Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
✝ SigurðurGuðnason
fæddist á Sunnu-
hvoli við Miðstræti
í Vestmannaeyjum
3. desember 1931.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 6.
júlí 2014.
Foreldrar hans
voru Guðni Gríms-
son, skipstjóri og
útgerðarmaður, f. 1904, d.
1996, og Lovísa Sigurðardóttir
húsmóðir, f. 1908, d. 1979. Syst-
ir Sigurðar var Kristín Inga, f.
1928, d . 1967.
Hinn 3. desember 1954
kvæntist Sigurður Lilju Ársæls-
dóttur, f. 22.4. 1933. Lilja er
dóttir Ársæls Sveinssonar út-
gerðarmanns, f. 1893, d. 1969
og Laufeyjar Sigurðardóttur
1981, maki Jóna Gréta Grétars-
dóttir. Sonur þeirra er Guðjón
Týr, f. 2010, b) Kristinn Erling-
ur, f. 1989, c) Guðný Erla, f.
1995, og d) Sigurður, f. 1999.
Sigurður fór fyrst á sjóinn 14
ára gamall. Hann lauk fiski-
mannaprófi frá Stýrimanna-
skóla Íslands árið 1953 og
stundaði eftir það sjómennsku
til ársins 1974. Hann gerði út
bátinn Maggý VE 111 ásamt
föður sínum til ársins 1965 og
var 2. stýrimaður á Ísleifi VE
frá 1967 til 1974. Eftir það vann
hann sem netamaður á neta-
verkstæðum í Vestmannaeyjum
til ársins 1995.
Sigurður var virkur félagi í
skátafélaginu Faxa í Vest-
mannaeyjum á yngri árum og á
efri árum var hann félags-
maður í Félagi eldri borgara í
Vestmannaeyjum.
Útför Sigurðar fer fram frá
Landakirkju í dag, 12. júlí
2014, og hefst athöfnin klukkan
14.
húsmóður, f. 1895,
d. 1962. Börn Sig-
urðar og Lilju eru
1) Laufey, f. 1955,
maki Gunnar Rafn
Einarsson, f. 1955.
Börn þeirra eru a)
Sigurður Björn, f.
1981, b) Hjörvar, f.
1992 og c) Ásta
Lilja, f. 1994, unn-
usti Anton Björns-
son. 2) Lovísa, f.
1959, maki Guðmundur Sv.
Hermannsson, f. 1957. Börn
þeirra eru a) Guðrún Lilja, f.
1983, maki Björn Ívar Karls-
son. Dætur þeirra eru Emma
Sól, f. 2006, og Ásta Lovísa, f.
2012. b) Arnar, f. 1988, unnusta
Snærós Vaka Magnúsdóttir. 3)
Guðni, f. 1963, maki Olga Sædís
Bjarnadóttir, f. 1963. Börn
þeirra eru a) Sverrir Marínó, f.
Sumarið var tíminn og þá
kvaddir þú þennan heim. Kæri
pabbi, þú elskaðir sól og sum-
aryl, að sitja með mömmu í sól-
húsinu og fá til þín börnin þín,
barnabörn og gesti sem bar að
garði (helst að hafa kaffi og með-
læti á boðstólum). Þetta voru
gleðistundir eins og ávallt með
þér, alltaf glaður, jákvæður og
til í að rétta hjálparhönd.
Við erum þakklát fyrir að
hafa átt þig að og fyrir ógleym-
anlegar stundir sem við höfum
átt með þér. Toppurinn var þeg-
ar stórfjölskyldan náði öll að
fara út um jól og áramót árið
2008. Þér fannst mikið gaman að
hlusta á íslenska tónlist og tókst
það yfirleitt fram yfir sjónvarpið
og ekki var nú verra að hafa einn
kaldan í þjóðhátíðarkrús með.
Þér fannst gaman að spila og
varst duglegur að spila með
eldriborgurum og fjölskyldu
þinni og oft tekið í spil heima hjá
þér. Þá varst þú ekki Skuldari
fyrir ekki neitt þegar að elda-
mennsku kom, flottur kokkur og
naust þess að elda og bardúsa í
eldhúsinu. Svona er endalaust
hægt að rifja upp góðar minn-
ingar um góðan föður.
Við viljum af alhug þakka því
starfsfólki sem annaðist hann á
Heilbrigðisstofnun Vestmanna-
eyja í það rúma ár sem hann
dvaldi þar. Og við gætum
mömmu okkar fyrir þig elsku
pabbi, sem þú unnir svo heitt.
Takk fyrir allt og allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Laufey, Lovísa, Guðni
og fjölskyldur.
Ljúfar minningar koma upp í
huga mér þegar ég rita niður
nokkur orð til að kveðja afa
Sigga, eins og hann var ávallt
kallaður af fjölskyldunni.
Þeir ófáu rúntar sem ávallt
enduðu niðri á bryggju að kíkja
á bátana, allir litlu hrekkirnir
sem einkenndu hann og hættu
ekkert þrátt fyrir að maður væri
kominn á þrítugsaldur og skiln-
ingsleysið af hverju maður
þurfti alltaf að skipta af æsi-
spennandi sjónvarpsefninu sem
maður var að horfa á svo afi gæti
hrotið yfir báðum fréttatímun-
um. Afa, sem gamall sjómaður,
fannst fiskur alls ekki vondur og
var signi fiskurinn alveg í sér-
stöku uppáhaldi. Ég gleymi því
aldrei einn veturinn sem ég bjó
hjá ömmu og afa þegar fiskurinn
sem hangið hafði yfir bílskúrs-
hurðinni undanfarna mánuði var
horfinn.
Næstu daga lyktaði húsið
ekki vel að mati borgarbarnsins
en afi aftur á móti þrælsáttur því
matseðill næstu daga fyrir öll
mál var siginn fiskur.
Afi Siggi var ekki maður
margra orða en naut sín vel þeg-
ar fjölskyldan kom saman á
Herjólfsgötunni. Hann fylgdist
stoltur í stólnum sínum með um-
ræðum fjölskyldunnar og ávallt
tilbúinn að útskýra tengsl
manna ef fólk vissi ekki um
hvern verið væri að ræða. Ég,
sem aðkomupeyi, segi ávallt
stoltur þegar Eyjamenn spyrja
hverra manna ég sé að ég sé
barnabarn Sigga Guðna og Lilju
Ársæls því merkara fólk í mínum
augum er vart hægt að finna. Er
ég því ákaflega þakklátur fyrir
að hafa haft afa Sigga svona
lengi í mínu lífi og fengið að
kynnast honum svo vel. Hvíldu í
friði elsku afi Siggi.
Arnar Guðmundsson.
Elsku afi Siggi, það er bæði
með þakklæti og sorg sem ég
kveð þig að þessu sinni. Ég á
margar góðar minningar um þig
enda hef ég í gegnum tíðina sótt
mikið í að vera hjá ykkur ömmu
og alltaf liðið eins og heimilið
ykkar sé mitt annað heimili, þótt
það sé í öðru bæjarfélagi.
Ég ætla ekki að vera orð-
margur, enda var það ekki þinn
stíll að hafa mörg orð um hlut-
ina, en það sem þú gafst svo vel í
staðinn var góð nærvera, traust,
húmor og umhyggja. Það sem er
mér efst í huga á þessari stundu,
fyrir utan sorgina, er þakklæti
fyrir að hafa átt þig sem afa og
að stelpurnar mínar hafi fengið
að kynnast þér.
Emma Sól hitti naglann á höf-
uðið þegar hún minntist þín
núna í vikunni, en hún sagði ein-
læglega: „Alltaf þegar maður
hitti afa Sigga, þá var hann svo
góður!“ En þannig munum við
minnast þín og munum við halda
minningu þinni á lofti enda eig-
um við mörg skemmtileg og góð
minningabrot sem munu hjálpa
okkur að fylla upp í það skarð
sem nú hefur verið höggvið við
fráfall þitt.
Bless elsku afi og takk fyrir
allt.
Saknaðarkveðja,
Guðrún Lilja og fjölskylda.
Það er með trega sem við
kveðjum kæran afa okkar, sem
var okkur svo kær, sem var alltaf
gott að koma til og tala við um
sjóinn, vinnunna, skólann og allt
milli himins og jarðar. Það var
stutt á milli okkar, þú bjóst í
næsta húsi við okkur og var oft
hlaupið út til afa og ömmu og oft-
ar en ekki þegið eitthvert góð-
gæti og setið og spjallað, svo var
nú afi alltaf til í að skutla manni
ef maður nennti ekki að labba.
Um áramót var aldrei neitt
mál þótt maður vísaði vinum sín-
um heim í partí til ömmu og afa,
alltaf tekið vel á móti öllum, allir
hjartanlega velkomnir og oftar
en ekki ef hann þekkti ekki ein-
hvern var spurt: „og hverra
manna ert þú væni/vina mín?“
Endalaust er hægt að skrifa, en
hér látum við staðar numið en
höldum minningu þinni á lofti um
ókomna tíð og takk fyrir að vera
besti afi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
(Vald. Briem)
Guð blessi minningu hans.
Sigurður Björn, Hjörvar
og Ásta Lilja.
Elsku afi Siggi, við sitjum hér
og skrifum þessi orð og trúum því
ekki að þú sért búinn að kveðja
okkur. Það er svo erfitt að lýsa
því hversu mikils virði þú varst
okkur.
Alltaf var svo gott að koma til
ykkar ömmu Lilju og best fannst
ykkur þegar öll fjölskyldan var
saman komin, hvort sem það voru
sunnudagskaffið, spilakvöldin á
jólunum eða fjölskylduferð til
Kanarí. Þessar stundir og fleiri
eru okkur dýrmætar nú.
Ávallt var stutt í hláturinn og
grínið hjá þér og alltaf var nægur
tími til þess að fara með okkur í
bíltúr.
Þá var nú nauðsynlegt að
kaupa lottó og yfirleitt græddum
við Prins Póló í leiðinni. Einnig
þurfti að taka bryggjurúnt til
þess að kenna okkur öll bátanöfn-
in, eitthvað hefur einn slíkur þó
dregist á langinn þar sem Siggi
nafni þinn hafði á orði að það væri
ekki hann afi sem keyrði hægt
heldur væri það bara bíllinn sjálf-
ur sem færi svona hægt yfir.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu.
Í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða.
Við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Elsku afi, takk fyrir samveru-
stundirnar.
Sverrir, Jóna Gréta,
Kristinn, Guðný Erla,
Sigurður og Guðjón Týr.
Sigurður Guðnason skipstjóri
og stýrimaður var einn úr
ógleymanlegri áhöfn Ísleifs VE á
þeim árum sem við vorum
munstraðir þar um borð. Í hug-
anum voru þeir tímar óslitið æv-
intýri.
Síldveiðar í Norðursjónum og
síðar loðnuveiðar hér við land
voru spennandi í þá daga. Skyldi
torfan nást, myndum við sigla til
Þýskalands eða Danmerkur,
skyldi salan verða góð og myndi
allt ganga vel? Verkefni hvers
dags ærin og óvissan næg. Útivist
að heiman löng og mjög reyndi á
félagsskapinn og samheldni með-
al skipverja. Þarna var Siggi á
réttum stað. Þrautreyndur sjó-
maður sem alltaf vissi hvað hann
átti að gera, sérlega liðtækur í
netaviðgerðum og alla jafnan
jafnlyndur og geðgóður. En það
gat fokið í Sigga og þegar sá gáll-
inn var á honum var eftir því tek-
ið.
Það fór ekki fram hjá neinum
ef Sigga mislíkaði eitthvað. Alltaf
sneri hann framhliðinni að sam-
ferðamönnum og ekki var pláss
fyrir neitt baktjaldamakk. En
honum rann líka fljótt reiðin og
aldrei hafði það sem var tilefni
reiðinnar nein eftirköst. Þegar
skammirnar voru gengnar yfir
var það mál búið.
Sumrin á Ísleifi urðu að lokum
mörg og alltaf var tilhlökkun hjá
okkur að komast af stað á vorin.
Tilhlökkunin var ekki síst bundin
félögum okkar um borð og þar
var Siggi eins og klettur í sjáv-
arbrimi.
Nú þegar Sigurður Guðnason
er kvaddur í hinsta sinn er okkur
efst í huga fölskvalaus vinátta
hans og söknuður eftir gömlum
tímum. Við rifjum upp samveru-
stundir fyrri ára og áttum okkur
enn betur en fyrr hve skipsfélag-
ar frá fyrri tíð eiga stóran sess í
huga okkar.
Ísleifsárin okkar eru auðvitað
langt að baki, þótt oft sé eins og
þau séu nýliðin. Það er því eðli-
legt að út hópnum sé farið að
kvarnast. Með Sigurði Guðnasyni
er genginn góður og traustur
maður, sem við teljum okkur lán-
sama að hafa kynnst. Við óskum
fjölskyldu hans og öðrum ástvin-
um samúðar og megi minningin
um Sigurð leggja líkn með þraut.
Pétur Bjarnason
og Ingvar Viktorsson.
Sigurður Guðnason
erfidrykkjur
Grand
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar í boði
Næg bílastæði og gott aðgengi
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
✝
Þökkum vinarhug og hlýju við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa, sonar og bróður,
RÍKHARÐS MÁS HARALDSSONAR,
Melagötu 8,
Neskaupstað,
sem lést mánudaginn 16. júní.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins
í Neskaupstað og á deild B2 á Landspítalanum.
Laufey Þóra Sveinsdóttir,
Stefán Ríkharðsson, Kristjana Ósk Jónsdóttir,
Sæunn Svana Ríkharðsdóttir,Hólmsteinn Bjarni Birgisson,
Unnur Marteinsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
GUÐMUNDAR ÁRNASONAR,
fv. stöðvarstjóra hjá Pósti og síma,
Hvanneyrarbraut 29,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarfólki
fyrir frábæra umönnun og alúð.
Regína Guðlaugsdóttir,
Þóra Guðmundsdóttir,
Helena Guðmundsdóttir, Böðvar Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Sonur minn og bróðir okkar,
EIRÍKUR BECK STEINGRÍMSSON,
Hamraborg 16,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 15. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta
Krabbameinsfélagið og Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna njóta þess.
Ingibjörg Beck,
Bjarni Steingrímsson,
Páll Steingrímsson.
✝
Elskuleg móðir okkar og systir,
KRISTÍN HAFDÍS JÓNSDÓTTIR,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 9. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 18. júlí kl. 13.00.
Ingólfur Andri Sigfússon,
Hörður Róbert Árnason,
Mónika Rán Kristgeirsdóttir,
Ingólfur Jónsson, Guðrún Sigurhjartardóttir,
Marta Ólöf Jónsdóttir
og frændsystkin.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
HENRIKS LINNET,
Árskógum 6.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar.
Vernharður Linnet, Anna Bryndís Kristinsdóttir,
Kristján Linnet, Jónína Guðnadóttir,
Jóhanna Linnet, Gunnar Þór Benjamínsson,
Svanhildur Jóna Linnet, Theodore Vougiouklakis,
barnabörn og barnabarnabörn.