Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða (HSV). Heilbrigðisráðherra skipar í
stöðuna til fimm ára frá 1. október 2014.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfar
samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr.
40/2007 með síðari breytingum. Starfssvæði
stofnunarinnar önnuðust áður heilbrigðis-
stofnanirnar á Ísafirði og Patreksfirði.
Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðis-
greinum og starfar í tengslum við háskóla á
sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og
rannsókna í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða er með fjölmennustu vinnu-
stöðum á Vestfjörðum þar sem starfa að jafnaði
um 200 manns í um 140 ársstörfum, ársvelta er
um 1,6 milljarðar króna.
Forstjóri ber ábyrgð á að HSV starfi í samræmi
við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf
sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð
á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að
rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi
við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á
árangursríkan hátt.
Forstjóri skal hafa háskólamenntun og reynslu
af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi.
Hann skal einnig hafa þekkingu og reynslu á
sviði heilbrigðisþjónustu. Gerð er krafa um
hæfni í mannlegum samskiptum ásamt
leiðtogahæfileikum.
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd skv.
2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðis-
þjónustu. Um launakjör forstjóra fer sam-
kvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006
um kjararáð.
Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að
sækja um embættið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri,
sveinn.magnusson@vel.is. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og starfsferil skulu
berast velferðar-ráðuneytinu, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eða á netfangið:
postur@vel.is eigi síðar en 31. júlí nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um skipun í embættið hefur verið
tekin.
Velferðarráðuneytinu, 10. júlí 2014.
Starf á skrif-
stofu UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar
eftir starfsmanni á skrifstofu sambandsins í
nýtt og spennandi starf á sviði tómstunda-
mála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt
starf.
Helstu verkefni eru skipulagning og yfir-
umsjón með íþrótta- og tómstundaskóla
fyrir börn í 1.–4. bekk, sumarstarfi grunn-
skólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í
Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á
sviði tómstunda og íþróttamála.
Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun á
sviði uppeldis-, félags- eða tómstundamála
er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
auk grunnþekkingar á tölvum, í t.d. word og
excel. Þekking á íþrótta- og tómstundastarfi
ungmenna er kostur.
Nánari upplýsingar um starfið og starf-
semi UMSB gefur framkvæmdastjóri í síma:
869 7092 eða umsb@umsb.is
Umsóknarfrestur er til 23. júlí 2014
og skal skila umsóknum ásamt ferilskrá á
netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu
UMSB á Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál og verður öllum umsóknum
svarað.
vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norður-
lands (HSN). Heilbrigðisráðherra skipar í
stöðuna til fimm ára frá 1. október 2014.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands starfar
samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr.
40/2007 með síðari breytingum. Starfssvæði
stofnunarinnar nær frá Blönduósi til Þórshafnar
og sinnir þeim verkefnum sem áður voru á
herðum heilbrigðisstofnananna á Blönduósi,
Sauðárkróki, Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga og heilsugæslustöðvanna á Dalvík
og Akureyri. Þá annast stofnunin starfsnám í
heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við
háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og
rannsókna í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands er með fjölmennustu
vinnustöðum á Norðurlandi þar sem starfa að
jafnaði um 450 manns í um 330 ársstörfum,
ársvelta er um 4 milljarðar króna.
Forstjóri ber ábyrgð á að HSN starfi í samræmi
við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf
sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð
á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að
rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi
við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á
árangursríkan hátt.
Forstjóri skal hafa háskólamenntun og reynslu
af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi.
Hann skal einnig hafa þekkingu og reynslu á
sviði heilbrigðisþjónustu. Gerð er krafa um
hæfni í mannlegum samskiptum ásamt
leiðtogahæfileikum.
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd skv.
2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um
heilbrigðisþjónustu. Um launakjör forstjóra fer
samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr.
47/2006 um kjararáð.
Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að
sækja um embættið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri,
sveinn.magnusson@vel.is. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og starfsferil skulu
berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eða á netfangið:
postur@vel.is eigi síðar en 31. júlí nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um skipun í embættið hefur verið
tekin.
Velferðarráðuneytinu, 10. júlí 2014.
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Bókaveisla
Hin landsfræga og
margrómaða júlíútsala
er í fullum gangi.
50% afsláttur.
Við erum í Kolaportinu,
hafnarmegin í húsinu.
Opið um helgina kl. 11-17.
Til sölu
Reykjavíkurborg
Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Sími 411 1042/411 1043
Bréfsími 411 1048
Netfang: utbod@reykjavik.is
SAMNINGSKAUP
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Innkaupadeild Reykjavíkurborgar og byggðasamlagið Strætó
bs., fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, óskar
eftir áhugasömum aðilum til þess að taka þátt í innkaupaferli
um akstursþjónustu almenningssamgangna á Suðurnesjum.
Samningskaup þessi eru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Óskað er eftir umsóknum frá akstursaðilum sem geta uppfyllt
lámarkskröfur laga nr. 73/2001 um fólks- og farmflutninga
ásamt reglugerð nr. 528/2002 um fólksflutninga á landi.
Samningskaupagögn á geisladiski verða afhent frá 15. júlí
2014 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14,
Reykjavík
Umsóknum skal skila eigi síðar en: kl. 14:00 þann 21. ágúst
2014 til skrifstofu Sambands Sveitafélaga á Suðurnesjum,
Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ.
13262