Morgunblaðið - 12.07.2014, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Hallur Guðmundsson fagnar í dag 44 ára afmæli sínu. Hannhyggst eyða deginum utan borgarmarkanna. „Stefnan erað fara í útilegu en það er aldrei að vita hvernig veðrið fer
með þær áætlanir.“
Hann er giftur Ásdísi Huld Helgadóttur og eiga þau tvær dætur,
Hildi Þóru og Helgu Guðnýju.
Þegar Hallur var ungur dvaldi hann í Hollandi í eitt ár sem skipti-
nemi og hefur æ síðan verið ötull stuðningsmaður hollenska lands-
liðsins í knattspyrnu. Spurður hvort hann stefni því ekki á að horfa
á leikinn í dag segist hann þó ekki vera viss. „Þeir fóru ansi illa með
mig í síðasta leik svo ég veit ekki hvort ég horfi á leikinn. Ég hefði
viljað sjá þá fara í úrslitin en þeir spiluðu því miður bara grískan
varnarfótbolta á móti Argentínu,“ segir Hallur.
Hallur leikur á bassa með hljómsveitunum Bad Days og Varsjár-
bandalaginu ásamt því að vera staðgengill lögsögumanns Ásatrúar-
félagsins. Þá vinnur hann einnig á Bókasafni Kópavogs. Í haust
hyggst hann þó breyta til og setjast aftur á skólabekk. „Ég er að
fara í nám á Bifröst sem kallast HHS, en í því felst hagfræði, heim-
speki og stjórnmálafræði. Þetta er skemmtilega fjölþætt og ég er
mjög spenntur fyrir því að hefja námið. Ætli þetta sé ekki fín gráða
fyrir þá sem vita ekki hvað þeir ætla að verða þegar þeir verða
stórir,“ segir Hallur kíminn. sh@mbl.is
Hallur Guðmundsson er 44 ára í dag
Afmælisbarn Hallur er stuðningsmaður hollenska landsliðsins en
telur þó óvíst að hann horfi á viðureign dagsins við brasilíska liðið.
Stefnan tekin út
fyrir borgarmörkin
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Dóra María, Sigl-
firðingur og
starfsmaður á Ol-
ís Siglufirði, átti
þrítugsafmæli 10.
júlí. Dóra á eina
dóttur, Jónínu
Guðnýju Gunn-
arsdóttur, f.
2003. Systkini
Dóru eru Sigurður Sverrisson, f. 1973,
og Ása Guðrún Sverrisdóttir, f. 1979.
Foreldrar hennar eru Sverrir Jónsson,
f. 1954, og Guðný Sölvadóttir, f. 1953.
Árnað heilla
30 ára
Ellert Ólafsson,
verkfræðingur
og fram-
kvæmdastjóri
Tölvu- og stærð-
fræðiþjónust-
unnar, er 70 ára
í dag, 12. júlí.
Ellert tekur á
móti gestum á veitingahúsinu Cata-
línu í Hamraborg, Kópavogi, á milli 17
og 19 í dag.
Vinir og velunnarar eru hjartanlega
velkomnir.
70 ára
Reykjavík Ásdís Bjarnþrúður fæddist
17. september kl. 6.22. Hún vó 3.310 g
og var 47 cm löng. Foreldrar hennar
eru Fanney Bjarnþrúður Þórsdóttir og
Óskar Jakob Þórisson.
Nýir borgarar
H
allfríður Ólafsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. júlí 1964 en ólst
upp í Kópavogi í húsi
sem foreldrar hennar
byggðu á Kársnesinu. „Það var mik-
ið frelsi og fjör með börnunum í göt-
unni og leikirnir færðust oft niður í
fjöru eða upp í álfaborgirnar á
Borgarholtinu.“
Tónlistarferillinn
Grunnskólanám stundaði Hall-
fríður í Kársnesskóla og í Kvenna-
skólanum í Reykjavík, og hún tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1984. Hallfríður stundaði
því næst tónlistarnám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og lauk
einleikaraprófi og blásarakennara-
prófi 1988. Þá fór hún utan til náms
og hlaut Postgraduate Diploma frá
Royal Northern College of Music í
Manchester 1989 og Diploma of
Advanced Studies frá Royal Aca-
demy of Music (RAM) í London
1991. Eftir veturlangt nám í París
flutti hún heim til Íslands og hefur
unnið við tónlistarkennslu og flautu-
leik í Reykjavík frá 1992, fyrstu árin
í leikhúsum borgarinnar og í Ís-
lensku óperunni, en aðalstarf hennar
síðastliðin sautján ár hefur verið að
leika með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Var pikkolóflautuleikari
hljómsveitarinnar frá janúar 1997 en
aðeins tveimur árum seinna leiðari
flautudeildar, 1. flauta, frá 1999.
„Meðfram starfinu í hljómsveitinni
hef ég leikið alls kyns kammertónlist
í hjáverkum, m.a. með kammer-
hópnum Camerarctica sem við hjón-
in stofnuðum strax við heimkomu
ásamt vinum okkar.“
Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarkona og rithöfundur – 50 ára
Fjölskyldan Ármann, Gunnhildur Halla, Hallfríður og Tryggvi Pétur eftir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands
í Hörpu þar sem Hallfríður lék einleikskonsert eftir Mozart með hljómsveitinni.
Bjó til Maxímús Músíkús
Stjórnandinn Við flutning á Eldi eftir Jórunni Viðar á tónleikum Kítóns,
Tónafljóði, sem haldnir voru í Hörpu til þess að fagna tónlist kvenna.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Þú átt alltaf erindi til okkar
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver