Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Kynntu þér aðventuferðir á uu.is Aðventuferðir Sívinsælar ferðir á frábæru verði. Tryggðu þér sæti tímanlega. BERLIN 27.–30. nóv., 4.–7. des. Verð frá86.500 KR. MÜNCHEN 27.–30. nóv. Verð frá 103.900 KR. Verð eru á mann m.v. tvo fullorðna. Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Ö LL V E R Ð E R U B IR T M E Ð FY R IR V A R A U M P R E N T V IL LU R O G S T A FA B R E N G L. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps frá 1. ágúst. Hann tekur við af Guðnýju Sverrisdóttur sem gegnt hafði starfinu í hvorki fleiri né færri en 27 ár, lengur en nokkur starfandi sveitarstjóri. Umsækjendur um starfið voru 21.    Þröstur er frá Húsavík. Hann var framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtæk- isins Dögunar á Sauðárkróki síðast- liðinn áratug en lét nýlega af störfum þar. Áður var Þröstur útibússtjóri Landsbanka Íslands í 15 ár, fyrst á Kópaskeri en síðan á Sauðárkróki.    Pétur Ólafsson hefur verið ráð- inn nýr hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hörður Blöndal lætur senn af störfum og Pétur tekur við af honum 1. september. Pétur hefur verið skrifstofu- og markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands í 16 ár.    Árleg Hríseyjarhátíð hófst í gær og lýkur í dag. Þetta er fjölskyldu- hátíð sem haldin hefur verið árlega síðan 1997. Aðaldagskráin er í dag og stendur frá hádegi og fram á kvöld. Á kvöldvöku koma fram tónlistarmenn- irnir Lára Sóley og Hjalti, Heimir Ingimarsson og Ingó veðurguð. Lokapunktur hátíðarinnar er síðan varðeldur og brekkusöngur sem Heimir Ingimarsson stjórnar.    Bæjarráð Akureyrar samþykkti í vikunni að áfrýja til Hæstaréttar tveimur dómum sem féllu í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í júní, en þá var Akureyrarbær dæmdur brotleg- ur við uppsögn á tveimur fyrrverandi slökkviliðsmönnum og bærinn jafn- framt dæmdur til að greiða milljónir í skaðabætur.    Það var niðurstaða dómsins að Akureyrarbær hefði rift ráðningar- samningum slökkviliðsmannanna fyr- irvaralaust. Akureyrarkaupstaður var dæmdur til að greiða þeim skaðabætur, en samtals nam upp- hæðin fimm milljónum króna. Auk þess var bærinn dæmdur til að greiða 2,1 milljón í málskostnað.    Hljómsveitin Todmobile gleður Akureyringa og gesti þeirra um helgina. Sveitin var með tónleika á Græna hattinum í gærkvöldi og end- urtekur leikinn í kvöld.    Mikill áhugi er á starfi sveitar- stjóra í Eyjafjarðarsveit og ekki að undra því það er góður staður. Um- sóknir um starfið voru 56; 44 karlar sóttu um og 12 konur. Umsóknar- frestur rann út á mánudaginn og nafnalistinn birtur eftir helgi.    Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð hafa fest sig í sessi og verða haldnir um næstu helgi, 18. til 20. júlí. Fimmtudagskvöldið 17. júlí má segja að forskot verði tekið á sæluna; þá mun alþjóðlegur hópur fornleifafræðinga kynna spennandi rannsóknir um lífið á Gásum.    Dagskráin á svæðinu verður að nokkru leyti með svipuðu sniði og undanfarin ár, m.a. verða eldsmiðir við vinnu. Boðið verður upp á leið- sögn um minjasvæðið, leikarinn Elf- ar Logi Hannesson leikur söguna um fornmanninn Gísla Súrsson, skip koma að landi á Gásum og flutt verður örleikrit Helga Þórssonar sem byggir á atburðum frá miðöld- um og fólki sem komið hefur að Gás- um.    Nú er bjart allan sólarhringinn svo það kemur varla mjög að sök, en Rarik hefur tilkynnt að rafmagns- laust verði í Svarfaðardal að austan á mánudaginn frá kl. 10.30 til 14.30.    Dagskrá haustsins í Hofi liggur að miklu leyti fyrir og til margs að hlakka. Í september halda Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens saman tónleika; Bó og Bubbi, og Ný- dönsk treður upp. Í október verða Led Zeppelin-heiðurstónleikar, en fullt var út úr dyrum á tvennum slík- um í Hörpu í mars, auk þess sem Mannakorn heldur tónleika í tilefni 40 ára afmælis hljómsveitarinnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungur nemur Þór vann KR 2:0 á Þórsvellinum í fyrrakvöld. Oft er fjörið ekki minna aftan við áhorfendastúkuna því þar kemur ungviðið saman meðan á leik stendur, m.a. þessi Þórsari og KR-ingur, báðir með hárgreiðsluna á hreinu. Sveitarstjórar og sveitahátíðir Borgarráð felldi tillögu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rýmkun á reglum um sölu byggingarréttar á fundi sínum á fimmtudag. Tillagan fól meðal annars í sér að einstaklingum yrði aftur boðið að fá 90% af kaupverði byggingarréttar að láni til átta ára og að 7% staðgreiðsluafsláttur yrði veittur. Þá felldi meirihluti borgarráðs tillögu sjálfstæðismanna um að stofnaður yrði vinnuhópur til að rýna betur í þau svæði og skipu- lag sem þeir segja að hafi sætt mestri gagnrýni síðan aðal- skipulag borgarinnar var sam- þykkt, þar á meðal byggingar- svæði við gömlu höfnina og flugvöllinn í Vatnsmýri. Tvær tillögur felldar í borgarráði Fyrri eigendur Húsasmiðjunnar viðurkenna al- varleg brot á samkeppnis- lögum með sátt sem þeir hafa gert við Sam- keppniseftirlitið. Í sáttinni felst meðal annars að þeir greiði 325 milljónir króna í sekt. Málið varðaði ólögmætt samráð Byko og Húsasmiðjunnar og brot Húsasmiðjunnar og Steinullar gegn ákvörðun samkeppnisráðs. Á meðal þess sem fyrri eigendur Húsasmiðjunnar viðurkenndu voru regluleg samskipti við Byko um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð eða vinna gegn verð- lækkunum á svonefndum grófum byggingarvörum. Einnig að þeir hefðu gert sameiginlega tilraun með Byko til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í samráðinu um verð á grófvöru og að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á mark- aði með Byko. Viðurkenndu alvar- leg brot á sam- keppnislögum Samráðið náði m.a. til sölu á timbri. Stofnuð hafa verið samtök um raf- mynt og svonefnda blockchain- tækni á Íslandi. Samtökin eru vett- vangur fyrir áhugamenn um raf- ræna mynt á Íslandi. Á stofn- fundinum var kosið í stjórn og lög félagsins sett. Hilmar Jónsson, stjórnarmaður í samtökunum, er bjartsýnn um framtíð rafmynta. „Með stofnun samtakanna er verið að sameina þá sem vinna með rafmyntir á Íslandi og blockchain-tæknina. Hingað til hafa margir verið í sínu horni og vonandi sameinar þetta framtak stækkandi hóp áhugamanna um rafmyntir. Samtökin munu starf- rækja vefsíðu, halda fundi og koma á legg samræðuvettvangi fyrir upp- byggjandi umræðu, en við teljum að rafmyntir séu til frambúðar. Rafmyntir munu þróast mikið á næstum árum. Þær verða notenda- vænni og búast má við mun meiri notkun.“ Samtök um rafræna gjaldmiðla stofnuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.