Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 11
Ljósmynd/Jóhann Smári
Í vinnunni Á milli ferðalaga vinnur vídeóbloggarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Alli hér á Íslandi. Hann er lunk-
inn með steady cam og hefur gert mörg myndskeiðin og auglýsingarnar. Hér er hann ásamt hópi við íslenskan sæ.
að vera rótlaus og ég er það í dag af
því að ég valdi það. Fyrst ég valdi
það er það ekki neikvætt að vera
rótlaus,“ segir Alli, sem getur varla
beðið eftir að komast af stað í næsta
ferðalag, sem að öllum líkindum
verður í haust. Flandrið er lífsstíll
sem hentar sumum en ekki öllum.
Alli er ekki fjölskyldumaður og þar
af leiðandi er þetta mögulegt.
Að sjá heiminn gegnum linsu
Kvikmyndatökuvélin sem Alli
ferðast með er ekki af smæstu gerð.
Hún er alvöru græja og tekur að-
eins í, en án hennar vill hann ekki
vera. „Ég hef ljósmyndað í tuttugu
ár en fyrir rúmum tíu árum síðan
byrjaði ég að kvikmynda og langaði
í raun alla tíð mun heldur að kvik-
mynda en ljósmynda. Þegar ég
eignaðist kvikmyndatökuvél sá ég
að svona vildi ég safna heimildum
og segja sögu,“ segir hann.
Eins og hægt er að ímynda sér
á Alli heil ósköp af myndefni frá
þeim 64 löndum sem hann hefur
heimsótt og allt myndefnið geymir
hann vel og vandlega og nýtir í
fleira en vídeóbloggið. „Nú er ég til
dæmis að myndskreyta þessi ferða-
lög mín og fræði fólk betur um stað-
ina og úr verða þættir sem verðar
sýndir á IS TV, nýrri sjónvarpsstöð
sem byrjar með útsendingar bráð-
um.“ Þættirnir heita Ferðast fyrir
klínk og kaus Alli að byrja á Ind-
landi, en þar var hann árið 2011 og
heillaðist mjög af landi og þjóð.
Hann segir að Indland sé eitt af
þeim löndum sem marga langi til að
heimsækja en leggi ekki í. „Ég vil
helst sýna fólki lönd sem það fer
ekki til. Á listanum mínum eru lönd
á borð við Norður-Kóreu og Íran.“
Þau eru á meðal þeirra landa sem
Alli á eftir. Hvíta-Rússland er þar á
meðal og verði hann snemma á ferð-
inni í haust getur vel hugsast að
hann byrji á Rússlandi, fari því
næst um Hvíta-Rússland, Úkraínu
ef ástandið þar hefur batnað, þaðan
yfir til Georgíu, Íran, jafnvel inn til
Pakistan eða Dubai. Svona hljómar
gróf áætlun hjá vídeóbloggaranum
Alla Möller, sem hefur einsett sér á
ferðalögunum að vera ekkert að
skipuleggja of mikið heldur taka því
sem að höndum ber og ákveða hvar
hann gistir þegar hann kemur á
staðinn. „Ég hef ætlað á einhverja
ákveðna staði og svo skipti ég jafn-
vel um skoðun og fer í þveröfuga
átt,“ segir hann. Því er ljóst að ekki
er nokkur leið að vita hverju þessi
maður tekur upp á næst en hægt er
að fylgjast með honum á Facebook--
síðunni Ferðast fyrir klínk og á vef-
síðunni www.lifestyle.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
www.forlagid.is
– alvöru bókabúð á netinu
Um Útlaga:
Morgunblaðið
Fréttablaðið
Meistaraleg flétta
með sárum
undirtón, saga
af styrk
mannsandans
andspænis kúgun.
BYLTINGAR-
ANDI!
Á undanförnum árum hefur Alli
Möller komið að gerð nokkurra
heimildarmynda. Ein þeirra sem
ekki er komin út er um æskuvin,
Olofs Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem var myrtur árið
1986. Aðalpersóna myndarinnar
er Svíi sem búsettur var á Græn-
landi síðustu æviárin en þeir
Palme ólust að hluta upp saman
og voru bestu vinir, að sögn Alla.
Síðar vann hann sem smiður fyr-
ir forsætisráðuneytið og bauð
Palme honum að komast skör of-
ar í góða stöðu. „Það hugnaðist
honum ekki og segir í myndinni
að það vildi hann ekki því hann
væri smiður og ætti ekkert erindi
í stöðu hjá forsætisráðherranum
út á vinskapinn. Hann hætti að
vinna fyrir hann og fluttist til
Grænlands.“ Myndin er nánast
tilbúin og leitar Alli nú að ein-
hverjum sem er góður í sænsku
og samsetningu.
Æskuvinur
Olofs Palme
HEIMILDARMYND Í BIÐ
Textílfélagið fagnar fjörutíu ára af-
mæli í ár og meðal annars af því tilefni
verður vegleg sýning í Halldórskaffi,
Brydebúð og Suður-Vík í Vík í Mýrdal
til 10. ágúst. Félagskonur í Textílfélag-
inu eru 75 talsins og sýna 19 af þeim
list sína á þessum sýningum og opið
er á stöðunum þremur alla daga frá
klukkan 11-23. Textílfélagið er einnig
með sýningu í Fífilbrekku í Eyjafjarð-
arsveit og stendur hún í allt sumar. Af-
mælisárið verður viðburðaríkt hjá fé-
laginu sem mun einnig standa fyrir
sýningu í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16
í Reykjavík í október og í Bláa húsinu á
Siglufirði í júlí.
Endilega …
… skoðið
textíllist
Listakonur Þær Jóna Sigríður, Þóra Björk, Guðrún og Herdís eru í textíllist.
Hugleiðsla Alli reynir að hugleiða og stunda jóga á ferðalögum sínum. Ef
vel er að gáð sést hann hér í lótusstellingu á góðum stað í Abu Dhabi.