Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Svissnesk hágæða hljómtæki Framúrskarandi hljómgæði
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Fimm íslenskar konur halda til Eng-
lands í næstu viku og ætla þær að
synda boðsund þaðan yfir Ermarsund
til Frakklands og aftur til baka.
Hópurinn, sem ber heitið Yfirlið, von-
ast til að klára ferðalagið á undir 30
klukkustundum og munu þær
skiptast á að synda eina klukkustund í
senn, að sögn Sigrúnar Þuríðar Geirs-
dóttur, einnar sundkvennana.
Blað verður brotið í sögu íslensku
sundíþróttarinnar með boðsundinu
yfir Ermarsund, þar sem sundsveitin
verður fyrsta íslenska sveitin til þess
að synda Ermarsund fram og til baka
að sögn Sigrúnar. Þá verður Sædís
Rán Sveinsdóttir, einn meðlimur
sundsveitarinnar, yngsti Íslending-
urinn til að synda yfir Ermarsund, en
hún er 21 árs gömul.
Þær sem skipa Yfirlið ásamt þeim
Sigrúnu og Sædísi eru Harpa Hrund
Berndsen, Helga Sigurðardóttir og
Corinna Hoffman. Sigrún segir sveit-
ina hafa æft mikið fyrir sundið.
„Við hittumst reglulega og syndum
saman í klukkutíma. Um daginn
þurftum við svo að vera tvær klukku-
stundir í sjónum til að mega synda
Ermarsundið,“ segir Sigrún. Hópur-
inn þurfti að sýna fram á kuldaþol.
„Vorum í tvo tíma í Nauthólsvíkinni
og syntum á meðan. Ég verð að við-
urkenna að þetta var erfitt. Manni er
orðið kalt eftir 45-50 mínútur. Eftir
það verður hausinn að standa sig,“
segir Sigrún.
Yfir Ermarsund í annað sinn
Sigrún er enginn nýgræðingur
þegar kemur að því að synda yfir
Ermarsund, en hún fór ásamt öðrum
sundkonum í sundhópnum Sækúm
yfir sundið í fyrra og var það í fyrsta
sinn sem sundhópur eingöngu skip-
aður konum synti yfir Ermarsund.
Það tók Sækýrnar 19 klukkustund-
ir og 32 mínútur að synda frá Eng-
landi til Frakklands í fyrra og að sögn
Sigrúnar er stefnt að því að synda
fram og til baka á undir 30 klukku-
stundum í ár.
„Þetta er ævintýri og það er frá-
bært að vera í sjónum,“ segir Sigrún
og bætir við að það sé ótrúlega mikil
tenging við náttúruna meðan á sundi
standi, til að mynda hafi hún heyrt í
mörgum hvölum undir sér þegar hún
synti yfir sundið í fyrra.
Yfirlið syndir til styrktar AHC-
samtökunum. AHC er sjaldgæfur
taugasjúkdómur sem einkennist af
endurteknum, tímabundnum
lömunarköstum sem yfirleitt ná til
annarra líkamshliðarinnar í einu.
„Það er ein hetja hér á Íslandi með
þennan sjúkdóm og er það ung stúlka
sem fer í þriðja bekk á næsta skóla-
ári. Með sundinu langar okkur að
safna fé til að finna lækningu á þess-
um sjúkdómi,“ segir Sigrún. Hægt er
að leggja málefninu lið; reikningur
0303-26-7207, kt: 0307725719.
30 klukkutíma
sundferðalag
Ljósmynd/Jóhannes Jónsson
Yfirlið Fimm sundkonur sundhópsins Yfirlið ásamt liðstjórum, þeim Jóhannesi Jónssyni og Herði Valgarðssyni.
Ljósmynd/Sigrún Þuríður Geirsdóttir
Sundsprettur Sigrún Þuríður var meðlimur sundhópsins Sækýr sem synti yfir Ermarsund í fyrrasumar.
Synda yfir Ermarsund og til baka