Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Ferðafélag Íslands efnir til nýjungar í starfsemi sinni, er það skipuleggur dagsferð 19. júlí nk. í fótspor hins merka þýska fræðimanns og Íslandsvinar, Kon- rads Maurers. Það var árið 1858 sem réttarsöguprófess- orinn Maurer kom til landsins og dvaldi hér í sex mánuði til að rannsaka íslenska menningu, einkum og sér í lagi lög íslenska þjóðveld- isins (930-1262). Um þessa ferð sína skrifaði Maurer stórmerka bók. Handrit hennar var lengi talið glatað en fannst síðan góðu heilli. Saga þessa mikla ferðalags var því ekki gefin út í meira en 130 ár, uns Ferðafélag Íslands gerði það í íslenskri þýðingu Baldurs Haf- stað árið 1997. Á frummálinu er Ferðasaga Maurers enn óútkom- in, en unnið er að þýskri útgáfu á vegum háskólans í München og bæversku vísindaakademíunnar. Má vænta þeirrar bókar á næsta ári. Víðförull fræðimaður Konrad Maurer ferðaðist nán- ast um landið allt, m.a. fór hann norður um Sprengisand. Í vænt- anlegri ferð Ferðafélagsins verð- ur aðeins farið í hluta þessa mikla ferðalags, um Suðurland. Ferðin hefst með morgunverði kl. 8 í Dillonshúsi í Árbæjarsafni en í því sögufræga húsi hélt Maurer til þá tvo mánuði sem hann dvaldist í Reykjavík. Þá stóð Dillonshús á sínum upprunalega stað við Suðurgötu 2, á horni Túngötu. Húsið er raunar miklu eldra en þessar tvær götur. Frá Dillonshúsi verður haldið austur að Skógum undir Eyja- fjöllum og lýkur ferðinni að kvöldi við Árbæjarsafn. Á leiðinni verða margir staðir heimsóttir, þar sem Maurer kom við. Má þar nefna Arnarbæli í Flóa, Odda á Rangárvöllum, Bergþórshvol, Kross í Austur-Landeyjum, Skóga, Gunn- arshólma, Hlíð- arenda, Stóra-Núp, Skálholt, Mosfell í Grímsnesi og Mosfell í Mosfellsdal. Í ferð- inni verða staðirnir þó ekki heimsóttir í þeirri röð sem Mau- rer fylgdi. – Leiðsögn í ferðinni verður á þýsku og ís- lensku. Um þýsku leiðsögnina sér niðji Maurers í sjötta lið í beinan karllegg, Martin Maurer, frá Augsburg í Þýskalandi. Íslensku leiðsögnina annast dr. phil Árni Björnsson, Sigurjón Pétursson og undirrit- aður. Skerfur til sögu íslenskrar stjórnskipunar og menningar Mikilvægi framlags Konrads Maurers til íslenskrar menningar verður seint ofmetið. Það er varla hægt að halda íslenskum menningararfi á loft, án þess að minnast skerfs hans. Árið 1852 skrifaði Maurer bók um íslenska þjóðveldið (930- 1262), „Upphaf allsherjarríkis á Íslandi og stjórnskipan þess“, sem þýdd var á íslensku 30 árum síðar og gefin út í Reykjavík 1882. Maurer rannsakaði fornan íslenskan rétt allt sitt líf og hélt ótal fyrirlestra um efnið, bæði í Þýskalandi og í Noregi. Hann studdi Jón Sigurðsson og sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga. Hann rannsakaði Íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir. Hann hvatti sr. Magnús Grímsson og Jón Árnason til að safna íslensk- um þjóðsögum, og safnaði þeim sjálfur og gaf út á þýsku í Leip- zig 1860. Þróun evrópsks réttarkerfis Lög þau og réttarfar sem Kon- rad Maurer rannsakaði voru hin forngermönsku lög sem giltu í Þýskalandi, Niðurlöndum og á Norðurlöndum frá ómunatíð. Frá Noregi barst þessi löggjöf til Færeyja og Íslands, og frá Ís- landi áfram til Grænlands. Með Englum, Jótum og Söxum barst þetta réttarkerfi af meginlandinu Ferð um slóðir Konrads Maurers á Suðurlandi Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson : : 535_1000 Grétar Haraldsson Hrl. Lögg.fast.fyrirt. og skipasali Aðalheiður Karlsdóttir Lögg.fast.fyrirt. og skipasali Berta Bernburg Lögg. fasteignasali og leigumiðlari Fasteignasala . Íbúðarhúsnæði . Skúlatún 2 . 105 Rvk Efstaleiti 14, 103 R. Íbúð 308 Opið hús mánud. 14. júlí kl. 17.30-18.00 *GULLFALLEG ÚTSÝNISÍBÚÐ Í LÚXUSHÚSI* Sérlega vönduð og falleg 156,8 fm 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð í einu glæsi- legasta lyftuhúsi landsins. Marmari á gólfum, skrautlistar í loftum og vandaðar innréttingar. Mikil og vönduð sameign, setustofur, samkomusalur með eldhúsi, billiardstofa, líkamsrækt, sauna, heitir pottar, sundlaug, sameiginleg geymsla og þvottaaðstaða. Húsvörður. Verð 57,9 m. Upplýsingar gefur Aðalheiður, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@stakfell.is. Op ið hú s HVAMMUR OG GALTARHÖFÐI Til sölu Jarðirnar Hvammur og Galtarhöfði í Norðuárdal í Borgarfirði. Hér er um að ræða landmiklar náttúruperlur í glæsilegu umhverfi. Land jarðanna liggur meðal annars að Norðurá. Síðustu ár hefur aðalega verið búið með sauðfé og húsakostur í samræmi við það. Mjög áhugaverðar jarðir sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu Fasteignarmiðstöðvarinnar. Sjá einnig fasteignamidstodin.is Sprengjudrunur og gnýr í F-16 árásar- þotum fylla loftið, dáin börn og særð fylla spítalana á Gaza. For- eldrar þeirra deyja líka, einkum mæð- urnar, og afi og amma láta lífið þegar heim- ilin eru sprengd í loft upp. Stórskotaárásir eru einnig af sjó, flot- inn lætur sitt ekki eft- ir liggja. Þeir tala um stríð Ísraels við Hamas en það er ekki málið. Þetta er stríð gegn gjörvallri pal- estínsku þjóðinni. Nú er í ljós komið eftir ísraelsk- um heimildum að Netanyahu og innsti hringurinn kringum hann vissu um dauða unglingspiltanna þriggja úr landránsbyggð rétt utan við Hebron aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeim var rænt. Leyniþjónustan var líka strax með á hreinu hverja hún taldi seka og þeir hurfu nánast þegar í stað og hefur ekkert til þeirra spurst. Foreldrar þeirra telja víst að herinn hafi tekið þessa tvo ungu menn strax, og telja eins víst að þeir hafi verið pynt- aðir og drepnir. En hvernig stendur á þessari leynd? Af hverju voru foreldrar og almenningur ekki látinn vita um örlög ísraelsku piltanna strax? Samkvæmt grein á Electronic Intifada var það vegna þess að Netanyahu og hans menn vildu nota tímann til að kynda upp bál haturs og hefnda í Ísrael og til að framkvæma alþjóðlega áróðurs- herferð og fá leiðtoga heimsins til að tjá sig um örlög drengjanna, kenna Hamas-samtökunum um og réttlæta þannig stórstríð gegn íbú- um Gaza-svæðisins undir því yfir- skini að verið væri að ganga af Ha- mas-samtökunum dauðum. Loftárásirnar á Gaza hafa lengi verið í bígerð en mestu öfgamönn- unum í ríkisstjórn Ísraels finnst ekki nógu langt gengið. Utanríkis- ráðherrann heimtar allsherjarárás og innrás á Gaza. Forsætisráð- herrann hefur kallað út 40 þúsund manna varalið vegna Gaza og flutt mikinn liðsafla að landamærunum. Í þessum skrifuðum orðum lýsir Abbas forseti því yfir að vænta megi innrásar landhers innan fárra stunda. Frumstæðar varnir and- spyrnuhópanna, sem skjóta sínum heimatilbúnu flaugum að Ísrael og fæstar hæfa skotmarkið, eru not- aðar af Ísraelsstjórn til réttlæta lofthernaðinn. Enginn hefur þó lát- ið lífið Ísraelsmegin, en á þremur dögum hafa yfir 100 manns, að stórum hluta börn, konur og aldr- aðir, verið drepnir, flestir á heim- ilum sínum. Um sjö hundruð Mannréttindi og stríðsglæpir – Eftir Svein Rúnar Hauksson » Leyniþjónustan var líka strax með á hreinu hverja hún taldi seka og þeir hurfu nán- ast þegar í stað og hefur ekkert til þeirra spurst. Sveinn Rúnar Hauksson Þótt árin renni hjá fyrr en þú hefðir kosið og samtíminn dæmi þig úreltan og jafnvel þótt ævinni ljúki fyrr en þú vildir, þá hef ég þá óbil- andi trú að það verði engin gengisfelling hjá Guði, sem elskar okkur út af lífinu. Því að ef marka má hans skila- boð til okkar þá erum við óendanlega dýrmæt og eilífðar verðmæti í hans augum. Þegar fjaðrirnar taka að reytast af Dag einn mun sá tími yfir þig renna sem snara að heilsan mun við þér baki snúa. Líkt og þjófur að nóttu mun hún aftan að þér læðast, taka þig kverkataki, reka rýting í bakið á þér og svíkja þig. Hún mun taka af þér völdin og taka til við að reyta af þér fjaðrirnar, hverja af annarri, svo þú mátt þín lítils. Þú lækkar smám saman flugið, þangað til þú missir það alveg og nauðlendir í eyðimörk sem fangi í eigin líkama. Hún mun þrengja að þér, plokka af þér virð- inguna og niðurlægja þig. Hún mun ræna þig mannlegri reisn svo þú mátt þín lítils. Þú færð engu breytt, þrátt fyrir dýrmætan vina- og kærleikshug, heitar og hjartnæmar bænir. Þá verður þú að lokum dæmd- ur úreltur af samfélaginu. Að vera umvafinn englum Hvað er betra í slíkum aðstæðum en að fá að vera umvafinn vængjum engla Guðs sem um síðir munu bera þig í gegnum göngin dimmu, inn í ljósið til lífsins, þangað sem þér hefur verið búinn staður? Þangað sem tárin verða þerruð, þar sem angist, kvöl og harmur er ekki framar til? Þangað sem allt verður nýtt og kærleikur og fyrirgefning, gleði og friður munu ráða ríkjum um eilífð? Því að hulstrið mun með tímanum hrörna og visna, fölna og eyðast, fyrr eða síðar, hvort sem þér líkar betur eða verr. Lífsvökvinn í líkamanum mun þverra og ævinnar klukka hætta að tifa. Það er gangurinn og við skilj- um ekki af hverju eða eftir hverju er farið. Vissara að vera líftryggður Já, hvað mun um líf þitt verða þeg- ar ævinnar klukka hættir að tifa? Hver ert þú þegar höfundur þinn kallar líf þitt á sinn fund og þinn innsti kjarni mun standa berstríp- aður frammi fyrir skapara sínum? Já, hver ert þú þá? Hvernig ætl- arðu þá að afsaka þig? Hver á að verja þig? Á hvað muntu þá vona? Á hvað ætlarðu þá að treysta? Mun þá ekki koma sér vel að vera líftryggður? Sítengdur við lífið. Vera með vorið vistað í sálinni og eiga eilíft sumar í hjarta, svo þú fáir notið þess sem fegurð augnabliksins hefur upp á að bjóða um alla eilífð? Þegar klukkur himinsins kalla Að því mun óhjákvæmilega koma að klukkur himnanna munu á þig kalla þegar þú getur ekki meir þótt þú hefðir feginn viljað. Með um- hyggju, kærleika og fögnuði munu þær hringja sál þína inn til himinsins algrænu grunda, þar sem ríkir eilíf sæla og gleði í faðmi lífsins. Lífsins sem þú varst skapaður til og hefur í rauninni alltaf þráð. Þá munu englar minninganna lýsa upp ljúfar myndir, sem taka að tala og ylja. Og englar vonarinnar munu lýsa þér fram veginn og bera þig inn í dýrðina sem þú þráir að fá að upplifa og þér var í rauninni alltaf ætluð. Því að þótt heilsa, mannlegur heið- ur, jafnvel vinir og virðing þig svíki og hafni, þá mun ekkert gera líf þitt við- skila við kærleika Guðs sem þér býðst að meðtaka í syni hans, frelsaranum okkar Jesú Kristi, og þú um síðir munt fá að njóta og það um eilífð. Látum því hið illa ekki ná tökum á okkur og yfirbuga okkur heldur sigr- um illt með góðu. Með kærleiks- og sumarkveðju. Lifi lífið! Svikinn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Mun þá ekki koma sér vel að vera líf- tryggður, sítengdur við lífið, eiga eilíft sumar í hjarta svo við fáum not- ið fegurðar augnabliks- ins um eilífð? Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.