Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Lífeyrissjóðurinn Stafir skerti líf-
eyrisréttindi um 4,5% í september
árið 2013. Gagnvart lífeyrisþegum
kom lækkunin fram á níu mánaða
tímabili, 0,5% í
hvert sinn. Frá
hruni nemur
skerðingin 20,5%.
Ólafur Sigurðs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Stafa, segir
ástæðuna vera að
ekki hafi tekist að
ávaxta iðgjöld um
3,5% yfir lengri
tíma líkt og regl-
ur kveði á um vegna fjármálahruns-
ins árið 2008. Samkvæmt ársreikn-
ingi 2013 var raunávöxtun á
síðastliðnum fimm árum 1,5%. Raun-
ávöxtun ársins 2013 var 4,9%.
„Þetta eru aðgerðir sem almennir
sjóðir þurfa að fara í ef réttindi eru
meiri en eignirnar,“ segir hann.
Segja má að í þessu kristallist
munurinn á almennum lífeyrissjóð-
um og þeim sem reknir eru á ábyrgð
hins opinbera. Lífeyrisréttindi sjóðs-
félaga LSR hafa t.d. ekki verið skert.
Á sama tíma er mikill halli á opin-
bera lífeyriskerfinu.
Ólafur segir að frá hruni hafi
skerðing réttinda numið 20,5%.
Fyrst 6%, svo 10% og loks 4,5%.
Skömmu fyrir hrun hafi réttindin
hins vegar verið aukin um 20%. „Við
viljum gjarnan halda því til haga,“
segir hann og nefnir að ef leitað sé
lengra aftur hafa réttindi verið aukin
töluvert vegna verðhækkana á eign-
um. Jafnframt hafi ávinnsla réttinda
sjóðsfélaga verið tiltölulega há.
Skerðingu réttinda var dreift yfir
nokkurn tíma til að leyfa sjóðsfélög-
um að njóta vafans á meðan unnið
væri úr málum tengdum hruninu.
Hann nefnir sem dæmi að sjóðurinn
hafi átt skuldabréf á N1. Eftir hrun
hafi það verið fært mikið niður og
loks breytt í hlutafé. „Eftir því sem
við fáum betri mynd af því hvernig
eignirnar standa þótti okkur eðlilegt
að bregðast við af ábyrgð og jafna
eignir á móti skuldbindingum,“ segir
hann.
Hefur haldið í við verðbólgu
Samkvæmt upplýsingum frá
stjórnanda lífeyrissjóðs hefur lífeyr-
ir almennu sjóðanna nánast haldið í
við verðbólgu frá árinu 1998 þegar
lög um lífeyrissjóði tóku gildi og er
hrunið tekið með í reikninginn. Á
sama tíma hafi meðalævi lengst, en
það veikti stöðu lífeyrissjóða um 5%
eða svo. Sjóðirnir hafi því ekki verið
að skerða réttindi yfir lengra tíma-
bil.
Fram kom í ViðskiptaMogganum í
byrjun mánaðarins að mikil gerjun
hafi átt sér stað að undanförnu með-
al stærstu lífeyrissjóða landsins um
hvort þeir eigi að vera hlutlausir
fjárfestar eða láta að sér kveða í
stjórnum fyrirtækja í Kauphöll sem
þeir eiga hlut í. Stjórnendur fjögurra
af fimm stærstu sjóðunum kjósa að
vera virkir í þeim félögum sem þeir
eiga umtalsverðan hlut í.
Anna Guðný Aradóttir, stjórnar-
formaður Stafa, sagði í ársskýrslu að
lífeyrissjóðurinn hefði samþykkt
nýja eigendastefnu. „Fyrir hrun átti
sjóðurinn ekki stóra hluti í félögum
og hafði í raun ekki afskipti af starf-
semi þeirra. Þetta breyttist eftir
hrun og nú eiga Stafir tiltölulega
stóra hluti í nokkrum félögum. Stafir
geta ekki látið sitja við að velja
stjórnarmenn og ætla þeim síðan að
standa á eigin forsendum undir
þeirri ábyrgð sem fylgir því að
stjórna félögum.“
Virkur eigandi
„Stafir ætla sér að vera virkur eig-
andi og beita áhrifum sínum með því
að taka þátt í störfum hluthafafunda
og beita atkvæðarétti sínum í þágu
hagsmuna sjóðfélaga,“ sagði hún.
Á árunum fyrir hrun voru lífeyris-
sjóðir almennt hlutlausir fjárfestar á
markaði. Aðspurður hvort erfitt sé
að kjósa með fótunum hér á landi um
þessar mundir segir Ólafur svo vera.
Seljanleiki bréfa sé misjafn. Erlend-
is sé tiltölulega auðvelt að selja 0,5%
hlut á stuttum tíma en hér geti það
tekið lengri tíma.
Aðspurður játar hann því að slík
sala gæti kallað á gengislækkun.
„Salan gæti skaðað okkur,“ segir
Ólafur.
Urðu að skerða lífeyrisrétt
Lífeyrissjóðurinn Stafir skerti lífeyrisréttindi um 4,5% í fyrra Frá hruni nemur skerðingin 20,5% í
þremur skrefum Skömmu fyrir hrun voru réttindin aukin um 20% vegna verðhækkana á eignum
Þróun lífeyris hjá tíu stærstu lífeyrissjóðunum
Lífeyrisvísitalan sýnir breytingu á lífeyri tíu stærstu lífeyrissjóðanna á hverjum
tíma. Vægi hvers lífeyrissjóðs fer eftir hreinni eign í samtryggingu.
Heimild: Landsamband lífeyrissjóða
2.800
2.600
2.400
2.200
2.000
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
1. des. 20131. jan. 1998
1.000
2.752
2.289
2.189,67
Lífeyrisvísitala Neysluverðsvísitala Launavísitala
(1.9. 2013)
Meðal tíu stærstu
» Stafir eru meðal tíu stærstu
lífeyrissjóða landsins.
» Til sjóðsins greiða starfs-
menn fyrirtækja sem tilheyrðu
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga og félagsmenn í Rafiðn-
aðarsambandi Íslands og Mat-
væla- og veitingasambandi
Íslands.
» Sjóðurinn varð til við sam-
runa Samvinnulífeyrissjóðsins
og lífeyrissjóðsins Lífiðnar.
» Yfir 50 þúsund manns eiga
réttindi í sjóðnum.
Ólafur
Sigurðsson
20%-50% afsláttur til 8. ágúst TAKMARKAÐMAGN!