Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 18

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveiflur og óstöðugleiki í loftlögum yfir landinu, eins og ríkjandi hefur verið að undanförnu, leiðir til þess að skúraleiðingar gætu orðið víða um land á næstunni. Þetta segir Ein- ar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um hvernig vindar blása og veðrátta verður á næstunni. „Með lægðum og lægðardrögum sem hér verða á sveimi má segja að fremur vætu- samt verði á næstunni, sunnan- og vestanlands. Yfirleitt þýðir slíkt að betra veður er nyrða, en vegna þess hver sveiflan í loftlögunum er gætu einnig orðið einhverjar skúrademur norðanlands og eystra,“ segir Einar. Þessa veðurspá er rétt að setja í samhengi við að á morgun, 13. júlí, hefjast hundadagar. Oft er því hald- ið fram – og það er nánast þjóðtrú – að ef rigni fyrsta dag þeirra haldist sú veðrátta þá alla, þ.e. fram í áliðinn ágúst. Aðrir segja að á hundadögum snúist veðráttan. Hafi verið þurrt snúist veðráttan, vætu fylgi þurrkur og aftur öfugt. Bláköld vísindin benda til annars nú. Adrenalín í heyskap Bændur og fólk í ferðaþjónustu eru sjálfsagt þær stéttir sem mest eiga undir því að veðrátta sé sæmi- leg. Á Suðurlandi hefur heyskapur gengið þokkalega. Í uppsveitum Árnessýslu hafa þurrir dagar inni á milli þeirra blautu gert gæfumuninn. Í fyrri slætti, sem nú er víða lokið, hafa þeir náð inn þurru heyi og eru því sloppnir fyrir horn. Bændunum þykir annars samanburðurinn við síðasta sumar nokkuð hagstæður, enda lá þá í rigningu dögum saman. Það aftur leiddi til þess að hey voru léleg og á útmánuðum fyrr á þessu ári þurftu dýralæknar oft að sinna kúm í sleni, sem rekja mátti til lélegs fóðurs. Um heyskap norðanlands er stöð- unni vel lýst í fésbókarfærslu bónda í Húnavatnssýslum: „Held það sé nú bara fyrir svæsnustu adrenalínfíkla að standa í heyskap í svona veður- fari. Hvenær má maður fara að gleyma hvað maður vældi yfir þurrkum fyrir tveimur árum?“ Leikskólar og HM „Íslendingar elta veðrið,“ segir Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðisins að Hömrum við Akureyri. Hann segir þá breytingu hafa orðið á ferðavenjum landans síðustu ár að Íslendingar séu mest á ferðinni í júlí. Þar hafi til dæmis sumarlokun leikskóla, sem ráði miklu hjá barnafólki, afgerandi áhrif. „Við getum því búist við tals- verðri aðsókn hingað á næstunni, þegar svo bætist við að HM í knatt- spyrnu er að ljúka og það er rigning í kortunum fyrir sunnan. Þá verða hér margir á næstunni á landsmóti skáta, sem hefst 20. júlí og stendur í eina viku,“ segir Tryggvi. Vísindin benda til vætu  Lægðir yfir landi og rigning í kortum  Óstöðugt loft  Þjóðtrúin segir sitt og hundadagar að hefjast  Bændur í bobba  Ferðaþjónusta finnur fyrir ástandinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Feðgarnir Benjamin Bohn og Óskar Benjamínsson Bohn spiluðu kubb í blíðviðri á tjaldsvæðinu á Hömrum á Akureyri í gær. Mæðgurnar Auður Sturludóttir og Elísa Petra Bohn voru í hinu liðinu þegar myndin var tekin. Bændur í Skagafirði hafa á orði nú að tún þeirra séu svo svaðblaut eft- ir rigningar að undanförnu að dráttarvélar hreinlega dúi á svampi þegar ekið sé út á túnin. Heyskapur sé því erfiður, að því viðbættu að ef hann hangi ekki þurr hrekist heyið og þá séu góð ráð í meira lagi dýr. Í Þingeyjarsýslum er mjög mis- jafnt hve langt bændur eru á veg komnir með heyskap. Kúabændur eru almennt í góðum málum en sauðfjárbændur sem beittu tún sín eftir að sauðburði lauk standa ekki jafn vel að vígi. „Vorið var með ein- dæmum gott og sprettan sömuleið- is. Margir komust því vel af stað með heyskap og höfðu jafnvel lok- ið fyrri slætti þegar hér kom norðanhvellur á fimmtudaginn í síðustu viku,“ sagði Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal. Sjálfur segist hann vera búinn með fyrri slátt og því ágætlega staddur. Hjá nágrönnum Erlings í Mývatns- sveit hefur heyskapurinn hins vegar gengið upp og ofan. Sprettan með eindæmum HEYSKAPUR GENGIÐ UPP OG OFAN NORÐANLANDS Erlingur Teitsson Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Í hesthúsahverfinu á Þórshöfn er líf- legt dýrasamfélag en frístunda- bændur hafa þar fleiri dýr en hesta og kindur. Auk þeirra er þar dúfna- kofi og hamingjusamar hænur líka á rölti ásamt skrautlegum hana, sem sér samviskusamlega um það að mannfólkið sofi ekki frá sér sumarið. Hænurnar sjá eiganda sínum fyrir nægum eggjum og ekki er amalegt að fá nýorpin egg daglega. Fé hefur nú verið sleppt í haga, þó ekki öllu, því fjögur pattaraleg lömb eru enn á túninu við húsin. „Þrjú þeirra eru þrílembingar og ein ærin vildi ekki lambið sitt,“ sagði Guðrún Þorleifsdóttir sem er vön að hugsa um heimalninga sumarlangt og gefa þeim mjólk. Lömbin komu á spretti þegar Guðrún fyllti fötuna þeirra með mjólk en fjórar túttur eru á fötunni, svo lömbin geta öll drukkið í einu. „Þetta var ekki svona fljótlegt áð- ur fyrr, þá þurfti að gefa hverju lambi fyrir sig úr einum pela og það var tímafrekt,“ sagði Guðrún. Lömbin eru gæf og hafa gestir tjaldsvæðisins getað fylgst með þeim því tjaldstæðið er staðsett móts við hesthúsahverfið. Morgunblaðið/Líney Sig. Þyrstir Guðrún Þorleifsdóttir gefur heimalningunum mjólkurdropa. Heimalning- ar gleðja tjaldgesti á Þórshöfn Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Verð 15.900 kr. Hjól fyrir börn tveggja ára og eldriÖll bö rn fá sápukú lur í sumarg jöf www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferðafélag Íslands efnir til dagsferðar um Suðurland á slóðir Konrads Maurers laugardaginn 19. júlí. Mæting er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni kl. 08:00, byrjað verður með morgunverði þar og þaðan ekið að Skógum undir Eyjafjöllum og til baka um Bláskógaheiði og Mosfells- dal með viðkomu á ýmsum stöðum sem Konrad Maurer heimsótti í Íslandsferð sinni 1858. Martin Maurer verður leiðsögumaður og fararstjóri. Leiðsögn verður bæði á þýsku og íslensku. Nánari upplýsingar eru á www.fi.is Á slóðir KONRADS MA URERS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.