Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 19

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reynsla Íbúðalánasjóðs af útleigu húsnæðis til vissra hópa er slæm, enda getur tjónið verið mikið. Þetta segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, en tilefnið er þau ummæli Heru O. Einarsdótt- ur, félagsráðgjafa í Reykjanesbæ, í Morgunblaðinu í gær að mörgum hafi verið synjað um leigu hjá sjóðn- um á Suðurnesjum vegna þess að þeir væru á vanskilaskrá. Fram kemur í mánaðarskýrslu ÍLS í maí að sjóðurinn eigi 349 íbúðir á Suðurnesjum sem eru í útleigu, 413 íbúðir sjóðsins eru þar í sölu og sam- tals 50 íbúðir í hans eigu voru auðar. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir synjanirnar ekki eiga við öll vanskil. „Horfa þarf á eðli vanskila. Þetta á ekki við öll vanskil. Það eru ákveðin alvarleg vanskil sem við horfum á. Við synjum fólki um leigusamninga á grundvelli slíkra vanskila.“ – Hver er skýringin á því að slík vanskil koma í veg fyrir að leiga til umræddra einstaklinga sé heimiluð? „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er það ekki hlutverk Íbúðalána- sjóðs að leysa félagslegan vanda. Það er ekki hluti af starfsemi sjóðs- ins. Það er númer eitt. Í öðru lagi höfum við reynt að teygja okkur eins langt og við getum með því að sam- þykkja að leigja fólki með tiltekna gerð af vanskilum. Við samþykkjum ekki hvaða vanskil sem er. Reynsla okkar er sú að þegar vissir hópar eiga í hlut getum við lent í miklu tjóni. Það er stundum þannig að við fáum ekki greidda leiguna.“ Lagaskylda sveitarfélaga – Hvað telurðu að sé heppilegt að gera til þess að fólk geti fengið leigu- húsnæði og búið við öryggi? „Sveitarfélög hafa ákveðnar skyldur lögum samkvæmt gagnvart ákveðnum félagslegum hópum. Það er þá fólk með lágar tekjur eða erf- iðar félagslegar aðstæður. Þar er hrein og klár lagaskylda til staðar. Þegar fólk er með meðaltekjur og mikil vanskil þá er erfiðara að eiga við það. Það er bara þannig. Okkur er ekki heimilað að vera með slíka leigustarfsemi til aðila sem eru með mikil og alvarleg vanskil. Eina und- antekningin frá þessari reglu er þeg- ar um er að ræða gerðarþola sem hafa misst eignina til okkar og þeir fá að leigja hjá okkur áfram.“ Ekki náðist í Eygló og Dag Fram kom í Morgunblaðinu í gær að biðlistar eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykja- nesbæ hefðu lengst frá því í fyrra- haust. Nú er 1.621 einstaklingur/fjöl- skylda á biðlista en voru 1.473 í fyrrahaust. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar á velferðarsviði við vinnslu þeirra fréttar. Af því tilefni óskaði blaðamaður eftir viðtali við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Aðstoðarmaður Dags boðaði viðtal en úr því varð ekki. Þá var óskað eftir viðtali við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra, en ekki náðist í ráð- herrann. Bæði Dagur og Eygló boða viðmiklar aðgerðir í húsnæðismálum á næstu misserum. Tapa miklu fé á að leigja vanskilafólki  Forstjóri ÍLS segir það fara eftir eðli vanskila hvort ósk um útleigu sé synjað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Mörgum hefur verið synjað um leiguhúsnæði hjá ÍLS. 936 íbúðir í útleigu » Íbúðalánasjóður var með 936 íbúðir í leigu í maí. » Sjóðurinn var þá með 1.010 íbúðir í sölu en 116 íbúðir í eigu hans voru þá auðar, 22 voru í vinnslu og 12 óíbúðarhæfar. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Reiðskóli Topphesta á Kjóavöllum fagnar sínu 21. ald- ursári um helgina. Reiðskólinn er rekinn af hjónunum Jónínu Guðbjörgu Björnsdóttur og Þórði Rafni Guðjóns- syni en saga skólans hófst á Borgarspítalanum þar sem Jónína vann við iðjuþjálfun. „Þegar byrjaði ég að vinna á Borgarspítalanum sem iðjuþjálfi lærði ég betur inn á hesta. Ég ólst upp á sveitabæ og þar voru alltaf hestar en þá var ég ekki mikil hestakona. Á spítalanum byrjaði ég á sínum tíma á því að fara með þá sjúklinga sem ekki máttu fara út upp í hesthús og láta þá moka og kemba hestana. Það stytti daginn þeirra og kom að góðum not- um,“ segir Jónína. Skiptir börnin engu máli hvernig viðrar Upp frá þessu sneri Jónína sér algjörlega að hesta- mennsku. Hún og eiginmaður hennar byrjuðu á því að kenna börnum í reiðskólanum ásamt því að selja ferða- mönnum hestaferðir. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Það er alltaf fullbókað hjá okkur í reiðskólann, en við erum venjulega með 35 börn á hverju námskeiði. Námskeiðin hefjast um leið og skólarnir klárast og lýkur um miðjan ágúst,“ segir Jónína og bætir við að krakk- arnir hafi mjög gaman af reiðskólanum. „Það skiptir þau engu máli hvernig viðrar. Þau vilja alltaf miklu frekar ríða út í stað þess að vera í skemm- unni. Þau gefa ekkert eftir.“ Mikið verður um að vera hjá þeim hjónum um helgina, en þau ætla að slá upp veislu í hesthúsahverfi í Kópavogi á morgun, sunnudag. „Barnabörnin, fjölskyldan og vinir okkar ætla að kíkja á okkur og við ætlum að eiga góðan dag saman. Annars fáum við líka fullt af fólki til okkar í dag [í gær. innsk. blm.]. Þá ætlum við að vera með smá sýningu og þá getur fólk séð hvað börnin hafa lært,“ segir Jónína. Enn í fullu fjöri Jónína átti 85 ára afmæli fyrr á árinu en þrátt fyrir há- an aldur er hún enn í fullu fjöri. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi í þessu til viðbótar en ég er enn heilsugóð í dag. Við hjónin eigum fyrirtækið og hestana en við erum ekkert að hugsa um hvað gerist í framtíðinni. Hestarnir eru orðnir gamlir eins og við en ég vona að þeir fari seinna meir til Dýrafjarðar, þar sem guð er góður við þá. Ég er mamma allra hesta og segi við fólk að ég tali við strákana mína þegar ég vísa í hestana,“ segir Jónína. Morgunblaðið/Árni Sæberg Topphestar Jónína Guðbjörg Björnsdóttir, 85 ára, ásamt einum af nemendum reiðskólans og hesti hans. Lét sjúklinga moka og kemba hestunum  Fagna afmæli um helgina  Segir guð góðan við hestana Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmæli Jónína stýrir nemendum af mikilli röggsemi. Umhverfisstofn- un hefur veitt Stakksbraut 9 ehf., öðru nafni United Silicon, starfsleyfi fyrir rekstur kísilverk- smiðju á lóðinni að Stakksbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Leyf- ið veitir heimild til að framleiða allt að 100.000 tonn á ári af hrákísil og allt að 38.000 tonn- um af kísilryki og 6.000 tonnum af kísilgjalli, að því er fram kemur í til- kynningu á vef Umhverfisstofnunar. Starfsleyfið hefur nú þegar öðlast gildi og gildir það til 31. júlí 2030. Í starfsleyfinu er lögð megin- áhersla á að takmarka losun verk- smiðjunnar til lofts enda er verk- smiðjan fyrirhuguð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá byggð. if@mbl.is Kísilver fær starfsleyfi Helguvík Kísilver rís á svæðinu. SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.