Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 10
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
- með dassi
af spennu?
Matur, morð,
ást og ógnandi
óvissa
Fullkomin í fríið!
VVVVV
HEAT
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
Malín Brand
malin@mbl.is
Það er engum blöðum umþað að fletta að mun ódýr-ara var að ferðast umheiminn fyrir áratug en
það er í dag. Eftir sem áður má
halda kostnaði í lágmarki með því
að ferðast létt og gista á farfugla-
heimilum eða svipuðum gististöðum.
Alli hefur þó ekki látið aukinn
kostnað við ferðalög stöðva sig.
Hann ferðast létt með það helsta í
bakpoka og þar á meðal er kvik-
myndatökuvélin, þrífóturinn og
hljóðneminn. Svona hefur hann
ferðast í um áratug. Hann kemur
heim til Íslands á milli og vinnur
bæði við að kvikmynda, ljósmynda
og einstöku sinnum bregður hann
sér út úr bænum sem leiðsögu-
maður. Spurður hvort það sé ekki
snúið að kvikmynda og klippa efnið
til á þessum ferðalögum segir hann
svo ekki vera. „Í fyrstu ferðinni
minni árið 2004 til Suður-Ameríku
hitti ég furðufugl sem í dag er vinur
minn á Facebook. Hann var með
fartölvu á ferðalaginu og ég spurði
hann hvað hann væri eiginlega að
gera með fartölvu í bakpoka-
ferðalagi. Þá kom í ljós að hann var
rithöfundur að skrifa bók og hafði
góða afsökun fyrir farangrinum.
Enn asnalegra þótti honum þó að ég
skyldi vera með kvikmyndatökuvél
á bakpokaferðalagi,“ segir Alli, sem
ári síðar var kominn með fartölvuna
með í farangurinn. Þá gat hann
unnið efnið á ferðalaginu í stað þess
að klára bloggið þegar heim var
komið, eins og hann gerði eftir
fyrstu ferðina. Til að byrja með var
bloggið á íslensku en ekki voru allir
sáttir við það svo hann skipti yfir í
ensku.
Eftirminnilegar langferðir
Þegar menn eru lagðir af stað í
langferð þýðir ekkert annað en að
gefa sér góðan tíma og í fyrstu
þremur ferðum Alla gaf hann sér
fjóra mánuði í hverja ferð. „Eftir
hrun fóru þær aðeins að styttast en
á síðastliðnum árum hef ég getað
ferðast í allt að sex mánuði sam-
fleytt,“ segir hann, en á svo löngum
tíma nær hann að mynda sér skoð-
un á löndunum sem hann heimsækir
og segir frá upplifuninni í víd-
eóblogginu. Í fyrsta ferðalaginu
heimsótti hann þrettán lönd í þrem-
ur heimsálfum. Síðan þá hefur hann
vídeóbloggað um tugi landa og
hvert ferðalag er vissulega einstakt
og eftirminnilegt. Hann hefur skoð-
að rúm 30% af heiminum og segist
ekki ætla að hætta flakkinu fyrr en
hann er búinn með hundrað lönd í
það minnsta, eða um 50% af heim-
inum.
Rótleysi er valmöguleiki
Það er eitt og annað sem dreg-
ur kjarkinn úr fólki þegar til stend-
ur að kanna óravíddir hins óþekkta
úti í hinum stóra heimi. Alli hefði
farið fyrr af stað en raun bar vitni
ef hann hefði ekki þurft að glíma við
örlitla hræðslu. „Mig hafði dreymt
um þetta síðan ég var átján ára en
vandinn var sá að enskukunnátta
mín var ekki nægilega góð svo ég
þorði ekki að fara. En svo nátt-
úrulega dreif ég bara í því að læra
ensku og gat þá farið að ferðast,“
segir Alli, sem segir að það sem
knýi hann áfram sé í raun réttri rót-
leysi. „Ég vil ekki meina að rótleysi
sé ættgengt eða eitthvað álíka.
Margir krakkar segjast rótlausir af
því að foreldrarnir drösluðu þeim út
um allt. Ef svo er þá er ég með
áunnið rótleysi. Þetta er valmögu-
leiki hjá mér. Ég valdi á sínum tíma
Vídeóbloggað í ára-
tug um allan heim
Kvikmyndagerðarmaðurinn Alfreð Möller, eða Alli Möller eins og hann er oftast
kallaður, hefur verið á faraldsfæti í áratug. Hann hefur flakkað vítt og breitt um
heiminn, kvikmyndað það sem fyrir augu ber og deilt því með áhugasömum á ver-
aldarvefnum í vídeóbloggi sem hann hefur haldið úti lengi. Sýn hans á lífið og til-
veruna er áhugaverð og margt sem kemur spánskt fyrir sjónir á ferðunum.
Ljósmynd/Alli Möller
Einstakt Taj Mahal á Indlandi er ein af fegurstu byggingum sem Alli Möller
hefur séð. Kyrrðin er mikil á myndinni sem tekin var í ljósaskiptunum.
Náttstaður Í Panama var eitt sinn ákveðið að sofa undir berum himni. Bak-
pokinn góði þjónaði hlutverki kodda í þetta skiptið úti í vegarkanti.
Á síðunni Traveltip hafa ferðalangar
hvaðanæva sett inn góð ráð fyrir
aðra ferðalanga. Hugmyndin er sú að
ferðafólk geti sett inn alls kyns gagn-
legar upplýsingar og ráð sem tengj-
ast ýmsum áfangastöðum. Flokkað er
niður eftir löndum og upplýsingarnar
eru af ýmsum toga. Sem dæmi má
nefna vel falin leyndarmál í verslun
og mat, hverju má ekki missa af á
merkilegum stöðum, hvað ber að var-
ast, hvar óhætt er að drekka krana-
vatn eða vatn beint úr ám og lækjum
og síðast en ekki síst hvar er hag-
kvæmt að gista.
Vefurinn er einfaldur í notkun og
tekur ört breytingum því upplýsing-
arnar bætast stöðugt við þegar fólk
vill deila einhverju með öðrum. Ann-
að sem er sniðugt á síðunni er heim-
skortið. Hver og einn getur hakað við
þau lönd sem hann hefur heimsótt af
lista undir kortinu og löndin litast um
leið rauð á kortinu. Það kemur mörg-
um á óvart hve víðförlir þeir reynast
þegar öll ferðalögin um ævina eru
tekin saman myndrænt.
Vefsíðan www.traveltip.org
Reuters
Flakk Góð ráð má finna á vefnum.
Prýðisráð ferðalanga
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.