerhlutinn er hins vegar heldur
minni. „En þetta er stærð og stað-
setning sem hentar okkur vel.“
Fönn er hvergi á förum
Ari Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri þvottahússins Fann-
ar, segir í tilkynningu að þrátt fyrir
áfallið sem Fönn hafi orðið fyrir í
brunanum hafi verið ákveðið að
halda rekstri áfram. Hafa þegar
verið gerðar ráðstafanir sem gera
fyrirtækinu kleift að þjónusta við-
skiptavini sína áfram. Vill Ari sér-
staklega koma á framfæri þökkum
til þeirra slökkviliðsmanna sem
lögðu sig í hættu við að bjarga verð-
mætum. „Sérstaklega var það mikil
upplifun fyrir okkur að sjá í návígi
hugrekkið sem slökkviliðsmenn
sýndu í viðureigninni við eldhafið,“
er haft eftir Ara í tilkynningu.
„Allir sem komu að þessu
mega vera mjög stoltir “
Hugrekki slökkviliðsmanna er mönnum ofarlega í huga
Morgunblaðið/Eggert
Opið Fjölmargir lögðu leið sína í nýja verslun Rekstrarlands í Mörkinni.
VIÐTAL
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir áform sín og ríkis-
stjórnarinnar um að leggja fram
hallalaust fjárlagafrumvarp í haust,
fyrir árið 2015, í engu hafa breyst
þrátt fyrir þá spá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins að halli á fjárlögum næsta
árs geti orðið um 0,5% og spá AGS
fyrir fjárlög ársins 2016 sé sú að hall-
inn geti orðið 1,3% af vergri lands-
framleiðslu.
Réttum megin við núllið
„Það hefur ekkert breyst í þeim
efnum. Ég stefni að því að leggja fram
hallalaus fjárlög í haust, fyrir árið
2015, rétt eins og fjárlagafrumvarpið
fyrir árið í ár var án halla, og nú stefn-
ir í að jöfnuður ríkissjóðs fyrir árið í
ár verði jákvæður um tæp tvö prósent
af vergri landsframleiðslu. Við
vinnum að sjálfsögðu áfram að því að
halda ríkissjóði áfram réttum megin
við núllið, til framtíðar,“ sagði Bjarni í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Störfum fjölgað um yfir 4.000
- Nú segir AGS í spá sinni að
ákveðnar tekjur falli til á þessu ári
sem muni ekki falla til á því næsta og
þarnæsta. Hvernig ætlið þið þá að ná
þessum markmiðum um hallalaus
fjárlög?
„Það er vissulega eitthvað til í þeim
hluta spár AGS og við höfum allan
tímann gert okkur grein fyrir því. En
ég bendi á að það eru aðrir hlutir sem
eru að vinna með okkur. Hér hefur
verið vaxandi hagvöxtur og fjölgun
starfa í landinu. Störfum hefur fjölgað
hér á landi um yfir fjögur þúsund frá
því árið 2013 og það munar nú um
minna, ekki satt?
Með aðhaldssemi í ríkisrekstrinum
er raunhæft að halda ríkis-
sjóði áfram hallalausum og
koma þannig í veg fyrir frek-
ari lántökur ríkissjóðs,“
sagði fjármálaráðherra.
Bjarni var spurður með hvaða
hætti myndi koma til frekari niður-
skurðar hjá hinu opinbera í fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár:
„Við erum með viðvarandi aðhalds-
kröfu í ríkisrekstrinum, til þess að
tryggja að ávallt sé verið að forgangs-
raða að nýju og gæta að því að fjár-
munir hins opinbera nýtist sem best.
Þrátt fyrir það sjáum við fyrir okk-
ur að geta bætt í á einstaka sviðum en
ég verð að bíða með það fram á haust-
ið að útlista hvernig við ætlum að láta
þær áherslur birtast. Það á heilmikil
vinna eftir að fara fram hér í fjármála-
ráðuneytinu og öðrum ráðuneytum
ríkisstjórnarinnar áður en hægt verð-
ur að upplýsa í smáatriðum hvernig
fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015
mun líta út,“ sagði Bjarni.
„Auðvitað er þetta krefjandi verk-
efni, því hefur enginn mótmælt. En
við teljum að þetta sé mögulegt og
það sé afar mikilvægt að koma í veg
fyrir frekari skuldasöfnun hjá ríkinu
og reyndar að það geti skipt sköpum
varðandi þann stöðugleika og aga
sem þarf að innleiða í opinber fjármál.
Það er algert lykilatriði að slá því ekki
á frest og forsenda þess að við vinnum
okkur með varanlegum hætti út úr
vandanum,“ sagði Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra.
Hallalaus fjárlög stefnan
Fjármálaráðherra segir spá AGS um halla á fjárlögum næsta og þarnæsta árs
engu breyta um stefnu ríkisstjórnarinnar „Aðrir hlutir eru að vinna með okkur“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölgun starfa Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bendir á að mikil fjölgun starfa frá 2013, eða yfir fjögur þús-
und störf, vinni með ríkissjóði. Þá bendir ráðherrann á að það sama eigi við um aukinn hagvöxt hér á landi.
Í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson lagði fram á Alþingi þann
1. október 2013 fyrir fjárlagaárið í ár var gert ráð fyrir því að 458,7
milljóna króna tekjuafgangur yrði á ríkissjóði í ár. Nú er eins og
áður er komið fram gert ráð fyrir að tekjuafgangur verði sem
nemur tæplega 2% af vergri landsframleiðslu. Miðað við
landsframleiðslu síðasta árs gæti afgangurinn orðið um 3,7
milljarðar króna. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að hagvöxtur á
þessu ári verði tæplega 3,3%. Annað jákvætt teikn er að verð-
bólga um þessar mundir er hin lægsta sem mælst hef-
ur í 10 ár, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstof-
unnar, sem gefin var út 4. júlí sl. Spáð er 2,5%
verðbólgu á þessu ári og 3,4% á næsta ári.
Meiri afgangur en áætlað var
JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI Í EFNAHAGSLÍFINU
Bjarni
Benediktsson
Haust 1 17. - 27. september
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Glæsileg ferð til Kanada þar sem þrjár stórborgir
Ottawa, Montreal og Toronto, verða heimsóttar. Njótum
þess að aka um blómlegar sveitir og þorp, kynnumst
sögu landnemanna og förum á söfn. Siglum á hinu
fræga St. Lawrance fljóti og skoðum
hina mögnuðu Niagarafossa.
Verð: 289.800 kr. á mann í tvíbýli.
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Jónas Þór
Niagarafossarnir í Kanada