Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Stuttar fréttir ... ● Hluthafar 99,4% hluta í fast- eignafélaginu Eik skráðu sig fyrir nýj- um hlutum í hlut- falli við eignarrétt í hlutafjárútboði fé- lagsins sem lauk 5. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Alls voru nýir hlutir í boði fyrir 750 milljónir króna að markaðsvirði. Allir hluthafar nema einn tóku þátt í hluta- fjáraukningunni. Veruleg umframeftirspurn var eftir hlutum í Eik og var forgangsréttar- höfum gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutum umfram forgangsrétt sinn. Í til- kynningunni segir að félagið sé nú vel í stakk búið að halda áfram til að nýta sér þau tækifæri sem fást á markaði. Fasteignafélagið Eik klárar hlutafjáraukningu Forstjóri Garðar H. Friðjónsson. Við afnám fjármagnshafta hér á landi er mikilvægt að gjaldeyrisvaraforð- inn haldist sterkur og að ekki sé rask- að stöðugleika þjóðarbúsins og fjár- málakerfisins. Þetta kemur fram í mati stjórnarmanna í framkvæmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir umræður um fjórðu eftirfylgni- skýrsluna um Ísland, sem fram fóru á mánudaginn og greint var frá á heimasíðu sjóðsins undir lok vikunn- ar. Framkvæmdastjórnin fagnar áframhaldandi bata í efnahagsmálum hér á landi og aðgerðum til að takast á við afleiðingar fjármálahrunsins. Hún lýsir yfir ánægju með endurnýjun sem átt hefur sér stað á áætlun um af- nám fjármagnshafta frá árinu 2011 og leggur áherslu á að dregið verði með öguðum hætti úr fjármagnshöftum í því skyni að auka tiltrú og hagvaxt- arhorfur. Framkvæmdastjórnin telur Seðla- bankann hafa fylgt peningamála- stefnu í samræmi við aðstæður og hún hafi stuðlað að lægri verðbólgu. Við endurskoðun á lögum um bank- ann sé mikilvægt að stjórnvöld standi vörð um fjárhagslega traustan, sjálf- stæðan og ábyrgan seðlabanka, enda sé það grundvöllur fyrir trúverðugri stefnumótun og stýringu verðbólgu- væntinga. Fram kemur í mati stjórnarinnar að enn sé verk óunnið við að ná mark- miðum stjórnvalda um jafnvægi í rík- isfjármálum og lækkun opinberra skulda. Frumvarp til laga um opinber fjármál sem nú liggur fyrir Alþingi myndi hins vegar styðja vel við fram- gang þeirra áforma. Góður hagvöxtur framundan Í skýrslunni sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins kemur fram að sjóðurinn spáir 3% hagvexti að meðaltali næstu ár. Íslensku efna- hagslífi stafi mest ógn af áhrifum vegna efnahagsþróunar utan Íslands og óvissu í tengslum við afnám fjár- magnshaftanna. Gæta skal aga við afnám hafta AGS Eftirfylgniskýrsla um Ísland var rædd í vikunni í stjórn sjóðsins.  Horfur góðar en ýmsir áhættuþætt- ir að mati AGS Hermann Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri olíufélagsins N1, hefur ásamt öðrum fjárfestum gengið frá kaupum á heildsölufyrirtækinu Kemi af eignar- haldsfélaginu Hólmsteini Helgasyni. Í samtali við Morgunblaðið segir Hermann að skrifað hafi verið undir kaup- samkomulag í síðustu viku. „Ég og Lúðvík Matt- híasson, sem starfaði með mér hjá Bílanausti, fór- um fyrir hópi nokkurra einstakl- inga.“ Kemi hefur verið í rekstri í tutt- ugu ár. Fyrirtækið flytur inn og dreifir efna- og öryggisvörum til fyr- irtækja og einstaklinga á borð við smurolíur, hreinsiefni, koppafeiti og öryggishjálma. Að sögn Hermanns eru engar breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum á þessari stundu. „Nú munum við einblína á það að kynnast rekstrinum og starfsfólki. Í fram- haldi af því verður unnið að stefnu- mótun og framtíðaráætlunum.“ Aðspurður um aðdragandann að kaupunum segir Hermann að hann hafi íhugað það um skeið að stofna sitt eigið fyrirtæki frá grunni. „Ég þekkti hins vegar til eiganda Kemi og við tókum tal saman og eitt leiddi af öðru. Eftir nokkra mánuði höfðum við náð samkomulagi um að ég og fleiri fjárfestar keyptum félagið.“ Hermann segir að fyrirtækið hafi lengi verið í traustum rekstri og eng- ar langtímaskuldir hvíli á félaginu. Fram kemur í ársreikningi Kemi að hagnaður síðasta árs hafi numið tæplega 28 milljónum króna eftir skatta. Eignir Kemi eru hátt í 190 milljónir króna og eigið fé fyrirtæk- isins var um 156 milljónir króna í árslok 2013. Á árinu 2013 störfuðu alls sextán hjá félaginu. hordur@mbl.is Hermann kaupir fyrirtækið Kemi Stöðugur rekstur Kemi hagnaðist um 28 milljónir á síðasta ári.  Gengið frá kaupum í síðustu viku Hermann Guðmundsson                                     !"# $!    % % $"" $"% "%  &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #% % !%"" $!"$$  " %"" $"$ $ "%  #  !"! $!" #  ! % $ $"% $# " " $!%# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45cm boltar Flottir á trampólín Boltar Kútar 30% afsláttur af sumar- leikföngum Sápukúlur Vatnsbyssur Fötur YooHoo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.